Vísir - 28.11.1975, Síða 8
8
Föstudagur 28. nóvember 1975. VISIR
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davib Guömundsson
Ritstjóriogábm: Þorsteinn Páisson
Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson
Fréttast-jóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands.
i lausasöfu 40 kr. eintakiö. Biaöaprent hf.
Þjóðarviljinn er skýr
Engum blöðum er nú um það að fletta, að mikill
meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi samningum við
vestur-þjóðverja. Það er ljóst, að þessir samningar
auðvelda okkur ekki aðeins stjórn á veiðunum hér
við land, heldur munu þeir einnig styrkja stöðu okk-
ar i þeirri baráttu, sem framundan er við breta.
Nokkrir forystumenn i launþegasamtökum undir
forystu heildsala eins i Reykjavik hvöttu til alls-
herjarverkfalls i gær til þess að andmæla samning-
unum við vestur-þjóðverja. Nöfn Alþýðusambands
Islands og nokkurra annarra félagasamtaka voru
notuð i þessu skyni. Þessar aðgerðir höfðu á sér
pólitiskan blæ, enda fór svo að nær engin þátttaka
var i verkfallsaðgerðunum þrátt fyrir hvatningar
Alþýðusambandsins og heildsalans.
Þessi viðbrögð sýna, svo að ekki verður um
villst, að fólkið i landinu vill sýna samstöðu i þessu
mikilvæga máli og neitar að taka þátt i sundrungar-
aðgerðum. Að visu hefði farið betur á þvi að fleiri
hefðu mætt á útifundinum i gær til þess að andmæla
flotaihlutun breta. Ugglaust hefðu fleiri komið til
þess að taka höndum saman i þeim efnum, ef að-
gerðirnar hefðu að öðru leyti ekki borið keim af
sundrungarviðleitni.
Áður hefur verið á það bent, hversu litið mark er
unnt að taka á þeim aðilum, sem nú berjast með
hvað mestum ákafa gegn hvers konar samningum
við aðrar þjóðir. í þvi sambandi hefur verið á það
bent, að einn af ráðherrum fyrri rikisstjórnarinnar
lýsti samningsdrögunum við breta 1973 sem óað-
gengilegum úrslitakostum, þegar efni þeirra var
kynnt, en greiddi siðan atkvæði fáeinum dögum
seinna með samningum.
Á fundi Alþingis i fyrradag upplýsti dr. Gunnar
Thoroddsen félagsmálaráðherra, að þessi hin sami
stjórnmálamaður, Lúðvik Jósepsson, hefði á
siðasta ári ritað utanrikisráðuneytinu bréf, þar sem
hann lagði til, að vestur-þjóðverjum yrði boðið að
veiða áttatiu þúsund lestir á Islandsmiðum, án
nokkurrar takmörkunar á þvi, hversu stór hluti af
þvi mætti vera þorskur, Hann lagði ennfremur til að
vestur-þjóðverjar fengju að veiða á 54 þúsund fer-
kilómetra svæði innan fimmtiu milna markanna, en
samkvæmt þeim samningun , sem nú standa fyrir
dyrum, fá þeir aðeins að veiða á 25 þúsund ferkiló-
metra svæði.
Þessar upplýsingar hafa ekki verið dregnar fram
i dagsljósið fyrr. En þær sýna gleggst, að hér er
hvað eftir annað verið að setja á svið pólitiskar leik-
sýningar jafnvel i þessu örlagarika máli. Dr.
Gunnar Thoroddsen á þvi þakkir skyldar fyrir að
hafa komið fram með þessar upplýsingar. Þær gera
almenningi hægar um vik að áttta sig á þvi, hvað
hér er i raun og veru á ferðinni.
