Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 24
vísm Mánudagur 17. nóvember 1975. Bað um dans: Hún neit- aði-hann rotaðiH Ung stúlka fór um helgina i eitt veitingahús borgarinnar til að skemmta sér. Skömmu eftir að hún kom inn gekk til hennar ungur herramaður og bað um dans. Eitthvað leist stúlkunni ekki nógu vel á manninn og neitaði honuin. Þessu reiddist inaðurinn óg- urlega og hafði engin umsvif, barði stúlkuna i andlitið og lá hún rotuð eftir. Hún var flutt i slysadeild Borgarspitalans, en mun ekki hafa meiðst alvar- lega. En kvöldið fór fyrir litið. Maöurinn var handtekinn. Thorvaldsens- félactéð 100 óra I tilefni af hundrað ára afmæli sinu, nk miðviku- dag gefur Thorvaldsen félagið út platta. Platt- inn er teikn- aður af Hall- dóri Péturs- syni og fram- leiddur hjá Bing og Grön- dal. Á plattanum er mynd af Austurstræti og séð upp Bankastræti. Útgefin aöeins 500 eintök. Allur ágóði rennur til styrktar van- heilum börnum. EKG ENGAR SKEPNUR! Það þótti helst til tiðinda hjá Arbæjarlögreglunni yfir helg- ina að engar skepnur gengu lausar meðfram vegum þar efra. Það sögðu þeir heyra til stórtiðinda. Það verður vonandi áfram- hald á þvi. Það hefur verið einn aðalhöfuðverkur Arbæj- arlögreglunnar enda stafar mikil hætta af þvi fyrir um- ferðina og er til óþæginda fyrir ibúa hverfisins. —VS Fullt umboð til að ókveða stöðvun fiski- skipaflotans Útvegsmannafélag Suður- nesja hefur samþykkt að veita Uandssambandi Islenskra út- vegsmanna fullt umboð til þess aö ákveöa stöðvun fiski- skipaflotans um næstu áramót cf samtökin telja ástæðu til — til aö tryggja viðunandi rekstrargrundvöll, fiskverð og kjarasamninga. Þá hefur félagið lýst fullum stuðningi við þær skoðanir aö fiskiskipaflotinn sé þegar a.m.k. 30% meiri en hagkvæm nýting fiskimiðanna geti þol- aö, jafnvel þótt útlendingar hverfi af miðunum. 4 skautum á Þingvallavatni í gœr i gær var komiö ágætis tasvell á nokkrum stöðum Þingvalla vatn. Þangaö Jyöfðu nokkrir Reykvikingar brugðið sér á skauta I fallegu veðriogníu stiga frosti. —Þing- vállavatn hefur þó iöngum þótt viðsjárvert til skautaiðkana vi|[na þcss hve mörg kalda- rmsl eru á grunnu vatni. >— jtr, sem ckki gátu veriö á “skautum, -skemmtu sér einnig Jgæta vei, runnu á rassinn og bmstu. Fyrsti snjórinn Þegar Reykvíkingar vöknuðu í morgun var allt hvitt af snjó. Börnin kættust, en ökumenn fögnuðu lítt. Umf erð gekk hægt og margir komu seint í vinn- una. — Menn voru jafnvel farnir að moka snjó frá verslunardyrum, en varla þarf að hafa miklar á- hyggjur af snjónum að þessu sinni. Hann hverfur í dag, enda spáð rigningu og hlýnandi veðri. Evrópumeistaramót í matador á Loftleiða- hóteli ó miðvikudag Evrópumeistaramót i spilinu „Matador” hefst á Hótel Loft- leiöum á miðvikudag. Tólf landsmeistarar frá jafn- •sörgum löndum keppa um Evrópumeistaratitilinn. Keppn- in er útsláttarkeppni. Fjórir efstu keppa hver við annan til úrslita. Úrslitaleikirnir eru á föstudag. Tveir brctar eru komnir hing- að til að ganga frá öllum undir- búningi fyrir keppnina. Auk þess komu 50 áhugasamir matadorspilarar frá Luxcm- borg og jafnmargir frá Bret- landi til að fylgjast með. Annar bretinn sem sér um undirbúning keppninnar, Cart- mell að nafni, sagöi Visi i morg- un, að matador. eða „mono- poly”, eins og það heitir á ensku, væri tvlmælalaust vin- sælasta borðspil i heiminum. Hann sagði að 80 milljónir spil hefðu verið seld siöan banda- rikjamaður að nafni Darrow fann það upp fyrir fjörutiu ár- um. Fjöldi erlendra fréttamanna kemur hingað til að fylgjast með þessari einstæðu Evrópu- meistarakeppni. Cartmell sagði að héðan færu matadormeistararnir til Washington, þar sem þeir keppa við bandariska matadormeist- ara. —ÓH 50 breskir veiða ekki Allt var meö kyrrum kjörum á Islandsmiðum I nótt. Um 50 breskir togarar eru nú við land- Tð'en i gær var enginn þeirra að veiðum. Ætla má aö togaraskip- stjórarnir hafi verið beðnir að biða'átekta og aöhafast ekkert fyrr cn árangur samningavið- ræðnanna kemur I ljós. Edward Bishop, ráðherra i breska landbúnaðar- og fiskí- málaráðuneytinu sendi i gær skeyti til bresku togaraskip- stjóranna. Þar segir hann að þeir Roy Hattersley séu nú á ts- landi til að ræða nýtt fiskveiði- samkomulag. Þeir meti mikils stefnufesti bresku skipstjór- anna að halda sig á miðunum og framkomu þeirra á erfiðleika- timum sem hjálpi i tilraunum við að ná samkomulagi. Ætla má að ef samkomulags- viðræðurnar fara út þúfur verði bresku aðstoðarskipin send á Is- landsmið en þau biða nú átekta á Hjaltlandseyjum. Þessa mynd birti blaöið Suðurnesjatiðindi af beinum og hauskúpum sein fundust i Mið- neshreppi á milli Sandgeröis og Garðs. Þar hefur sjór verið aö brjóta land undanfarna áratugi. 1 sjóganginum á dögunum komu mannabein i ljós, tvær hauskúpur og fleiri bein. Þetta er ekki i fyrsta skipti að bein finnast á þessum slóðum, enda mun á árum áður hafa verið kirkjugarður að Kirkjubóli. Talið er, að á þessum slóðum hafi sjórinn brotið 4-500 metra af landi. — Lögreglan tók þessi bein I sina vörslu og veröa þau rannsökuð siðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.