Vísir - 27.11.1975, Side 12
Gulldrengurinn:
Milfod FC kaupir litiö annaö
en vandreöi þegar félagiö gerir
samning viö hinn skapmikla skota
Tommy Galt. Hann þolir ekki
mótlæti og veröur vondur þegar
t Alli tekur hann tlr aöalliöinu.
ÞEGIÐU
ENSKI
^SAUDUR!
Hvaö er aö 'lömmy
Galt?... Hann er eins og
gömulhæna inná y
\V vellinum! ?
GEFÐU
BOLTANN
SKOSKA GEIT!
<^Hann jáfn ar
sig Bob? Afram
-v_strákur! ,
Æfingaleikur hiá
Milford FC
FRJALS VERZLUN
Samttöarmaöur:
Gísli Ólafsson, forstjóri
■
Fimmtudagur 27. nóvember 1975.
np' a
VISIR
VISIR
Fimmtudagur 27. nóvember 1975.
Ekki dagur Hafnarfjarðarliðanna
Þau voru ekki alveg eftir bókinni úrslitin I leikjunum f 1. deild tslandsmótsins i handknattleik karla i
Laugardalshöllinni I gærkvöldi. Má meö sanni segja að dagurinn hafi ekki verjö dagur Ilafnarfjaröar,
þvi að bæöi liöin þaöan töpuöu — og það fyrir neöstu liðunum ideildinni. Þcssi mynd er frá fyrri leiknum
er Þróttur lagöi Hauka aö velli. Þaö er Konráö Jónsson sem þarna sleppur inn, en á eftir honum er Ingi-
mar Haraldsson, landsliösmaður, og til hliöar Elias Jónasson, fyrirliði Haukanna. Ljósmynd Einar...
Stúdentarnir
sterkir í blaki
Hiðsigursæla liö IS I blaki lagöi
Þrótt að velli I fyrsta leiknum i
Reykjavikurmótinu I blaki, sem
háöur var I gærkvöldi.
Lauk honum eftir haröa og
skemmtilega viöureign með sigri
ÍS, sem sigraði i þrem hrinum, en
tapaði einni. tS sigraði i fyrstu
tveim hrinunum, en Þróttur i
þeirri þriðju. Urðu þróttararr.ir
að sigra i þeirri fjórðu til að hafa
möguleika á sigri i leiknum, en
það tókst þeim ekki - stúdentarnir
voru þar of sterkir fyrir þá.
t gærkvöldi fór einnig fram
leikur á milli kvennaliða sömu
félaga, og gekk Þrótti þar öllu
betur — sigraði 3:0 — þar af I
einni hrinunni 15:0.!!
1 kvöld verður Reykjavikur-
mótinu haldið áfram i tþróttahúsi
Kennaraháskólans og eigast þar
fyrst við Vikingur og Þróttur i
kvennaflokki og siðan lið frá
sömu félögum i karlaflokki. Hefst
fyrri leikurinn kl. 21,30, og má bú-
ast við að þeir verði báðir mjög
skemmtilegir. — klp —
m
„ÞEIR ERU EINS OG
HÖFUÐLAUS HER"
— sagði Bjarni Jónsson eftir að hafa stjórnað liði sínu
Þrótti, til sigurs í leiknum gegn Haukum í gœr
Þegar ly killcik m ennir n ir
bregðast á örlagastundu er ekki
von að vel fari. Þessu fengu
Haukar úr Hafnarfirði aö finna
fyrir I gærkvöldi þegar þcir léku
viö Þrótt I islandsmótinu i hand-
knattleik. Þegar rúmar tvær
minútur voru til leiksloka voru
Haukarnir tveim mörkum yfir
18:16, en þá gerðu leikmenn —
eins og Elias Jónsson og Höröur
Sigmarsson — sig seka um mistök
i sókninni, mistök sem kostuöu
bæöi stigin. Þróttarar skoruöu
þrjú sfðustu mörk leiksins og
unnu sætan sigur 19:18.
Leikurinn var mjög jafn allan
timann og munurinn aldrei meiri
en tvö mörk — og skiptust liðin á
að halda forystunni. Haukarnir
komust i 6:4, en þrótturum tókst
að jafna og komast tvö mörk yfir,
8:6 —Haukarnir komust i 10:9, en
Bjami Jónsson jafnaðifyrir Þrótt
10:10 og þannig var staðan i hálf-
leik.
