Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 17.11.1975, Blaðsíða 12
i eflií fflóli.. /óralilill verðmunuf miðcið uið lilbúin föl KYNNIÐ YKKUR MÁLIN. LAUGAVEG 27 Flytur efni úr poppheiminum ■i m um land allt 13 Mánudagur 17. nóvember 1975. VISIH VISIR Mánudagur 17. nóvember 1975. HAUKAR FORU LETT MEÐ SLAKA ÁRMENNINGA Algerlega bitlaus sóknarleikur varö Ármanni fyrst ot fremst að falli þegar liðið lék við Hauka i Hafnarfirði í gærkvöldi. Hauk- arnir sigruðu nokkuð örugglega i leiknum 23:19 eftir að staðan i hálfleik hafði veriö 12:11 og meö sama áframhaldi stefnir allt að Skotar úr leik! Vonir skota um að komast áfram i Evrópukeppni lands- liða urðu að engu i gær, þegar rúmenar og spánverjar gerðu jafntefli 2:2 i Búkarest i gær. Þessi úrslit nægðu spánverj- um til sigurs i fjórða riðlinum og uröu þeir þvi þriðja þjóðin sem tryggði sér réttinn til að leika i úrslitu m keppninnar. Spánverjum nægöi jafntefli i leiknum, en samt léku þeir sóknarlcik og komust i 2:0 með mörkum Villar og Santill- ana. Rúmenar sem urðu að vinna leikinn til að eiga mögu- leika gcrðu þá örvæntinga- fulla tilraun til að snúa leikn- um sér i hag, en þrátt fyrir góða tilburði tókstþeim aðeins að na jafntefli. Dud Georgescu viti og lordanescu skoruðu fyrir rúmenska liðið. Staðan i fjórða riðlinum er nú þessi: Spánn 6 3 3 0 10:6 9 Rúmenia 5 1 4 0 10:5 6 Skotland 5 2 2 1 7:5 6 Danmörk 6 0 1 5 3:14 1 — BB hörku fallbaráttu hjá ármenning- um. Elias Jónsson, þjálfari og „primus mótor” haukanna byrj- aði með látum, og skoraði fyrstu þrjU mörk leiksins og allt virtist stefna að stóráigri Hauka, en þeg- ar staðan var orðin 12:7, fór allt i baklás og ármenningum tókst að skora fjögur siðustu mörkin i fyrri hálfleik og breyttu stÖðunni i 12:11. í siðari hálfleik tókst Armanni að jafna 13:13. en á eftir fylgdi slæmur kafli og staðan breyttist i 18:13 fyrir Hauka og þann mun tókst ármenningum ekki að brúa aftur — bæði liðin skoruðu fimm mörk hvor og lökatölurnar þvi eins og áður sagði 13:19. Haukaliðið nær oft frábærlega vel saman, en dettur þess á milli niður. Hörður Sigmarsson var tekinn úr umferð allan leikinn og veikti það vissulega liðið — þó ekki réði það baggamun i þetta skipti. Elias Jónsson stjórnaði spilinu vel og skoraði mikið af mörkum. Þá átti Gunnar Einars- son góðan leik i markinu og varði vel úr hornunum. Mörk Hauka: Elias Jónsson 7, Sigurgeir Marteinsson 5. Hörður Sigmarsson 4 (1), Þorgeir Har- aldsson 3 og þeir Arnór Guð- mundsson, Svavar Geirsson, Ölafur ólafsson og Guðmundur Haraldsson eitt mark hver. Eins og áður kom fram er slak- ur sóknarleikur mesti höfuðverk- ur ármenninga og langtimunum saman i leiknum var varla um nokkra ógnun að ræða. Það voru helst þeir Jón Astvaldsson og Hörður Harðarson sem létu eitt- hvað að sér kveðá, en þeir duttu niður á milli og þá var enginn að taka við. Mörk Armanns: Jón Astvalds- son 6, Hörður Harðarson 4. Pétur Ingólfsson 3, Jens Jensáon 2, Hörður Kristinsson 2(1) og þeir Stefán Hafstein og Sigurgeir Marteinsson (Haukum) eitt mark hvor. Sigurgeir skoraði sjálfs- mark — blakaði boltanum yfir Gunnar Einarsson og i eigið mark! Tveir leikmenn fengu að kæla sig, Jón Haukssonog Guðmundur Haraldsson, báðir i Haukum, i tvær minútum hvor. Leikinn dæmdu Kristján örn Ingibergsson og Kjartan Stein- beck og komust vel frá þvf hlut- verki. — BB NU „TYRÐI" VARLA Á GRÓTTUVITANUM Þróttur vann sinn fyrsta sigur i 1. deild i Hafnarfirði i