Það er afar mikils um vert að við tökum ákvarð-
anir i þessum efnum á grundvelli þeirra staðreynda
og aðstæðna, sem fyrir liggja, en ekki tilfinninga-
hita og æsinga. Engum vafa er undirorpið að þessir
samningar auka möguleika okkar á að hafa virka
stjórn á veiðunum hér við land. Hitt er þó ekki siður
þýðingarmikið, að við stöndum betur að vigi i viður-
eigninni við breta, en allt bendir nú til þess að hún
verði bæði hörð og óvægin. Við verðum að sýna
samstöðu og beita öllum tiltækum ráðum til þess að
brjóta flotaaðgerðir þeirra á bak aftur.
Umsjón: GP 'MD WSW
Hermcnn á verði eftir að starfsbræöur þeirra i fallhlífasveitunum
gerðu tilraun til uppreisnar.
Róttækir vinstrimenn i Portú-
gal virðast hafa beöiö mesta af-
hroö, siðan byltingin var gerö
fyrir 19 mánuðum, núna þessa
vikuna vegna harkalegra
viöbragöa rikisstjórnarinnar
viö uppþotum vinstrimanna.
í höfuðborginni eru menn
orðnir svo vanir áróðri vinstri-
manna, og að þeim hefur haldist
uppi allskonar uppivaðsla, að
herlögin, sem sett hafa verið á,
komu flestum á óvart.
Eftir margra mánaða samn-
ingaviðræður og niðurbældar
tilfinningar, gátu andkommún-
istar látið til skarar skriða gegn
vinstrimönnum og áhrifin voru
mikil.
Útgöngubann, fundabann og
ritskoðun blaða auk leyfis til að
framkvæma húsleitir og hand-
tökur án opinberrar heimildar
— breytti andrúmsloftinu stór-
lega á aðeins einni nóttu.
Þegar Francesco de Costa
Gomes tók sér alræðisvald var
„hægfara” herforingjum og al-
mennum borgurum, bæði
sósialistum og hægfara, gefið
það til kynna, að þvi fylgdi
mikið pólitiskt og hernaðarlegt
vald — og væri hann reiðubúinn
að beita þvf.
Umskiptin voru geypileg .
Siðan gamla hægrisinnaða ein-
veldinu var steypt fyrir, hafa
vinstrimenn ráðið lögum og lof-
um.
En villa vinstrimanna var sú
að telja rikisstjórnina, sem er
fulltrúi þingræðis og áfram-
haldandi tengslum við
Vestur-Evrópu, ótrausta i sessi.
En hin harkalegu viðbrögð
rikisstjórnarinnar voru ögrun
við kommúnista, sem höfðu
hleypt af stað verkfallaöldu
innan iðnaðarins og stjórnleysi
innan hersins, þótt þeir eigi ráð-
herra i stjórn.
í kreppunni i september i
fyrra, sem leiddi til afsagnar
Antonio de Spinola, höfðu
kommúnistarhvattsaman allan
sinn her, og neytt Spinola frá
völdum, með þvi að umkringja
höfuðborgina með götuvigjum
og vegartálmum.
Þegar herforingjar Spinola
reyndu gagnbyltingu i mars sl.
gátu stuðningsmenn kommún-
ista innan hersins, snúið
leiknum sér i hag, með þvi að
ná öllum útvarps- og sjónvarps-
stöðvum á sitt vald.
En i átökunum núna, hafa
kommúnistar setið með hendur
i skauti. Þeir létu sér nægja að
gefa út fregnmiða, þar sem þeir
lýstu sig reiðubúna til viðræðna
og hvöttu þá herskáu meðal
stuðningsmanna til að viðhalda
eðlilegu ástandi, þótt þeir vissu
vel af hömlunum sem herlögin
hafa haft i för með sér.
Menn úr stjórnarflokkunum
lita á þetta sem ótvirætt merki
um ósigur kommúnista. Þeir
telja þetta staðfesta fullyröing-
ar um, að rikisstjórnin nyti
stuðnings meirihluta almenn-
ings og hersins.
Einn mikiivægur vendipunkt-
ur sást að nokkru leyti, þegar
portúgalskir sjónvarpsáhorf-
endur sátu við tæki sin og horfðu
á skeggjaðan herforingja og
stuðningsmann kommúnista
skora á almenning að snúast
gegn gagnbyltingarsinnuðum
herforingjum. Skyndilega dofn-
aði myndin og hvarf loks alveg.
