Vísir - 02.12.1975, Side 9

Vísir - 02.12.1975, Side 9
„Skapheitur listamaður með ókveðnar skoðanir" gleggsta og skemmtilegasta heimild um þennan tima, sögu hans og mannlifsblæ. Hvergi koma sögupersónur liðins tima jafn hispurslaust til dyra sem i bréfum slnum. Asamt Jóni Sigurðssyni og Matthiasi Jochumssyni er Stephan G. Stephansson sá bréf ritari á islenzka' tungu sem mestur gaumur hefur verið gefinn, og er það mjög að verðleikum. Varðveitt bréf hans komu út i heild fyrir um 30 árum. Nú hefur Finnbogi Guð- mundsson, sem að undanförnu hefur staðið fyrir útgáfu margra vinsælla bréfasafna, bætt við úrvali af bréfum til Stephans, þremur bindum og hið siðasta nýkomið út. Að nokkru hefur þessi útgáfa gildi sitt sem uppfylling með bréfum Stephans sjálfs, og for- máli útgefanda hjálpar lesanda að tengja bréfasöfnin. (Raunar má ætla að bréfaútgáfur verði læsilegastar með þeim hætti að birta saman bréfaskipti frá beggja hálfu, svo sem bréf Valtýs Guðmundssonar og Björns Jónssonar vorugefinúti fyrra) En einnig má lesa þetta safn eitt sér og hafa gaman af. Þetta bindi geymir mest bréf frá þvi um 1920, frá efri árum Stephans og lokaskeiði sendi- bréfaaldar. Mest er birt af bréfum Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót (sem var þingmaður um skeið fyrir aldamótin og flutti roskinn til Kanda, þaðan sem hann skrifar Stephani) og Baldurs Sveinssonar ritstjóra (sem kynntist Stephani vegna blaðamennsku sinnar i Winnipeg en skrifar honum mest frá tslandi) Bréf þeirra beggja eru á köflum fróðlegar hugleiðingar um islenzk mál- efni, bókmenntir og stjórnmál, Finnbogi Guðmundsson. og frá ymsu segja þeir af eigin raun sem hefur sjálfstætt heimildargildi. E.t.v. hefur út gefandi valið óþarflega mikið um barnamissi Baldursog slika einkahagi, en það er smekksatr- iði. Allmikið er úr bréfum Gutt- orms J. Guttormssonar, vestur-islensks Ijóðaskálds, og er hann skemmtilega sprett harður bréfritari er reytir af sér hugarflugið.Sigfús Blöndal (orðabókarhöfundur) skrifar frá Kaupmannahöfn einkar semfelld og vel gerð bréf og segir mjög fróðlega frá hugðar- efnum sinum og skoðunum á einu og öðru, hann er ekki svo nákominn Stephani aðlesandinn sé að ryðjastinn i neitt einkalif. Enn fremur skrifar vestur-is- lenska skáldkonan Jakobina Johnson af opnum hug og aðdá- un á skáldjöfrinum, grannkona Stephans Sigriður G. Brands- son, og heiman frá tslandi þau Theodóra Thoroddsen, Guðmundur Finnbogason og Sigurður Guðmundsson skóla- meistari. Útgáfan virðist vel úr garði gerð og snyrtilega, og henni fylgja mjög gagnlegar skýringar, sem þó er haldið Rut Ingólfsdóttir: Tónn hennar er fal- legur, leikur hennar er kúltiveraður og músíkkalskur Bréf til Stephans G. STEPHANSSONAR Úrval III. bindi. Finnbogi Guðmundsson annaðist útgáfuna. (Jtg. Menningars jóður og Þjóövinafélag. Gullöld sendibréfanna var siðari hluti 19. aldar eða rúm- lega það, hún hófst með batn- andi póstsamgöngum, en hneig fyrir blöðum, sima og ys nýs tima. Sendibrefin, þau sem enn eru varðveitt, eru einhver Stephan G. Stephansson. innan þröngra marka, getið æviatriða bréfritara, skýrð er- lend orð og raktar tilvitnanir til ljóða og bóka. Auðvitað kemur fyrir i bréfunum ótalmargt sem ókunnugur lesandi áttar sig ekki fyliiléga á, en Utgefanda er kannski ekki láandi þótt hann skýri fæst af sliku, það er botn- laust verkefni. Bókmenntir Helgi Skúli Kjartansson skrifar Bodhan Wodiczko: Samband hans við Sinfóníuhljómsveit- ina er eins gott og verða mó milli hljóm- sveitar og hljóm- sveitarstjóra vel samstilltir, svo og strengirn- ir sem að visu eru of fáliðaðir fyrir ver^ sem þetta. En það kom ekki að sök, fremur en smávægilegir hnökrar. Heildar- áhrifin voru mjög eftirminnileg. Aö minu mati er þetta besta