Vísir - 04.12.1975, Side 2

Vísir - 04.12.1975, Side 2
ikiRsmi Hefurðu keypt þér hljómplötu nýlega? Inga Svanþórsdóttir, húsmóöir. Nei, ég hef ekki keypt mér hljómplötu i langan tima. A- stæðan er sú, að ég á engan plötu- spilara. Þegar ég hlusta á plötur, kýs ég helst jass. Bjarni Sveinbjarnarson, kaup- maður. ,,Nei, ég hefekkert gert af þvi. Það heyrist svo illa i plötu- spilaranum minum. Ég kaupi mér meira af kassettum og hlusta þá bæöi á klaSsisk og ann- ars konar tónlist. Þorkell Guðmundsson, bifvéla- virki „Nei, ég hef ekki keypt mér neina hjómplötu nýlega. Ég kaupi mér sjaldan plötur. Miklu frekar kaupi ég kassettur og þá helst með poppmúsik enda er úrvalið nóg. Arni Ilrólfsson, húsasmiður. Nei, það hef ég ekki gert. Ég kaupi mér aldrei plötur, þær eru svo dýrar. Hekla Karen Sæbergsdóttir, ncmi I MT. Nei, engar núna nýlega. Ég kaupi lika sjaldan plötur, þær eru svo dýrar. Annars hlusta ég helst á Elton John. Helga Jóna Pálmadóttir, nemi i MT Það hef ég ekki gert núna nokkuð lengi. Reyndar kaupi ég mér lika sjaldan plötur. Frekar að ég kaupi mér kassettur. Miðað við margt annaö finnst mér plötur ekki svo dýrar. Fimmtudagur 4. desember 1975. VISIR LESENDUR HAFA ORÐIÐ Köstum ekki honsk anum í andlit Ijónsins! Garðar Björgvinsson skrifar: í Visi laugardaginn 29. nóv. kemur fram tillaga frá einum skipherra landhelgis- gæslunnar um notkun blá- steins sem vopni gegn bret- um, þaö er að segja, kasta honum yfir skipin úr flugvél- um til að eyðileggja aflann. Fyrst verður manni á að hugsa þegar þetta er lesið hvort menn sem koma með svona uppástungur séu hæfir stjórnendur varðskipa þegar auðsætt er aö þeir muni oft þurfa aö taka sjálfstæðar ákvaröanir sem gætu stór- eyðilagt aðstöðu okkar og mannorö um allan heim ef þær eru rangar eða vitaverð- Svo er það lika spurningin um hvort við höfum efni á að kasta hanskanum i andlit ljónsins. Við erum ekki I aöstöðu til að sýna ofbeldi, heldur is- lenska þrautseigju. Blósteinn nœsta vopn Landhelg- isgœslunnar..? Meira um fóta- og munnmólara Gréta Ingvarsdóttir hringdi: Ég las um daginn lesendabréf i Visi sem fjallaði um fóta- og munnmálara og jólakortin þeirra. Þar segir m.a.að viökomandi málari fái prósentur af sölu hvers af hans kortum. Mér fannst ekki koma nógu skýrt fram og langar til að vita hvað há er þessi prósenta? Og hvað verður um afganginn, til hvers rennur hann? Annað sem mér leikur for- vitni á að fræðast um,erhvort þetta er opinn félagsskapur sem allir sem hafa áhuga á geta gengið i, eða hvort þetta er hlutafélag, eins og raunar kem- ur fram i Lögbirtingi, þar sem þessi félagsskapur er skráður sem hlutafélag. Visir hafði aftur samband við Óttar Halldórsson og lagði þess- ar spurningar fyrir hann. Hann sagði að núna væri þessum kort- um dreift hér til þess að kanna áhuga fólks fyrir þessu. Tilraunastarfsemi eins og þessa þyrfti að byrja á að íjármagna. Ef sala kortanna gengur vel hérlendis verður fyrst að hugsa um að endur- greiða þá fjárfestingu sem lögð var i dreifingu kortanna og þá fyrst er hægt að tala um eða ákveða hversu háa prósentutölu málararnir skuli fá. Óttar sagði að hér væri um