Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 22.11.1975, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 22, nóvember 1975. VISIR n □AG | | í KVÖLD| O □AG | Q KVÖLD | O °AO 1 Sjónvarp, sunnudag, kl. 20.35: Eins og að semja stórmynd fyrir fótœkt kvikmyndafélag „Það er misgott að tala um svona verk, en þetta er um það þegar smáatriði byrja að koma i staðinn fyrir raunveruleg vandamál. Yfirleitt er það þannig með þaðeldra fólk, sem ekki er keyrt yfir, að það deyr mjög hægt, og miklu fyrr en mann grunar. fcg á sennilega eftirsvona fimm ár, þá fer ég að taka 12 tfma á dag i smá- atriðin”. Það er Jónas Guðmundsson sem þetta segir. Við spjölluðum við Jónas þar sem leikrit hans „Silfurbrúðkaup” verður sýnt i sjónvarpinu á morgun, en leik- rit þetta er sérstaklega samið fyrir sjónvarpið, og frumsýn- ingin er á morgun.' „Ég hafði ekki afskipti af upptökunni”, sagði Jónas, „en ég er ánægður með það sem ég hef séð.” Jónas samdi leikritið fyrir tveimur eða þremur árum, eins og hann sagði. I fyrra kom það út i bókarformi. „Þar sem þetta var sérstaklega samið fyrir sjónvarp, þarf að semja það á nokkuð sérstakan hátt”, sagði Jónas. „Það er eins og að semja stórmynd fyrir fátækt kvik- myndafélag, og leikritið mótast af þvi.” „Eins og grár köttur i leikhúsunum” Jónas gat þess að litið hefði veriðaf samtölum ibókum hans hingað til enda sagðist hann hafa verið i ljóða og leikritagerð siðan hann samdi „Silfurbrúð- kaup.” „Það er varla grundvöllur fyrir skáldsögur hér, menn eru hættir að kaupa þær. Svo er ég auðvitað byrjaður að fara i bió aftur, það er nauðsynlegt, og er eins og grár köttur i leikhúsun- um”. Sigriður Hagalin fer með hlut- verk Þóru i leiknum, og Bryndis Pétursdóttir með hlutverk Bryndisar. Leikstjóri er Pétur Einarsson, leikmynd gerði Gunnar Baldursson en upptöku stjórn- aði Egill Eðvarðsson. Leikritið hefst klukkan 20.35 annað kvöld. —EA Silfurbrúðkaup" Jónasar Guðmunds- sonar FRUMSÝNT á morgun Aðeins tveir leikendur koma fram i „Silfurbrúðkaupi”. Það eru Sigriður Hagalin og Bryndis Pétursdóttir. Jónas samdi „Silfurbrúð- kaup” sérstaklega fyrir sjónvarp, og segist hafa haldiö sig við leik- rita- og Ijóöagerð sina. Maria Callas er ein af flytj- endum óperunnar „Tosca” i útvarpinu. Útvarp, kl. 15.00, sunnudag: Maria Callas í útvarpi Það er ekki listamenn af verra taginu sem flytja óper- una „Tosca” eftir Puccini i útvarpinu á morgun. Flestir þekkja vist nafn Mari Callas, en hún er ein af flytjendum. Auk hennar eru Giuseppe di Stefano, Tito Gobbi og fleiri, ásamt svo kór og hljómsveit Scalaóper- unnar i Milanó. Stjórnandi er Victor de Sabata, en Guðmundur Jónsson kynnir. Óperan verður flutt klukkan þrjú á morgun. — EA Sjónvarp, kl. 21.10: Sjónvarp, kl. 20.35: Ruglast ó klerki og róðherra!! „Mannamunur” heitir þáttur sá um læknana sem við sjáum i kvöld. Auðvitað eru þarna hin mestu vandræði á ferðinni, rétt eins og venjulega. Nú vill svo tíl að Loftus til- kynnir Duncan að von sé á heil- brigðisráðherranum á spital- ann. Hann kemur þangað til þess að láta fjarlægja æða- hnúta, og lætur þess jafnframt getið, aö hann vilji hafa ró og næöi á meðan hann liggur á spitalanum. Þess vegna má enginn vita hver hann er. Duncan er gert að taka á móti honum og annast hann þar til Loftus framkvæmir aðgeröina. En sama dag kemur klerkur nokkur á spitalann og hann þarf að gangast undir sams konar aðgerð. Hann hefur sama heiti og ráöherrann og er auk þess