Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 28.11.1975, Blaðsíða 7
7 VISIR Föstudagur 28. nóvember 1975. LÖND í bviorgun útlöndí morgun útlönd i morgun Umsjón: Guðmundur Péfursson Skógareldur Kaliforníu Sólargeislarnir sjást hér á þessari mynd brjótast fram úr reykkófinu, sem hylur Stóra Tujunga-gil I Kaliforniu, þar sem miklir skógareldar geisa á 45.000 hektara svæði. Nær vika er liöin síöan eldurinn kom upp, og þrátt fyrir þrotlaus- ar tilraunir slökkviliðsmanna hefur ekki tekist aö hefta út- breiðslu hans. Carvalho oq Fabiao seaja qf sér bóðir... Þvi er spáö aö hreinsana sé aö vænta innan hersins f Portugal næstu daga þar sem vinstri mönnum verði vikið úr foringja- stööum. Otelo Saravia de Carvalho, hershöfðingi og yfirmaður Copcon-öryggissveitanna, og Carlos Fabiao hershöfðingi sem þykir hafa sýnt vinstri óeirðar- mönnum innan hersins mikið um- burðarlyndi, sögðu báðir af sér i gær þegar þeir attu yfir höfði sér að verða lækkaðir i tign. Frést hefur að i kjölfar hinnar misheppnuðu uppreisnar vinstri herforingja hafi 51 vinstrisinnað- ur liðsforingi verið hnepptur i varðhald. Fleiri mun vera ieitað, enþeirhafa farið huldu höfði eftir að uppreisnartilraunin var kæfð. Carvalho og Fabiao hafa verið áhrifamestir vinstrimanna innan hersins og þykir brottför þeirra úr trúnaðarstöðum bera glöggt vitni um undanhald kommúnista i Portúgal. Mótmœkrfund- ir skyggðu á hátíðahöldin Juan Carlos Spánarkonungur verður það s'ennilega ljósar með hverjum deginum aö ekki eru allir þegnar hans jafnsælir meö sex daga riki hans þótt hann hafi viöast hlotið glaölegar mót- tökur I skrúðgöngunni sem hann og drottning hans fóru um Madrid við hátiðahöldin i gær. Samtimis hátiðahöldunum var viða efnt til mótmælaað- gerða, eins og i Madrid, Barce- lona og San Sebastian til stuðnings kröfum um fulla sakaruppgjöf til handa pólitfsk- um föngum. Myndin hér var tekin af konungshjónunum, Juan Carlos og Sofiu ásamt börnum þeirra tveim við hátiðahöldin i gær. hvmWmWBœÉíá • rfw hmM \ wWKBBsBmW' Bardot vill afnema dauða- refsinguna Andstæðingar dauða- refsingar i Frakklandi afhentu i gær Valery Giscard D'Estaing forseta bænaskrá undirritaða af þrem milljón- um Frakka þar á meðal Francois Mitterand. leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ieikkonunni Brigitte Bardot. Forsetinn er beðinn að beita sér fyrir afnámi dauða- refsingarinnar. En skoðanakannanir hafa synt á undanförnum mánuð- um aö meirihluti frönsku þjóðarinnar viil viöhalda dauðarefsingunni. Fallöxin var siðast notuð 1974 þegar tekinn var af lifi innflytjandi frá Túnis fyrir barnsmorð. Hljóp beint í kúlnadembuna þegar hann œtl- aði að hjálpa eiginkonunni Höfundur heimsmetabókar Guinness setti fé til höfuðs IRA og lét fyrir það lífið Ross McWhirter, sem ásamt tvibura- bróður sinum, Norris, hefur annast saman- tekt heimsmetabókar Guinness, var skotinn til bana að konu sinni áhorfandi fyrir utan heimili þeirra i London i gærkvöldi. Lögreglan vinnur að rannsókninni með þann sterka grun að hryðjuverkamenn irska lýðveldishersins (IRA) hafi verið þarna að verki. Þeir eru taldir eiga sök á sprengingum siðustu þriggja mánaða i London, en þær hafa orðið 8 manns að bana og lagt 200 inn á sjúkrahús, meira og minna slasaða. McWhirter (fimmtugur að aldri) bauð nýlega 50.000 sterklingspunda laun hverjum þeim sem veitt gæti upp- lýsingar er leitt gætu til hand- töku á hryðjuverkamönnunum. Við það tækifæri sagðist hann gera sér gre in fyrir þvi að hann yrði „skotmark hryðjuverka- mannanna númer eitt”. Lögreglan skýrir svo frá að MacWhirter hefði komið til dyra á heimilisinu i gærkvöld til þess að taka á móti konu sinni. Tveir menn vopnaðir byssum höfðu gengið i veg fyrir hana þar sem hún var á leið útúr bifreiðinni sinni um garðinn áleiðis að húsinu. Henni tókst að snúa þá af sér og kalla viðvörunarorð til manns sins sem kom þá til dyra að gæta að. Byssumennirnir höfðu engin umsvif heldur skutu McWhirter i dyragættinni og forðuðu sér siðan i bifreið frúarinnar. McWhirter lést á sjúkrahúsi af sárunum. McWhirter' var kunnur maður á Bretlandseyjum, þvi að hann hafði oft komið fram i sjónvarpi. 1964 bauð hann sig fram fyrir ihaldsflokkinn, en náði ekki kjöri. Hann þótti mjög ihaldssamur i skoðunum á stundum. Hann vildi meðal annars að hry ðjuverkam enn IRA væru sóttir til saka fvrir landráð, en ekki morð. Landráð varða dauðasök á Bretlandseyjum. en morð ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.