Vísir - 28.11.1975, Qupperneq 3
VISIR Föstudagur 28. nóvember 1975.
ÞANNIG HUGSAR HINN ALMENNI
BRETI UM LANDHELGISMÁLH)
Rœtt við Mik Magnússon
Hinn góðkunni frétta-
maður Mik Magnússon
er nú staddur hér á
landi. Hann er lesendum
Visis að góðu kunnur af
þeim greinum sem hann
hefur skrifað i blaðið.
Viö ræddum við Mik og báðum
hann að segja okkur af andrúms-
loftinu i Bretlandi. Hver afstaða
hins almenna breta væri i garð
islendinga og hverjum augum
menn litu þorskastriðið.
Mik sagði að hinn almenni
borgari, maðurinn sem þú mætir
á götunni gerði sér heldur litlar
hugmyndir um það sem fram færi
á islandsmiðum. Menn hefðu
almennt ekki sett sig inn i þær
deilur sem væru á milli islend-
inga og breta og hefði þvi fæstir
fastmótaða skoðun á málinu.
Hins vegar væri samúð þeirra
greinilega með málstað islend-
inga vegna þess hve fiskveiðar
væru þeim mikilvægar.
Það fólk sem les blöðin, mynd-
ar sér skoðun á deilunni af þvi
sem þar stendur. Blöðin eru flest
á máli breta. Hugmyndir og skoð-
anir íslendinga komast þar sára-
sjaldan að. Og þó skoðanir islend-
inga birtist á prenti öðru hverju
gleymist það fljótt i hugum les-
andans sem stöðugt er mataður
af hugmyndum breta.
Sjómenn gera sér of-
veiðina ljósa
Mik sagði að þeir sjómenn sem
stundi veiðar á islandsmiðum
geri sér flestir ofveiðina ljósa.
Þeir sjá að afli þeirra fer minnk-
andi og fiskurinn sem þeir fá
núna er lika smærri en áður.
Auðvitað vilja þeir þó halda
áfram veiðum. Sjómennskan er
þeirra lifibrauð.
Mik Magnússon segir að það sé
einnig fróðlegt að kynnast við-
brögðum lögfræðinga i Bretlandi
til fiskveiðideilu breta og Islend-
inga.
í útvarpsþætti sem hann var
með spurði hann m.a. þrjá breska
hafréttarfræðinga hvert þeirra
álit væri á fiskveiðideilu breta og
islendinga.
Svör þeirra allra voru á sömu
lund. Þeirtöldu ekkertólöglegt né
rangt við þær aðferðir sem is-
lendingar notuðu við útfærsluna á
landhelginni.
Mik sagði að fréttamenn stæðu
oft berskjaldaðir gagnvart ein-
hliða áróðri togaraeigenda og
stjórnmálamanna. Fréttamenn
hefðu ekki haft tækifæri til þess
að kynna sér til hlitar alla þætti
landhelgismálsins.
Pólitískt sjónarspii
En hver er þá ástæðan fyrir
afstöðu bresku stjórnarinnar til
landhelgisútfærslu islendinga?
Mik Magnússon sagði að kjarni
landhelgisdeilunnar væri alls
ekki ólik sjónarmið islenskra og
breskra sjómanna. Orsakirnar
væru miklu flóknari.
Nú rikti sem kunnugt væri mik-
ið atvinnuleysi á Bretlandseyj-
um. Mester atvinnuleysið ÍFleet-
wood og við fljótið Humber þar
sem Grimsby og Hull standa. Ef
veiðar breta við Island legðust al-
gjörlega niður þýddi það að tvö
þúsund sjómenn misstu atvinnu
sina og sex til sjö þúsund manns i
landi yrðu atvinnulausir. Það fólk
sem vinnur i frystihúsum, við
hafnirnar og i „Fish and chips”
búðum svo dæmi séu tekin.
Ef einhver stjórnmálamaður i
Bretlandi gæfi út yfirlýsingu um
fylgi sitt við sjónarmið islendinga
yröi það túlkað þar i landi þannig
aö hann vildi kalla enn meira at-
vinnuleysi yfir þjóðina.
Að fá slikt orð á sig þyldi verka-
mannaflokksstjórn Harold Wilr
sons ekki.
Af þessum aðstæðum og hugs-
unarhætti mótaðist umræða
stjórnmálamannanna i Bretlandi
i landhelgismálinu.
—EKG
FLOTAVERNDIN er
breska flotanum erfið
Þaö getur verið fróðlegt að
kynnast viðhorfum breta i land-
helgismálinu. tgrein þeirri sem
hér fer á eftir skrifar maður að
nafni Desmond Wettern. Hann
er ráðgjafi Daily Telegraph um
flotamál.
t greininni rekur Wettern um
flotafhlutun breta og má ijós-
lega sjá af grein hans að bret-
um er það engan veginn auðvelt
að halda úti herskipum á is-
landsmiðum.
Hinn konunglegi breski floti
hefur sinar veiku hliðarog mörg
skipanna eru gömul og úr sér
gengin.
Grein sú sem hér birtist var i
Daily Telegraph þann 26. nóv-
ember sl.
Hlutverk breska flotans
verður að verja breska togara
fyrir islensku fallbyssubátun-
um, sem eru miklu erfiðari
viðureignar nú en i þorskastrið-
inu fýrir tveimur árum.