titlaður „Minister” rétt eins og hinn. Úr þessu verður að sjálf- sögðu hinn mesti misskilning- ur og menn halda að presturinn sé ráðherrann og öfugt. Ráðherranum er til dæmis reynt að selja vin, og Stuart Clark sem nú er að skrifa bók sem fjallar um kynlif og byggist á sögum sjúklinga, fer til ráð- herrans i þeirri trú að hann sé klerkur... — EA Konungur trommuleik- aranna, Dusty Springfield og fleiri góðir „Kvöldstund með Lionel Hampton” heitir þáttur i sjónvarpinu i kvöld. Þar leika Lionel Hampton og hljómsveit hans jasslög. í þættinum koma svo fram ýmsir gestir, svo sem konungur trommu- leikaranna, söngkonan Dusty Springfield og hljómsveitin Ocean. Myndin sýnir Lionel Hampton, Teddy Wilson og Gene Krupa. — EA SJÓNVARP » Laugardagur 22. nóvember 17 00 tþróttir. Umsjónar- maður ómár Ragnarsson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 2. þáttur. Húsnæöi tii leigu. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Læknir I vanda.Breskur gamanmyndaflokkur. Mannamunur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Vetrarakstur. Umferðarfræðsla. Um- sjónarmaður Arni Þór Ey- mundsson. 21.10 Kvöldstund meö Lionel Hampton. Lionel Hampton og hljómsveit hans leika jasslög. 1 þættinum koma fram ýmsir gestir, svo sem söngkonan Dusty Spring- field og hljómsveitin Ocean. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.55 Svalbarði. Norsk heim- ildamynd um lif veiðimanns á eynni. Þýðandi og þulur Jén O. Edwald. 22.20 Ast og afleiöing. (Love With The Proper Stranger). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1963. Leikstjóri er Ro- bert Mulligan, en aðalhlut- verk leika Natalie Wood, Steve McQueen, Edie Adams og Herschel Bernardi. Ung stúlka veröur þunguð af völdum manns, sem hún vill ekki giftast og hyggst láta eyöa fóstrinu. Þýöandi Heba Júliusdóttir. 23.55 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 23. nóvember 1975 18.00 Stundin okkar. Fyrst er mynd úr dýragarði, og Kristin ólafsdóttir syngur. Þá kemur mynd um Misha, og Hinrik og Marta leika sér að tappaskipi. Loks sýnir Leikbrúðuland þátt, sem nefnist „Kabarett”. Um- sjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sig- riður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Silfurbrúðkaup. Sjón- varpsleikrit eftir Jónas Guðmundsson. Frumsýn- ing. Persónur og leikendur: Þóra/ Sigriður Hagalin. Bryndis/ Bryndis Péturs- dóttir. Leikstjóri Pétur Ein- arsson. Leikmynd Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.05 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 3. þáttur. Sæmdin ofar öllu. 1 þessum þætti gera keisarar þriggja stórvelda i Evrópu með sér bandalag, en fram- tið þess er næsta ótrygg. Vilhjálmur I. Þýskalands- keisari er niræður, og Frið- rik Vilhjálmur sonur hans er alvarlega veikur. Vil- hjálmur II., sem er sonur Friðriks Vilhjálms og Vicky, tekur þá við völdum og togstreita hefst á milli hans og Bismarcks. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 22.00 Þaö eru komnir gestir. Gisli Guðmundsson ræðir við Vestur-tslendinga, sem hér hafa dvalist undanfarið, þau Ollu Stefánsson, Stefán Stefánsson, Marjorie Árna- son, Theódór K. Arnason, Sigriði Hjartarson og Jó- hann Jóhannsson um ts- lendinga i Vesturheimi og sambandið við gamla land- ið. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 23.10 Að kvöldi dags. Páll Gislason læknir flytur hug- vekju. 23.20 Dagskrárlok. "

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.