Vísir - 27.11.1975, Qupperneq 9
á íslensku
ÞEGAR STALIN
VAR OG HÉT
Sverrir Kristjánsson þýðir
STALÍN af mikilli iþrótt, skilar
svipmiklum texta og viða
fallegum. Stundum gengur hann
þó of langt i að spreyta sig á ein-
stökum torþýddum orðum i stað
þess að umskrifa á einfaldari is-
lenzku.
Það þarf ekki að flokkast
undir þjóðrembing, þótt sagt sé,
að bók Njarðar sé merkur á-
fangi i kennslu bókmennta við
Háskólann. Fram að þessu
hefur verið stuðzi við erlendar
fræðibfríkur, og þar komið mjög
við sögu ,,Att lasa epik” eftir
Bertil Rombert. Um þetta segir
Njörður i formála:
„(Kennslubækur þessar hafa)
ekki reynzt alls kostar vel. Ber
einkum tvennt til þess. Þær eru
ritaðar á framandi tungum sem
nemendum gengur misvel að
tileinka sér og þar að auki eru
öll skýringardæmi sótt til bók-
mennta annarra og stundum
fjarlægra þjóða, sem islenzkir
nýstúdentar kunna litt eða ekki
skil á.”
Þessi formálsorð skýra svo
ekki verður um villzt hvert á-
standið hefur verið, og verður
það að segjast eins og er, að
ekki ber það stofnun eins og há-
skólanum vitni um mikla reisn,
að fram að þessu skuli hafa ver-
ið lotið að erlendum kennslu-
gögnum i þessu efni, og erlend-
um skýringardæmum. Er það
nánast óskiljanlegt að ekki skuli
hafa verið ráðin bót á þessu fyrr
en nú, að Njörður tekur sig til og
bjargar málinu frá frekari
hneisu með hinni nýju bók sinni.
Háskólinn hefur þó starfað i
nokkra áratugi, og ætlar sér
sjálfsagt einhverja virðingu.
Fyrir utan að vera venjulegur
háskóli, þó með takmörkuðum
kennslumöguleikum l raunvis-
indagreinum þrátt fyrir mikla
steinsteypu, er hann háskóli
þjóðar, sem a.m.k. býr að fornri
frægð i bókmenntum. Að visu
getur hafa tafið fyrir bók eins og
þeirri, sem Njörður hefur skrif-
að, að þvi hafi verið trúað fram
á allra siðustu ár, einnig meðal
menntamanna, að skáldskapur
væri einskonar ósjálfráð skrift,
þar sem andinn réði öllu, eða
andleysið eftir atvikum, og þvi
væri meir um að ræða eðlisþætti
heilabúsins en skáldsögunnar,
sem þaðan er runnin. Og satt er
það, að forskriftarbækúr ýmis-
konar, um þaö hvernig beri að
semja sögur, eru forkastanleg-
ar og aðeins handa hálfvitum,
þar sem aftur á móti bækur um
samsetningu verka geta verið
mjög þarfar til skilnings á þvi,
sem er illa saman sett og litils
virðisem listaverk. Siðarnefndu
bækurnar verða þó aldrei til
annars en auðvelda almenna
greiningu á hinum ýmsu efnis-
þáttum skáldverks, og snertir
litið höfundinn sem slikan, þvi
þótt þeir ástundi ekki ósjálfráða
skrift, byggja þeir ekki verk sin
á tómum mælistikum.
Að öllu samanlögðu ber að
þakka Nirði P. Njarðvik fyrir
framtak hans á þessum vett-
vangi. Bók eins og sú, sem hann
hefur skrifað, er þáttur i hinni
daglegu sjálfstæðisbaráttu, sem
þvi miður er alltof litið sinnt við
þær stofnanir, sem eiga að
undirbyggja framhaldið i land-
inu. Nú um sinn hefur hver sá
þótzt góður, sem hefur getað
veifað erlendum niðurstöðum
yfir islenzkummálefnum, og er-
lendum skýringardæmum.