uppfærsla hljómsveitarinnar i langan tima, ægifögur tónlist og glæsilega leikin. Allir tónlistarunnendur hljóta að vona að Sinfóniuhljómsveitin haldi sambandi við Wodiczko i framtiðinni. Atli lleimir Sveinsson. frábær fagmaður um allt er lýt- ur að hljómsveitarstjórn og hljómsveitarrekstri, er hann fyrst og fremst uppalandi og kennari, bæði fyrir hljómsveit og áheyrendur. Eins og kunnugt er átti hann mestan þátt i þeim prýðilega árangri sem náðist með uppfærslunni á Carmen, sem nú gengur i Þjóðleikhúsinu. Þessir tónleikar sýndu og sönn- uðu að samband hans við Sinfóniuhljómsveitina er eins gott og verða má milli hljóm- sveitar og hljómsveitarstjóra. Efnisskráin skiptist mjög i tvo horn. Annars vegar var léttvæg músik, stykkin eftir Moniuszko og Bruch og hins vegar mögnuð sinfónia eftir Sjostakóvits. Mik- ill misskilningur er að halda að tómir snillingar hafi verið uppi á fyrri öldum, og enn verri sá misskilningur að engin góð tón- list sé samin á vorum dögum. Sannleikurinn er sá, að á öllum timum er samið litið af góðri músik og mikið af léttvægum hlutum. Moniuszko kann að hafa ein- hverja þýðingu fyrir cólverja, en i okkar eyrum er forleikur hans viðburðasnautt verk. Hreinn og þekkilegur leikur hljómsveitarinnar, og örugg stjórn Wodiczkos nægði ekki til að bjarga þessu verki. Gleymskan hefur liknað sér yfir flest verk Max Bruchs. Þó heyr- músikkalskur. Hún er enginn virtúós, þrátt fyrir góða tækni. Hröð hiaup og galdrakúnstir fingrafimi eru nokkuð þung- lamaleg i hennar höndum. Aftur á móti er ,,kantilenan” hennar sterka hlið, eins og sjá mátti i þriðja þætti fantasiunnar, sem hún lék ákaflega fallega. En eftir hlé færðist heldur en ekki fjör i leikinn og ,,bandið byrjaði að sánda”. Þessi 10. sinfónia Sjostakóvits er eitt besta verk sem ég hef heyrt eft- ir hann. Sjostakóvits dó i ágúst s.l.. Samdi hann aragrúa tónsmiða, sem ég held að hafi verið allmisjafnar að gæðum eins og titt er hjá afkastamönn- um. Þetta er þrælerfitt verk og prófsteinninn á getu hljómsveit- arinnar. Wodiczko stjórnaði af mikilli festu, og hver hreyfing hans virtist nákvæmlega yfir- veguð. Hann lagði mikla áherslu á snöggar andstæður i hraða og styrkleika og náði fram þeirri magnþrungnu, dramatisku spennu sem höfund- ur byggir verk sitt á. Og hljóm- sveitin stóð sig með mikilli prýði, lék af nákvæmni og innlifun. Einleikshlutar voru oft írábærlega leiknir, t.d. tvileikur klarinettanna i 1. þætti, hornsólóar i 3. þætti og unisónóstaður blásaranna i upp- hafi 2. þáttar, svo aðeinsnokkuð sé nefnt. Lúðrarnir voru mjög Sinfóniuhljómsveit tslands 5. tonleikar — 27. nóvember. Efnisskrá: Moniuszko: Ævintýri, forleikur Bruch: Skosk fantasia Sjostakóvits: Sinfónia nr. 10 I e- moll op. 93. Einleikari: Rut Ingólfsdóttir Stjórnandi: Bohdan Wodiczko Af þeim erlendu gestum, sem hér hafa dvalist lengri eða skemmri tima og unnið að þvi að koma Sinfóniuhljómsveitinni til nokkurs þroska, er skerfur Wodiczkos drýgstur. Hann hef- ur margoft komið hingað til lands, og þau ár sem hann dvaldi hér samfleytt voru stöðugur framfaratimi hjá hljómsveitinni. Wodiczko er skapheitur listamaður með mjög ákveðnar og persónulegar skoðanir. Og fyrir utan að vera ist fiðlukonsert hans töluvert oft, og ber höfundinum þau vitni að hann hafi verið smástirni á rómantiska himinum. Það er^ ekkert skoskt við Skosku fanta-* siuna, þó að Bruch hafi moðað þar úr skoskum lögum, á frem- ur langdreginn hátt. Rut Ingólfsdóttir er góður fiðluleik- ari og ætti skilið verðugra verk- efni. Tónn hennar er fallegur, leikur hennar kúltiveraður og TÓNLIST Atli Heimir Sveinsson skrifar VISIR Þriðjudagur 2. desember 1975. cTVIenningarmál Að lesa annarra manna bréf

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.