Vísir - 22.11.1975, Side 7

Vísir - 22.11.1975, Side 7
VISIR Laugardagur 22. nóvember 1975. 7 flækja taflið, og reyna að fá upp baráttustöðu) 12... Hb8 13. a5 (Venjulegra er 13. Rc4 og svartur geturekkileikið 13.... Rb6? vegna 14. Rxd6 Dxd6 15. Bf4 og vinnur) 13.. . b5 14. axb6 Rxb6 15. e4! (Gagnslaust væri 15. Rb3, með Ra5 — c6 i huga, vegna 15.... Rc5 og svartur stendur vel) 15.. .. Rf-d7 16. f4 f5 (Hér kom einnig 16.... c4 mjög til álita) 27. Hel C4 (Hörkulegur leikur. Með honum leggur Guðmundur þó liklega fullmikið á stöðuna, þvi c-peðið verður baggi) 18 exf5! (Þvi miður fyrir Guðmund og is- lenska skákunnendur teflir Czerniak þessa skák mjög vel, og nýtir þau færi, sem staðan hefur upp á að bjóða) 18... 19. Bfl 20. Dxel 21. RÍ3 22. Rg5 23. Re6 24. Bd2 gxf5 Hxel Dc7 Rf6 h6 De7 Bxe6 25. Dxe6+ (Liklega var 25. dxe6 öllu betri leikur, en þessi dugar svo sem) 25.... Dxe6 26. dxe6 d5 (Með þessari peðsfórn reynir Guðmundur að ná spili með sam- stæðu peöunum á miðborðinu) 27. Hxa6 Re4 28. Bel Bd4+ 29. Kg2 Kg7 30. g4 Kf6 31. gxf5 Kxf5 (Guðmundur hélt sig ennþá eiga vinningsmöguleika, en þegar hér var komið var hann i miklu tima- hraki, og i flókinni stöðu má litið út af bera) 32. e7 He8 33. Bh4 (Eftir 33... Bxc3 34. bxc3 Rc8 er komin upp jöfn staða sem ekki býður upp á vinningsmöguleika. En nú verða Guðmundi hins veg- ar á örlagarik mistök sem leiða beint til taps) 33.... Rd2? (t flýtinum fannst Guðmundi hann vera að máta andstæðinginn með Hg8+, og hvitur er fastur i netinu. Næsti leikur hvits bindur þó enda á slikar tálvonir) 34. Be2! , Kxf4? (Úr öskunni i eldinn, en staða Guðmundar er orðin illverjandi). 35. Hxb6 Hg8+ 36. Bg4 Bxb6 37. Rxd5+ Ke5 38. Rxb6 h5 39. Bg3+ ' Kf6 40. Rd5+ Kg6 41. Bxh5+ Kxh5 42. RÍ6+ Kg6 43. Rxg8 Kf7 44. Bh4 Gefið Jóliann Örn Sigurjónssoi Hefur áróöurinn gegn reykingum haft tilætluð áhrif? Viö fengum svo sem aö heyra og sjá margt ógnvekjandi, en fær þetta menn til þess aö drepa í sígarettunni fyrir fullt og allt? • Hvaö þarf til ef ekki nægja hroðalegar stað- reyndir um það sem reykingar geta valdið. Viljann. Hann viröist nefnilega vanta hjá svo mörgum. Við ræddum við fólk og spurðum það hvort her- ferðin hefði haft áhrif á það. „Er ekkert hrædd..." „Ég hef hætt i fjóra daga, það gekk nú ekki betur,” sagði Dóra Þórhallsdóttir, afgreiðslumað- ur, þegar við spjölluðum við hana. „Nei, ég er ekkert hrædd við sjúkdóma vegna reykinga.” „Það var svona tilraun, en ég held að þessi áróður gegn reyk- ingum hafi ekki haft mikil áhrif á mig. Ég spekúlera ekki svo mikið i þessu.” „Ég hef reykt i tvö ár, og reyki nú um fimm sigarettur á dag, eða minna. Ég minnkaði reykingarnar áður en herferðin hófst. Ég reyki ekkert á meðan ég er i vinnunni, þar sem engin aðstaða er til þess, og ég kann heldur ekki við það. Það eru þá bara matartimi, kaffitimi og svo kvöldin sem eftir eru.” Dóra sagðist hafa reykt i tvö ár, og hún oætir við: „Ég vann i eldhúsinu á Vifilsstöðum, þar sem sjúklingar vegna reykinga eru. Að visu umgekkst ég þá ekki, en ég sá