verslunaráhættu að ræða og raunar væri að nokkru hætt sameiginlegum sjóði sam- takanna. Hann sagði ennfremur að það væri útbreiddur misskilningur að nokkrar kvaðir lægju á fólki, með að greiða þennan giróseðil sem það fengi sent, ef fólk hefur ekki áhuga á að kaupa þessi kort, getur það skrifað á umslögin endursent, og póstur- inn tekur það þá til baka. Samtök fóta- og munnmálara er raunar ekki til sem'slik hér á landi ennþá, þar sem hér eru ekki enn neinir fóta- og munn- málarar. Félagsskapurinn er þvi rekinn sem hlutafélag. Sólon íslandus illa f jarri! Skúli ólafsson skrifar: Sölvi Helgason er f jarri góðu gamni, þeg- ar landbúnaðarráðunautar, verkfræöingar og aðrir andans menn, setjast niður á eitt- hvert vinveitingahótelið I skammdeginu, og reikna öll þau auðæfi, sem landið gefur af sér (liklega fyrirhafnarlaust) og svo er það sjórinn, sem getur fætt 10-40 milljón manns eins og að drekka blávatn. Tölvutæknin, sem hér er að ryðja sér til rúms, hefur liklega ýtt undir þessa útreikn- inga. Heilastarfsemin er þó talin hafa mikla yfirburði yfir tölvuna, og miklir hæfi- leikar heilans, eru taldir ónotaðir (sbr. samlikingu á fullkomnustu tölvu og ána- maöki i sjónvarpsþætti um heilann). Island er svo illa komið, vegna rányrkju, að hundruðum milljóna króna er búið að ráöstafa næsta áratug, til þess að reyna að stöðva uppblástur oghalda i horfinu. Miðin við ísland eru í stórhættu vegna ofveiði, bestu fisktegundunum ýmist nær útrýmt eins og slldinni eða komnar að hruni eins og þorskurinn, ýsan o.s.frv., og skefjalaus ásókn stórþjóða, sem krefja islendinga um framfærslu, margra borga stórþjóðanna, myndi flýta hruni fiskistofna hér við land, ef ekki verður tekið I taumana i tima. Ráðunautarugl Allt þetta ætti fslendingum að vera kunn- ugt, en þá koma ráðunautarnir með þetta rugl, sem fáir ef nokkrir taka mark á, en vökul augu og eyru þeirra sem vilja kúga islendinga til undirgefni við sig, gætu not- fært sér slfkar ályktanir, þó að þeir viti að þær stangist á við staðreyndir. Fyrstu 1000 ár byggöar tslands varð fólksfjölgun sára litil, hrapaði jafnvel niður fyrir fjölda land- námsmanna á stundum. Landið framfleytti ekki fleirum. Norðlæg lönd eins og ísland, þar sem kornrækt og ekki einu sinni kartöflur þrifast að gagni, geta ekki keppt viö nágrannana i landbúnaðarframleiöslu, hvað hátt uppi, sem reiknimeistararnir eru. „Óánœgðir með frammistöðu útvarps gagnvart sjómönnum JK. 5161 — 9137 skrifar: Einn er sá hlutur, sem margir hlustendur útvarps hljóta að hafa tekið eftir. Það er hve timi sá sem Sjómannaþátturinn fær, er af skornum skammti. Það er áreiðanlegt að fjöldinn allur af fólki er óánægður með þessa frammistöðu Rikisútvarpsins gagnvart sjómönnum og öðrum þeim sem hlusta á þáttinn. Ég tel þennan þátt hafa meira hlutverki að gegna en til dæmis þeir miðdegistónleikar sem á eftir þættinum koma. Mig langar þvi til þess aö mæla með aö miðdegistónleikar verði styttri þennan dag sem sjómannaþátturinn er á dagskrá, og hann fái þá þann tima sem um munar. Ég þykist þess fullviss að ég mæli fyrir munn allra sjómanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.