Haukarnir héldu svo forystunni
iengstum i siðari hálfleik, en hún
var aldrei afgerandi og herslu-
muninn vantaði. 1 lokin virtust
Haukarnir samt vera með unninn
leik, en röð mistaka — eins og áð-
ur sagði — kostuðu bæði stigin i
leiknum.
Þróttarar voru heppnir að
hljóta bæði stigin i þessum leik.
Liverpool er á
„grœnni grein"
Liverpool kom mest á óvart
þegar leikið var i 16 liða úrslitum
i UEFA-keppninni I gærkvöldi.
Liverpool var eina liöiö sem sigr-
aði á útivelli — lék viö Slask
Wroclaw i Póllandi og vann 2:1.
Töluvert frost var og sagöi Bob
Paisley f r am k v æm das t jóri
Liverpool að þetta heföi veriö
erfiöasti leikur Liverpool I
Evrópukeppni til þessa.
Ekkert mark var skorað i fyrri
hálfleik, en i þeim siðari skoruðu
þeir Ray Kennedy og John
Toshack fyrir Liverpool áður en
Pawlowski tókst að minnka mun-
inn fyrir pólverjana.
Inter Milan sem Gianni Rivera
stjórnar nú átti ekki i miklum
erfiðleikum með Olympiulið
rússa Spartak Moskva og sigraði
Inter i leiknum 4:0. Rivera átti
stórleik og lagði upp þrjú af
mörkunum.
Þetta ver ekki dagur rússnesku
liðanna i keppninni i gær, hitt liðið
Torpedo Moskva tapaði illa fyrir
austur-þýska liðinu Dynamo
Dresden 3:0. HM-leikmaðurinn
Hans-Jurgen Kreische var besti
leikmaðurinn á vellinum, lagði
upp tvö fyrstu mörkin og skoraði
það þriðja sjálfur.
Hollendingarnir Johan Cryuff
og Johan Neeskens voru i sviðs-
ljósinu þegar lið þeirra Barcelona
sigraði Vasas Budapest 3:1.
Neeskens átti fyrsta markiðsem
Migueli skoraði eftir hornspyrnu,
'Reaxch bætti öðru markinu við og
Neeskens skoraði það þriðja.
Mark ungverjanna skoraði Mull-
er meö þrumuskoti af 25 m færi.
Mikil harka var I leik
Hamburger SV og FC Porto frá
Portúgal i Hamborg og var einum
úr liði FC Porto — Gabriel visað
af leikvelli fyrir gróft brot á
Volkert. Leiknum lauk með sigri
Hamburger SV 2:0 og voru mörk-
in skoruð sitt i hvorum hálfleik —
Murca sjálfsmark og Volkert úr
vitaspyrnu.
Þá vann Ajax Amsterdam frá
Hollandi Levski Spartak Sofia frá
Búlgariu 2:1, og skoraði Geels
annað mark Ajax — hans 10 i
fimm Evrópuleikjum. AC Roma
tapaði 1:0 i Belgiu fyrir FC
Bruges og Inter Bratislava frá
Tékkóslóvakíu vann Stal Mielec
frá Póllandi 1:0 i Bratislava.
Þeirgerðu mörg mistök, en voru
heppnir að þvi leyti að þau voru
ekki gerð á örlagastundu. Bestan
leik hjá Þrótti átti tvimælalaust
markvörðurinn, Marteinn Áma-
son, en auk hans voru þeir Bjarni
Jónsson, Friðrik Friðriksson og
Halldór Bragason djúgir. Auk
þess má nefna innáskiptingarnar,
þeim stjórnaði Axel Axelsson
mjög skynsamlega allan leikinn.
„Við notfærðum okkur að þeir
eru algerlega „höfuðlausir” utan
vallarins”, sagði Bjarni Jónsson,
þjálfari og leikmaður Þróttar,
eftir leikinn. „Við rugluðum þá
gersamlega i riminu með þvi að
taka Hiörð Sigmarsson og Ellas
Jónsson af og til úr umferð og við
það riölaðistallur leikur þeirra.”
Haukaliðiö féll i sömu gryfjuna
og i leiknum gegn Gróttu á dögun-
um, að vanmeta andstæðinginn.