gærkvöldi. Þá lék Þróttur við Gróttu, og lauk leiknum mcð öruggum igri Þrótt- ar 23:18. Ekki var mikil reisn yfir leik liðanna, mikið af ónákvæm- um sendingum og ótimabærum skotum og var engu líkara en þar ættust við miðlungslið I 2. deild. Arni Indriðason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Gróttu og var — Seltjarnarnesliðið féll fyrir Þrótti ÞÚ SÉRÐ ÞAÐ í HENDI ÞÉR.... það i eina skiptið sem Seltjarnar- nesliðið hafði forystuna. Eftir það tóku leikmenn Þróttar við og höfðu þetta tveggja til sjö marka forystu út allan leikinn. Staðan i hálfleik var 11:9 fyrir Þrótt og i siðari hálfleik tóku Gróttumenn til þess ráðs að setja „yfirfrakka” á Friðrik Friðriks- son, Þrótti, sem hafði verið þeim æði erfiður I fyrri hálfleik. Þessi ráðstöfun mistókst gersamlega og þróttarar skoruðu fimm fyrstu mörkin i siðari hálfleikog breyttu stöðunni úr 11:9 i 16:9 — og þá var séð að hverju stefndi. Þá kom slæmur kafli hjá Þrótti og munurinn minnkaði I þrjú mörk 17:14. En þá kom Bjarni Jónsson, þjálfari Þróttar, inn á — dreif sina menn upp og stýrði liði sinu til sigurs i leiknum og loka- tölurnar urðu eins og áður sagði 23:18. Bjarni meiddist illa á hendi I siðasta leik og gat þvi litiö beitt sér, kaus heldur að stjórna utan vallar —eða þar til i lokin að leik- reyndan mann vantaði inn á. Gróttuliðið var ekki svipur hjá sjón, miðað við siðasta leik, og áhuginn hjá leikmönnum i algeru lágmarki, enda árangurinn eftir þvi. Mörk Gróttu: Björn Pétursson 5, Arni Indriðason 3, Axel Frið- riksson 3, Magnús Sigurðsson 2, Halldór Kristjánsson 2 (1) og þeir Georg Magnússon, Gunnar Lúð- vlksson og Björn Magnússon eitt mark hver. Við vorum búnir að spá þvi að Þróttur ætti eftir að ná sér i nokk- ur stig. Reynsluleysi varð liðinu að falli I fyrstu leikjunum, en þó að ekki hafi verið neinn glans yfir þessum leik liðsins, þá fengust samt tvö dýrmæt stig — og það er i áttina. Friðrik Friðriksson var langbesii maðurinn i liði Þróttar, ásamt markvörðunum báðum sem vörðu oft með ágætum. Þá stóðu þeir Halldór Bragason og Bjarni Jónsson fyrir sinu þegar á reyndi. Mörk Þróttar: Friðrik Frið- riksson 10 (2), Halldór Bragason 4, Jóhann Frimannsson 3, Trausti þorgrimsson 3, og þeir Bjarni - Jónsson, Sveinlaugur Kristjáns- son og Konráð Jónsson eitt mark hver. Þrem leikmönnum var visað af leikvelli, Halldóri Bragasyni i 2. min. og Trausta Þorgrimssyni i 2 og 5 minútur. Salkir dómarar voru Jón Frið- steinsson og Ólafur Steingrims- son. —BB Oppsal nœgði FH en dómararnir voru erfiðari! FH-ingar fengu heldur slæma útreið i fyrri leik sinum við norsku bikar- meistarana Oppsal i Evrópukeppni bikarhafa i handknattleik karla i Osló i gær. Urðu hafnfirðingarnir að sætta sig við átta marka tap — 19:11 — og má fastlega reikna með þvi að draumur þeirra um að komast i aðra umferð i keppninni sé þar með á enda. Þeir lentu ekki aðeins i kröppum dansi við hina hörðu leikmenn Opp- sal, heldur máttu þeir einnig standa i þvi að keppa við hina þýsku dómara leiksins, sem voru heimadómarar i orðsins fyllstu merkingu. Fundu þeir allt að leik FH-inganna og ráku þá út af að minnsta tilefni. í allt voru FH-ingarnir þrettán minútur af sextiu einum færri á vell- inum — þar af Geir Hallsteinsson I 5 si'ííísV*-' Geir Hallsteinsson var rekinn út af í 5 mínútur fyrir aö hjálpa einum leikmanna Oppsal á fæt- ur í leiknum í Osló í gær. minútur en aðeins einum norðmanni var visað út af i öllum leiknum. Voru norsku