Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 22. nóvember 1975. EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTAMÁL llmsjón: Magnús Gunnarsson flytjendum að byggja upp viðskipti við Portúgal. Aukin viðskipti? Margir velta þvi vafalaust fyrir sér, hvort islendingar hafi framtiðinni sömu möguleika til sölu á afurðum sinum i Portúgal. Undirritaður er ekki i neinni aðstöðu til þess að spá um slikt. Afturá móti er hægt að draga þá ályktun af þeim fram- tiðarspám, sem hafa verið birt- ar á seinustu vikum, að fisk- söluþjóðir ættú að hafa nokkuð góða söluaðstöðu i framtiðinni. Samdráttur i afla, aukin vernd fiskstofna og vonandi minnkandi sókn útlendinga hér við land, allt þetta dregur úr framboðinu og ætti að öllum likindum að gera eftirspurnina stöðugri. Hvað Portúgal viðkemur, er þess vart að vænta, að neyslu- venjur breytistmikið á komandi árum. Þó að til komi aukin ferskfiskneysla eða aukin neysla á frystum fiski, er ósennilegt að sú hefð sem fylgt hefur neyslu saltfisks hverfi úr þjóðlfiinu. Þessar staðreyndir benda til þess, að Portúgal verði áfram að öllum likindum mjög stórt markaðsland fyrir Is- lendinga. Það hlýtur þvi að vera mikið kappsmál fyrir ís- lendinga að halda þessum viðskiptum gangandi og reyna að styrkja sambandið á milli landanna með öllum möguleg- um ráðum. MaG löndin flutt inn m.a. marmara, sardinur, möndlur, korkvörur, kraftpappfr, efni i málningu, baðmullargarn, tilbúinn fatnað, s.s. skyrtur, sokka, barnafatnað og nærfatnað, rafbúnað fyrir dreifikerfi, útvarpstæki, mótor- hjól, kartöflur, bildekk og rúðugler. Einnig hafa ýmis fyrirtæki á Norðurlöndum látið prenta bækur og blöð i Portúgal. Slik upptalning er ekki tæmandi, en hún ætti að gefa hugmynd um ýmsar vöruteg- undir, sem mögulegt væri að flytja inn. Reglulegar siglingar Þegar rætt er við innflytjendur um aukin viðskipti við Portúgal, telja þeir, að erfitt verði að auka viðskipti við Portúgal, vegna annars vegar litils vöruúrvals og hinsvegar vegna skorts á beinum reglubundnum flutningsleiðum á milli landana. Flutningar með umskipunum annars staðar i Evrópu reynast of dýrir. Flutningur á saltfiski frá Islandi, hefur fram til þessa átta sér stað i heilum skips- förmum, enda mun hag- kvæmari þannig. Það ætti þó að vera umhugsunarefni, hvort ekki sé grundvöllur fyrir föstum lestunarhöfnum i Portúgal, þó slikar siglingar yrðu ekki reglu- bundnar upp á dag. Slikt fyrir- komulag ætti að auðvelda inn- Aukin viðskipti ís- lands og Portúgals Kaup Portúgala á islenskum saltfisíci hafa stöðugt aukist á seinustu fimm árum. Samhliða hefur viðskiptajöfnuðurinn stöðugt orðið portúgölum óhag- stæðari. Með auknum erfiðleik- um heima fyrir má reikna með, að portúgalar sækist eftir aukn- um gagnkvæmum viðskiptum, það er, að islendingar kanni hvort ekki sé hægt að auka innflutning á portúgölskum iðnaðarvörum. Við höfum flutt inn eins og komið hefur fram hér áður ýmsar vörutegundir, svo sem föt, skófatnað, og veiðarfæri. Kannaðir hafa verið möguleikarnir á kaupum á salti, sömuleiðis er verið að athuga möguleikana á kaupum á niður- lögðum vörum og niðursoðnu grænmeti og ávöxtum. Rétt er að athuga hvort ekki sé hægt i framtiðinni að beina viðskiptum islenskra ferðaskrifstofa við portúgalskar ferðaskrifstofur. Ef litið er til samanburðar á innflutning annarra Norður- landaþjóða frá Portúgal þá kaupa þeir ýmsar vörur, sem ekki eru fluttar inn til Islands. Samkvæmt verksmiðjuskýrsl- um frá Portúgal hafa Norður- Undankeppni fyrir Reykjavíkur mótið hefst ó þriðjudaginn Á þriðjudagkvöld hefst undankeppni Reykja- vikurmóts i tvimenning, sem jafnframt er undan- keppni fyrir íslandsmót. Hefst keppni