þá. Mér fannst það óhugnanlegt fyrst, en vand- ist þvi siðan. Á meðan ég vann þar reykti ég meira en núna, en þar hætti ég i þessum mánuði.” ,Mig vantar viljann..." „Ég hef hugsað um að hætta, en ég hef ekki látið verða af þvi,” sagði Helena Pálsdóttir, afgreiðslumaður. „Ég reyndi að hætta i fyrra og það tókst i hálfan mánuð. Nú reyki ég um 10 sigarettur á dag, stundum minna og stundum meira.” „Ég er ekki nógu ákveðin i þvi að hætta að reykja. Mig langar að hætta, en viljann vantar samt.” Helene kvaðst hafa reykt i fimm ár, en aðeins hætt einu sinni. Hún kvaðst að minnsta kosti vita um einn sem herferðin ..Herferðin styrkti mia í trúnni.." Hafði herferðin gegn reikningum áhrif á fólk? VIÐ SPURÐUM NOKKRA VEG- FARENDUR.... „Fegin að ég skyldi hætta.” Soffia Jacobsen. „Ég hef liætt i 4 daga” — Dóra Þórhallsdóttir „Er ckki nógu ákvcöin i þvi aö liætta.” — Helene Pálsdóttir. „Herferöin styrkti mig i trúnni.” — Ásthildur Torfadótt- ir. „Hef minnkaö reykingarnar — Svava Steingrimsdóttir. hefði haft áhrif á, og það er bróðir hennar. „Jú, herferðin var hörð, en þó vantaði kannski eitthvað. Ég hef samt enga hugmynd um hvað það ætti að vera.” ,,Hafði engin áhrif" „Nei, þessi áróður hafði engin áhrif. Satt best að segja hef ég tilhneigingu til þess að loka eyr- unum þegar ég heyri eitthvað svona. Mér finnst jiað tæplega koma mönnum við hvort ég eða einhver annar reyki eða ekki.” Þetta sagði Jón Pálsson, bil- stjóri. Hann kvaðst reykja vindla og pipu. „Ætli ég reyki ekki einn pakka af vindlum á dag ef ég reyki ekki pipuna en ef ég reyki pipuna þá minna af vindlum. Ég hef reykt i 10 ár samfleytt.” „Nei, ég hef ekki orðið var við hræðslu, kannski er ég bara svona vitlaus.” „Fegin að ég hætti" „Ég reyki ekki,” svaraði Soffai Jacobsen, húsmóðir, okk- ur. „Jú, ég hef reykt, en það eru komin átta eða niu ár siðan ég hætti.” „Nei, mig langar ekkert i sigarettu lengur. Ég var svona eins og hver annar, byrjaði að fikta viðþetta i gágnfræðaskóla, og komst svo að þvi að þetta var tóm della.” „Jú, i dag er ég mjög fegin þvi að ég skyldi hætta.” „Herferðin styrkti mig í trúnni" „Jú, þessi herferð hafði mikil áhrif á mig,” sagði Ásthildur Torfadóttir, sendill, en kvaðst samt ekki reykja, og hefur aldrei gert. „Herferðin styrkti mig i trúnni.” Ásthildur sagði að hún vissi um eina sem herferðin hefði einnig haft áhrif á, og það er vinkona hennar, sem nú er að reyna að hætta að reykja. „Hef fækkað síga- rettunum niður i 5" „Ég hef minnkað reykingarn- ar eftir herferðina niður i 5 siga- rettur á dag. Áður reykti ég 10- 12 sigarettur,” sagði Svava Steingrimsdóttir, skrifstofu- maður. „Nei, ég varð ekki smeyk við reykingarnar á meðan á her- ferðinni stóð. Það kom ekki fyrr en eftir á. Auðvitað langar mig til þessað hætta, en mig skortir viljann.” Svava sagðist hafa reykt i fjögur ár. Hún kvaðst halda að herferðin hefði haft áhrif á marga. „Menn tala að minnsta kosti mikið um þetta, en svo eru ekki allir sem segjast geta hætt.” — EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.