Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 9
VISIR Mánudagur 17. nóvember 1975. 9 Eskfirðingar eru ekki bangnir við snjóflóð. Nýjasta ibúðabyggingin er ihliðum fjallsins, og enn fleiri byggingaframkvæmdir eru hugs- aðar þar. Fyrir ofan á svo að koma nýr Noröfjaröarvegur. Lesendur Visis muna eflaust eftir þeirri yfir- lýsingu svissneska snjófióðafræðingsins M. De Quervain, að vegna snjóflóðahættu teldi hann ekki ráðlegt fyrir Eskfirðinga að leggja út i fyrirhugaða ibúðabyggð á staðnum. Taldi de Quervain að ef búast mætti við stórum snjóflóðum á 30 ára fresti væri óráðlegt að leggja i þessar framkvæmdir. De Quervain tók fram að hann hefði ekki heimsótt Eskifjörð. Þar lá hann einmitt i þvi — telja Eskfirðingar. Þeim finnst það mikil fjarstæða að gera ráð fyrir stórum snjóflóðum á 30 ára fresti þar sem reynslan sýnir alls ekki að um slikt geti verið að ræða. Grunarmenn á Eskifirði að de Quervain hafi dregið ályktanir sinar af ljósmyndum og landa- kortum af staðnum. Hinsvegar fékk hann aldrei neinar upp- lýsingar frá staðarbúum sjálf- um. A korti kann að virka mikil hætta á snjóflóðum á Eskifirði. En ef flett er upp I gömlum sög- um kemur annað i ljós. 1 Eskju, afmælisriti Eskifjarðar, segir þannig frá öðru af tveimur meiriháttar snjóflóðum sem falliðhafa á Eskifirði. Var þetta flóð þó alls ekki beint snjóflóð, heldur bljóp fram krapastífla: ,,Það mun hafa verið 1849, seint um haustið eða snemma um veturinn, að kom afar mikill snjór, lagði feiknamikinn skafl svo að nærri fyllti Grjótárgilið i brúninni fyrir ofan Klofa. Þá bjó Þorgrfmur Jónsson snikkari frá Gilsá I Breiðdal á Eskifirði. Hann hafði lært i Danmörku og var talinn besti trésmiður á Austurlandi á sinni tiö. Hann byggði sér hús mikið og vandað i kaupstaðnum rétt á Grjótár- bakkanum. Hann hafði oft pilta til kennslu og svo var þennan vetur. Einn þeirra var Eyjólfur Þorsteinsson, seinna bóndi á Stuðlum i Reyðarfirði. Þegar þennan mikla snjó gerði, hafði komið til umtals milli læri- sveina Þorgrims að fara upp i Grjótárgilið og grafa sundur skaflinn i brúninni. Þó varð ekki af þvi, enda vissu menn þess engin dæmi að Grjótá hefði valdið tjóni. Siðan kom hláka og aftaka-langvarandi stórrigning. Stiflaöist Grjótáin fyrir ofan brúnina uns vatnið náði sér fram og kom það með ógurlegu hlaupi af vatni, snjó, jörð og stórgrýti niður fjallið. Þetta var að degi til. 1 þvi hlaupi fórst Klofi og þeir sem þar áttu heima: Margrét, Jón sonur hennar og niðursetningurinn.” ESKJA I. bindi, bls. 209. Næst skýra heimildir frá snjó- flóði árið 1919, eða 60 árum sið- ar 1 þvi snjóflóði jafnaðist við jörðu hlaða, hjallur og stein- steypufjós, eign Friðgeirs Hallgrimssonar, drap tvær kýr, einn kálf og tvær kindur, en ein kýr bjargaðist. Þá tók flóðið hesthús, veiðarfæri, matbjörg og steinoliu. Ennfremur hljóp flóðið i gegnum ibúðarhús i smlöum, eign Vilhelms Jensens kaupmanns, og skemmdist það nokkuð. Frá þessu segir Olafur Jóns- son ráðunautur i grein i Sam- vinnunni 1. tbl. 1975. Þetta flóð var einnig krapa- hlaup, likt og það sem fyrr var greint frá. Þessi tvö snjóflóð eru þau einu sem sögur geta um að failið hafi þar sem nú er byggð i Eski- fjarðarkaupstað. Það er þvi mikil fjarstæða að ætla að Eskifjörður sé i nokk- urri hættu vegna snjóflóða. Enda taka þeir ályktun de Quervain hvergi nærri sér. og ætla ótrauðir að halda áfram að byggja. Til að lesendur Visis átti sig betur á staðháttum á Eskifirði. tók Hjörvar ó. Jensson, frétta- ritari blaðsins, nokkrar myndir þar nýlega. — ÓH FORMULA GETRAUNAKERFIN GEFA 11RÉTTA! X Kerfis- numer íl il If ll Formula 0-6-12 0 6 12 11 réttir Formula 0-7-16 0 7 16 11 réttir Formula 1-6-24 1 6 24 11 réttir Formula 0-8-32 0 8 32 11 réttir Formula 2-5-36 2 5 36 11/éttir Formula 1-7-48 1 7 48 11 réttir Formula 3-4-48 3 4 48 11 réttir Formula 0-9-64 0 9 64 11 réttir Formula 2-7-128 2 7 128 11 réttir Formula 4-4-144 4 4 144 11 réttir /11. LEIKVIKU GÁFU 11RÉTTIR 89.000.00 KR. Þeir sem nota kerfi vinna oftar í getraunum en aórir. Er það ekki næg ástæóa til að nota getrauna- kerfi ? Tryggóu þér eitt strax i dag! Fullkomnar upplýsingar fylgja. ADEINS KR 500- FORMULA Pósthólf 973 Reykjavík Bygginganefnd verkamanna er að byggja 8 ibúða fjölbýlishús, og sést grunnur þess fremst á myndinni. Fjær sér yfir grunn slökkvi- stöðvarinnar, en hinum megin er Skeljungur að byggja söluskála og þvottaplan. Ljósmyndir: Hjörvar Ó. Jensson. Langt er komið byggingu saltfiskverkunarhúss fyrir Hraðfrystihús Eskifjaröar hf., sem byrjað var á i haust. t forgrunni hússins er nýr steypubili sem keyptur var til Eskifjarðar i september, og hefur liann haft yfirdrifið nóg að gera. Bygging er hafin á slökkvistöð, sem verður stálgrindarhús á steyptum grunni. Aætlað er aö viö noröurenda hennar bætist svo áhaldahús bæjarins. Þetta er grunnur nýs barna- og gagnfræðaskóla sem bygging var hafin á i haust. Fyrir aftan stendur nýtt og glæsilegt iþróttahús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.