Þetta kom glögglega fram i
sóknarleiknum, þar sem sam-
vinnan var i algjöru lágmarki og
oft engu likara en einstaka leik-
menn ætluðu að vinna leikinn upp
á eigin spýtur. Áður hefur verið
minnst á lykilleikmennina Elias
og Hörð, en þeir brugðust ger-
samlega i þessum leik, sérstak-
lega Hörður sem átti mörg skot
sem ekki hittu markið — og sagði
einhver að hann hlyti að fá harð-
sperrur i höndina eftir öll þessi
ósköp. Af einstaka leikmönnum
Hauka kom Sigurgeir Marteins-
son mest á óvart og átti nú sinn
besta leik. Þá stóð Gunnar
Einarsson i markinu að venju
fyrir sin.. ag varði oft ágætlega.
Stefán Jónsson „'tætari” lék nú
aftur með og hann á örugglega
eftir að verða mikill styrkur þeg-
ar hann kemst i betri æfingu.
Mörk Þróttar: Friðrik Frið-
riksson 7 (2) viti, Bjarni Jónsson
4, Halldór Bragason 2, Trausti
Þorgrimsson 2, Konráð Jónsson 2
og þeir Björn Vilhjálmsson og
Gunnar Gunnarsson eitt mark
hvor.
Mörk Hauka: Sigurgeir
Marteinsson 6, Hörður Sigmars-
son 5(2), Elias Jónsson 3 (2) og
þeir Ólafur Ólafsson, Guðmundur
Haraldsson, Arnór Guðmundsson
og Ingimar Haraldsson eitt mark
hver. — BB
Mœttir i slaginn!
Þeir ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson voru mættir i Laugar-
dalshöllinni i gærkvöldi til að horfa á leikina I 1. deild. Sjálfir
verða þeir þar á sunnudagskvöldið eri tsland mætir Luxemborg I
undankeppni Ölympiuleikanna. Þeir eru þarna i hópi félaga
sinna og má þarna t.d. sjá Pétur Jóhannesson, Fram, Ólaf Bene-
diktsson, Val, Agúst ögmundsson, landsliðsnefndarmann,
Björgvin Björgvinsson, Vikingi, Jón Karlsson, Val, og fyrir aftan
þá má sjá i KR-inginn Árna Norðfjörð. Ljósmynd Einar..
YALUR MEÐ
FORUSTU í
1. DEILD
Valsmenn hafa tveggja stiga forustu að
lokinni fyrri umferðinni i 1. deild íslands-
mótsins I handknattleik karla. Hafa þeir
hlotið 11 stig úr 7 leikjum — tapað 3 stigum.
Haukar koma næstir með 9 stig — tapað 5
stigum —en siðan koma FH og Vlkingur með
8 stig — hafa bæði tapaö 6 stigum i 7 leikjum.
Grótta er I neðsta sæti með 4 stig — tveir
leikir unnir og fimm tapaðir. Þar fyrir ofan
koma Ármann og Þróttur með 5 stig — hafa
tapað fjórum leikjum gert eitt jafntefli og
sigrað I tveim leikjum, og Fram er með 6 stig
— tapað þrem leikjum, gert tvö jafntefli og
sigrað i tveim leikjum.
Staðan I mótinu eftir leikina i gærkvöldi er
þessi:
Þróttur-Haukar
Ármann-FH
Valur
Haukar
FH
Vikingur
Fram
Þróttur
Ármann
Grótta
19:18
23:22
135:103 11
130:116 9
146:136 8
141:138 8
106:107 6
119:133 5
111:142 5
121:134 4
Varla er hægt að fá meira fjör I deildina en
þetta, og biða menn spenntir eftir þvi að
siðari umferðin hefjist, en það verður ekki
fyrr en eftir áramót. -klp-
PALL MARK-
HÆSTUR Á
MIÐRI LEIÐ
Páll Björgyinsson, fyrirliði Vikings, er
markhæsti maðurinn i 1. deild tslands-
mótsins i handknattleik karla að lokinni fyrri
umferðinni.
Hann hcfur skorað samtals 47 mörk, eða að
meðaltalirúmlega 6mörk I leik, þar af hefur
hann gert 16 mörk úr vítaköstum. Næstur
honum kemur Friðrik Friðriksson, Þrótti
með 44 mörk, þar af 8 mörk úr vítum, en i
þriðja sæti er markakóngurinn frá í fyrra,
Hörður Sigmarsson ineð 43 mörk og 13 af
þeim úr vitum.
Alls hafa 14 menn skorað 20 mörk eða meir
i deildinni til þessa, og aðeins þeinn þeirra
liefur ekki skoraöúr vitaköstum —Viggó Sig-
urðsson, Vikingi.
