Vísir - 04.12.1975, Side 3

Vísir - 04.12.1975, Side 3
VISIR Fimmtudagur 4. desember 1975. 3 40 börn njóta góðs af þessu kennslutœki „Inner Wheel" gaf Öskjuhlíðar skóla vandað segulband til notkunar til talkennslu öskjuhliöarskóli, sem er hæfingarskóii rikisins, fékk i gær að gjöf vandað segulbands- tæki til notkunar við talkennslu. Gefandi er kiúbburinn „The Inner Wheel” eða innra hjólið, en honum tiiheyra eiginkonur manna sem eru Rotary-félagar. Magnús Magnússon, skóla- stjóri, þakkaði gjöfina sem hann sagði mjög kærkomna. Við skólann eru 116 nemendur og af þeim eru fjörutiu sem koma til með að njóta góðs af þessu tæki við talkennslu nú þegar. — Börnin okkar eru með meiri talgalla en gerist i öðrum skóium, sagði Magnús. — Eitt af þvi sem gerir manninn að manni er málið. Að laga málfar er eitt það þýðingarmesta sem gert er i öllu skólastarfinu. Það er margt sem þarf að kaupa og aldrei fé fyrir þvi öllu. Svona segulbandstæki er meðal þess sem okkur enn vantaði. Þetta er þvi kærkomin gjöf sem á eftir að veita mikla hjálp. Þetta segulband er mjög næmt og nemur vel háa og lága tóna. Börn með heyrnargalla þurfaaðgeta heyrti sjálfum sér til að læra að tala rétt. Heyrnar- Helga G. Björnsson afhenti segulbandstækið fyrir hönd „Inner Wheel”. Hér skoðar hún það ásamt Hildu Torfadóttur, talkennara öskjuhliðarskólans. missirinn er oft annaðhvort i háu eða lágu tónunum Segul- band sem þetta kemur að mikl- um notum i slikum tilfellum. — ÓT. Þeir Jóhannes, Tómas og Páll eru staðráðnir i að halda blaðinu „Trompásinn” gangandi sem allra lengst. Ljósm: Jim. „Trompós? Ætli það sé ekki það allra besta?" — þrír strókar gefa út nýtt barnablað ,,Af hverju það heitir Trompás? Ja, það er nú ekki svo gott að segja. Ætli nafnið eigi ekki bara að þýða það „allra besta”.” Þetta sögðu þrir ungir og hressir „blaðamenn” sem litu við á ritstjórninni hjá okkur með nýtt barnablað undir hend- inni. Blaðið heitir einmitt Trompás og á að koma út einu sinni i mánuði. Þegar eru þrjú blöð komin út, en strákarnir gefa út og vinna blaðið sjálfir. „Við gerum þetta bara vegna ánægjunnar, en ekki vegna þess að við ætjlum okkur að græða á þvi,” sögðu strákarnir sem heita Jóhannes Gisli Jónasson, Tómas Guðmundsson og Páll Þórhallsson og eru 11-13 ára. Þeir eru i Hvassaleits- og Álfta- mýrarskóla. „Við reynum að skrifa sem mest sjálfir. Nei, nei það fer ekkert svo mikill timi i þetta, enda skiptir það engu máli. Við erum ekkert timabundir og svo er þetta bara gaman.” — Hvernig datt ykkkur i hug að gefa út blað? „Okkur fannst bara vanta eitthvað barnablað, það eru eiginlega engin á markaðnum hér.” — Selst blaðið vel? „Já, já, við erum komnir með um 60 áskrifendur og núna erum við t.d. að verða búnir að selja upp 90 blöð. Fyrst gáfum við út 30 sem seldustupp, siðan 40 sem seldust upp og loks 90 núna.” Blaðið þeirra kostar svo 30 krónur og þeir eru staðráðnir i að reyna að halda þvi gangandi sem lengst. — EA. Flugfélag Norðurlands kaupir Twin Otter vél Flugfélag Norðurlands er að kaupa tuttugu sæta Twin Otter skrúfuþotu sem kemur til lands- ins fljótlega eftir áramót. Sig- urður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði