Vísir - 21.11.1975, Side 6

Vísir - 21.11.1975, Side 6
6 TILBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar i tjóns- ástandi Volkswagen árg. ’71 Moskvitch árg. ’74 / Fiat 128 árg. ’75 Fiat 125 árg. ’75 Fiat 132 1600 árg. ’74 VOLKSWAGEN ÁRG. ’71 MOSKVITCH ÁRG. ’74 FÍAT 128 ÁRG. ’75 FÍAT 125 ÁRG. ’75 FÍAT 132 1600 ÁRG. ’74 Bifreiðarnar verða til sýnis i skemmu F.í.B. Hvaleyrarholti Hafnarfirði laugar- daginn 22. þ.m. frá kl. 14.00 til kl. 17.000. Tilboð sendist skrifstofunni, Laugavegi 103 fyrir kl. 17.00 mánudaginn 24. þ.m. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Nýir snjóhjólbarðar Hollenskir heilsólaðir snjóhjólbarðar BORGARTÚNI 24 HJDLBARDA5flLflH ■ SÍMI 14925 - PÓSTHÓLF 5169 VEUUM fSLENZKTÍÖllSLENZKAN IÐNAÐ Þakventlar Kantjárn ÞAKRENNUR J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 gg 13125, 13126 Föstudagur 21. nóvember 1975. VISIR p p 11T F R ' »■ / / .. • ap/ntb RGUN UTLONDS MORGUN UTLOND I MORGU œtloði að losa Castro við skeggið í fimm ár hafði CIA ýmis ráð á pr jónunum um að ráða Fidel Castro af dögum og ihugaði jafnvel að setja á svið endur- komu Krists til þess að velta stjórn hans. Heilan bálk slíkra ævintýralegra ráðagerða til að binda enda á valda- feril kúbanska leiðtogans er að f inna í 346 blaðsiðna skýrslu, sem Bandarikja- þing gerði opinbera í gær- kvöld — í trássi við and- mæli Fords forseta. Skýrslan er afrakstur rann- sóknarnefndar þiiigsins, sem kannað hefur starfshætti CIA undir stjórn fjögurra Banda- rikjaforseta, Eisenhowers, Kennedys, Johnsons og Nixons. — 1 henni segir að hvergi sé að finna afgerandi sannanir þess að forsetarnir hafi lagt blessun sina á nokkurt þessara bana- ráða CIA sem brugguð voru ýmsum þjóðarleiðtogum. En þingnefndinni þótti samt nærri þvi að nafn Eisenhowers forseta yrði tengt við samsæri um að drepa Patrice Lumumba, leið- toga Kongó. LÉT ALDREI TIL SKARAR SKRÍÐA Aldrei mun þó CIA hafa látið af þvi verða að leggja til atlögu við Castro. Voru þó ráðnir flugumenn úr undirheimunum, gerð drög að þvi að eitra vindla, setja upp sprengjur i kuðung- um, vinna spellvirki á köfunar- búningi Castros, reyna- að ná skegginu af Fidel — og jafnvel telja Kúbumönnum trú um að þeir væru sjónarvottar að endurkomu Krists. MEÐ FIMM LEIÐ- TOGA í MIÐINU 1 niu mánuði vann þessi nefnd öldungadeildarinnar að athugun sinni á starfsháttum leyniþjón- ustunnar. Komst hún á snoðir um að CIA hafði lagt á ráðin um tilræðivið fimm þjóðarleiðtoga: Castro, Lumumba, Rafael Truj- illo, einræðisherra i dóminik- anska lýðveldinu, Rene Schneider hershöfðingja i Chile og Ngo Dinh Diem, forseta S- Vietnam. Lumumba, Trujille, Schneid- er og Diem létu allir lifið fyrir morðingjahendi, en þingnefndin segir að CIA hafi ekki átt þar beinan hlut að máli. Nefndin fann sannanir fyrir alls átta samsærum sem beint var gegn Castro, sem flest ein- kenndust af svo ævintýralegri hugmyndaauðgi að jafnast helst við 1001 nótt. JÓLASVEINARÁÐ Edward Lansdale hershöfð- ingi mun hafa átt skrautlegustu hugmyndina sem reist var á bá- bilju þeirra Kúbumanna sem trúa þvi að Castro sé skrattinn sjálfur. Koma átti þeim kvitti á kreik að endurkoma Krists sjálfs væri i vændum og Kristur