Annars eru markhæstu menn i deildinni
þessir:
Páll Björgvinsson, Vikingi 47/16
FriðrikFriðriksson, Þrótti 44/9
Ilörður Sigmarsson, Haukum 43/14
Björn Pétursson, Gróttu 37/15
Pálmi Pálmason, Fram 36/6
Viðar Símonarson, FH 33/8
Þórarinn Ragnarsson, FIl 33/16
Geir Hallsteinsson, FH 32/5
Jón Karlsson, Val
Pétur Ingólfsson, Ármanni 26/1
Elias Jónasson, Haukum 26/2
Viggó Sigurðsson, Vikingi 25/0
Stefán Halldórsson, Vikingi 25/3
Jón P. Jónsson. Val 24/4
-klp-
VIÐAR GERÐI
1000. MARKIÐ
1 fyrri umferðinni i 1. deild islandsmótsins i
handknattleik karla hafa verið skoruö 1009
mörk. Viðar Simonarson FH skoraði 1000
mark mótsins — úr vftakasti — er FH jafnaði
18:18 i leiknum við Ármann I gærkvöldi.
FH hefur skorað flest mörkin i mótinu, eða
146talsins, en þar næst kemur Vikingur með
141. Valur hefur aftur á móti fengið fæst
mörg á sig — 103 — en Fram næst fæst, eöa
107.
Afturá móti hefur Fram skoraö fæst mörk
af öllum liðum I deildinni eöa 106, en Ar-
manna kemur þar mæst með 111 mörk. Ár-
mann hefur lika fengið á sig flest mörkin —
142 — en Vikingur kemur þar rétt a eftir með
138. -klp-j
Armann setti
úr skorðum hjó FH
Gerði það sem enginn bjóst við í Laugardalshöllinni í gœrkvöldi,
en það var að sigra bikarmeistarana 23:22
Ármanni tókst að setja allt úr
skorðum hjá bikarmeisturum FH
i kapphlaupinu um efstu sætin I 1.
deild tslandsmótsins I handknatt-
leik karla I gærkvöldi, með þvi að
sigra i leiknum 23:22, eftir að
hafa verið fjórum mörkum undir i
hálfleik — 14:10.
Það var enginn sem bjóst við
þvi að Ármann myndi standa i
FH-ingum i þessum leik ...jafnvel
þótt hinir örfáu áhorfendur i höll-
inni i gærkvöldi hefðu orðið vitni
af því i leiknum á undan, að
Þróttur færi út af með bæði stigin
á móti Haukum.
Þeir yfirgáfu húsið i hópum i
hálfleik, enda voru FH-ingarnir
þá komnir 4 mörkum yfir — 14:10
— og voru allir vissir um að þetta
yrði „flenging”. Þeir einu sem
voru á öðru máli voru leikmenn
Ármanns. Þeir komu galvaskir
inn á i siðari hálfleikinn, og eftir 8
minútur voru þeir búnir að jafna
og komast yfir 16:15, og siðan
18:16.
En FH jafnaði aftur 18:18 og
komst yfir 21:20 og siðan 22:21,
þegar um þrjár minútur voru eft-
ir. Héldu FH-ingarnir sér „á
floti” með vitaköstum, en af þess-
um 8mörkum, sem þeirskoruðu i
siðari hálfleik, voru 4 úr vitum.
Hörður Harðarson jafnaði fyrir
Ármann 22:22 og skoraði siðan
Kennarar ó
skotskónum
DOVER seni ieikur utan deilda
vann óvæntan sigur gegn 3.
deildarliðinu Colchester United i
fyrstu umferðinni I ensku bikar-
keppninni i gærkvöldi 4:1. Að
venjulegum leiktima loknum var
staðan jöfn 1:1 og i framlenging-
unni tókst leikmönnum Dover —
sem flestir eru kcnnarar — að
skora þrivegis.
Úrslit leikja I Englandi i gær-
kvöldi urðu þessi:
BIKARKEPPNIN
Bournemouth-Sutton 1:0
Chester-Darlington 2:0
Dover-Colchester Utd. 4:1
ENSK-SKOSKA KEPPNIN
Middlésbrough-Fulham
Leikið er heima og heiman og á
þvi Middlesbrough eftir að ieika á
heimavelli Fulham. -BB.
Létt hjó
ÍR-ingum
IR átti ekki I miklum erfiðleik-
um með slakt liö Leiknis i 2. deild
tslandsmótsins i handknattleik I
gærkvöldi — og sigraði stórt I
leiknum 31:19.