Stuðningsmenn rikisstjórnar-
innar innan hersins höfðu náð
öllum upptöku- og senditækjun-
um á sitt vald, og áður en þeir
vissu af, voru sjónvarpsáhorf-
endur i Lissabon allt i einu
farnir að horfa á útsendingar
frá ihaldssömum stöðvum norð-
arlega i landinu, einkanlega
Oporto.
Allar fréttasendingar voru
takmarkaðar við opinberar til-
kynningar frá yfirstjórn hers-
ins, sem stjórnað er af Costa
Gomes hershöfðingja, og stöðv-
uð var útkoma dagblaða á
höfuðborgarsvæðinu.
I fyrsta skipti siðan á valda-
tíma hægrieinræðisins, hafa
verið þaggaðar örugglega niður
i vinstri mönnum.
Blöð og útvarps- og sjón-
varpsstöðvar i Lissabon höfðu
mjög hvatt til þess, að sundr-
ungin innan iðnaðarins og hers-
ins héldi áfram, svo að grafa
mætti enn betur undan stjórn-
inni.
1 stað hinna snubbóttu frétta-
sendinga sjónvarpsstöðvanna i
Lissabon, komu þurrar tilkynn-
ingar norðanmanna, i stað
endalausra byltingarsöngva
komu slagarar, sem féllu fólki
ólikt betur í geð.
Það kom engum á óvart, að
hjálp rikisstjórnarinnar kom úr
norðri.
Aróðurinn, sem náði hámarki
sinu i hinni 36 klukkustunda
löngu umsát um de Azaevedo,
forsætisráðherra, einskorðast
nú nær eing'ongu við höfuðborg-
ina.
Leiðtogar allra stjórnarflokk-
anna, hafa stungið upp á þvi, aö
ef stjórninni og þjóðþinginu
væri ekki lengur óhætt i Lissa-
bon, þá skyldi hún flytjast til
borgarinnar Oporto i norður-
hluta landsins.
Ef það skyldi atvikast þannig,
þá er hugmyndin sú, að skilja
Lissabon eftir í höndum vinstri-
manna, þar sem þeir gætu kom-
ið á fót „kommúnu” með til-
styrk bæjarstjóra i grennd og
ráða verkamanna og her-
manna. „Kommúnan” myndi
smám saman leysast upp vegna
einangrunar frá umheiminum,
rétt eins og Parisarkommúnan
árið 1871.
Að lokum valdi rikisstjórnin
nokkuð ódramatiskari leið til að
kalla fram pólitiska kreppu,
með þvi að leggja niður störf
þar til nægilegur stuðningur
hersins var fyrir hendi.
Stjórnarsinninn Vasco
Lourenco tók við embætti Car-
valho sem yfirmaður herdeild-
arinnar i Lissabon nú fyrir helg-
ina.
Copcon öryggissveitirnar,
sem hann stjórnar einnig, segist
eiga að hætta starfsemi sinni að
skipan Costa Gomes hershöfð-
ingja.
Þar með virðist Carvalho
hershöfðingi ekki hafa yfir nein-
um herafla að ráða lengur.
Sá sterkasti nú sem stendur er
tvimælalaust Costa Gomes
hershöfðingi. Þar sem hann er
bæði forseti og æðsti herforingi,
er hann sjálfkjörinn leiðtogi
baráttu, sem miðar að þvi að
efla vald rikisstjórnarinnar og
koma á samstöðu innan hersins.
Costa-Gomes, hefur rutt úr
vegi tveim hugsanlegum
keppinautum sinum, Spinola og
Goncalves, og er nú persónu-
lega ábyrgur fyrir öllum opin-
berum tilkynningum, en þær
eru eina vitneskjan sem portú-
galska þjóðin fær um gang mála
nú sem stendur.
Hægrisinnuð ungmenni brenna fána kommúnista.
Costa Gomes
reyndist só
sterkosti