Vísir - 02.12.1975, Síða 24

Vísir - 02.12.1975, Síða 24
vísra Þri&judagur 2. desember 1975. 5 grunaðir um þjofnað Fimm manns voru hand- teknir i nótt grunaðir um þjófnaö. Málsatvik voru þau að fólk hafði setið að drykkju i húsi einu i borginni. Einn gestanna var með peninga á sér, en þeg- ar liða tók á nótt saknaði hann 40 þúsund króna. Lögreglan tók i gæslu sina fyrrnefnda fimm, þar af fjóra karlmenn og eina konu, sem reyndar var gestgjafinn. —EA Breskir togara- karlar á óánœgðir með flotann Breskir togarasjómenn sem veiða viö tsland eru nú mjög óánægðir með veiðisvæði sem breski flotinn úthlutar þeim. betta kom fram i fréttum breska útvarpsins i morgun. Haft var eftir togaraskipstjóra að sjóliðsforingjarnir vildu halda togaraflotanum á einu svæði, en nokkrir togaramenn vildu flytja sig noröar á tslandsmið. bessu neitaði stjómandi bresku flota- deildarinnar. —AG Slasaðist er bíll ók á stóran stein á Nesinu Kona slasaðist þcgar bill sem hún var farþegi i, ók á stein á götu á Seltjarnarncsi i gær. brir vörubilar höfðu verið að keyra grjót úr grunni gam- als hús sem verið er að rifa. A gatnamótum Fornustrandar og Norðurstrandar féll steinn af einum bilnum. Fólksbill ók skömmu siðar þessa sömu leið. Sólin blindaði ökumann, þannig að hann mun ekki hafa séð steininn og ók þvi á hann og yfir hann. ökumaöur slapp án meiðsla en kona i framsæti slasaðist eitthvað. Billinn skemmdist talsvert. Steinninn var hinn stærsti, 75x80 og þykktin 35 cm. At- burðurinn átti sér stað rétt fyrir klukkan 2 i gær. —E A Innheimta Alþýðublaðs gengur illa — Þaö hcfur gengið illa að innheimta fyrir auglýsingar og blaöið á meöal annars af þeim orsökum i miklum fjár- hagsöröugleikum, sagði Bene- dikt Gröndal, formaður Al- þýöuflokksinsi morgun, þegar Visir leitaði staöfestingar á þeim orðrómi aö Alþýðublaðiö hætti aö koma út eftir áramót. — Þaö hefur hinsvegar ekki verið tekin nein endanleg á- kvörðun um að blaöiö hætti að koma út. Stjórn þess hefur að sjálfsögðu fjallaö um þessa erfiðleika og reynir að finna leiöir til aö sigrast á þeim. —ÓT. I Hér reyna þeir að halaklippa Þessar myndir eru teknar um borð i islensku varðskipi. þegar það reynir að klippa togvira breska togarans Ross Revence ausLnorð-austur af Hvaibak. Fyrst sést þegar kiippurnar eru settar út. Siöan rennir varðskipið aftur fyrir togarann með klipp- urnar úti. Tilraunin mistókst og iikiega andar skipstjórinn á breska togaranum léttar, þegar varðskipið er komið á stjórnborða og þeir geta haldið áfram að toga. Dregið um tœpar 400 milliónir Dregið verður um tæpar fjögur hundruð milljónir i Happdrætti Háskólans 10. desember. Með hinu nýja fyrirkomulagi gæti einhver stálheppinn náungi fengið samtals 18 mitljónir i vinning, ef hann á trompmiöann svo- nefnda og fernur á sama núm- erinu. Þetta er stærsti dráttur sem fram hefur farið i happdrætti á tslandi til þessa. Fyrir utan stóra vinninginn eiga niu von á þvi að fá hálfa milljón. Níu i viðbót eiga von á tvö hundruð þúsund krónum og átján á hundrað þúsund krónum. Tug- þúsundir mega eiga von á minni vinningum. —ÓT. Telpa fyrir bíl Litil telpa varð fyrir bil á Kleppsvegi i gærdag. Hún var flutt á slysadeild, en mun ekki hafa slasast alvarlega. Atburðurinn átti sér stað á nyrðri akbraut Kleppsvegar um hádegið i gær. Stúlkan sem er fimm ára gömul lenti þar fyrir bilnum. Talið var að hún hefði