Þetta hefur ekki hvað sizt átt við
i listum og bókmenntum, og
borið við skilningsleysi, þegar
almenningur hefur ekki laðazt
að fyrirbærunum. En hvað er þá
orðið eftir, þegar firringin er
orðin slik að algjört skilnings-
leysi rikir milli listamanna og
þeirra, sem vilja njóta listar og
hafa þörf fyrir það?
Njörður P. Njarðvik hefur um
skeið kennt við Háskólann.
Þessi bók hans skapar traust á
honum sem kennara i bók-
menntum, og veitir einnig upp-
lýsingar um, að hann unir ekki
erlendum forsagnarverkum,
þegar kennsla i islenzkum bók-
menntum er annars vegar. Það
getur svo legið á milli hluta
hvaða viðhorf rikja til bók-
mennta yfirleitt. Um það gilda
að likindum engar forsagnir
frekar en i skáldskapnum sjálf-
um, enda má vel una þvi, að
nokkur meiningarmunur sé
uppi á meðan islenzkir mæli-
kvarðar eru notaðir.
J.T. Murphy: STALÍN
1879-1944. Svcrrir Kristjánsson
þýddi. (Jtg. Kristján Júlíusson.
Jósep Stalin var vitaskuld
ekki þvflfk aukapersóna i sögu
siðari tima að það sé nein of-
rausn að hafa rækilega ævisögu
hans til á islenzku. Hitt orkar
fremur tvimælis hvort einmitt
þessi bók sé vel valin til þýðing-
ar og útgáfu nú.
1 fyrsta lagi er hún meira en
30 ára gömul, samin þegar nær
áratugur var eftir af valdaferli
söguhetjunnar og þegar mat
manna á starfi og aðstöðum
Stalins var á allt öðru stigi en
nú. Bókin er þvi óhjákvæmilega
úreltum margt og engin tilraun
gerð til að bæta úr þvi með
viðbæti þýðanda eða neinu
sliku. Siðustu kaflar bókarinnar
bera þess líka merki að þar er
verið að skrifa um liöandi stund.
t öðru lagi er bókin rituð af
miklum aðdáanda Stalins (ein-
um forystumanni brezkra
kommúnista á sinum tima) og
með æðimiklum hetjusögublæ;
það er sem kommúnisti en ekki
sagnfræðingur á „borgaralega”
visu að Murphy tekur sér penna
i hönd. Sem kommúnisti og
miðað við sinn tíma er hann þó.
allrar virðingar verður, hefur
sjálfstæðar skoðanir, stundum
aðrar en Stalin, og heldur rök-
samlega á máli sinu og vist þarf
ekki kommúnista til að skrifa
einsýna og hlutdræga ævisögu,
það sanna dæmin.
Murphy ritar um starf og feril
Stalins, en litið um einkalif hans
eða persónu, og er bókin ætluð
til fræðslu frekar en dægrastytt-
ingar. Þótt sumt sé úrelt, er
bókin handhæg náma stað-
reynda, og hún er lika gagnleg
sem heimild um viðhorf
kommúnista til samtimavið-
burða á fjórða og fimmta ára-
tugnum, kannski er það mesta
gildi hennar hér og nú.
Eölisþættir skáldsögunnar.
Njörður P. Njarðvík.
Kannsóknarstofnun i bók-
menntafræði
við H.i. — Ilið isl. bókmenntafé-
lag.
Stundum hefur undirritaður
verið að vitna til erlendra bóka,
sem notaðar hafa verið við
kennslu i bókmenntum við Há-
skólann. Af augljósum ástæðum
hlýtur að vera til baga að hafa
ekki bók á islenzku, og um is-
lenzk viðfangsefni, til slikra
nota. Er nú lika komið á daginn,
að þeir sem kenna bókmenntir
við skólann hafa fundið til þess-
ara erfiðleika, a.m.k. Njörður
P. Njarðvik, og hefur hann leyst
vandann með þvi einfaldlega að
skrifa kennslubók um efnið,
sem jafnframt er þannig gerð,
að auðveld er til skilnings öllum
almennum lesendum.
um
skáldskap
Njörður P. Njarðvik.
Helgi Skúli
Kjartansson
skrifar
Indriði G.
Þorsteinsson
skrifar
m
VISIR Fimmtudagur 27. nóvember 1975.
cTVIenningannál
Háskólarit