Visi i morg- un að mikið hefði verið að gera hjá félaginu i vetur og löngu timabært að fá stóra og duglega flugvél. Flugfélag Norðurlands á nú tvær niu sæta Beechcraft 18 vél- ar og eina sex sæta Piper Aztec, Þá hefur það Douglas DC-3 vél Landgræðslunnar á leigu og notar hana þegar þörf krefur. Tvær Twin Otter skrúfuþotur eru þegar i notkun á Islandi. Þær eru i eign Vængja hf. i Reykjavik og hafa reynst sér- lega vel. —ÓT Lítið um land- anir íslenskra bóta erlendis „Þaö sem mcstu ræður um hvort Islendingar selja meira af afla sfnum erlendis er einkum tvennt: 1 fyrsta lagi hvort tollalækk- unin sem gert er ráð fyrir I samningunum viö EBE kemur til framkvæmda. Og i öðru lagi hvort við fáutn lækkaðan lönd- unar-og markaðskostnað okkar á Evrópumörkuðum.” A þéssa leið fórust Kristjáni Ragnarssyni formanni Ltú orð er Visir spurði hann hvort merkjanleg væri breyting á sölu islenskra báta erlendis eftir aö samningarnir við vestur-þjóð- verja tóku gildi. Kristján sagði að landanir islenskra báta i erlendum höfn- um væru miklu fátiðari nú en fyrir nokkrum árum. Aðeins hafi orðið litils háttar breyting er vestur-þjóðverjar afnámu löndunarbannið. —EKG „TÓM LYGI" — segir Ingibergur Þorkelsson um þœr fréttir, að slitnað hafi upp úr samstarfi Demants og Change „Þetta er allt saman tóm lygi og kjaftæði,” svaraði Ingibergur Þor- kelsson hjá Demant þegar Visir hafði tal af honum vegna þeirra blaðafrétta, að slitnað hafi upp úr samskiptum hljómsveitarinnar Change og umboðsfyrir- tækisins Demants. „Strákarnir i Change eru á meðal stofnenda þessa umboðs- fyrirtækis, og það er tómt kjaft- æði, að „megn óánægja hafi verið af beggja hálfu með samstarfið að undanförnu,” eins og Ómar Valdimarsson segir i frétt i Dag- blaðinu i gær,” sagði Ingibergur. „1 frétt Ómars segir, að Magnús Sigmundsson i Change hafi komið heim til tslands i stutta heimsókn i siðustu viku og viljað halda fund með blaða- mönnum á skrifstofu Demants vegna nýrrar plötu Change,” hélt Ingibergur áfram. „Ómar segir, að „þegar til kom hafi húsið verið lokað og hreint ekki opið fyrir blaðamannafund.” Þetta er al- rangt. Fundurinn var haldinn en það kom enginn nema blaðam. frá Þjóðviljanum, en Magnús hafði sjálfur haft samband við hann. Blaðamenn frá öðrum blöð- um hafði Ómar tekið að sér að boða en stóð ekki við það loforð og kom ekki einu sinni sjálfur. Hins vegar er það rétt, að Fálkinn hf. hefur keypt það upp- lagChange-plötunnarnýju, sem á að fara á markað hérlendis. Fálk- inn bauð tvær og hálfa milljón á borðið fyrir allt upplagið og ég tel eðlilegt að þvi tilboði hafi verið tekið. Demant hafði ekki fjár- hagslegt bolmagn til að bjóða þessa upphæð á borðið,” sagði Ingibergur. Og hann hélt áfram: „Demant hefur aftur á móti um- boð fyrir Change hér heima hér eftir sem hingað til. Á þvi hefur ekki orðið nein breyting — og er ekki heldur I aðsigi, að þvi er ég best veit. Hvaðan Ómar hefur aðrar upplýsingar er mér hulin ráðgáta.” Magnús er farinn aftur til London og þvi tókst Visiekki að fá hann til að tjá sig um málið. — ÓH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.