ÍR-ingar gerðu strax út um
leikinn I fyrri hálfleik — skoruðu
þá 15 mörk gegn 6 mörkum
Leiknis. Síðari hálfleikur var þvi
mun jafnari, enda slökuðu lcik-
menn ÍR þá greinilega á.
Hœttur með
kvennfólkið
Ilans Martinak, þjálfari
austurriska kvennalandsliðsins á
skiðum, sagði af sér i gærkvöldi
eftir að hafa lent upp á kant við
aðra yfirmenn liösins.
Uppsögn lians kemur á slæm-
um tima — aöeins viku fyrir
fyrstu heimsbikarkeppnina — cn
menn voru fljótir að fá annan
manii i hans stað, og varð Alex
Rainer fyrir valinu. —klp —
sigurmarkið rétt fyrir leikslok.
FH-ingarnir fengu boltann eftir
þaö og Geir Hallsteinsson skor-
aði, en markið var dæmt af, þar
sem flautað hafði verið áður en
boltinn lá i netinu.
Armenningarnir léku þarna
sinn besta leik i mótinu. Pétur
Ingólfsson var stjarna liðsins —
skoraði 11 mörk, þar af 1 úr viti —
og réðu FH-ingarnir ekki neitt við
hann. Þá átti Hörður Harðarson
mjög góðan leik, svo og Björn Jó-
hannsson og fleiri i liðinu — bæði i
vórn og sókn.
Hjá FH var það Geir
Hallsteinsson, sem eitthvað kvað
að,en hann varð „staður” eins og
fleiri i siðari hálfleik, og á þvi
féllu hafnfirðingarnir i þessum
leik. Þeir gleymdu einfaldlega að
hreyfa sig og voru þvi auðveldir
viðfangs fyrir varnarmenn Ár-
manns.
Mörkin í leiknum gerðu þessir:
Fyrir Armann: Pétur Ingólfsson
11 (1 viti) Hörður Harðarson 5 (1
víti) Björn Jóhannsson 4, Jón Ást-
valdsson 2, og Gunnar Traustason
1 mark. Fyrir FH: Geir
Hallsteinsson 7 (1 viti) Þórarinn
Ragnarsson 6 (3 viti), Viðar
Simonarson4 (2viti), Guðmundur
Sveinsson 2, Guömundur
Magnússon 1, Guðmundur Arni 1
og Sæmundur Stefánsson 1.
Dómarar voru þeir Magnús V.
Pétursson og Valur Benediktsson
og dæmdu þeir þennan leik mjög
vel. — klp —
FRJÁLS VERZLUN
SÉRRIT UM VIÐSKIPTI
OG ATHAFNALÍF
í siðasta tölublaði af timaritinu Frjálsri verzlun, birtist að
vanda fjölbreytt efni um menn og málefni og má þar fyrst
itefna grein um verkefni islensku skipasmiðastöðvanna um
þessar mundir. Ennfremur birtir blaðiö grein um vöruflutn-
inga Flugleiða, samdrátt i framleiðsiu vörubila i Evrópu og
cndurskoðun á framtiðarstefnu Norðmanna á orkumálum.
Dr. Guömundur Magnússon prófessor ritar grein um eflingu
iönaðar á íslandi 1975-1985. Leó M. Jónsson tæknifræðingur um
inenn og menntamenn og Guðmundur ólafsson, verkfræðingur
um simafundi, leið til að spara tima og ferðalög. i blaðinu birt-
ist ennfremur erindi Guðmundar H. Garðarssonar á viðskipta-
þingi i vor: „Gildi frjáls markaðsbúskapar frá sjónarhóli laun-
þega.”
Samtiðarmaðurinn að þessu sinni er Gísli ólafsson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar. Þá er m.a. birt grein um starfsemi
Osta og smjörsölunnar, matvælaiðnað og húsgagnafram-
leiðslu.
„Að gera sér dagamun i Reykjavík” er þáttur um þjónustu-
veitinga- og skcmmtistaði i borginni um þessar mundir. Að
lokum má svo minna á hina vinsælu þætti blaðsins „1 stuttu
máli” og „Orðspor”.
Frjáls verzlun kemur út mánaðarlega.
Fráls verzlun býður yður velkomin I hóp fastra áskrifenda.
Til Friálsrar verzlunar, Laugavegi 178, pósthólf 1193,
Rvik. Óska eftir áskrift.
Nafn
Heimilisfang
Simi
FRJÁLS VERZLUN
Laugavegi 178 — Símar 82-300 og 82-302