Tíminn - 13.11.1966, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 13. nóvember 1966 _____________TIMINN__________________________________ __________________19
Lögregluþiónn með barn í fanginu, sem bjargaðist úr rústunum.
þAttur kirkjunnar
ORGANISTINN
jaín ömurlegt um að litast, og
sorg og angist skín út úr
hverju andliti, sem ég sé. Fyr
ir utan Betaníukirkjuna standa
nokkrar útgrátnar konur, þetta
eru eflaust mæður, sem enn
sakna barna sinna, en inni í
kirkjunni liggur fjöldi líti’la
sundurkraminna Mka.
í annarri kirkju þarna í
grendinni er fjöldinn allur af
mönnum, sem unnið hafa við
björgunarstörfin. Nokkrir sofa-
á bekkunum, aðrir sitja þögul
lr og horfa í gaupnir sér. Stöð-
ogt koma fleiri inn í kirkjuna.
Ungur maður höktir fram eft
ir gólfinu, og hlammar sér á
stól, hjúknmarkonur koma
strax til hans og spyrja, hwrt
hann sé meiddur. — Nei, eg
fínn hvergi til, segir hann og
horfir tómlátlega fram fyrir
sig. Ein hjúkrunarkonan fær-
ir honum wiskyblöndu og
þvingar hann til að drekka
hana. Ég sezt niður og hressi
mig á heitu tei, og velti því
fyrir mér, hvort fólk úti í
heimi S'kilji í raun og veru,
hvað hér hefur gerzt. Ég sit
hérna í baptistakirfcjunni í
Aberfan og hugga um mín eig-
in böm, sem á hverjum morgni
skunda í skólann glöð og ótta
laus, og jafnframt hugsa ég
um það, að þetta hafi börnin
í Alberfan lika gert í fyrradag.
Ég hef leigt mér herbergi
á litilli krá. Inni á bjórstof-
unni eru fyrir margir niður-
dregnir Walesbúar, sem eru
að reyna að drekkja sorgum
sinum. Einn þeirra segir. —
Hér hafa orðið gifurleg slys
þá áratugi, sem námugröftur
hefur verið stundaður hér. Kol
in héðaij hafa alltaf verið flekk
nð blóði. Over getur ímyndað
sér að fyrir rúmum hundrað
árum hafi hér verið grænn og
búsældarlegur dalur. f sama
hili kemur ungur maður inn.
— Nú gengur sá orðrómur úti,
að lifandi barn hafi fundizt
í rústunum, segir hann. Eg
trúi þessu ekki, þetta var sagt
í gærkveldi líka. Því þreyttari
sem fólk er, þeim mun trú
gjarnara verður það. Það hætt-
ir að hugsa lökrétt og trúir á
kraftaverk. Og þarna er rætt
um uppgröftinn ískólahúsinu,
böm, sem fundust með iífs-
marki, lík, sem fundizt höfðu
óskemmd og svo var rætt um
hversdagslega atburði í skólan
um, pem nú var ekki lengur
skóli.
Lítil stúlka hafði skrifað í
stílabókina sína- — Leiktu þér
aldrei að eldinum, kennslu-
kona hafði skrifað á svarta töfl
una þessi orð — í gær í dag
og á morgun og 6 ára gam-
all drengur hafði skrifað í
bókina sína. — Ég skal alltaf
vera þægur og góður. Og sam-
tölin halda áfram, þar til tek-
ur að birta af degi i Dauða
dalnum.
Það voru grimm örfög, sem
réðu þessu hörmulega atviki.
Smám saman er námugröftur j
Wales að leggjast niður, kola
Frumhald á bls 23
Frá upphafi kirkjunnar hef
ur sönglistin verið hennar eng
ill, og þjónn í senn, hennar
bezti engill, hennar þarfasti
þjónn.
Syngið og leikið Gúði, sæt-
lega lof í hjörtum yðar,“ sagði
postuiinn og hann bætti við
eða sagði um Jeið: „Fræðið,
hver annan og áminnið hver
annan með sálmum söngvum
og andlegum ljóðum."
Það er því óhætt að segja,
að söngstjóri, forsöngyari eða
organisti kirkjunnar hefur alla
tíð gengið prestinum næst í
starfi, og oft ekki verið þýðing
arminni persóna til áhrifa og
vinsælda í guðsþjónustu kirkj
unnar bæði fyrr og síðar.
Samt hefur hann verið jafn
lengi í skugga prestsins sem
embættismanns og ætlað starf
og þjónustu að mestu án launa
minnsta kosti hér á íslandi um
aldaraðir. Og yrði sú saga skrif
uð kæmi í ljós, eitt hið mesta
fórnarstarf til svölunar til-
beiðsluþörf og listaþrá þjóðar-
innar kynslóð eftir kynslóð, öld
eftir öld. Þetta mundi þó að
mestu falla í hlut forsöngvar
ans, því að organistar urðu ekki
til hér fyrri en á síðari hluta
nitjánu aldar, að heita má.
En þar urðu líka þáttaskil
í listum og messugerð allri.
