Vísir - 22.11.1975, Side 2

Vísir - 22.11.1975, Side 2
2 visntsm- Á að hækka afnotagjöld sima i Reykjavik til að jafna aðstöðumun dreif- býlis og þéttbýlis? Björn Jónasson, rafvirki: Ju, sjálfsagt mætti gera það, en mér finnst að simakostnaður hiafi hækkað allverulega undanfarið ogsvoer búið að fækka simtölum sem eru innifalin i afnotagjaldinu niður i 3 á dag sem er fráleitt. En mér finnst að minnka mætti mun- inn samt sem áður. Guðrún Halivarðsdóttir, verslun- arst. og húsm.: Það er sjálfsagt réttlætismál og það mætti deila þessu niður, þó að afnotagjaldið sé alveg nógu hátt hér i Heykja*- vik. Margrét Lýðsdóttir, húsmóðir: Alls ekki hækka það hér i Reykja- vik. Það mætti samt jafna þetta á einhvern hátt. Birgir Ástráðsson, kjötiðnaðar- maður: Tvimælalaust. Það er mikill munur að geta hringt frá Reykjavik til Hafnarfjarðar t.d. á innanbæjarverði i stað þess að hringja frá Hveragerði til Selfoss, sem er álika vegalengd og borga það eins og um utanbæjarsimtal væri að ræða. Laugardagur 22. nóvember 1975 vism LESENDUR HAFA ORÐIÐ Til útlonda með „Jón skrifar” „I Visi i gær skrifar lesandi uridir fyrir sögninni „ökuleyfissvipting fyrir of hrað- an akstur” og nefnir þar að i Ggutaborg hafi ökumaður verið sviptur öltuleyfinu sínu fyrir að aka 12 km hraðar en leyfilegt var. Mig langar að spyrja „lesanda” hvort hann viti nokkuð um ökurelgur i Gauta- borg? Er t.d. ökumönnum kenntað brjóta umferðartakmörk i Gautaborg? Það virðist vera algild regla stjórnenda umferðarmála á Islandi að hafa t.d. lág- markshraða langt fyrir neðan það sem „leyfilegt er” þ.e. að ökumenn eru ekki teknir fyrr enþeir aka „verulega” yfir hraðatakmörkin. Min uppástunga er að við hækkum hámarkshraða um a.m.k. 15 km alls stað- ar. Ég fór einu sinni til Italiu og kom þar einn i borg á bílnum minum á 120 km hraða þar var ekki leyfður nema 90 km hraði. Lögregluþjónn sá til min og bað lögguna mig að aka hægar með virðulegum handahreyfingum sem ég skildi strax en hann var ekkert að hafa fyrir þvi að vera i felum og elta mig svo heldur stóð hann á vegarbrúninni og notaði, eins og ég sagði áðan „virðulegar handahreyfingar”. Það má margt læra i útlandinu „les- andi” góður og mæli ég með þvi að við gerum það að tillögu okkar sameiginlega að sendur verði slatti af íöggum ’til út- landa að læra þeirra reglur, og handa- bendingar.” Svara þú, stöðuljósa- gemlingur! Guðni skrifar: Eftir að hafa horft á þáttinn Kastljós s.l. föstudagskvöld, þar sem m.a. var gert að umræðu- efni, vaxandi fjöldi umferðar- slysa, gat ég ekki á mér setið lengur að skrifa nokkrar linur. Mig langar til að spyrja ein- hvern þeirra ökumanna sem notar stöðuljós i akstri, hvers vegna viðkomandi geri það? LIGGUR ÞÉR EITTHVAÐ Á HJARTAV Utanóskriftin er: VÍSIR c/o /#Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík Eins og allir vita (a.m.k. þeir sem bilpróf hafa) þá á, eins og reyndar nafnið bendir til, ekki að nota stöðuljós i akstri. ökumenn sem slikt viðhafa, á að stöðva hvar sem til þeirra næst, og sekta þá, eða i það minnsta að skipa þeim að nota aðalljósin. Vita þessir ökumenn ekki, að þeir sjást margfalt verr ef þeir nota aðeins stöðuljósin I stað aðalljósa? Að þeir hafa ekki jafngott útsýni yfir veginn framundan? Að þeir auka slysa- hættuna mjög mikið með þessu vitaverða háttalagi? Þessir ökumenn skyldu þó aldrei vera að spara rafmagn- ið? ÞU, gemlingur, sem ekur með stöðuljósum, ég skora á þig að svara þessu bréfi minu og gefa mér fullnægjandi svör! Undur til umrœðu: Óperusöngvarinn Odd Wannebo Arelius Nielsson skrifar: „Kristilega bindindisráðið i Noregi heldur hátiðlegt hálfrar aldar afmæli um þetta leyti. Það var stofnað 6. nóvember 1925. Við þessi hátiðahöld hefur Odd Wannebo, óperusöngvarinn heimsfrægi, vakið mesta at- hygli. Hann er mörgum mikið undur til umræðu. Það er ekki einungis söngur hans sem hefur fyllt samkomu- hús i Öslóborg siðustu vikur, heldur miklu fremur saga hans og persónuleiki. Hann var stjarna sem bókstaf lega stökk upp á himininn i fyrstu. En frægð og lýðhylli eru hættulegar gjafir. Á stuttum tima höfðu „stél” boðin gert hann að drykkjusjúklingi. Hann hélt raunar áfram að syngja og auka vinsældir sinar á fjölda borga um allan heim einkum i Ameriku. En skyndilega hrapaði hann af himni listar og frama. Einmana, allslaus, og sjúkur flaut hann um eins og strá i straumi. Pillur, sprautur og pelaglös settu svip á daga og nætur. Siðast var aðeins ein nótt sem hann uppfyllti þó ekki sjálf- ur sér til handa: Nokkrum pillum of mikið og hann mundi ekki vakna meir til vesæls lifs sins. En á gamlárskvöld 1971 varð skyndileg breyting. Hann var þá staddur á hóteli i Honolulu. Hágrátandi kastaði hann sér á hvilubekk i herbergi sinu og ját- aði sig uppgefinn, yfirgefinn, glataðan. „Þá var likt og tjald væri dregið frá leiksviði,” skrifár hann siðar. „Mér fannst ég lita i skæru ljósi þann Krist, sem mér varkenntaðelska i bernsku. Ég féll á kné og fylltist nýjum krafti. En — ég hafði misst röddina. Ég kom naumast upp nokkru hljóði. Og nú liðu átta mánuðir i verra ástandi en nokkru sinni fyrr. Ég gekk um eins og brjálæðingur með bibliuna i annarri hendi og brennivins- flöskuna i hinni. Grét og bölvaði á vixl. En morguninn 21. febrúar 1972 vaknaði ég til nýs lifs. Biblian var eftir en brennivins- flaskan horfin. Hún hefur aldrei ásótt mig framar. Nú langar mig aldrei i áfengi. Röddin er komin aftur, fyllri en áður, og ég fæ góða dóma fyrir sönginn alls staðar. Guð hefur blessað mig rikulega.” Þetta er vitnisburður Odds Wannebo um undrið sem gaf honum llf, nýtt lif. Gaman væri að bindindissamtök íslands yrði þess umkomin að fá hann hing- að til að syngja. Eða kannski eigumviðokkarOdd Wannebo?”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.