Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 4
hittir beint i mark H I TODDY sofasettiö er snióiö fyrir unga tólkiö verö aöeins kr. 109.000 Góöir greiösluskilmálar. STIL-HÚSGÖGN Sendum hvert a land sem er. AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SIMI 44600 Mánudagur 17. nóvember 1975. VISIR Þú sem ert gangandi átt einnig sökina! — og hvað verður um umferðarfrœðslu barnanna þegar þeir fullorðnu geta ekki verið til fyrirmyndar? Það liefur mikið verið rætt um þátt ökumanna i umferðarslysum að undanförnu. Bilaumferð hefur aukist gifurlega og einnig hraðinn I um- ferðinni. Þvi hefur þess vegna verið beint að ökumönnum að minnka hraðann i umferðinni og vera betur á verði. Vissulega er það rátt, en hefur hegöun gangandi vegfarenda þá ekki gleymst? Getum við I dag talað um góða liegðun gangandi vegfarenda og sagt að þau siys sem hafa orðið á gangandi vegfarendum hingaö til séu eingöngu ökumönn- um að kenna? Þessu er engan veginn hægt að svara játandi, þvi mikið vantar á að gangandi vegfarendur hegði sér þannig i umferðinni að hægt sé aö telja gallalaust. Mörg dæmi er hægt að benda á. Taka ekkert tillit til umferðarinnar... Hversu oft ana ekki gangandi vegfarendur yfir á rauðu ljósi? Hversu oft veröum viö ekki vör viö aö gangandi vegfarendur æöa út á akbrautina til þess aö komast yfir götuna hvar og hvenær sem er, án þess aö taka nokkurt tillit til umferöarinnar i kringum sig? Hversu oft sjáum viö ekki hiö fáránlega og oft hlægilega athæfi þegar vegfarendur buröast viö að klifra yfir grindverk sem sett hafa veriö á miðeyjum til þess aö hindra þaö aö gangandi vegfar- endur gangi þar yfir götu sem hættulegast er? Þetta og margt fleira veröur á vegi okkar og þá fyrst kastar tólf- unum þegar viö sjáum fulloröiö fólk leiða börn sin og virða aö vettugi allar umferðarreglur. Fullorðið fólk ekki til fyrirmyndar Þaö er þvi engan veginn hægt að segja að fordæmi fulloröinna séu til fyrirmyndar, og er þá von til þess meöan slikt heldur áfram aö börn temji sér góöar reglur i umferöinni? Og þá veröur til litils aö innprenta börnunum öryggis- reglur i skólanum og i umferðar- skólanum Ungir vegfarendur. 1 mörgum þeim tilfellum sem gangandi vegfarendur hafa oröib fyrir slysi geta þeir engum um kennt nema sjálfum sér. Fólk æð- ir oft út á akbrautina, stundum I myrkri og mjög slæmu skyggni, og án þess aö hafa nokkuö til aö vekja athygli á sér, svo sem endurskinsmerki eöa annaö. Umferöin er vissulega orðin hröð, og gangandi vegfarendur veröa aö taka tillit til þess. Ekki hægt að ætlast til þess að ökumenn stöðvi bifreiðina á punktinum Vegfarendur geta ekki ætlast til þess af ökumönnum að þeir geti stöövaö bifreiö sina á punktinum. Gangandi vegfarendur veröa aö gera sér grein fyrir þvi aö billinn er lifshættulegt farartæki og gangandi vegfarendur eru varnarlausir ef þeir ekki gæta sin i umferðinni. Viöa I þéttbýli eru gangbrautir fyrir gangandi vegfarendur að ganga yfir, og það er vissulega skylda ökumanna aö stööva bifreiöina og hleypa vegfarend- um yfir götuna. En það er lika hlutverk gangandi vegfarenda aö gæta sin mjög á gangbrautum, þvi dæmin hafa sannað það aö á gangbrautum veröa oft alvarleg umferðarslys. Vegfarendur mis- nota gönguljósin Viö margar þessara gang- brauta hefur verið komið hand- stýrðum ljósum sem gangandi vegfarendur geta notfært sér til hagræðis. En hvort tveggja sem er einungis gangbraut eöa gang- braut með handstýrðum ljósum, má oft sjá gangandi vegfarendur misnota á hinn herfilegasta hátt. IMMHH ■ ■ ** m Þau litlu læra umferðarreglurnar I umi'erðarskólanum Ungir vegfarendur, en lika i sinum venjulega skóla. Þau reyna að fylgja reglunum, en hvaö veröur um fræösluna þegar þeir fullorðnu geta ekki verið til fyrirmyndar? Það má lika oft sjá foreldra leiða börn sin yfir götu á rauðu ljósi. Ljósm: BG. Oft má sjá gangandi vegfar- endur æða yfir götu rétt hjá þar sem gangbraut er. Þá má oft og iðulega sjá gangandi vegfarendur misnota gönguljósin svokölluöu. Þaö notfærir sér oft ekki þá að- stööu sem það hefur sér til hag- ræðis og æðir út á gangbrautina þegar ljósiö sýnir rautt á móti. ökumenn verða oft aö sýna snar- ræöi til aö koma i veg fyrir slys. Samstarfsvilji ef koma á i veg fyrir slysin Reyndar má einnig sjá öku- menn standa stundum viö gang- braut þegar grænt ljós er á móti þeim, til þess aö hleypa gangandi vegfarendum yfir og slikt er víta- vert. Að sjálfsögöu verða bilstjórar að koma til móts vib gangandi vegfarendur ef þeir vilja koma i veg fyrir aö fólk fari yfir göturnar þar sem ekki á að gera það. Þaö gera þeir best meö þvi að virða rétt gangandi og nema staðar ef fólk blður eftir þvi að komast yfir á gangbraut. Til þess að umferöin geti gengið slysalaust þá verður samstarfs- vilji hjá öllum sem um göturnar fara aö vera fyrir hendi. Þannig má koma i veg fyrir þau fjölda- mörgu umferðarslys sem hrjá þjóöfélagið i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.