Og hinir fyrstu organistar ís-
lands urðu brautryðjendur og
leiðarljós á sviði framfara og
inenningar í sönglist músík-
mennt ,og trúrækni þjóðar-
innar, þótt sögur, sumar bros
legar séu' til um allan þann
misskilning, sem þeir og orgel
ið þeirra mætti í fyrstu. Nöfn
tsumra þessara brautryðjenda
«ins og Péturs Guðjohnsens, sr.
jBjama Þonsteinonar, Sigfúar
Einarssonar og Páls ísólfsson
ar og fleiri, em bjartar og
lýsandi stjörnur á mennta
himni þjóðlifsins, og þeim yrði
aldrei fullþakkað allt, sem þeir
hafa á sig lagt, oftast við hin
erfiðustu skilyrði til að lyfta
þjóð sinni upp úr svefnrofum
skilningsleysis og algers heyrn
arleysis gagnvart hinu fegursta
sem mannssál hefur skapað eða
flutt tjl jarðar frá æðri heim-
um eða hjartslætti Guðs.
En samt voru organistastörf
þessara stórmenna að mestu
eða öllu hjáverk, unnin í tóm
stundum, fyrir næstum engin
laun, meðan þeir sveittust blóð
inu við að kenna byrjend-
um skrifa eða strita til að vinna
fyrir daglegu brauði, en
krupu hins végar. listgyðju sinni
í lotningu og auðmýkt hverja
stund án allrar kröfu í sannri
guðsdýrkun og kannski án
þakka eða skilnings þeirra sem
í algleymi nutu listar þeirra
og tilbeiðslu.
Og þeir eru margir, smærri
spámennirnir, sem þannig fet-
uðu í spor þeirra þótt þeir,
stæðu kannski misjafnlega
fjarri hátindum listarinnar
og tónmenntanna.
En nú er þetta ekki hægt
lengur. Hinir stóru söfnuð
ir höfuðborgarinnar og raun-
ar margir fleiri söfnuðir verða
að vita, að verður er verka
maðurinn launa sinna“ eins og
Kristur sjálfur sagði á fyrstu
tíð kristindóms. Nú er öldin
önnur að öllu eða flestu leyti.
Og þótt aldrei megi falla
fölvi yfir fórnarstarf eða dreng
lund brautryðjenda og birtu
leiðarljósa þá verður að skilja
,að ekkeri borgar sig betur en
að veita listamönnum viðun-
andi lífskjör og starfsskilyrði.
Og þar ætti sönglistin að
vera fyrst og efst. Og starf
organistans i hinum stóru söfn
uðum er eða gæti verið svo
umfangsmikið, að það er full
komlega aðalstarf hverjum
venjulegum manni, að kröftum.
Og auðvitað þarf að launa það
samkvæmt því. En nú hafa org
anistar víðast miklu lægri,
laun en húsverðir eða kirkju
þjónar, og býr þar enn að
hinu gamla áliti að organ-
istastarfið sé eða getið verið
hjáverk.
Auðvitað er erfitt fyrir söfn
uði sem eru að byggja kirkjurn
ar yfir starfsemi sína og mess
ur að borga há laun. En von
andi verður nú breyting á bráð
lega með þetta kirkjubygginga
streð eða fé til þess. Það á að
vera og hlýtur að vera rétt
í þjóðkirkjulandi að kirkjur séu
að mestu reistar fyrir fjár-
framlög úr opinberum sjóðum
eins og skólar og félagsheim-
ili. Og með þvj móti fengju
söfnuðir frjálsar hendur með
sóknargjöld sín til menningar
og líknarstarfa eins og sjálf-
sagt er. Og þar yrði söng
mennt safnaðanna og list i
í þágu guðsdýrkunar fyrsta
og eitt nauðsynlegasta verk
efnið undir forystu og stjórn
organista, sem gæti óskiptur
helgað gáfur og krafta svo
virðulegu viðfangsefni.
Sem betur fer eru líkar marg
ir söfnuðir búnir að byggja,
og opnast því víðar og verk
miklar dyr til annarra viðfangs
efna, sem hverjum kristnum
söfnuði eru sjálfsögð, en verða
að þoka í skuggann fyrir sí-
felldum byggingakostnaði, það
er nefnilega enginn vandi fyr-
ir stóran söfnuð sem á kirkju
að launa sínu starfsfólki riku
lega.
Til þess að sýna og sanna
að starf organista f stórum
söfnuði t.d. hér í höfuðstaðn
um og viðar þarf ekki og get
ur ekki verið neitt hjáverk, eða
eingöngu stundað í tómstund
um, má benda á eftirfarandi
verkefni.
Organistinn þarf auðvitað
fyrst og fremst að æfa sinn
Idrkjukór, helzt fleiri en einn,
því að við venjulegar messur
ætti að vera eða gæti verið ör
fátt úrvalssöngfólk launað til
að leiða almennan söng, en
hins vegar stærri hópur sjálf
boðaliða, sem æfði fyrir hátíð
ar og viðhafnarguðsþjónustur,
kirkjukvöld, kirkjuvikur og
jafnvel konserta 'í kirkjunni.
En slikar söng og músiksam
komur sem nefndar eru ýms
um nöfnum, eins og jólavökur,
páskavökur og aftansöngva,
setja sérstakan listrænan Wæ
á allt lif safnaðarins og lyfta
því til hæða.
Þá þarf að hafa bamakór,
helzt bæði drengja- og stúlkna
æfa kvartetta, dúetta og trió
með ýmiss konar hljóðfær-
um til undirleiks fyrir æsku
lýðsfélagið, kvartett i bræðra
félaginu og kvintetta eða söng
flokk í kvenfélaginu. Auk alls
þessa væri full þörf á kennslu
organistans i söngskóla safn
aðarins, en hver söfnuður
þyrfti einmitt að hafa slíkan
skóla í safnaðarheimiili sínu,
þar sem kennt væri byrjunar
Framhald á bls. 23.