eitthvað slasast á höfði. —EA FLUGLEIÐIR VILJA FÁ SÉR VÆNGI (HF) Flugleiðir hf. hafa um nokkurt skeið leitað eftir að fá keypt hlutabréf i flugfélaginu Vængir i Reykjavik. Vængir er hlutafélag og hefur þetta mál ekki verið rætt á stjórnarfundi þar, en Flugleiðir hafa leitað eftir að fá keypt hluta- bréf af einstökum hlut- höfum. Vængir er stærst litlu flugfé- laganna svonefndu. Það héldur uppi áætlunarferðum til fjöl- margra staða á landinu og hefur verið rekið með góðum hagnaði frá upphafi. Aðaluppistaðan i flugflotanum eru tvær tuttugu sæta Twin Otter skrúfuþotur og tvær niu sæta Islander-vélar. Báðar þessar tegundir eru sérhannaðar til notkunar á stuttum flugleiðum og lélegum, stuttum flugbrautum. A undan- förnum árum hafa flugfélags- mer.n tæpt á þvi oftar en einu sinni að hugsanleg væru kaup á Twin Otter eða annarri svipaðri tegund. Nú virðist hins vegar verið að kanna möguleika á að komast inn um bakdyrnar ef svo má að orði komast. A fundi Flugleiða og Vængja fyrir um tveim mánuðum var fjallað um möguleikann á að Vængir tækju að sér flug milli Akureyrar og tsafjarðar og Akureyrar og Egilsstaða. Vængir gerðu tilboð sem enn hefur ekki verið svarað. Þar hljóta lika hagsmunir að rekast á þvi Flugleiðir eiga þrjátiu og fimm prósent i Flug- félagi Norðurlands, sem er á Akureyri. —ÓT. Ástandið skemt í prentíðninni Bonn hringdi í Hattersley Þjóðverjar vilja gerast milligöngumenn Vegna fréttar um upp- sagnir starfsmanna i Isafoldarprentsmiðju vaknar sú spurning hverjar eru atvinnu- horfur prentara — hvernig ástandið á vinnumarkaðnum er i dag. t þvi tilefni hafði Visir samband við Ólaf Emilsson formann prentarafélagsins og lagði fyrir hann þessa spurningu. „Astandið er slæmt i ár og fer versnandi”, sagði Ólafur. „Hjá okkur eru menn á biðlista sem vantar vinnu i sinni iön. Þessir menn eru i annarra vinnu eins og er, en biða eftir að komast i vinnu i sinni grein”. Orsökina kvað hann vera að prentsmiðjur hafa yfir betri véla- kosti að ráða, og eins að ýmsar opinberar stofnanir eru orðnar sjálfum sér nógar i þessum efn- um og hafa til þessara starfa ófaglært fólk. —VS Tilboð vestur-þýsku stjórnar- innar um að miðla málum I landhelgisdeilu Islendinga og breta hafði ekki borist islenska utanrlkisrá&uneytinu i morgun. 1 gær var hringt I Roy Hatt- ersley, aðstoðarutanrikisráð- herra breta, frá Bonn og borið fram formlegt tilboö um aö Bonn-stjórnin hefði milligöngu um samningaviðræður. Breska stjórnin hefur ekki svaraö þessu tilboði. Niels P. Sigurðsson, am- bassador Islands i Lundúnum, sag&i I viðtali við breska fjöl- miöla i gær að sér þætti liklegra til árangurs að þjóðverjar tækju að sér málamiðlun en norð- menn. Benti hann i þvi sam- bandi á samvinnu breta og þjóö- verja I Efnahagsbandalaginu. Hins vegar tók ambassadorinn fram að ekkertþýddi að tala um samningaviðræður fyrr en bret- ar hefðu fyrirskipað flotanum að fara úr íslenskri landhelgi. —AG BRESKAR HÚSMÆÐUR VILJA MEIRI FISK Mikill skortur er nú á fiski i Bretlandi. Siðustu daga hefur veriðslæmt veiðiveður á miðun- um við Bretland og litið af fiski borist á land. Þetta hefur valdið því að verð á fiskmarkaöi hefur hækkaö verulega. t gær landaði breskur togari i Fleetwood og fékk 4 pund og 80 pence fyrir hverja aflaeiningu (stone), en þegar siðast var landað var verðið 3 pund

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.