Vísir


Vísir - 02.12.1975, Qupperneq 10

Vísir - 02.12.1975, Qupperneq 10
Eins og fram hefur komið í fréttum var kvik- myndin Bóndi eftir Þor- ítein Jónsson frumsýnd 1yrir ekki alllöngu. Þor- i teinn vann að gerð þess- iirar myndar í fjögur ár ug naut til þess styrks frá lAenntamálaráði og fleiri liðilum. í tilefni frum- :.ýningarinnar hafði Vísir :jtutt viðtal við Þorstein úm myndina og kvik- myndagerð á Islandi al- rriennt. ji stríði við kerfið Þorsteinn stundaði nám i cvikmyndagerð i tékknesku cvikmyndaakademiunni i 4 1/2 4r og lauk prófi i samningu aandrita og stjórnun heimildar- icvikmynda. Þorsteinn sagði að ékki hefði verið svo ýkja erfitt að komast i skólann sjálfan, en hins vegar hefði hann átt i striði við menntamálaráðuneytið hér heima i tvö og hálft ár áður en hann komst út. Málið er þannig vaxið að samningur er i gildi milli Tekkóslóvakiu og íslands um námsmannaskipti en á hann hafði ekki reynt um árabil uns Þorstein fýsti að fara út. Þá var hægara sagt en gert að fá þá styrki er þariia stóðu til boða og það var ekki fyrr en þeir i ráðu- neytinu sáu, að þeir myndu ekki losna við þennan mann fyrr en hann væri kominn til Tékkóslóvakiu, að þeir létu til skarar skriða með framkvæmd málsins. í upphafi tékknesk Þorsteinn segir mér að þegar hann hefði komið heim frá námi 1971 hafi hann byrjað á þessari mynd. Hún átti þó upphaflega að vera tiu minútna langt portrett af bónda og var hún , gefin út á tékknesku. Siðan datt honum i hug að sækja um styrk i til Menntamálaráðs til að vinna betur að efninu og þá eyðilagt | tékknesku myndina. | útvegsbændur og atvinnuþróun Hugmyndin var sú að finna útvegsbónda, sem stundaði veiöar á trillu samhliða búskapnum en ætti börn i kaupstað sem sæktu sjóinn á nýtisku fiskiskipum. Með þessu ætlaði hann að sýna þá atvinnu- þróun, sem orðiö hefur hér á landi á nokkrum áratugum. Þessi bóndi fannst hins vegar ekki en Guðmundur bóndi á Kleifum i Seyðisfirði við Isa- fjarðardjúp og lif hans, sem myndin fjallar um, var ágætis efni. Hann hefur t.d. verið vega- sambandslaus þangað til i haust að lokið var við vegagerð þangað svo hann gæti flutt i burt. Einnig hefur alltaf veriö rafmagnslaust hjá honum og dráttavélar hefur hann aldrei notaö. Útgangspunktur myndarinn- ar er atvinnuþróunin almennt. Inn i hana fléttast svo ýmis at- riði, svo sem bilið milli borgar- búans og sveitamannsins sem býr afskekkt. Td. heyrist aug- lýsingalestur i útvarpi, þar sem auglýsingarnar verka hálf hjá- kátlegar i nægjusömu umhverfi Kleifabóndans. Viðhorfin breyttust Þorsteinn sagði að á þeim RríNMNI Ú" nri n Dviiuini i i....:í i og UUIiOYIU HUIId - rœtt við Þorstein Jónsson, kvikmyndagerðarmann Guðmundur bóndi á Kleifum telur ær sinar I slðasta sinn. Hann sagðist ætla að vera farinn fyrir löngu siðan, en það hafi bara dregist. — A litlu myndinni er Þorsteinn Jónsson. fjórum árum, sem myndatakan tók heföu viöhorf sin til kvik- myndagerðar og lífsins breyst og satt að segja væri hann undrandi á þvi hvað sér fyndist þó verk þetta heilsteypt. Hann hefði haft „lausa enda” við gerð myndarinnar, þ.e. bóndann, vegagerðina, kofa bóndans og börn hans, en sum þeirra eru i kaupstað en þau minnstu búa enn hjá föður sin- um. Hann hefði þvi alltaf getað lagt mismunandi áherslu á ein- stök atriði eftir aðstæðum. Fjórar ferðir Þorsteinn fór ásamt vinum sinum fjórar ferðir vestur á mismunandi árstimum og einnig varð hann að hafa