kl. 20 og er spilað i Pomus Medica. Spilað er i fjórum 14 para riðlum og komast 27 pör i úrslitakeppni, sem haldin verður (i. og 7. desember n.k. Núverandi reykjavikurmeistarar Simon Simonarson og stefán Guðjohnscn frá Bridgefélagi Reykjavíkur fara beint i úrslitakeppnina. Það vantaðí ÁS og íslandsmeistararnir Sveitir Hjalta og Stefóns jafnar að stigum hjó BR Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er nú rúmlega hálfn- uð, en spilaðar eru 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Sveit Hjalta, félagsmeistararnir eru enn efstir, en sveit Stefáns skaut upp viðhlið þeirra eftir stóran sigur Isiðustu umferð. Úrslit einstakra leikja voru þessi: Sveit Hjalta vann sveit Einars 11-9 Sveit Stefáns vann sveit Jóns 19-1 Sveit Gisla vann sveit Gylfa 15-5 Sveit Benedikts vann sveit Lárusar 11-9 Sveit Alfreðs vann sveit Birgis 17-3 Sveit Helga vann sveit Gunngeirs 20-0 Sveit Þórðar vann sveit Ólafs 15-5 Sveit Gissurar vann sveit Estherar 13-7 Sveit Ólafs H. vann sveit Þóris 20--4-3 Röð og stig efstu sveitanna er eftirfarandi: 1. Sveit Hjalta Eliassonar 63 stig 2. Sveit Stefáns Guðjohnsen 63 stig 3. Sveit Helga Jóhannssonar 58 stig 4. Sveit Einars Guðjohnsen 54 stig 5. Sveit Jóns Hjaltasonar 45 stig 6. Sveit Benedikts Jóhannssonar 44 stig 7. Sveit Lárusar Hermannssonar 42 stig 8. Sveit Gisla Hafliðasonar 41 stig I næstu umferð verður uppgjör milli efstu sveitanna, einnig spila saman sveitir Helga og Jóns, Einars og Benedikts, Lárusar og Gisla. Spilað er á miðvikudögum i Domus Medica. urðu að þola tap 1 siðustu umferð sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur vann sveit Hjalta sveit Einars i jöfnum leik eða 11-9, en sveit Stefáns vann Islandsmeistarana, sveit Jóns Hjaltasonar með 19-1. Mörg skemmtileg spil komu fyrir i leik Stefáns og Jóns, en það afdrifarfkasta var þannig: A-v á hættu og austur gefur. A G-9-6 V 8-6-4 ♦ 10-6-4 * D-8-5-2 A A-K-D-2 V G-9-2 ♦ K-D-8-5-3 * 3 A 10-5-4-3 V 7 ♦ G-9-2 * A-G-10-9-4 Y A-K-D-10-5-3 ♦ A-7 * K-7-6 1 opna salnum sátu n-s Guð- mundur Pétursson og Karl Sigur- hjartarson, en a-v Hörður Arnþórsson og Þórarinn Sigþórs- son. Þar gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður l'V P 1* P 3 V P 4G P 5* P 6V P P P F jögurragrandasögnin var fimm ára Blackwood, en þá gildir kóngur i samþykktum tromplit sem ás. Suður hirti ásinn sinn og sagnhafi átti afganginn. Virtist ekki mikil gróðavon af þessu spili. I lokaða salnum sátu n-s Stefán Guðjohnsen og Simon Simonar- son, en a-v Jón Hjaltason og Jón Asbjörnsson. Nú var meiri stig- andi i sögnunum, sem enduðu með þessum ósköpum: Austur Suður Vestur Norður 1 ♦ D 2 + 5 ♦ 6» P 7 W P P P Opnun austurs var Precision eða 16 plús, en dobl suðurs þýddi annað hvort sterk spil og jöfn skipting eða lauflitur. Tveggja tigla sögn vesturs var jákvæð kröfusögn en næstu þrjár voru tækifærissagnir. Ég hefi mikla samúð með lokasögn vesturs, þvi sexhjartasögn austurs bendir til þess að hann sé með sterka laufopnun og þrjá ása. Suður lagði niður laufaásinn og sveit Stefáns græddi 17 IMPa. Frá sveitakeppní Bridgefélags Reykja- vikur. Taliö frá vinstri: Þórarinn Sigþórsson, Lárus Karlsson einn af fyrstu islandsmeisturunum, Höröur Arnþórsson og Hannes R. Jónsson. Sveit Hannesar kominn á toppinn hjá TBK Að fjórum umferðum loknum i hraðsveitake.ppni Tafl- og bridgeklúbbsins er sveit Hannesar Ingibergssonar efst. Röð og stig efstu sveita er þannig: Sveit stig Hannesar Ingibergssonar 2799 Bernharðs Guðmundssonar 2769 Kristinar Þórðardóttur 2764 Erlu Eyjólfsdóttur 2763 Þórarins Árnasonar 2739 Spilað er i Domus Medica á fimmtudögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.