Vísir


Vísir - 22.11.1975, Qupperneq 15

Vísir - 22.11.1975, Qupperneq 15
VISIRl Laugardagur 22. nóvember 1975. Jakob Magnússon hlœr, og fœr sér loksins brennheitann tesopa, eftir að hafa dyfið piparköku í bollann og fengið sér bita á eftir.... svo að þeir milduðust þá til muna.” T. „Hvernig skiptist verkið niður?” J. „Ég kom heim i tvær vikur, skýrði þeim frá minni hug- mynd, þar eð ég hafði vissa áætlun í huga, til að vinna eftir. Siðan samdi Egill tvö lög og einn texta, Bjólan tvö lög og þrjá texta, yalgeir fjögur lög og þrjá texta, og ég fjögur lög og fimm texta. Restin var svo samin i hópvinnu, og var Tómas þar góður liðsauki.” T. „Viðurkennir þú að það riki togstreita milli ykkar Val- geirs?” J. „Já, það hefur alltaf verið fyrir hendi viss rigur, þó svo að við séum bestu vinir og höfum staðið i þessu tveir frá upphafi.” (alls hafa verið ellefu manns i Stuðmönnum frá upphafi). T. „Nú fjallar „Sumar á Sýr- landi” meira og minna um „trip”, hver er þin afstaða til notkunar t.d. hash?” J. „Ég hef reykt „hash”, en ef maður vill verða góður og ná- kvæmur tónlistarmaður, þá spillir notkun hash eða annarra lyfja bara fyrir. Ég myndi segja að meginþorri jafnaldra okkar hérlendis leiti til hash, til upp- lyftingar frá svartasta skamm- deginu og rigningunni. En á tónlistarmenn og aðra sem vilja vinna sitt verk af ná- kvæmni verkar efnið illa, það dreifir huganum i stað þess að einbeita honum að verkefninu. Éghætti t.d. vegna þess að það slævði hugsanaþrek mitt, ég kom þeim hlutum hreinlega ekki i verk sem ég þurfti. Þar kom til kæruleysi og hrein leti.” T. „Mælir þú með þviað menn prófi þetta?” J. „Eflaust læra menn af þvi, og tónlistarmaður hefur gott af þvi að prófa það, svo framar- lega sem hann lætur það ekki hanka sig. En svo framarlega sem maðurinn er andlega heil- SAM-koma SAMSONAR Hvers er að vænta þegar SAMSON á stórafmæli? i tilefni af fæðingu þessa sonar SAMÚELS var efnt til mikillar SAM-komu i Klúbbnum sl. þriðjudag. Sýnir myndin hér til hliðar, hluta gestanna, en þeir eru hér að hlýða á eina hljómsveitina, sem lét'til sin heyra þetta kvöld. Fram komu fjórar nýjar hljóm- sveitir: Salvador, Sherif, Cabaret og Bláber. Auk þcss komu fram söngvararnir Örn Bjarnason og Gunni og Póri. — Ljósm: LA. brigður, bætir hann sig ekki á notkun reyks, lyfja eða áfeng- is.” T. „Hvert leitar þú, ef þú ert þjakaður af stressi?” J. „Ég er sátt best að segja aldrei i þvi ástandi að vera stressaður, nema þá á löngum ferðalögum þar sem maður nærist litt á öðru en brösuðum mat og frönskum kartöflum. Ég syndi mikið, iðka likamsæfingar og nærist af hollum mat, þannig losa ég mig við likamskraftinn ef likamlega atvinna er ekki fyrir hendi.” T. „Stundar þú iþróttir?” J. „Nei, ekki nema sund, og svo hef ég gaman af tennis.” T. „Eru islendingar smáborg- arar? spyr ég um leið og ég set „Daisy” frá Spilverkinu á fón- inn. Hann syngur vel þarna, hann Bjólan. J. „Ég held að við séum frek- ar heimsborgarar. Allavega lit- um við stórt á okkur á erlendri grund.” (Kobbi fær sér meira te, og tekur siðustu piparkökuna, dóni....) ,,í Bretlandi (hlær, eins og hann hafi lesið hugsanir minar i garð hans og siðustu piparkökunnar) t Bretlandi er t.d. oft kvartað undan þvi hve landinn er fyrirferðarmikill á mannamótum, rekist illilega ut- an i fólk og sé ekki beinlinis kurteis. Annars finnst mér við islend- ingar ósköp heilbrigðir, við vinnum vel og skemmtum okk- ur hressilega. Hver islendingur á 1:200.000aflandi sinu,ogþá er þjóðernistilfinningin öllu sterk- ari en meðal ibúa milljóna- þjóða, þar sem menn hverfa i fjöldann, og engin sameining er fytir hendi.” (þetta borgara-tal mihnir mig á hamborgarann sem Pétur Kristjánsson skuldar. mér frá þvi fyrir austan). T. „Hvað um islenska fjöl- miðla?’( J. „Reyndar vakti það fyrir mér þegar ég fór fyrst til London að stunda námskeið hjá BBC i radio-útsendingartækni.” T. „Með það i huga að stofn- setja „ræningjastöð” hér?” J. „Ekki til að byrja með, þvi að BBC fór aðeins fram á það að Rikisútvarpið hér gæfi sitt já við þvi að ég mætti stunda þetta námskeið. Þeir neituðu, þó svo að þetta hefði verið algjörlega á minn kostnað. Vitanlega varð ég sár út af þessu, sérstaklega vegna þess að þáverandi og nú- verandi ástand i útvarpsmálum okkar er beinlinis óþolandi, það vantar tæknimenntaða menn við bæði upptökur og útsending- ar. Þetta er mjög afturhalds- samt útvarp, nokkrir menn ráða öllu, menn sem eru með sinar grillur um það hvað fara megi út og hvað ekki. Menningarlegt gildi efnisins situr ávallt i fyrir- rúmi hjá þessum herramönn- um, það er gott og vel en þeir mættu vel hafa aðra rás með léttara efni fyrir þann hluta fólks sem nennir ekki að hlusta á t.d lestur fornrita og kvöldsög- una. Ég viðurkenni þó að ef hér kæmi „ræningjastöð” þá myndi þrifast alls kyns lágkúra, en samt ætti að gefa kost á sam- keppni, þannig að útvarpið láti ekki hvað sem er fara frá sér, og banni ekki allt sem kannski læt- Ur illa i eyrum sjálfra yfir- mannanna.” T. „Að lokum, finnst þér stór- vægilegar breytingar hafa orðið á tónlistarmálum okkar siöasta árið?*’ J. „Já, allavega finnst mér það ánægjulegt að sjá svo mörg ný andlit i bransanum, eins og i Paradis og Kabaret. Þeir bjóða upp á skemmtilega tilbreytingu og þessir ungu strákar eru m jög efnilegir.” (Þá byrjaði að snjóa, Jakob ekki á negldum dekkjum, teið búið, piparkökurnar búnar og fótboltinn að byrja i siónvarp- inu.) örp. 15 Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri t.d, Rambler Classic, Chevrolet Biskvæn, Impala og Nova árg. ’65. Vauxhall Victor ’70. Höfðatún 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-6.30, laugardaga kl. 1-3 J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 13125,13126 Hve lengi viltu biöa eftir fréttunum? Viltu fá þærheim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! NÝTTBLAÐ FRÁ SAMÚEL V I I J

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.