hliðsjón aö vegagerðinni. A Kleifum dvaldi hann svo frá viku upp i hálfan mánuð i senn. Hljoðupptaka myndarinnar er ekki eins og best verður á kosið og sagði Þorsteinn að vinir hans hefðu ekki haft nægilega þekkingu til að bera til að ann- ast hljóðupptökuna. Það gerði þó ekkert til, svo lengi sem efnislega hliðin væri góð. Kostnaður 1700 þúsund/ fjármagn 1250 þúsund. Til þessarar kvikmynda- gerðar fékk Þorsteinn 650 þúsund króna styrk frá Mennta- málaráði 300 þúsund frá menntamálaráðuneyti, 150 þúsund frá Stéttarsambandi bænda og annað eins frá Búnaðarfélagi Islands. Allir styrkirnir — nemasá frá Menntamálaráði — fengust eftir að myndatakan hófst. Kostnaðurinn reyndist hins vegar verða um 1700 þúsund krónurtilaðendarnæðu saman. Þorsteinn telur sig þvi hafa unnið kauplaust við gerðina i átta mánuði. Reyndar fékk hann aðstöðu hjá Sjónvarpinu til klippingar og hljóðsetningar sem metin var á 150 þúsund, en i staðinn fær Sjónvarpið einn sýningarrétt af myndinni og taldi Þorsteinn þetta nauðung- arsamninga. * Þorsteinn kvaðst hugsanlega geta selt Fræðslumyndasafni rikisins þrjár kópiur af myndinni fyrir 300 þúsund krón- ur en gerð hverrar kópiu kostar um 50 þúsund. Af þessum tölum er ljóst að frjáls kvimyndagerð á ekki sjö dagana sæla hér á landi og hefur allta tið verið mjög afrækt. Hvar er kvikmynda- sjóöurinn? Fyrir alþingi liggur frumvarp um stofnun kvikmyndasjóðs, þar sem gert er ráð fyrir að varið verði 10% af aðgönumiða- verði kvikmyndahúsanna til kvikmyndagerðar, auk þess sem rikið greiði stofnframlag til sjóðsins. Hugmyndin er sú að sjóðurinn láni fé til kvikmynda- gerðar sem siðar skili sér inn aftur. Frumvarp þetta var fryst - á þinginu i fyrra en svo virðist sem einhver hreyfing sé að koma á það aftur. 350 gegn milljón Nauðsynlegt er að gera kvik- myndahúsunum kleift að sýna islenskar kvikmyndir i sam- keppni við erlenda aðila. Eins og nú háttar greiðir kvikmynda- hús um 350 þúsund krónur að meðaltali fyrir sýningarréttinn að ameriskri kvikmynd i fullri lengd fyrir allt landið, en fyrir stutta islenska greiðir það eina milljón, þ.e. að segja ef Sjónvarpið greiðir helminginn af réttinum. Með kvikmynda- sjóðnum yrði kvikmyndahúsun- um gert kleift að sýna islenskar myndir án of hárrar greiðslu. islenskar myndir 2,6 millj. erlendar 1.500 millj. Það fé, sem þjóðin borgar fyrir að njóta erlendra kvik- mynda og sjónvarpsefnis af ein- hverju tagi eru um 1500 milljónir króna á ári. Það fé, sem variö er til innlendrar, frjálsrar kvikmyndagerðar nemur um 2.6 milljónum króna árlega. Kannski þessar tölur hefðu meiri áhrif ef við segðum að þær ættu við bækur. Senni- lega færi um menn ef varið væri 1.500 milljónum króna til kaupa á erlendum bókum, en ekki nema 2.6 til framleiðslu á innlendum. Aö lokum Við ræddum vitt og breitt um kvikmyndir og skort á leiðbeiningum handa tóm- stundakvikmyndagerðarmönn- um, en þeim fer sifjölgandi hér á landi. Einnig ræddum við möguleikann á þvi aö kvik- myndagerðarmenn slægju sér saman um gerð myndar, en ekki leist Þorsteini á þá hugmynd; væri eins og ef tveir menn með gerólik sjónarmið ætluðu að skrifa saman bók. Hann gat þess áður en við kvöddumst að hann og félagi hans, Ólafur Haukur Simonar- son, ynnu nú að kvikmynd fyrir Sjónvarpið um laun og kjör iðn- verkafólks, sem hann áleit vera verst setta fólk i landinu. R.J. cTWenningarmál

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.