Vísir - 27.11.1975, Síða 14

Vísir - 27.11.1975, Síða 14
14 • Fimmtudagur 27. nóvember 1975. VISIR Verður að geta sagt frá því sem gerðist.. Óskað er eftir fullkominni brúðu. En vísindamenn um umferðaröryggi eiga i erfiðleikum með að finna hana. BrUðan verður að vera svo eðlileg, að viðbrögð'hennar verði alveg þau sömu og i manni við árekstur. Og hún verður að duga i fleiri en eitt skipti. Og svo heimsk að henni standi á sama. Bon Rubinstein yfirverkfræðingur við Alderton rannsóknarstöðina i Stamford i Connecticut segir að mjög erfitt sé að framleiða fullkomna eftirlikingu af mannslikamanum. En engu að siður eru Rubinstein og að- stoðarmenn hans að reyna. Ástæðan er sú að reyna verður allar nýjar biltegundir til að mæta nýjum reglum um öryggisútbún- að. Nauðsyn þess að fullkomin brúða sé bú- in til er augljós þar sem skortur er á fólki til slikra tilrauna. Verkfræðingarnir verða að vita, hve mikið hnjask ýmsir hlutar likamans geta þolað. Þeir verða einnig að vita hvernig likaminn bregst við ýmiss konar höggum. En vegna skorts á lifandi sjálfboðalið- um, er ekki auðvelt að öðlast þá vitneskju. Verkfræðingarnir leggja því mikið kapp á að framleiða fullkomna eftirlikingu mannslikamans. Rubinstein minntist brúðu sem „var með hnéskel sem fullkomlega svaraði til hnéskeljar manns”. Eftirlikingin var svo góð að hún skemmdist verulega i tilraun- inni, en hún kostaði 50.000 dollara (83 millj. kr.). Þess vegna gerðu þeir aðra, ekki eins nákvæma eftirlikingu sem gæti þolað hnjask. „Brúðan verður að standast hnjask sem mundi ri'fa mannslikama i tætlur svo að hægt sé að gera samanburð”. Þá er ekki hægt að notast við nein lifræn efni. Rifbein brúðunnar eru gerð úr fjaðurstáli, hauskúpan og hryggsúlan venjulega úr áli. Það er ekki hægt að not- ast við beinagrind úr manni, þvi engar tvær beinagrindur eru eins. Nýjasti hápunkturinn i brúðusmiðum er kölluð Hybrid 2, vegna hins blandaða upp- runa sins. Sierrea verktakafyrirtækið i Kaliforniu smiðaði höfuðið, Alderson til- raunastofnunin búkinn, og General Mot- ors hálsinn, sem er úr alvöru gúmmi. Hybrid 2 er um 175 cm há og vegur 82 kiló. Það er að segja hún er á stærð og þyngd á við meðal karlmann i Bandarikj- unum. Rassinn er úr blýi svo jafnvægi haldist. Stellingar hennar eru fremur óeðlilegar, vegna þess að verkfræðingarnir komust að því, að annarssætibrúðan mun beinni i sætinu, en flestir farþegar. Þegar svo Hybrid 2 verður ekið á 50—60 km hraða á steinvegg, á að vera hægt að lesa áhrifin af ýmsum mælitækjum, sem staðsetteru víðsvegar um likama hennar. Húsmœður berið hðfuðið hótt! Dr. Berthold E. Schwarz, sálfræðingur, segir: „Milljónir hús- mæðra geta haldið gleði sinni þrátt fyrir starf sitt, eða réttara sagt: vegna þess.” Þessi bandariski heimilisráðgjafi gaf húsmæðrum eftirfarandi heillaráð: 1) Lokið eyrunum fyrir áróðri rauðsokka um óhamingju húsmæðra. Konum er sagt, að þær séu að kasta lifi sinu á glæ, ef þær helga sig heimilisstörfum. En konur, sem láta slikt út úr sér, eru venjulegast sjálfar reiðar, óvinsamlegar og bitrar. 2) Leitið vina yðar i hópi kvenna, sem njóta lifsins. Forðist þær, sem eru sífellt nöldrandi. 