Þá kröfðust islendingar
50-milna lögsögu. En hin nýja
200-milna landhelgi, sem þeir
krefjast nú, mun mjög stækka
það svæði, sem flotinn verður að
fylgjast með.
Freigátan „Leopard” sem i
fyrradag sigldi inn á miðin, mun
þvi sennilega reyna að safna
togurunum saman i hnapp, svo
auðveldara verði að vernda þá.
En fallbyssubátarnir munu
eiga auðveldara um vik með
togviraklippingar sinar vegna
þess hve togararnir eru dreifðir
og erfitt að dæma um, hvort tog-
ari er innan 200 milnanna eða
utan þeirra.
Núna á dögunum munu tvær
freigátur til viðbótar sigla til
aðstoðar „Leopard”. En svo
gæslan geti komið að einhverju
gagni, verður að fjölga skipun-
um verulega.
Bresku togurunum til að-
stoðar er einnig dráttarbátur,
þrjú oliubirgðaskip og tvö að-
stoðarskip, sem munu sjá um
læknishjálp.og viðgerðir togar-
anna. En ekkert þessara skipa
er nægilega hraðgengt til að
geta veitt nokkra vernd gegn Is-
lensku varðkipunum.
Hefðu fleiri herskip verið send
á miðin, væri djúpt skarð
höggvið i skipakost breska flot-
ans. Freigáturnar þrjár eru
einn áttundi hluti af fjölda
tundurspilla og freigáta i
heimaflota breta.
Ef halda á uppi vernd til langs
tima eins og I þorskastriðinu
1958, mun það útheimta hvern
einasta tundurspilli og freigátu
sem tiltæk eru, þar sem þrjár
vikur eru taldar hámark þess
tlma, sem herskip geta verið við
gæslu I svæði, þar sem veður-
skilyrði eru einhver þau verstu
sem til eru.
Sem stendur á flotinn sex
tun dur spil la , vopnaða
eldflaugum og 35 freigátur, sem
i notkun eru viðsvegar um heim,
að undanteknum sem eru til
þjálfunar sjóliöa og. fl.
Leopard lagt
i lok ársins
Einn eldflaugatundurspillir
og ein freigáta verða send til
niðurrifsá næsta ári, sem liður i
afvopnunaráætlunum þeim,
sem tilkynntar voru nú i vor, en
„Leopard” verður hins vegar
lagt i lok þessa árs.
Tölur varnarmálaráðuneytis-
ins, sem gefnar voru út i vor,
sýna að flotinn hefur um 60
tundurspilla og freigátur til um-
ráða. Þær tölur eru mjög vill-
andi.Tiu þeirra eru annaðhvort
i viðgerð eða þá ófúllgerð.
Á meðal hinna 41 freigáta og
tundurspilla, er starfhæf eru,
þurfa mörg viðgerðar við, og er
þvi fáanleg skip enn færri.
Að nota stærri skip en tundur-
spilla og freigátur til gæslu á Is-
landsmiðum, væri óhentugt,
þar eð þau eru of stór. Minni
herskip eins og tundurdufla-
slæðarar eru ekki nægilega
sterkbyggð og sjófær til slikra
starfa.
Nómsmenn erlendis
að verða félausir
Fjöldi námsmanna erlendis
hefur sent bréf til tslands, þar
sem fram kemur, að þeir sjá sér
ekki öllu lengur kost á að sjá sér
og sinum farborða.
Þessibréf hafa borist til Sam-
bands islenskra námsmanna er-
lendis (StNE), til Lánasjóðs is-
lenskra námsmanna, og til ein-
staklinga.
Siðustu vikur hafa margir
námsmenn erlendis notið að-
stoðar annarra námsmanna,
sem þá voru afiögufærir um fé.
Nú er ástandið hinsvegar orðið
þannig, að enginn er aflögufær
lengur.
Mikil ólga og örvænting rikir
meðal þessara námsmanna,
vegna ástandsins.
Sý breyting að minnka hlut-
fall haustláns af heildar náms-
láni úr 7/12 hlutum niður i
5.25/12, hefur aðallega leitt til
þessa. Samkvæmt út-
reikningum stjórnar SINE
hefur framfærslueyrir náms-
manna erlendis almennt gengið
til þurrðar i siðustu viku i
október.
Námsmönnum erlendis er
ekki heimilt að stofna til
fjárskuldbindinga i erlendum
gjaldeyri til að bjarga sér.
Stjórn SINE hefur sent for-
sætisráðherra, menntamála-
ráðhera og fjármálaráðherra
bréf, þar sem skorað er á
viðkomandi stjórnvöld að
bregðast sk jótt við, svo úthlutun
lána fyrir timabilið nóv.-des.
Skora á stjórn-
völd að flýta
afhendingu lána
geti hafist nú þegar. Að öllu
óbreyttu á sú úthlutun ekki að
hefjast fyrr en i janúar — i
fyrsta lagi.
Stjórnin óttast að afleiðing-
arnar geti annars orðið þær
m.a. að mörgum námsmönnum
erlendis seinki i námi um heilt
ár, eða verði jafnvel að hefja
það að nýju, vegna ýmissa
timatakmarkana eða reglna
sem skólar setja.
—ÓH