Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 17. nóvember 1975. VISIR w Islensku handknattleíksmennirnir í Þýskalandi duglegir við að skora mörk um helgina „Þaö var dagur Axels Axels- sonar þegar við lékum við TSV Altenholz i dag” sagði ólafur H. Jónsson er við náðum tali af hon- um i Minden i Þýskalandi eftir leik Dankersen og Altenholz i þýsku 1. dcildarkeppninni i hand- knattleik i gærkvöldi. „Við sigruðum i þessum leik, sem háður var hér i Minden — með 16 mörkum gegn 10, og skor- aði Axel 7 mörk i leiknum, þar af eitt úr vitakasti. Hann er óðumað ná sér á strik eftir meiðslin og var i miklum ham i þessum leik. Mér gekk éinnig ágætlega en var óheppinn með skotin og skoraði ekki nema eitt mark. Við eigum að leika aftur á miðvikudaginn kemur — gegn Tigrisdýrið i Ármannsliðinu, Jimmy Rogers, var drjúgur i leiknum við ÍS á laugardaginn — bæði i vörn og sókn, Ilér stöðvar hann Jón Héðinsson skemmtilega, en fékk dæmda á sig villu fyrir. Ljósmynd Einar. THW Kiel á þeirra heimavelli, og ef við sigrum i þeim leik, stöndum við nokkuð vel að vigi i norður- deildinni. Kiel lék um helgina við Hamburg SV og sigraði i leiknum með 17 mörkum gegn 13. Ég veit ekki, hvernig Einari Magnússyni gekk i þeim leik, en það er vont að ná sambandi við hann, þar sem hann er enn ekki kominn með sima” sagði Ólafur Jönsson að lokum. Hann gat heldur ekki sagt okkur neitt frá þvi, hvernig þeim bræðrum Ólafi og Gunnnari Einarssyni gekk um helgina, en við náðum I ólaf i gærkvöldi og var hann hress að vanda. „Okkur gekk báðum vel en út- koman hjá minu liði var þó öllu betri, þvi að við unnum okkar leik en Göppingen tapaði. Það var Neuhausen, sem lagði Göppingen að velli 19:15 og voru það slæm úrslit. þvi að Neuhausen var i neðsta sætinu i suðurdeildinni. Gunnar var eini maðurinn sem eitthvað gat i liðinu — skoraði 9 af þessum 15 mörkum, þar af gerði Stúdentarnir steinlágu í fyrsta heimaleiknum Töpuðu fyrir Ármanni í 1. deildinni í körfuknattleik með 23 stiga mun — 38 villur dœmdar á Ármannsliðið í leiknum „Þetta er nú einu sinni Glimu- féiagið Árniann, sem við lékum á móti, og það stóð undir nafni i þessum leik eins og oft áður. A það voru dæmdar 38 villur, en ekki nema 19 á okkur, og segir það sina sögu” sagði Steinn Sveinsson fyrirliði 1. deildarliðs ÍS I körfuknattleik, er við töluðum við harin eftir fyrsta hcimaleik ÍS i iþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn, en þar verður heimavöllur stúdentanna i vetur. „Armannsliðið var betra en við i þessum leik — þvi er ekki að neita — við vorum lika mjög slak- ir, en það kemur ekki aftur fyrir i j vetur” bætti fyrirliðinn við i lok- I in. Ármenningarnir voru betri að- ilinn i þessum eina 1. deildarleik i körfuboltanum, sem fram fór um helgina. Mótstaðan var heldur ekki mikil, en annars var leikur- inn i heildina heldur slakur og mikið um mistök á báða bóga. Ármenningar byrjuðu með miklum látum og tóku strax for- ustu. Skoruðu þeir hverja körfuna annarri fallegri — en þó bar karf- an, sem Jimmy Rogers skoraði snemma i leiknum af þeim öllum. Þá „negldi” hann boltann i körf- Þriú töp ó einum degi! Hún var ekki farin til fjár ferðin ijá 1. deildarliði ÍMA i blaki uður yfir heiðar þessa helgina. áðið skrapp til Laugarvatns og teykjavikur i gær og gerði sér Itiö fyrir og lék þar ÞRJÁ....já >rjá.... 1. deildarleiki sama laginn. Var þetta gert til að spara erðakostnað liðsins, og er það iklega það eina, sem menntskæl- ngarnir högnuðust á i ferðinni — lema ef verið gæti örlitið af ireytu og harðsperrum eftir þrjá irfiða leiki á einum degi. Liðið hafði enga sigra út úr þessum leikjum, en var þó ekki fjarri þvi i einum þeirra, sem var gegn UMFB (Biskupstungna- mönnum), sem var annar leikur- inn i röðinni. Þar töpuðu akureyr- ingar fyrstu- hrinunni 15:13 og þeirri næstu 16:14. 