Vísir - 27.11.1975, Síða 4

Vísir - 27.11.1975, Síða 4
4 Fimmtudagur 27. nóvember 1975. VISIR Stefán islandi er ein- hver ástsælasti söngvari islendinga fyrr og síðar. Björt tenórrödd hans er hefur um áratugaskeið verið kunn nær hverju mannsbarni og sagnir af frægðarför hans erlendis sem hér á landi eru mörg- um kunnar. Nú er Stefán kominn aftur til islands eftir langa utivist. Um þessar mundir eru að koma út endurminn- ingar Stefáns islandi sem Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur hefur fært í letur. hægt að endurtaka svona hluti nú orðið. Við verðum að athuga að á árunum 1935 og 1940 var skemmtanalif af allt öðrum toga spunnið en nú gerist. Þá voru vart nema tvö bió i Reykjavik og fáir dansstaðir. Nú eru alls staðar danshús og allra handana tilfæringar. Þá var heldur ekkert sjónvarp. Þar fyrir utan er það margra meining og min lika að áhugi fyrir klassiskri músik sé að minnka. Sumt af unga fólkinu getur litið fyrir klassiska kon- serta en vill heldur pop og jass.” Er nægilega vel búið að is- lenskum söngvurum? „Það er ekkert búið að is- lenskum söngvurum, enda er ekki hægt. Við erum svo fá sem búum á þessu landi. Flestir þurfa að fara af landi brott ef þeir ætla að lifa á söng- listinni einni saman. Við vitum um mörg dæmi um það.” Listamannsins ævi „Það er ekki tilfellið að ævi þarf nám. Teknikin þarf að vera i lagi. Og það er ekki nóg að lista- manninum finnist það ágætt sem hann er að gera, áhorfand- anum þarf að finnast það lika. Ekki er nóg að hafa bara góða rödd. Söngurinn þarf lika að byggjast á þekkingu og æf- ingu. Margt fólk heldur að lif lista- mannsins sé eilifur dans á rós- um. En það á sér enga stoð i raunveruleikanum. Það þarf andlega og likamlega góða heilsu til þess að vera lista- maður. Það syngur enginn sjúk- ur fugl.” Hverjir veröa listamenn? En er það náðargáfan eða æf- ingin sem skapar meistarann? „Hvað er sál? Ég veit ekki hvað sá neisti heitir sem þið kallið list. Ég vildi heyra þá ræðu sem útlistaði það fyrir mér. #Það dugir ekki listamanni aðsletta bara úr klaufunum' „Þetta er ekki ævisaga. Þetta er öllu heldur ágrip af ævi- sögu,” segir Stefán Islandi, þeg- ar við spyrjum hann um útkomu bókar hans og Indriða. „Ég segi aðeins undan og ofan af þvi sem mig hefur hent á lifs- leiðinni. Annað myndi ekki þykja gjaldgeng vara. Ævisaga er i rauninni þannig, að maður stilkar aðeins á stóru. i raun og veru er þetta verk Indriða G. Þorsteinssonar. Þar sem það er hann sem skrifar bókina.” Stefán tslandi dvaldist lengi erlendis bæði við söngnám og einnig við starf við óperur. „Ég var hér um bil 40 ár erlendis. Það er frá 1930 til 1966. En ég hafði alltaf löngun til þess að koma heim. Flestir vita sem að þessari kúnst hafa starfað að hér heima er ekki lifibrauð fyrir atvinnu- söngvara. Það gerði ég mér ljóst, og þvi fór ég til útlanda.” Slóst í höp meö farfugl- unum „Arin 1935-1940 dvaidist ég á ttaliu. Þrjú ár var ég við nám, en tvö ár starfaði ég i óperum á ítaliu. Þó ég tali um námið og starfið sem aðgreindan hlut er það ekki svo óskylt. Maður er alltaf að læra. Sumarið 1935 kom ég heim frá ttaliu. Eftir það kom ég til ts- lands á hverju sumri. Það má segja að ég hafi slegist i hóp með farfuglunum. Það sem olli þvi að ég kom hingað á hverju sumri var löngunin til þess að sjá vini og kunningja, geta talaö islenskuna og sjá landið. Svo var ég lika óforskammað- ur og hélt konserta. Eitt skipti héltég 13 konserta i röð i Gamla biói og alltaf við góða aðsókn. Og þegar þessum 13 konsertum lauk var ég búinn að syngja öll þau lög og óperur sem ég kunni. En þannig var aðsóknin mikil á koserta i þá daga.” Það væri ekki hægt aö endurtaka svona hluti Gæti það hugsast nú á timum að haldnir væru 13 konsertar i röð af sama manninum? „Það er sama hversu góður listamaður það væri, það er ekki listamannsins sé