3) Látið ekki blekkjast af goðsögninni um „hina fullkomnu hús- móður.” Það eru fjölmiðlarnir sem hafa innrætt okkur imyndina, og hún á ekkert skylt við raunveruleikann. 4) Takið starfi yðar sem hverju öðru starfi. Það er hryllilegt að heyra húsmæður segja. „Ég er bara húsmóðir”. Eins og það sé éitt- hvað til að skammast sin fyrir. 5) Haldið yður við góða heilsu. Þér getið nærst á stuttum og góðum málsverði, án þessaðeta eingöngu eitthvaðsnarl. 6) Leyfið yöur dálitla eigingirni. Reynið ekki að imynda sjálfa yður einhvern pislarvott. Þéreruðaðeins gift húsinu, en ekki ibúum þess. Anne og Dustin Hoffman í hléi.. Fjarri glaumi President's bandssælunnar heimsins, i öllu Man", gefur — og Anne virö- amstrinu viö Dustin Hoffman ist kunna vel að gerö kvikmynd- sér tima til að meta kossa arinnar ,,All the njóta hjóna- eiginmannsins. „Kojak" í midu uppóhaldi hjó drottninguimi... „Mig hefur hlakkað til að kynn- ast yður. Ég held ég hafi séð all- ar myndirnar um Kojak i sjón- varpinu. Okkur i fjölskyldunni þykir mikið til yðar koma.” „Ég hef beðið þess allt mitt lif, að fá að þrýsta hönd yðar. Þetta andartak er mér mikils virði. Ég dáist að yður og starfi yðar.” Þetta sögðu Elisabet drottn- ing og Telly Savalas hvort við annað, þegar þau hittust eftir The Royal Command Perform- ance sem haldin er til styrktar ýmsum velferðarmálum. I ár komu um 20 milljónir króna inn. Áður en hann hitti drottning- una, hafði Telly Savalas dansað og sungið af svo miklum krafti, að þakið var nær fokið af Lond- on Palladium. „Ég er enginn lipur dansari, en ég hef persónutöfra,” sagði „Kojak”, eftir sýninguna sem skiptist á milli afriskra dans ara, kirkjukóra frá Wales, Count Basie og siðast en ekki sist Telly Savalas. Elizabetli drottning og Telly Savalas. Segðu engum frá því Það er ennþá algert laun- ungarmál, en það er haft cftir einhverjum ónafngreindum samstarfsmanni Henry Kiss- ingers, að liann sé byrjaður á að rita æviminningar sinar og hyggist bráðlcga draga sig i hlé. Hann mun eiga náðuga daga eftir það, þvi áætlaö er aö útgáfurétturinn á bók hans, muni nema 3 milljónum doll- ara. Kissinger er sagður skrifa hvert einasta orð sjálf- ur, i stað þess aö notast við leigupenna. — O — Frank Sinatra segist vera hættur að reykja. Það hefur hann sagt áður og venjulegast byrjað að nýju eftir nokkrar vikur. — En nú ætla ég að hætta. Ég var kominn upp i 50 sia- rettur á dag, eða á leið til glöt- unar. En nú þoli ég bara ekki reykingar i návist minni. Sinatra er nú staddur i Bret- landi til að syngja þar ásamt Sarah Vaughan. -O- Ilarold Macmillan, forsætis- ráðherra breta árin 1957-63, er orðinn 81 árs, og enn við bestu heilsu. Hann gaf nýlega út bók með svipmyndum frá ferli sin- uin og bráðlega liyggst liann leggja á hnattreisu. Leyndar- málið um heilbrigði hans er: Kampavin meö sóda. Macmillan fær sér glas á hverjum degi fyrir hádegis- inatinn. Auk þess fer hann i daglegar gönguferðir og stundar veiðar. Hvergi eru fleiri fyrrver- andi forsætisráðherrar á lifi, en i Bretlandi. Starfið getur þvi ekki verið injög lýjandi!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.