Vísir - 02.12.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 02.12.1975, Blaðsíða 5
VISIR Þriðjudagur 2. desember 1975. 5 Fró presti til lög- skilnaðar ráðuneytinu, þá fáum Við öll lögskilnaðarmál til meðferðar'’,- sagði Ólög i upphafi samtals, sem Visir átti við hana. ,,Einnig fáum við til meðferðar leyfis- beiðnir um skilnað að borði og sæng ef ágreiningur er um eignaskipti eða forræði á börn- um”. Aðilar koma ekki til fundar i ráðuneytinu en unnið er á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir liggja og send eru frá við- komandi héraðsdómara, i Reykjavík borga-rdómara. Kröfur aðila koma þar fram og eru teknar til athugunar og úr- skurðar hjá ráðuneytinu. Forræði barna. Varðandi forræði barna, þá er sá þáttur sendur til Barna- verndarnefndar hér, ef báðir aðilar eru búsettir i Reykjavik, til umsagnar, annars viðkom- andi barnaverndarnefndum. Ekki er þó sú umsögn bindandi fyrir ráðuneytið, en þó reynt að úrskurða á grundvelli hennar. Náist ekki sameining um- legast er að samkomulag sé um umgengnisréttinn, enda eftir þvi leitað til þrautar. Standi hins vegar það foreldri, sem með foreldravald fer, þvert gegn rétti hins, þá geturþaðleit- að aðstoðar fógeta. Getur fógeti beitt dagsektum ef fortölur nægja ekki. Ekki hefur þó enn til þess komið hér á landi. Rétt er að geta þess, að hér er aðein um skilgetin börn að ræða. Hvaða áhrif hefur hjónaskilnaður á börn? Til þess að svara þessari spurningu fékk Visir Ellen Júliusdóttur, félagsráðgjafa hjá Félagsstofnun Reykjavikur- borgar. ,,H jónaskilnaður hefur undantekningarlaust mikil til- finningaáföll i för með sér”, sagði Ellen. „Ósamkomulag á heimili bitnar á allri fjölskyld- unni, ekki hvað sist á börnunum og/eða unglingunum, sem skynja meira af þvi, sem fram Hvaða meðferð fá hjóna- skilnaðarmál í kerfinu? 1 nútima þjóöfélagi þykir það ekkert tiltökumál að skilja, jafnvel sjálfsagt og eðlilegt ef fólk cr ekki fyllilcga ánægt i hjónabandinu. Fljótaskriftin er orðin nærfellt jafnmikil og að stofna til hjónabandsins. Ef upp koma vandamál eða mis- sætti milli hjóna virðist oft fyrsta og eina úrræðið bara að skilja — orsakanna leitað eftir á. Þótt löggjöf varðandi þessi mál hafi verið rýmkuð frá þvi sem áður var, er þó enn nokkuð i það, að fólk geti bara gengið inn til dómara, óskað skilnaðar og gengið út laust og liðugt. Hér á eftir verður leitast við i stuttu máli að skýra hverja boð- leið þessi mál verða að fara, allt frá þvi er beiðni um skilnað kemur fram og til þess er leyfi er veitt. t þvi tilefni leitaði Visir til þeirra aðila, er um þessi mál fjalla og spurði hvaða með- höndlun þessi mál fengju ef lögð væri fram beiðni um skilnað. Séra Frank M. Halldórsson, sóknarprestur viö Neskirkju: „Hlutverk presta er að leita sátta með hjónum, sem æskja skilnaðar”, sagði sr. Frank. ,,Ef sáttatilraunin reynist árangurs- laus, þá gefa þeir út vottorð til borgardómara, um árangurs- lausa sáttatilraun”. Annars sagði sr. Frank að all- ur gangur væri á þessu. t sum- um tilfellum væri ekki um neinn grundvöll til áframhaldandi sambúðar að ræða og sáttatil- raun þvi útilokuð. t öðrum til- fellum væri ágreiningur hvorki svo djúpstæður né mikill að sáttum mætti ná. Þarna er komið að kjarna málsins, presturinn