Tíminn - 13.11.1966, Blaðsíða 12
260. íbl. — Sunnudagur 13. nóvember 1966 — 50. árg.
„StlDUR UM rlÖFIN"
Akranes
Framsóknarfélag Akraness hcld
ur skemmtisamkomu í félafisheim
ilinu, Sunnudraut 21, í dag
sunnudag og hefst hún kl. 8,30
Skemmtiatriði: Framsóknarvist og
kvikmyndasýning. Öllum heimill
aðgangur.
Áðalfundur FUF í
Keflavík.
FB-Reykjavík, laugardag.
Næsta haust, nánar tiltekl'ð 23.
september leggja væntanlega 280
íslendingar upp í mikla siglingu
suður um höf með vestur-þýzka
skemmtiferðaskipinu Regina Mar-
is en það er ferðaskrifstofan,
Lönd og leiðir, sem skipuleSgur
og stendur fyrir þessari skemmti
ferð, sem mun taka 27 daga. Frá
Reykjavík verður siglt til La Cor-
una, Tangier Aþenu Beirut Nap-
olí, Cadiz Lissabon og aftur til
Reykjavíkur, og hingað komið 19.
október.
Regina Maris er fyrsta skemmti
ferðaskipið, sem Vestur-Þjóðverj-
ar byggja eftir heimstyrjöldina
síðari. Skipið kom hingað í sumar
og skoðuðu það þá um eitt þúsund
manns. Regina Maris mun vera
mjög hentugt til skemmtisiglinga
eins og þeirrar, sem nú er ráðgerð.
Farþegamir 280 ferðast allir á
sama farrými og er klefum þannig
hagað, að enginn tekur fleiri en
þrjá. í öllum klefunum er hand
laug og salerni og með flestum
þeirra er einnig bað. Um borð er
allt til þæginda m-a. sauna-bað,
sérstakt loftkælingarkerfi, 2 bar-
ir, grill, hárgreiðslustofa sundlaug
og jafnvægisútbúnaður af nýjustu
g-erð.
Níu manna starfslið L&L verð
ur með í förinni fararstjórar,
skemmtistjórar, skipslæknir og
hjúkrunarkona. Samkvæmt ferða-
áætluninni verður margt til
skemmtunar um borð í skipinu.
Kynningar verða haldnar í sam-
bandi við alla viðkomustaðina,
þeim lýst og sagt frá því mark-
verðasta úr sögu þeirra fyrr og
nú. Gefið verður út skipsblað á
hverjum degi bridge og skák-
keppni mun fara fram, mönnum
verða kennd dekkspil og tækifæri
gefst til þess að æfa sig í skot-
fimi og eitt kvöldið verður spum-
ingakeppni, sem nefnist „Klefarn
ir svara.“ Síðkjólaball yerður hald
ið og sömuleiðis grímudansleikur
og fleira og fleira í þessum dúr.
Boðið verður upp á um 20 land-
ferðir þar sem komið verður við
þær eru ekki innifaldar í heildar-
verði ferðarinnar, og kosta frá
150 upp í 750 krónur hver. Geta
farþegar valið um þessar ferðir
Framhald á bls. 22
verður haldinn í Tjarnarkaffi
þriðiudaginn 15. þ. m. og hefst
kl. 20.30. Dagskrá: 1. venjuleg
aðalfundarstörf. 2. ávarp flytur
Baldur Óskarsson, formaður SUF.
Félagar fjölmennið. Stjórnin
I kaffihléi á Leikæfingu í Borgarneesi. F. v. eru: Geir Björnsson (Leifur), Freyja Bjarnadóttii (Pálína Ó. Ægis), Hilmar Jóhannesson (Ægir
Ó. Ægis), Þórhildur Loftsdóttir (Guðrún Ó. Ægis), Sigrún Símonardóttir hvíslari, Jónas Ámason, höfundur, leikstjóri og leikari (ráðherr-
ann), Oddný Þorkelsdóttir, undirleikari, Þórður Magnússon (bílstjórinn), Friðjón Sveinbjörnsson (skáldið) Sigríður Héðinsdóttir (Sigga
vinnukona) og Jón Pétursson (Einar í Einiberjarunni).
