Vísir - 21.11.1975, Side 7
7
VISIR Föstudagur 21. nóvember 1975.
i'NÐ :\ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN Útlönd í morgun Umsjón: Guðmundur Péturssön
Whitlam og
3 ráðherrar
hans kvaddir
fyrir rétt
Gough Whitlain, forsætisráö-
herra Astraliu, sem vikið varúr
starfi á dögunum, og þrir meh-
ráðhcrrar hans hafa verið
kvaddir fyrir rdtt til að svara til
saka fyrir samsæri við tilraunir
til lántöku erlendis.
Akærurnar verða sakir sem
leitt geta til allt að þriggja ára
fangelsisdóma.
Saksóknarinn i Sydney gaf Ut
kvaðningarnar i gær, og eiga
mennirnir fjórir að mæta fyrir
rétti 8. desember eða einungis
fimm dögum fyrir kosningarnar
i Astraliu.
Þeir eru auk Whitlams, Lionel
Murphy fyrrum dómsmálaráð-
herra en nú hæstaréttardómari,
Jim Cairns, fyrrum fjármála-
ráðherra og Rex Connor fyrrum
náma- og orkumálaráðherra.
Liklegt má telja að réttar-
haldinu verði frestað fram yfir
kosningar eöa þar til snemma á
næsta ári.
Dómskvaðningarnar berast i
sömu mund sem kosningabar-
áttan er að hefjast i Ástraliu.
Kosningabaráttan verður senni-
lega harðari en nokkru sinni
fyrr, eins og kom i ljós þegar
tveir stjórnmálaleiðtogar
Astraliu fengu bréfasprengjur i
póstinum fyrr i vikunni. Þeir
Malcolm Fraser sem settur var
til að fara með bráðabirgða-
stjórn fram til kosninganna eftir
að Whitlam var vikið frá, og Jo-
hannes Bjelke-Petersen, for-
sætisráðherra Queenslandrikis.
Sakirnar sem bornar eru á
fjórmenningana varða stjórnar-
ráðsfund sem Whitlam hélt 13.
desember i fyrra. Þvi er haldið
fram að ráðherrarnir fjórir hafi
samþykkt að leggja til við
landsstjóra hennar hátignar, sir
John Kerr (þess sama sem vék
Whitlam Ur embætti á dögun-
um) að undirrita heimild til lán-
töku erlendis, en lánsféð skyldi
nota til bráðabirgðaaögerða.
Akæran byggistá þvi að þetta
hafi verið ólögleg samþykkt.
Lánið hafi i reynd ekki verið til
bráðabirgða, og látið hafi verið
undir höfði leggjast að fá sam-
þykki allra sex rikja Ástraliu til
þessa áður.
Tilraunir stjórnar Whitlams
til lántöku erlendis leiddi af sér
miklar pólitiskar deilur i
Ástraliu meðan Verkamanna-
flokkur hans sat enn við völd.
Dr. Cairns fjármálaráðherra
neyddist til að segja af sér, þeg-
ar sýnt þótti að gæðingar hans
höfðu þegið umboðslaun velúti-
látin við fjáröflunina, prósentur
af lánaupphæðinni. — Rex
Connor orkumálaráðherra
neyddist siðar til að segja af sér
út af sama máli.
Ákærurnar verða til að byrja
með lesnar upp fyrir dómara i
Queanbeyan i Nýja Suð-
ur-Wales, og mun dómarinn Ur-
skurða hvort tilefni sé til mála-
ferla, eða hvort málinu verði
vísað frá. Ef honum firmast
málsatvik tilefni til réttarrann-
sóknar fer málið strax fyrir
hærra dómsstig.
Mikill hiti er i Ástraliumönn-
um eftir frávikningu stjórnar
Whitlams. Skiptast menn i tvö
horn. Sumir eru sammála land-
stjóranum þegar hann sagði að
stjórn Whitlams hefði ekki notið
nógu mikils fylgis eða haft bol-
magn til þess að koma fjárlög-
um i gegnum þingiö og hefði þvi
boriðaðefna til nýrra kosninga.
Sir John kveðst hafa neyðst til
að gripa i taumana, þegar Whit-
lam þráaðistvið. — Aðrir telja,
aö landstjórinn, sem er ekki
annað en sameiningartákn og
ekki pólitiskt afl i þingræðisriki,
hafi farið út fyrir verksvið sitt
og grafið upp fornan lagakrók
að skýla sér á bak við. 1 þeirra
augum er Whitlam fórnarlamb
pólitisks samsæris hægri afl-
anna.
Nýrri oliu var hellt á eldana
þegar æðsti umboðsmaður
Ástraliu i Indlandi, Bruce
Grant, sneri heim á dögunum
til aö styðja Whitlam.
Utanrikisráðherra bráða-
birgðastjórnarinnar, Andrew
Peacock, veittisthart að honum
fyrir að yfirgefa diplómatastörf
sin i Indlandi til að taka þátt i
pólitisku moldviðri heima fyrir.
