Vísir - 21.11.1975, Page 8

Vísir - 21.11.1975, Page 8
8 Umsjón: GP Föstudagur 21. nóvember 1975. VISIR vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson y Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson 'Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 iinur Askriftargjaid 800 kr. á mánuöi innanlands. t Iausasöj:u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Knappur tími til stefnu Mikil áhersla hefur að undanförnu verið á það lögð, að aðhalds verði gætt i rikisbúskapnum. Þær tilraunir sem gerðar voru á þessu ári til þess að koma i veg fyrir að rikisútgjöldin færu með öllu úr böndunum hafa borið takmarkaðan árangur. Ljóst er t.a.m. að verulegur halli verður á rikisreikningi þessa árs. Niðurskurður sá, sem ákveðinn var með efna- hagsaðgerðunum siðastliðið vor, fór að nokkru leyti fyrir ofan garð og neðan. Sú staðreynd sýnir hversu brýnt það er að gæta fyllsta aðhalds við af- greiðslu fjárlaga þannig að ekki þurfi að gripa til slikra ráðstafana á miðju fjárhagsári. Óhætt er að fullyrða, að fyrsta alvarlega tilraunin um nokkurt árabil til þess að koma fram aðhalds- stefnu i fjárlögum hafi birst i fjárlagafrumvarpinu, sem lagt var fyrir Alþingi i þingbyrjun. Með þvi var stigið mikilvægt skref. Mestu máli skiptir hins veg- ar, að þetta frumvarp fari ekki úr böndunum við endanlega afgreiðslu á þingi eins og raun hefur orð- ið á undanfarin ár. í athugasemdum með fjárlagafrumvarpinu bend- ir f jármálaráðherra á, að Alþingi og rikisstjórn geti ekki haft fulla stjórn á þróun rikisútgjalda meðan þau hækki sjálfkrafa á grundvelli almennra laga. Ráðherrann segir þar, að þjóðarframleiðsla verði að ráða samneyslu á hverjum tima, og fjármála- stjórnin nái ekki tilgangi sinum við núverandi að- stæður i efnahagsmálum, ef sjálfvirk útgjalda- ákvæði i lögum um mikilvæga málaflokka verða ekki endurskoðuð. Hér er i raun réttri komið að þeim stóra vanda, sem við er að glima á þessu sviði. Fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir allverulegum breytingum i þessum efnum. Þannig er ætlunin að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um almanna- tryggingar, sem koma á i veg fyrir tvöþúsund milljón króna útgjaldaaukningu. Enn hefur þó ekki verið kunngert i hverju þessar breytingar eigi að vera fólgnar. í annan stað gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir, að vikulegum kennslustundum á grunnskólastigi verði fækkað með lagabreytingum. Þá byggjast áætlanir fjárlagafrumvarpsins ennfremur á þvi, að lögbundin framlög verði almennt skert um 5% á næsta ári. Til þess að koma þessum sparnaðar- áformum fram þarf einnig sérstaka löggjöf. Til viðbótar þessu gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir, að sveitarielögin fái aukna hlutdeild i sölu- skatti. Um leið er ráðgert að fela sveitarfélögum ýmis verkefni, sem nú eru i höndum rikisins. Hér þarf einnig að koma fram breytingum á nokkuð flókinni löggjöf. Af þessu má sjá, að Alþingi þarf að fjalla um og afgreiða mjög mikilvægar lagabreýtingar áður en fjárlög verða endanlega samþykkt. I sumum tilvik- um er um grundvallarbreytingar að ræða. Með öllu er útilokað að afgreiða fjárlögin áður en tekin hefur verið endanleg afstaða til þessara mikilvægu breytinga. Nú er aðeins mánuður eftir af þinghaldi á þessu ári. Menn er þvi eðlilega farið að lengja eftir þess- um frumvörpum. Framvinda þessara mála verður prófsteinn á. styrkleika rikisstjórnarinnar og þeirra þingflokka, sem að baki henni standa. Það ér ætlast til þess að aðhaldsstefnunni verði fylgt fram þannig að fjárlögin verði ekki opin i báða enda eins og oft áður. Tuttugu árum eftir að Sovétmenn hófu fyrst að senda vopn til Miðausturlanda, eru þeir nú i fyrsta sæti þeirra rikja, sem selja vopn og hergögn til þriðja heimsins. Þungir skriðdrekar, léttir árásarvagnar, eldflaugakerfi til loft- varna og gæsluskip, vopnuð eldflaugum, eru nú vinsælasta út- flutningsvara Sovét- rikjanna til Asiu og Afriku, og sala eykst til latnesku Ameriku. Vinstrisinnaðir leið- togar fyrrverandi ný- lendurikja leita núorðið sjálfkrafa til Rússa um vopn i sjálfstæðisbar- áttu sinni. Sjaldan er dauf- heyrst við bænum þeirra og herir þeirra rikja, er tengd eru Sovétrikjunum, eru oftast vel vopnum bún- ir. Ollum