Vísir


Vísir - 22.11.1975, Qupperneq 8

Vísir - 22.11.1975, Qupperneq 8
8 Laugardagur 22. nóvember 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Frétíastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. i lausasöfu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Ölmususjónarmiðin víki Á siðustu árum hafa spunnist nokkrar umræður um dreifingu valds i þjóðfélaginu. I tengslum við hugmyndir manna um þetta efni hefur einnig verið rætt um að færa aukin völd og verkefni frá rikis- valdinu yfir á herðar sveitarfélaga og samtaka þeirra. Þó að sveitarfélögin séu hluti af opinberri stjórnsýslu i þjóðfélaginu getur valddreifing af þessu tagi haft verulega þýðingu. Á það er einnig að lita, að slikar valddreifingar- aðgerðir gegna mikilvægu hlutverki við fram- kvæmd raunhæfrar byggðastefnu. Ýmsir af hinum sjálfskipuðu postulum byggðastefnunnar virðast hins vegar hafa takmarkaðan áhuga á að byggja upp sterkar stjórnsýslueiningar úti á landi. Þeir vilja reka byggðastefnu með þvi eina móti að veita fjármágni úr sjóðum i Reykjavik: Aðalatriðið er, að þeir geti sjálfir skammtað upp úr kjötkötlunum. Raunhæfum markmiðum i byggðamálum verður á hinn bóginn ekki náð, nema sveitarfélögin og samtök þeirra fái bæði aukin verkefni og völd. Stjórnmálaflokkarnir hafa sýnt þessum viðfangs- efnum takmarkaðan áhuga. Þeir eru of uppteknir af fyrirgreiðslupólitikinni. Á undanförnum árum hefur Samband islenskra sveitarfélaga unnið mikið starf við mótun tillagna um verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Hægt hefur hins vegar miðað af opinberri hálfu að ýta þessum málum áfram. Skipan þessara mála nú er afar ruglingsleg. Engin meginregla hefur verið lögð til grundvallar við þessa verkaskiptingu, heldur handahóf. Ótal mörg verkefni eru nú kostuð sameiginlega af riki og sveitarfélögum. Þetta er að mörgu leyti óheppilegt fyrirkomulag. t þessum efnum þarf að setja skýrar linur. En á undanförnum árum hefur gætt verulegrar tilhneigingar til þess að draga aug- ljós sveitarstjórnarverkefni undir rikisvaldið. Jafn- vel frjálshyggjuþingmenn hafa staðið að slikum að- gerðum. Eitt skýrasta dæmið þar um eru barna- heimilin, sem þingmenn allra flokka sameinuðust um að draga undir hatt rikisvaldsins. Jafnframt skýrri verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga þarf að efla sveitarfélögin og samtök þeirra. Þau eiga ekki að vera háð ölmusu úr fyrir- greiðslusjóðum i Reykjavik. Samtök sveitarfélag- anna ættu t.a.m. að geta úthlutað byggðasjóðsfjár- magninu hvert i sinum fjórðungi. Þau ættu einnig að geta útdeilt húsnæðislánum og svo mætti lengi telja. Nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins hefur sett fram hugmyndir um að samtökum sveitar- félaga verði breytt i sjálfstæðar stjórnsýslueining- ar, sem kosið verði til með lýðræðislegum hætti. Hvort sem sú hugmynd kemst i framkvæmd eða ekki er ljóst, að færa þarf ýmis konar verkefni og völd frá rikisvaldinu til sveitarfélaganna og sam- taka þeirra, ef eitthvað bragð á að verða að aðgerð- um i byggðamá'lum. Við náum aðeins takmörkuð- um árangri i þessum efnum með ölmusuhugarfar- inu, sem nú virðist ráða rikjum. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir, að sveitarfélögin fái aukna hlutdeild i söluskatti og um leið verði þeim fengin ný verkefni, sem rikið hefur kostað fram til þessa. Tillögur um þetta efni hafa enn ekki verið kynntar, en mikilvægt er að þær verði þáttur i heildarátaki á þessu sviði, spor að ákveðnu marki. Umsjón: GP . A flokksþingi sósial-demókrata i Mannheim. Brandt, endurkjörinn formaöur, klappar kanslara flokksins, Helmut Schmidt, lof i lófa. HELMUT SCHHIDT Hljóðnað ó vinstri bekkjum SDP Vinstriglæðurnar, sem haldið hafa stjórnmála- katlinum i Bonn við suðumark, virðast hafa kuln- að út — að minnsta kosti I bili. „Jusos”, eins og ungu sósialistarnir i Vestur- Þýskalandi eru kallaðir, hafa síðustu árin verið