reynir að Séra Frank M. Halldórsson athuga hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi sambúð. Áframhald tilrauna til sátta er svo háð úrslitum þessara athug- ana. Hvort hjón koma bæði í einu fyrir prestinn, fer eftir atvikum. Oft treystast þau ekki til að koma bæði i einu til hans og ræða sin vandamál. Ef annað er statt eða býr úti á landi, þá sagði sr. Frank að haft væri samband við viðkomandi prest, en reynt er að hafa samband við bæði hjónin. Sé annað hjóna er- lendis fer eftir atvikum hvort til þess næst. Björn Ingvarsson, yfirborgardómari: ,,Til okkar koma allar beiðnir um skilnað að borði og sæng”, sagði Björn. ,,Ef fyrir liggur vottorð prests eða forstöðu- manns trúfélaga um árangurs- Björn Ingvarsson, yfirborgar- dómari. lausa sáttatilraun, fólk er sam- mála um búskipti og skilnaðar- kjör og forræði með börnum, ef einhver eru, þá er þeim veitt leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Ekki má heldur gleyma að samkomulag verður að vera um umgengnisrétt þess for- eldris við barn sitt, sem ekki fær forræði þess. Ef ekki næst samkomulag um þessi atriði er málið sent dóms- málaráðuneytinu til ákvörðun, ar”. Til embættisins leitar fólk oft til að afla sér upplýsinga um þessi mál. Mjög oft er spurt um lifeyri og meðlagsgreiðslur. Lifeyririnn er engin ákveðin upphæð en fer eftir efnahag og persónulegum högum aðila, -eignum, t'ekjum og tekjumögu- leikum — möguleikum á vinnu- markaði. Meðlagseyrir er aftur á móti greiðsla, sem sá aðili greiðir með börnum sinum, sem ekki fær forræði þeirra. Rétt er að taka það fram að þetta eru peningar, sem renna eiga til barnanna — eru þeirra einna. Algengast erað konan fái for- ræði fyrir börnunum, þótt ann- ars séu mörg dæmi, en þetta er eins og annað fyrst og fremst samkomulagsatriði og æskileg- ast að fullt samkomulag sé með aðilum og þvi ráðið á þann veg. Meðlagseyrir greiðist sem kunnugt er til fullnáðs 17 ára aldurs. Sú fjárupphæð, sem oftast er samið um er svonefndur meðal- meðlagseyrir, þ.e. sú fjárhæð, sem Tryggingarstofnun rikisins greiðir, eða kr. 8256,- i dag á mánuði. Um hærri fjárhæðir er þó oft samið. Mjög æskilegt er að eigna- skiptum sé lokið þegar aðilar koma fyrir dómara og að einnig sé samkomulag um þau atriði önnur, sem talin hafa verið hér að framan. Þetta er siðan bókað i „hjónaskilnaðarbók” og skilnaðarleyfi gefið út á þeim grundvelli. Ef lögfræðingur fer með mál aðila þá er mjög algengt að lif- eyririnn er tekinn inn i myndina við eignáskipti. Fer í vöxt að tólk krefjist beint lögskilnaöar Löggjöf um þetta efni gerir ráð fyrir að krefjast megi lög- skilnaðar beint að nánar til- greindum skilyrðum fullnægð- um. Meðal þessara skilyrða er hjúskaparbrot eða að annar aðila eða báðir fara að búa með einhverjum öðrum. Sagði Björn það fara i vöxt að fólk krefðist lögskilnaðar á þessum forsend- um. Annað hjóna tæki þá á sig að viðurkenna hjúskaparbrot. Fjöldi leyfisbréfa við borgar- dómaraembættið eru nokkuð mörg á ári, en fjölgun ekki mikil frá ári til árs. Á árinu 1973 voru leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng 175, 1974 voru þau 198, og um siðustu helgi voru þau orðin 179 talsins. Skilnaðarmál alls á árinu 1973 voru 526, en 1974, 550 talsins. 