Vísir - 27.11.1975, Síða 11

Vísir - 27.11.1975, Síða 11
VISIR Fimmtudagur 27. nóvember 1975. 11 FLUGMAL Umsjón Óli Tynes Birgir, Vilhjálmur, Þórður Hafliðason (svifflugkappi með meiru, flýgur á sumrin þegar mikið er að gera hjá Sverri) og svo Sverrir sjálfur. Þeir eru þarna fyrir framan tvo þriðju af flugflota félagsins. FLUGFÉLAGIÐ SEM VARÐ TIL VEGNA NÝRRAR REGLUGERÐAR llið nýjasta af litlu flugfélög- unum hérna i Reykjavík er Leiguflug Sverris Þóroddsson- ar, sem eiginlega varð til vegna nýrrar lagasetningar. Sverrir hafði um árabil átt einshreyfils Cessna 205 sem hann leigði út öðru hvoru. Aðstöðu til flug- rekstrar íiafði hanh hins vegar enga, enda nóg aðgera með sina umboðsverslun og engar á- kveðnar áætlanir um að stofna flugfélag. Ný reglugerð setti svo flug- rekstri nýjar og fastari skorður og þá var annað hvort að hætta eða stækka og „fara á fast”. Itann v.aldi siðari kostinn og bætti við tveggja hreyfla Cessna ”, 10. Siðan er búið að bæta við annarri vél söinu gerðar og nú liugsa þeir orðið nokkuð liátt, þótt þeir gæti þess að fara ekki of langt upp i skýin i áætlana- gerö. Framkvæmdastjóri og flugmaður Þvi er Sverrir kominn i fleir- tölu og fariðað tala um „þá”, að hjá honum eru nú tveir fast- ráðnir flugmenn, Villijálmur Vilhjálmsson, sem allir þekkja fyrir sönginn og Birgir Sumar- liðason. Birgir er jafnframt framkvæmdastjóri og hefur töluverða reynslu sem slikur þvi hann var áður framkvæmda- stjóri Vængja. Aðrir eru ekki fastráðnir yfir veturinn, en hins vegar geta þeir kippt af- greiðslufólki frá hinu fyrirtæki Sverris, heildversluninni, ef á þarf að halda. Byggist á ferðamönnum — Það er með okkur eins og hin litlu félögin að við byggjum okkar afkomu á ferðamönnum. Um áttatiu prósent af starfsem- inni snýst um þá, segir Birgir framkvæmdaflugstjóri. — Yfir veturinn erum við bara með tveggja hreyfla vél- arnar i gangi, en á sumrin erum við með þær allar þrjár óg rúm- lega það. Við tökum á leigu vél- ar, af öðrum aðilum ef við þurf- um meira með. Sem dæmi get ég nefnt að i sumar þegar við þurftum að flytja stóran hóp til Vestmannaeyja vorum við með átta vélar i gangi, Samkeppni og samvinna — Við erum auðvitað i sam- keppni við hin litlu félögin, en þeirra ferðamanna sem hingað koma á ári, til að halda okkur vel gangandi. Þá á ég viðað litlu flugfélögin öll skipti þessum tiu prósentum á milli sin. Feröa- menn siðastliðið sumar voru um hundrað þúsund þannig að við þurfum að skipta tiu þúsund á milli okkar. Þvi marki ættum við að geta náð með dálitilti fyrirhyggju. Samband viö tugi feröaskrifstofa — Við látum okkur ekki nægja að biða eftir að menn komi til landsins og reyna þá að kippa þeim um borð. Við erum i bréflegu sambandi við einar sextiu ferðaskrifstofur erlendis. Við kynnum þeim starfsemina og gerum þeim tilboð. Við erum mjög ánægðir með viðbrögðin og bindum miklar vonir við þetta. Næsta sumar sjáum við hvernig útkoman verður. Millilandaflug — Þið einskorðið ykkur ekki við að sveima yfir fósturjörð- inni? — Nei, við bregðum okkur lika á milli landa ef svo ber und- ir. Það er töluvert flogið til Grænlands á sumrin. Þá eru farnar einar fimmtán eða tutt- ugu ferðir. Við förum Iika til Færeyja ýmissa erinda. — Nú og svo eru það lengri ferðirnar. Við erum búnir að fara tvær ferðir til Evrópu það sem af cr vetrinum og höfum von um fleiri. 1 siðasta skiptið var flogið til Ostende i Belgiu til að sækja varahluti i togara. Flugvélar okkar eru búnar bestu fáanlegu öryggistækjum og við treystum okkur til að fljúga þeim hvert sem er. Nýrri tveggja hreyfla vélin hefur lika aukageyma sem gefa henni mikið flugþol. Það má hæglega fljúga henni til Parisar ef svo ber undir i einum áfanga. Veöriö óvinur númer eitt — Hvað er ykkur þyngst i skauti við flugreksturinn? — Það er tvimælalaust veðr- ið. 1 sumar urðum við til dæmis fyrir miklum skakkaföllum af þess völdum. Það þýðir litið að bjóða fólki upp á útsýnisflug ef það sér ekki út fyrir vængend- ana. En ég er hræddur um að við sigrumst ekki á þvi vanda- máli einir og hjálparlaust. Allt annað treystum við okkur til að kljást við. —óT. Þegar okkur bar að var Vilhjálmur að leggja upp I iskönnunarflug uppeftir Þjórsá, með menn frá Landsvirkjun. Auglýsingakort sem Sverrir hefur látið gera fyrir ferðamenn. Þvi cr m.a. dreift erlendis. Þurfa 10 prósent l'erðamanna — Við þurfum um tiu prósent Aðra mánuði er svo miklu minna að gera. Við stefnum nú að þvi að lengja þetta upp i fimm mánuði, frá mai til sept- ember. Ef það tekst sæmilega þurfum við ekki að hafa áhyggj- ur af framtiðinni. Aukin þjónusta — Til þess að ná þvi takmarki þarf að auka mjög starfsemina i kringum flugið sjálft. Við verð- um að hafa eitthvað meira að bjóða uppá en bara flugvélarn- ar. Eitt skref i þá átt er 17 manna Mercedes Benz, sem við höfum i Eyjum, Okkar ferða- mannaflug var langmest þang- að i sumar og við keyptum Benzinn til að veita fólkinu ein- hverja þjónustu þegar það væri komið á staðinn. — Við höfum einnig Volks- wagen rúgbrauð hérna i Reykjavik, sem við notum til að sækja farþega ef þess er óskað. Ýmsa þjónustuliði á borð við þessa verður að byggja upp ef vel á að takast. það er einnig ágætis samvinna okkar á milli þegar nauðsyn krefur. Við tökum farþega eða aðrar sendingar hver fyrir ann- an ef svo ber undir. Auðvitað er alltaf dálitill rigur á milli félag- anna, en það er ekki nema eðli- legt. Samkeppni er heilbrigð og stllftlar aíS hpfri hihnustll. Vilja lengja tímabilið — Núna er vertiðin hjá okkur þrir mánuðir. Það er bara yfir hásumarið, þegar ferðamanna- straumurinn er hvað mestur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.