Jónas Árnason
KJBorgarnesi föstudag.
Það var kaffihlé hjá leik-
flokknum í Borgarnesi þegar
blaðamaður Tímans leit inn
á æfjngu á Dcleríum Búbonis
í Samkomuhúsinu. Okltur Tíma
mönnum hafði verið sagt, að
Jónas Árnason annar af höf-
undum leiksins, væri leikstjóri
og léki auk þess eitt hlutverk
ið, og það reyndist rétt, því
að hann sat þarna innst við
kaffiborðið á brúnu peysunni
sinni ásamt öðrum leikur-
um og aðstoðarfólki við sýn-
inguna.
Blaaðmanni var auðvitað
strax boðið kaffi að drekka og
úr „fanti“ rétt eins og hjá rit-
stjórninni fyrir sunnan, og síð
an segir Friðjón Sveinbjörns
so, sparisjóðsstjóri og form.
UMF Skallagríms að Deleríum
Búbónis hafi verið tekið til
sýningar vegna 50 ára afmæl
is Ungmennafélagsins Skalia
gríms í Borgamesi, en af-
mælið er 3. des. n.k. og verður
frumsýning á leiknum ein-
hvern tíma um líkt leyti. Búið
er að æfa í þrjár vikur, segja
leikararnir, og frumsýningin,
og aðrar sýningar verða hér í
Samkomuhúsinu í Borgamesi.
— Og þú ert höfundur leik
ari og leikstjóri, Jónas?
— Já, það má segja það, en
leikstjórnin byggist á samvinnu
hugsjóninni, eins og vera ber
í þessu mikla samvinnu
héraði en þó eru engir af for-
ustumönnum Kaupfélagsins
með í leiiknum, því að þeir
korna til með að hafa nóg með
sinn jólabisness að gera.
Annars kom það í ljós, þeg-
ar byrjað var að æfa, að leikur
inn er töluvert gallaður segir
Jónas og höfum við því þurft
að breyta ýmsu og það án sér
staks samráðs við hinn höf-
undinn, bróður minn, hann Jón
Múla. Og ef hann sættir sig
ekki við breytingarnar þá seg-
ir hann sig bara úr ættinni!
Við notum Stainslavsky aðferð
ina hér, og ef einhverjum dett
ur eitthvað sniðugt í hug á æf-
ingu eða verður mismæli, —
sem notandi er, — þá er það
notað.
— Þú leikur ráðherra núna,
en Skugga-Svein í fyrra. Hvom
kanntu nú betur við?
— Ég vil nú fyrst segja, að
mig hefur alltatf langað til að
leika og varðandi það hvor
er betri þá get ég sagt þér,
að hlutveririn eru eðMs-
skyld. Báðir em nú stiga-
menn, og báðir eru í gæru.
— Þetta eru heilmikið ferða
lög hjá þér á milli, eða ertu
ekki kennari í Reykhoiti emr?
— Jú, jú ég kennir þar og
fer svo héma á milli á putt
unum og gúmm ís tígvélum. Það
er mitt metnaðarmál að láta
ekki sækja mig enda hefur það
ebki brugðizt fram að þessu, að
ég fengi far. Þurfti að vísu,
einu sinni að ganga 10 kfló-
metra eða jafnlangt og minn
daglegi göngutúr er, en ef það
kemur bíll, þá skaltu vera viss
um, að ég er alltaf tekinn upp
í. Eg vissi fyrirfram, að þetta
var hægt að ferðast svona, og
Framhald á bls. 22.
MEÐ REGINU MARIS
JÓNAS ÁRNASON FER Á HVERJU KVÖIDI 88 KÍLÖMETRA
Á PUTTANUM OG STÍGVÉL-
UM TIL AÐ ÆFA OG LEIKA
I „DELERÍUM BÚBÓNIS