1 siðustu hrin- unni voru þeir yfir 14:9 og þurftu þvi ekki nema einn punkt til að sigra. Það tókst þeim ekki — heimamenn náðu i 7 næstu punkta og sigruðu þar með 16:14 eða samtals 3:0. Fyrr um daginn léku akureyr- ingarnir við UMFL (laugdæli) og áttu þeir aldrei möguleika i þeim leik — töpuðu samtals 3:0 eða 15:1, 15:6 og 15:6. Um kvöldið léku svo akureyringarnir við Vik- ing i Reykjavik og gekk þá svipað og i fyrsta leiknum — eða 3:0 tap, þar sem hrinurnar fóru 15:6, 15:4 og 15:2 fyrir Viking. Um helginá var háð fyrsta unglingamótið i blaki hér á landi — fyrir pilta 18 ára og yngri — og tóku þátt i þvi fjögur lið. Lið Breiðabliks sigraði en i öðru sæti varð Þróttur. HK úr Kópavogi varð i 3ja sæti en lið Vikings rak lestina i þetta sinn. —klp— una af löngu færi, og nötraði allt viravirkið á eftir. t hálfleik voru ármenningarnir komnir 12 stigum yfir — 47:35 — og bættu jafnt og þétt við i siðari hálfleik. Þeim tókst að brjóta „100 stiga múrinn” þegar skammt var eftir af leiknum, en alls skoruðu þeir 107 stig. Stúd- entarnir skoruðu aftur á móti 84 stig. Ingvar Sigurbjörnsson þjálfari ármenninga var ekki beint ánægður með sina menn er við töluðum við hann eftir leikinn. „Þeir gerðu allt of mikið af óþarfa villum, og það var of mik- ill losarabragur á liðinu i lokin.” Steinn Sveinsson var einna bestur stúdenta i leiknum, og var sérlega hittinn i vitunum — tók 17 vitaskot og skoraði úr 16 þeirra. Þá áttu þeir Ingi Kr. Stefánsson og Bjarni Gunnar Sveinsson ágætan leik á köflum — Bjarni skoraði 26 stig. Hjá Ármanni bar að vanda mest á Jóni Sigurðssyni, sem skoraði 26 stig i leiknum. Jimmy Rogers var ekki mikið inn á, en skoraði samt 19 stig. Þá var Atli mjög góður og skoraði 20 stig. —klp— hann 7 úr vitum. Við hjá Donzdorf sigruðum TSV Birkenau i 2. deild- inni með 15 mörkum gegn 13, og tókst mér að lauma boltanum 8 sinnum i netið hjá þeim — þar af 3 úr vitaköstum. Þetta var hörkuleikur og mikil barátta i honum. Þegar rúm minúta var eftir, var jafnt — 13:13 — en þá tókst mér að skora, ogsvoaftur rétt á eftir, þannig að við náðum báðum stigunum. Það er þegar ákveðið að ég komi heim i landsleikina við Luxemborg og Noreg um mánaðamótin og einnig koma þeir Axel, Ólafur og Einar héðan frá Þýskalandi. Aftur á móti á Gunnar að leika um þá helgi, og getur hann þvi ekki komið i leikinn við Luxem- borg.” — klp — BELGIA ÁFRAM — gerði jafntefli við Frakkland og ísland varð í neðsta sœti Belgar tryggðu sér sigur i sjöunda riðlinum i Evrópu- keppni landsliða þegar þeir gerðu jafntefli við Frakka i markalausum lcik i Paris á í laugardaginn. Var þetta siðasti leikurinn i riðlinum þar sem iandsiið Is- lands kom svo á óvart og er öruggt að austur-þjóðverjar gleyma ekki leikjum sinum gegn litla tslandi i bráð, þvi að þeir töpuðu þrem stigum til okkar og þar með fóru allir sigurmöruleikar þeirra. Leikur Frakka og Belga var ekki vel leikinn, ausandi rign- ing var á meðan á leiknum stóð og einkenndist hann mik- ið af þeim aðstæðum. Tölu- verð harka var, og var einum úr liði frakkanna, Jean Michel, visað af leikvelli. Belgarnir léku sterkan varnarleik og tóksl frökkunum aldrei að komast i gegn. Besta marktækifæri leiksins átti Roger Van Gool, en skot hans fór hátt yfir markið — þó að frönsku varnarmennirnir væru viðsfjarri. Lokastaðan i sjöunda riðiin- um varð þessi: Belgia 6 3 2 1 6:3 8 A-Þýskaland 6 2 3 1 8:7 7 Frakkland 6 1 3 2 7:6 5 tsland 6 1 2 3 3:8 4 Þá léku landsiið þjóðanna 23 ára og yngri og lauk þeim lcik með frönskum sigri 3:2. Mörk Frakklands skoruðu Soier tvö og Bathenay, cn mörk Belgiu skoruðu Haleydt og Janssen. —BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.