i flokki sosial-demókrata til eilifra vandræða með kröfum sinum um aukinn marxisma. — Á fimm daga flokksþinginu, sem lauk i Mannheim á dögunum, voru þeir jafnaðarmennskan uppmál- uð. Vinstri armurinn og sá hægri sameinuðu i breið- fylkingu að baki leiðtogum sinum, Willy Brandt formanni flokksins, Helmut Schmidt kanslara og Herbert Wehner, formanni þingflokksins. Flokks- aginn var aðdáunarverður og hefði sæmt prúss- nesku fótgönguliði, svo að seilst sé til bestu fyrir- mynda. Þau launvig og bakniö, sem á stundum hafa nær klofið flokkinn i tvennt og hvað eftir annað sundr- að samsteypustjórn sósialista og frjálslyndra, lágu alveg niðri. Hinar striðandi fylkingar, marx- istar annarsvegar og jafnaðarmenn hinsvegar gerðu með sér óskrifaðanfriðarsamningtil næstu ellefu mánaða að minnsta kosti. Aðalástæða þessarar sáttfýsi eru auðvitað kosn- ingar, sem fyrir dyrum standa i október á næsta ári. Óttinn við ósigur i kosningunum yfirskyggir allan innbyrðis ágreining. Sumir spyrja þó, hvort það sé meira kosninga- kviðinn, sem þessu valdi, eða hreinlega að mestur móðurinn sé úr vinstri uppreisnarseggjunum eftir tiu ára baráttu. A siðasta flokksþingi fyrir tveim- ur árum var svo heitt i kolunum, að sérhverjum bænstöfum um einingu innan flokksins vegna kosninga framundan hefði verið mætt með háði og spotti. Wolfgang Roth, sem sjálfur var meðal hávær- ustu leiðtoga Jusos fyrir nokkrum árum, hefur svarað þessari spurningu. „Það hefur engin breyting orðið á Jusos-unum siðan — önnur en að þeir eru orðnir tveim árum eldri.” En jusosarnir á flokksþinginu 1973 voru lika tveim árum eldri en á flokksþinginu þar áður, svo að þetta svar varpar engu nýju ljósi á málið. Menn leita sér hugsanlegrar skýringar i þvi, að meðal yngstu kjósenda virðist gæta vaxandi ihaldssemi. Þess telja menn sig finna helst merki i háskólunum.Þaðerhjöðnuð sú ólga, sem Rauði- Danni og eftirmenn hans vöktu upp á árunum. Auk þess sjá menn auðkennin i breyttum klæða- burði unga fólksins, þar sem hippatiskan er að vikja, og I félagsllfinu og skemmtanallfinu þar sem hegðanin hefur mjög breyst. Annars mundi okkur hér á Islandi ekki þykja sánnmæli, að kalla þá „unga” sósialista, sem þjóðverjar kalla jusos. I Þýskalandi spannar það menn allt að 35 ára gamla, og sumir leiðtogar jusos-anna eru á fertugs- og fimmtugsaldri. Hvort sem það eða eitthvað annað er ástæðan, þá hefur vinstrignýrinn þagnað, og Schmidt kanslari getur gengið til kosningabaráttunnar viss um 100% fylgi flokksmanna að baki sér. Schmidt hefur aldrei farið dult með, hversu hlá- legir honum hafa fundist tilburðir jusos-anna, sem hann kallar „geljguskeiðspólitik”. Þeir lita á hann á móti sem hægrimann með svo smá- borgaralegar hugmyndir, að honum sé ekki við- bjargandi. — Samt hlaut hann 407 atkvæði eða sama og Brandt, þegar kosið var i stjórnina 407 af 436 mögulegum er mjög gott, og feykileg aukning á fylgi miðað við 268 atkvæði, sem Schmidt fékk þar áður. Þessi eining náði jafnvel til George Leber, varnarmálaráðherrans, sem bakað hefur sér óvinsældir vinstrimanná i þýskalandi fyrir tryggð sina við Nato. Hann var endurkjörinn i fram- kvæmdaráðið með sömu atkvæðatölu og siðast. Greinilegt var bæði á kosningunni til embætta og eins um „fjölskyldubibliuna”, eða stefnu- skrána sem er að þykkt eins og meðal simaskrá, að vinstri mennirnir höfðu i flestu orðið að slaka á kröfum sinum. Þeir samþykktu jafnvel 85. grein „fjölskyldubibliunnar”. Þar var sagt, að þrátt fyrir efnahagsörðugleika, sem leitt hefðu til at- vinnuleysis einnar milljóna manna, væru þetta ekki réttu timarnir til þess að hrella einkafram- takið. Samþykkt var að láta aukin rikisafskipti af atvinnurekstri eða fjárfestingum biða betri tima. Vinstrimennirnir kyngdu meira að segja klá- súlu, þar sem tekið var fram, að forðast skyldi að setja félaga i öfgasamtökum til embætta.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.