tölum um vopna- sendingar og öll vopnakaup yf- irleitt er haldið stranglega leyndum og aldrei rædd i sovéskum blöðum. Sovéskir embættismenn neita þvi opinberlega, að landið selji öðrum rikjum vopn, en i einka- viðræðum hafa þeir játað það, að stefnaþeirra sé sú að aðstoða sjálfstæðisbaráttu vanþróaðra rikja gegn „heimsvaldastefnu.” Og það virðist augljóst, að rikin fá vopnin ekki gefins. Verðlag þeirra er svipað og á al- Vopnasalinn eystra mennum markaði, þótt rfkis- stjórnimar fái þau stundum með einhverjum smáafslætti. Sænska friðarstofnunin hefur gefið út þær tölur, sem taldar eru liklegastar um vopnasölu Sovétmanna, en stofnunin er einmitt mjög gagnrýnin á slik viðskipti stórveldanna. Samkvæmt skýrslum stofn- unarinnar seldu Bandarikin löndum þriðja heimsins, þar á meðal Israel, vopn að verðmæti um 940 milljóna dollara, en heildarsala Sovétmanna nam tæpum 1,500 milljónum dollara. Eru þó sendingar til Vietnam frádregnar. 85% af vopnasölu Sovétmanna árið 1973 fóru til Miðaustur- landa, og þá liklega til Araba- rikjanna i' k jölfar októberstriðs- ins við tsraelsmenn. Hlutföllin voru liklega þau sömu árið 1974, tæp tiu % fóru til Suður-Asiu — og tæp fimm pró- sent'fóru til Afriku sunnan Sa- hara —og þá einkum til Sómaliu og Uganda. Egyptar og Ugandamenn hafa nýlega bent á hversu mjög vopnasala Sovétmanna er pen- ingalegs eðlis. Egyptar hafa reynt að fá Sovétmenn til að breyta afborgunarskilmálum sinum af 1.000 milljóna sterlingspunda skuld, sem þeir eiga inni hjá Egyptum fyrir vopn. Þegar Idi Amin, forseti Uganda, vinmæltist við Sovét- menn eftir deilurnarum Angola i byrjun nóvember, kvartaði hann undan þvi, að Sovétmenn hefðu vanrækt að láta i té vara- hluti i herflugvélar og bryn- varða vagna. Á sama tima sáust stórir farmar sovéskra vopna biða þess að vera skipað um borð i rússneskar vöruflutningavélar á Mombasaflugvelli i Kenya. Það var álit mann i Nairobi, að þetta væru vopnasendingar þær, sem Amin hershöfðingi hafði ekki efni á að borga. Sovétmenn höfðu áður látið honum i té Mig-17 þotur, bryn- varða bila, eldflaugar og létta skriðdreka, til þess að vega upp á móti áhrifum kinverja i Mið-Afriku. Somalia, þar sem kommúnistar eru við völd, hef- ur einn öflugasta her Aust- ur-Afriku, MIG-17 og MIG-21 þotur, eldflaugar og að minnsta kosti 100 T-54 skriðdreka, segir friðarstofnunin sænska. Næst á eftir MIG-þotum, virðast skrið- drekar hvað eftirsóttastir af sovéskum hergögnum. Yfir 1.000 meðalstórra skriðdreka af gerðinni T-54hafa verið afhentir egyptum frá 1970. Libýumenn, sýrlendingar og irakbúar eiga einnig mikinn fjölda af þessum skriðdrekum, en libýumenn og sýrlendingar eiga einnig marga T-62 skrið- dreka, sem eru þyngri og full- komnari að vopnabúnaði. Samkvæmt ársskýrslu stofn- unarinnar fyrir þetta ár, tók Uruguay, þar sem mjög aftur- haldssöm he'rshöfðingjaklika situr að völdum, við um 70 T-55 skriðdrekum árið 1974, af 175, sem þeir höfðu pantað. Franska vikuritið ,,Le Canard Enchaine” hélt þvi fram, að Sovétmenn sendu herforingja- klikunni i Chile vopn, en það sögðu sovéskir embættismenn vera „þvaður og uppspuna”. En eflaust eru það MIG-þoturnar, sem eru vin- sælastar erlendis. MIG-þotur af gerðunum 15, 17, 19 og 21 eru notaðar af rikjum, sem eru hvert öðru ólik , bæði land- fræðilega og stjórnmálalega: Indónesia, Afghanistan, Ind- land, Suður-Yemen og Ginea-Bissau. Stofnunin vitnar i skýrslu bandarisku leyniþjónustunnar, þar sem segir, að Irak hafi verið afhentar 12 vélar af nýjustu gerðinni, 23b, sem að mati vest- rænna hernaðarsérfræðinga er mjög fullkomin herþota. Indverjar, sem einnig kaupa hergögn frá Vesturlöndum, smiða MIG-21 þotur heima hjá sér, með samþykki rássa. Annaðhvort mun vopnasala Sovétmanna standa i stað næstu tvö-þrjú árin, eða þá að hún mun aukast, náist engin viðun- andi lausn á deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir hafa þegar gert nýjan sölusamning við libýumenn, sem egypsk blöð sögðu að væri „mjög umfangsmikill.” Hin kommúniska rlkisstjórn i Luanda, höfuðborg Angola, mun einkum leita til rússa um vopn, til að vega upp á.móti herstyrk hinnar stjórnárinnar i suður- hluta landsins, sem vopnaðui er vestrænum hergögnum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.