væri á móti Castro, sem væri raunar fjandinn holdi klæddur. Eftir hæfilegan undirbúning og útbreiðslu þessa boðskapar, átti bandariskur kafbátur að koma upp undan ströndum Kúbu og halda tilþrifamikla eldflauga- sýningu sem skyldi vera hinum sannfærðu sálum merki um að þarna væri Kristur að stiga upp úr hafinu. Thomas Parrott erindreki CIA skýrði þingnefndinni frá þessu og sagði: „Einhver jóla- sveinninn kallaði þessa áætlun: ÚTRÝMING MEÐ UPPLÝS- INGU.” t annan stað taldi CIA það gott ráð að losa Castro við skeggið, þvi að án þess mundi hann hrapa i áliti þjóðarinnar. Átti að koma sérstöku efni i skóna hans sem mundivalda hárlosi. — Við það var þó hætt. öll þessi banaráð voru brugg- uð á árunum 1960 til ’65. Sýklar, öflugir rifflar, eitur- pillur, eiturpennar og fleira og fleira þóttu lika koma til greina i þessum ráðagerðum eftir þvi sem segir i skýrslunni. HELMS OG EISEN- HOWER VIÐRIÐNIR Þingnefridin gat rakið fyrir- mælin um ráðingu undirheima- lýðs til þess að myrða Castro alla leið til Richards Helms fyrrverandi yfirmanns CIA sem er núverandi ambassador USA i trán. — Er þetta i fyrsta sinn, sem nafn Helms er opinberlega tengt ábyrgðinni af morðsam- særi gegn Castro. Um tilraunir sinar til þess að rekja fyrirmælin um morðsam- særi segir nefndin i skýrslunni að stjórnkerfi CIA sé svo flókið að það sé naumast unnt að ganga úr skugga um hversu hátt i yfirmannastiganum vitað hafi verið um þetta ráðabrugg. Þó kemst þingnefndin nokkuð langt áleiðis við að rekja slóð áætlunar um að myrða átti Lumumba. Eitur var sent til Kongó sem byrla átti Lumumba sem féll hinsvegar fyrir byssu- kúlum málaliða i janúar 1961, án þess að CIA ætti hlut að máli. En i skýrslunni er bætt við: ,,En eftir þvi sem skjöl og vitn- isburður benda sterklega til er eðlilegt að ætla að Eisenhower forseti hafi gefið leyfi til þess að undirbúningur var hafinn að morði Lumumba.” Segir nefndin að CIA hafi í sex mánuði unnið að þeim undir- búningi. Hún tekur það fram að ekkert liggi fyrir um það, hvort Eisenhower hafi nokkurn tima ætlað sér að hrinda morðáætl- uninni i framkvæmd. SAMSÆRI CIA í CHILE 1 lok skýrslunnar gerir nefnd- in það að tillögu sinni að lagt verði blátt bann við slikum morðráðagerðum og vill láta það varða refsingu ef einhverjir á vegum stofnana þess opinbera verði uppvísir að sliku. Hún leggur til að tekið verði til sérstakrar umhugsunar rétt- mæti þess að Bandarikin eigi hlutdeild i valdaránum eða bylt- ingum erlendis, einkanlega ef slikt gæti leitt af sér dauða leið- toga viðkomandi rikis. í þvi sambandi birtir nefndin nýjar upplýsingar um örvænt- ingarfullar tilraunir Nixons for- seta til þess að hindra að Salva- dor Allende yrði forseti Chile. t september 1970 var hrundið i framkvæmd áætlunum CIA um stjórnarbyltingu i Chile eftir að Nixon hafði sagt Helms að CIA fengi 10 milljónir dollara iil að standa straum að byltingartil- rauninni. — Þessi tilraun fór út um þúfur eftir að tilraun bylt- ingaraflanna til þess að ræna Schneider hershöfðingja leiddi til dauða hans. Þingnefndin er enn að reyna að fá Nixon til þess að bera vitni um hlut hans i Chile-málinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.