leikmennirnir lagnir við að láta líta svo út sem brot islending- anna væru gróf og er það allt eftir „plötunni” sem norðmenn léku I sambandi við landsleikina I knatt- spyrnu i sumar. Þar fengu þeir alla til að trúa þvi, að islendingarnir væru grófir ruddar, og þeim leik er nú haldið áfram, eins og glöggt kom fram, I norsku blöðunum i morgun. FH-ingarnir héldu i við Oppsal i fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en langt var liðið á hálfleikinn að heimamönnum tókst að ná öruggri forystu — 9:5. í siðari hálfleik hélst þessi munur þar til að seig á seinni hlutann, en þá náðu norðmennirnir að komast enn betur yfir og loks að sigra með 8 marka mun — 19:11. Þegar staðan var 16:11 fengu FH-ingar 2 vitakösten bæði mistók- ust og munaði mikið um það. Geir Hallsteinsson var markhæst- ur FH-inga I leiknum — skoraði 4 mörk, en þeir Viðar Simonarson og Þórarinn Ragnarsson skoruðu 3 mörk hvor, og Gils Stefánsson 1 mark. Síðari leikur liðanna verður heima 6. desember n.k. og verða FH-ing- arnir að sigra I þeim leik með 9 marka mun til að komast i aðra um- ferð. _k,p_ STADAN Staðan i 1. deild islandsmótsins i handknattleik eftir leikina um helg- ina er nú þessi: Grótta—Þróttur 18:23 Haukar—Armann 23:19 Valur Haukar FH Vikingur Fram Grótta Þróttur Armann Tvö töp hjá Þór Ekki varð suðurferð hand- knattleiksmanna úr 2. deildarliði Þórs frá Akureyri um helgina nein frægðarför. Þeir noröan- mcnn léku hér tvo leiki um helg- ina — töpuðu báðum og eru þar með úr leik i toppbaráttunni I 2. deild sem nú stendur á milli tR, KA og KR. Þórsararléku fyrst við Leikni á laugardaginn og lauk leiknum með nokkuö öruggum sigri Leikn- is 27:23, og i gær léku þeir við ÍBK i Njarðvikum og töpuðu þeim leik mjög óvænt 25:21. Þá léku tR og Breiðablik I gær og sigruðu IR-ingar örugglega i leiknum 26:10 og virðast líklegir til að endurheimta sæti sitt i 1. deild. Markhæstu menn: Páll Björgvinsson, Vikingi 41/14 Hörður Sigmarsson, Haukum 38/12 Friðrik Friðriksson, Þrótti 37/7 Pálmi Pálmason, Fram 32/4 Björn Pétursson, Gróttu 31/12 Viðar Simonarson, FH 29/6 Þórarinn Ragnarsson, FH 27/13 Jón Karlsson, Val 26/7 Geir Hallsteinsson, FH 25/4 Elias Jónsson, Haukum 23/0 Stefán Halldórsson, Vikingi 23/3 Jón P. Jónsson, Val 22/4 Viggó Sigurðsson, Vikingi 21/0 Næstu leikir í 1. deild verða annað kvöld I Laugardalshöllinni, þá leika Vikingur-Grótta og Valur-Fram. A miðvikudagskvöldið verða svo tveir leikir i 2. deild, lika i Laugardalshöll- inni, þá leika ÍR-tBK og KR-Fylkir. Láttu hana vera Eru þær þaft ekki Hvaft Tommy. Þetta er \allar! Vifiskulum er að Bob'í frænka formannsins yv^^samt sjá til. ^oghúner trúloíuð Tommy er að tala formannsink Siðar Þá þaö Liz — þú ert trúlofuð þessum gaur. En ég er góður strákur Efni m.a.: Viðtal við Björgvin Halldórsson — Opnumynd í lit af Stuðmönnum — Allt um strókana, sem leikið hafa með Dögg — Pétur Kristjónsson skrifar um plötu Megasar Hryllingurinn Alice Cooper — Jón Ólafsson rœðir opinskótt um Demant og önnur afskipti sín af umboðsstörfum — Plötugagnrýni um plötu Spilverks þjóðanna — Steve Harley og Cookney Rebel — Innlendar og erlendar poppfréttir i stuttu móli. Nýr Samúel í nœstu viku SAM-koma í tilefni útkomu Samsonar 1 tilefni af fæðingu SAMSON- AR efnir SAlVl-kiúbburinn til SAM-komu i Klúbbnum ann- að kvöld frá kl. 20 til 23.30. Fjórar hljómsveitir og diskótek. Fjölmennið og ger- ist félagar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.