auðveld. Þeir sem gerast söngvarar þurfa að hafa sterkan karakter og skap- festu. Ég er alveg viss um það að margir þeirra sem út i söng- nám fara myndu hugsa sig um tvisvar áður en þeir gera söng- inn að ævistarfi sinu. Þeir sem það vilja gera þurfa að fórna öllu fyrir starfið. Fólk- sem er að hlusta á listamann má alls ekki gera sér grein fyrir þvi að það veitist honum erfitt sem hann er að gera. Það gengur vel svo lengi sem áhorfandinn tekur ekki eftir þvi að þetta sé lista- manninum erfitt. Maður er ekki kominn á vetlvang til þess að liða fyrir það sem maður er að gera. En til þess að geta gert hlutina vel Það er náið samband milli hugmyndar og útfærslu. Ef ein- hver er maður til að gera hlut- ina þannig úr garði að hann sé ánægður þá finnst honum það kúnst. En engir tveir listamenn eru eins. Það sem skapar túlkun listamannsins gildi er að þeir gera ekki verk sin alveg eins. Það væri ekki gott ef allir syngju eins! Þó manneskja hafi fagra rödd verður hún ekki á svipstundu mikill listamaður. Það þarf svo margt fleira að koma til. Það kemur kannski úr hörðustu átt frá mér að tala um sjálfsafneit- un og sjálfsaga. En það verður enginn óbarinn biskup. Það dugir ekki listamanni að sletta bara úr klaufunum.” cTWenningarmál HÓPSLYS BÓKMENNTIR Helgi Skúli Kjartansson skrifar Michael Mactionald Mooney: IIINnEN- BURG SLYSIÐ. llaukur Agústsson islenzk- aði. Utg. Almenna bókafélagið. t fyrra varð mönnum tiðrætt um hóp- slysatizkuna sem þá var að ganga yfir i kvikmyndaiðnaðinum. En það sem þar var tizka, er rótgróin hefð i svonefndum frétta- mennskubókmenntum, þ.e. sannsögulegum frásögnum þar sem fréttamatiö er likt og tiðkast i frásögnum blaða. Af islenzkum bókamarkaði þekkjum við bezt sjóslysa- sögur, innlendar sem erlendar. Hér er tekið fyrir flugslys, reyndar hið sögufrægasta fyrr og siðar, bruni þýzka risaloftskipsins Ilindcnburg af völdum timasprengju árið 1937. Efnið hentar vel i bók af þessu tagi, slysið sjálft hryllilegt i bezta lagi og að- dragandi þess spennandi. Höfundur hefur kynnt sér feikivel slysið sjálft og allan að- dragandi þess, og er satt að segja ekki laust við aö hann iþyngi frásögninni með óþarf- lega flóknum og nákvæmum upplýsingum um minni háttar þátttakendur i slysinu og smáatriöum um gerðir þeirra dagana og jafnvel vikurnará undan. Brennuvargurinn sjálfur hverfur i persónugrúann, og hefur hann þó eina hlutverkið sem kallar á heil- lega persónusköpun. Höfundur gerir góð skil pólitikinni i kring um slysið, t.d. þvi að ekki mátti ljóstra upp um rétta orsök þess. Hann veitir lika þakk- arverða yfirsýn yfir alla sögu loftskipanna (og að nokkru leyti flugvélanna lika). Stilsmáta Mooneys er siður ástæða til að hrósa, talsvert um tilgerðarlegan búning einfaldrar hugsunar („Járnagi tækniþró- unarinnar lá i þessu: Væri ekkert gagn að hlutnum i striði, þá hafði hlutaðeigandi þró- un tækninnar ekkert gildi. Frá upphafi vega hafði þetta ætið verið svo.”), óhóflega oft reynt að sjá atburðina gegnum hugskot persóna sem valdar eru af handahófi, og lopinn á stundum teygður. Þetta eru reyndar ekki einkalestir höfundar, heldur einkenni þeirrar hefðar sem hann skrifar i. Þvilikur still er islenzk- unni óeiginlegur og þvi afar vandþýddur. Haukur Ágústsson hefur ekki brugðizt nóg- samlega við þeim vanda, þýðirof nákvæm- lega i stað þess að leita eðlilegs islenzks orðalags. sbr. dæmið hér á undan. Hann gerir sig lika sekan um tæknilegar yfirsjón- ir (svo sem að nota enskar myndir klass- Michael Macdonald Mooney Hindenburgslysiö iskra nafna og þýzkra örnefna) og jafnvel um málvillur sem flotið hafa gegnum próf- arkir i fylgd með prentvillum, ieturvillum og öðru sliku. Allt um það sýnir texti Hauks á köflum að hann getur betur, og i heild er bókin þokka- legur afþreyingarlestur og ekki ófróðleg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.