Samtimis þessu hafa borist
þau tfðindi af vali frambjóðenda
sem vakið hafa hneykslan
margra. Hinn 32 ára sonur
Whittams verður hafður i fram-
boði fyrir verkamannaflokkinn i
Gray ndler-k jördæm inu i
Sydney, en það er eitt allra ör-
uggasta þingsæti verkamanna-
flokksins og þykir sama og far-
seðill beint inn á þing. —■
Anthony Whitlam hefur hingað
til ekki vakið á sér neina eftir-
tekt innan Verkamannaflokk-
sins.
Puerto Rico
vann titilinn
Rakst á fuglahóp og
Ilin nýja fegurðardrottning heimsins, Wilnellia Merced, með ungfrú V-
Þýskaland, Mariu Langer á aðra hönd (t.v.) og Vicki Harris frá Bret-
landi hinsvegar.
hrapaði ofan á bíl |
Kona ein og fimm skóla- —^____«... Foriögin höguðu þvi svo ein-
Kona ein og fimm skóla
stúlkur fórust i slysi i
Dunsfold í Énglandi i gær-
kvöldi þegar forstjóraþota
kinversks aðstoðarráð-
herra rakst á fuglahóp#
hrapaði til jarðar og lenti
beint ofan á bifreið kvenn-
anna.
Hins vegar stóðu allir mennirn-
ir niu sem voru i flugvélinni upp
úr brakinu og gátu gengið óstudd-
ir burt.
Flugmaðurinn, ein af flughetj-
um breta úr striðinu, John ,,katt-
arauga" Cunningham, var að
sýna kinverjunum flugvélina
Engan sakaði í flug-
vélinni en kona og 5
stúlkur fórust í bílnum
fyrir framleiðendurna, en hún
var af gerðinni Hawker Siddeley
HS 125.
Forlögin höguðu þvi svo ein-
kennilega til að konan, sem fórst i
bifreiðinni var eiginkona annars
tilraunaflugmanns, starfsbróður
Cunningham. Sá heitir Leslie
Whrttingham og var flugsveitar-
foringi i striðinu. Harm var fyrst-
ur manna til þess að fljúga þotu á
tæplega einum degi frá Englandi
til Ástraliu. — Tvær dætur hans
fórust eihnig með bifreiðinni.
Atján ára skólastúlka frá
Puerto Rico, dökk á brún og brá,
rikir nú sem fcgurðardrottning
alheimsins.
Titrandi af geðshræringu varð
fegurðardfsinni að orði þegar úr-
slitin voru gerð kunn: ,,Ég trúi
þvi varla, að það geti hent mig.”
Úrslitin komu þeim 2.000 áhorf-
endum sem sátu i Albert Hall i
London þar sem keppnin fór fram
i gærkvöldi nokkuð á óvart.
Linda MacCartney
slapp með frœðslu
Dómari i Los Angeles hefur
fellt niður ákærur á hendur
Lindu McCartney, eiginkonu
bitilsins fyrrverandi Paul,
fyrir að hafa haft i fórum sin-
um' marijúana. — Lét hann
gott heita að hún gekk á sex
mánaða námskeið um hættur
fikniefnaneystu.
Hann hafði reyndar þegar
mál hennar kom fyrst fyrir i
máli i sumar gefið henni kost á
að velja annað tveggja: sækja
fræðslu til lækna eða sæta
refsingu laganna.
Linda hafði verið tekin i
Santa Monica i mars i bifreið
með bónda sinum og fannst
þá i veski hennar marijúana.
Wilnellia Merced hafði skákað
Marinu Langner frá V-Þýska-
landi sem unnið hafði hug og
hjörtu allra áhorfenda. i annað
sætið, meðan Vicki Harris frá
Bretlandi sem eðlilega átti visan
stuðning landa sinna þarna.
hreppti þriðja sætið.
68 fegurðargyðjur. þar á meðal
ein frá Isiandi. Halldóra Björk
Jónsdóttir. tóku þátt i keppninni.
Þessi fegurðarkeppni hefur
ekki alltaf farið fram með góðum
friði siðustu árin. þvi að Rauð-
sokkum er mikill ami að fyrir-
bærinu. Þar á ofan hefur bæst
dómendum til angurs að inn i
hópinn hafa laumast einstæðar
mæður og hreppt titilinn ..l'ngfru
alheimur". sem ekki þykir full-
komið sannnefni undir slikum
kringumstæðum.
Að þessu sinni fór keppnin til-
tölulega tiðindalitiö fram.
Ungfrú V-Þýskaland birtist þo
kviknakin á siðum eins bresku
blaðanna meöan keppnin stóö
yfir. og fjórar stúlkur i keppninni
sýndu andúð sina á liöþjálfa-
kenndum fvrirskipunum stjórn-
anda keppninnar meö þvi aö
hreyfa sig hvergi á sviðinu. þegar
hann öskraði: ..Hæia saman!
Snú!". — þegar þær áttu að' sýna
dómendunum niu bakhlutana á
ser.
Fegurðargyöjur
68 landa