1 ár er liklegt að um svipaða tölu verði að r-æða. Eins og áður segir, er málið sent til dómsmálaráðuneytisins ef samkomulag næst ekki um skilnaðarkjör. ólöf Pétursdóttir, fulltrúi hjá dóms- málaráðuneytinu: ,,Eins og það horfir við frá sagnaraðila, þá er málið sent til Barnaverndarráðs. Við ákvörðun um, hvort for- eldra fær forræði barna sinna, eru metnar allar aðstæður for- eldra, fjárhags- og félagslegar. öryggi barnsins situr i fyrir- rúmi. Eignaskipti Ekki er hægt að veita leyfi til skilnaðar að borði og sæng né lögskilnaðar, nema samkomu- lag um eignaskipti liggi fyrir. Ef ágreiningur er um skiptin, er aðilum ritaðbréf og þeim bent á að ganga frá þeim málum. Eftir atvikum skipta þá aðilar sjálfir eða búinu er visað til opinberra skipta. Vottorð skiptaráðanda er þá lagt til grundvallar. Dómsmálaráðuneytið fjallar þvi ekki um eignaskiptin né heldur veitir lögfræðilega að- stoð vegna þeirra. Ólöf Pétursdóttir, fulltriii. Breyttar aöstæður — breyting á forræöi Breyttar aðstæður geta verið grundvöllur beiðni um breytingu á forræði barna. Slik beiðni er þá send dómsmála- ráðuneytinu, sem úrskurðar á sama hátt og áður. Málið fær sömu efnismeðferð og lýst hefur verið hér að framan. Umgengnisréttur Lögákveðinn rétt til um- gengni við barn sitt á það for- eldri, sem ekki fær forræði þess. Réttara væri þó að segja, að barnið ætti rétt til umgengni við báða foreldra sina jafnt. Sam- komulag foreldra um það atriði er lagt til grundvallar, nema i bága fari við þarfir barnsins, að fenginni umsögn barna- verndarnefndar. ölium má ljóst vera, að æski- fer en foreldrarnir gera sér yfir- leitt grein fyrir. Ömótað barnið/unglingurinn eru algjörlega háð þvi umhverfi sem þau vaxa upp i. öryggistil- finning og þroski barnsins — undirstaða velfarnaðar þess — er háð samskiptunum við for- eldrana. Að svipta barnið/ung- linginn rétti sinum til að vaxa upp i eðlilegu fjölskyldulifi er það alvarlegasta áfall sem fyrir barnið/unglinginn getur komið. Aldur barnsins ræður að visu miklu um áhrif skilnaðarins á það... I tilvikum þar sem hjóna- skilnaður er óumflýjanlegur þarf að búa barnið/unglinginn undir skilnaðinn. Koma má i veg fyrir margan vandann með þvi að barnið/unglingurinn fái að umgangast báða foreldrana á sem eðlilegastan hátt. I kjölfar hjónaskilnaðar — sambúðaslita fylgja einnig oft margskonar félagslegir- og fjárhagslegir erfiðleikar. Það foreldri sem fær forræði barns- ins/unglingsins verður nú eitt að meira eða minna leyti að sinna öllum þörfum barnsins. Að veita barni/unglingi tilfinn- ingalegt — félagslegt og fjár- hagslegt öryggi er ekki auðvelt verkefni fyrir einn aðila. Hjóna- skilnaður er þar af leiðandi allt- af neyðarúrræði. Fullorðna fólkið skilur — og giftir sig. Börnin/unglingarnir fylgja með, meira eða minna af fúsum og frjálsum vilja. Það er þvi mjög mikilvægt að börnun- um/unglingunum verði hjálpað til þess að finna að þau eigi hlut- deild i lifi beggja kynforeldra sinna. Það þarf einnig að hjálpa þeim til þess að samlagast nýrri fjöldkyldumynd. Þetta krefst bæði tima og þolinmæði. Fyrir- byggja má mörg vandamál ef foreldrunum er ljóst mikilvægi eðlilegra tjáskipta.” — VS. Ellen Júifusdóttir, félagsráð- gjafi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.