Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 5
VlSIIf Fimmtudagur 4. desember 1975. 5 MÁLALOK IMSJÓN: Jó\ STEINAR GtWLAUGSSON FIN.MR TORFI STEFÁ.NSSO.N LAGASJÓNARMH) í HUNDAMÁLINU i júní s.l. féll dómur i Hæstaræetti í máli hund- eiganda gegn borgarstjórn Reykjavíkur, heilbrigöis- ráðuneyti og dómsmála- ráðuneyti um heimild til hundahalds i Reykjavtk. Flestum munu málsatvik i máli þessu vel kunn, en fróðlegt er að athuga hvaða lagasjónar mið koma þar til álita. Málsástæður stefnanda Þegar borgarstjórn Reykja- víkur synjaði stefnanda leyfis til hundahalds voru boriri fyrir ' synjuninni ákvæði reglugerðar nr. 61 frá 1924, heilbrigðissam- þykktar fyrir Reykjavik frá 1950 og lögreglusamþykktar fyrir Reykjavik frá 1930, en þessi á- kvæði kveða á um bann við hundahaldi i Reykjavik. Stefn- andi hélt þvi fram að ákvæði þessi væru ógild og yrði þvi ekki synjun við hundahaldi ekki reist á þeim. Rökstuddi hann þessa skoðun sina einkum með þvi að ákvæði þessi brytu i bág við ákvæði is- lensku stjórnarskrárinnar um friðhelgi heimilisins. A sama hátt brytu þau gegn ákvæðum Evrópusammings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, en lsland hefði orðið aðili þess samnings við undirritun forseta Islands 1953. Er i samningi þess- um kveðið á um friðhelgi einka- lifs manna, heimili þeirra og fjölskyldu. Stefnandi taldi að i þessum réttindum væri fólginn réttur til að halda hund eða annað húsdýr á heimili sinu. Tak- markanir á þessum rétti yrðu að eiga sér stoð i lögum og helgast af nauðsyn, svo sem af heil- brigðisástæðum. Slikar ástæður hafi ekki legið til grundvallar synjun borgarstjórnar, heldur hafi þar komið til félagsleg sjónarmið, en slikt væri óheimilt. Þá hélt stefnandi þvi fram að fyrrgreind reglugerðarákvæði skorti nú lagastoð, þar sem lögin, sem þau hefðu áður átt stoð i væru úr gildi fallin. Stefnandi taldi ennfremur að ákvæði þessi væru niður fallin fyrir notkunar- leysi, þar sem' töluvert hunda- hald hefði viðgengist i Reykjavik um langt skeið. Að lokum benti stefnandi á að hann gyldi þess að búa i þéttbýli, þar sem hundahald væri heimilt utan þes, og bryti slikt misrétti i bága við ákvæði fyrrgreins mannréttindasátt- mála. Málsástæður stefndu Stefndu, borgarstjórn Reykja- vikur, heilbrigðisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið lögðu i meginatriðum sömu rök til grundvallar sýknukröfum sinum. Var þvi haldð fram af þeirra hálfu að umrædd reglugerðar- ákvæði, svo og ákvæðin i lög- reglusamþykkt Reykjavikur, hefðu nægilega lagastoð og synj- un borgarstjóra við leyfisveiting- unni styddist við landslög. Þvi var mótmælt að bann við hunda- hald gæti talist skerðing á friðhelgi heimilis stefnanda og réttur til hundahalds nyti ekki 1 verndar tilvitnaðra ákvæða is- lensku stjórnarskrárinnar og Evrópuráðssamningsins. Dómsniðurstaðan 1 héraði urðu málalok þau, að stefndu voru sýknaðir af kröfum stefnanda. Málið fór siðan fyrir Hæstarétt og varð niðurstaðan þar sú sama. 1 dómsforsendum Hæstaréttar er þess getið, að með lögum nr. 8 frá 1924 hafi bæjarstjórnum verið heimilað að banna hundahald i kaupstöðum með reglugerð, sem staðfest væri af stjórnarráðinu. Slik reglugerð hafi verið sett, þar sem er fyrr- greind reglugerð frá 1924. Bann reglugerðarinnar hafi verið áréttað með ákvæðum lög- reglusamþykktar Reykjavikur frá 1930, sem einnig ætti stoð i lögum nr. 8 frá 1924. Þau lög féllu úr gildi, þegar lög frá 1953 um hundahald og varnir gegn sulla- veiki, leystu þau af hólmi, en i hinum nýju lögum var eftir sem áður bæjarstjórnum heimilað að banna hundahald með samþykkt staðfestri af heilbrigðisráðuneyti. Þrátt fyrir þetta skilyrði um stað- festingu heilbrigðisráðuneytis, taldi Hæstiréttur ákvæði reglu- gerðarinnar frá 1924 og lögreglu- samþykktar Reykjavikur um bann við hundahaldi vfera enn i fullu gildi, enda hefðu þau ekki veriðafnumin. Þá hafnaði Hæsti- réttur þeirri staðhæfingu stefn- anda að ákvæðin væru fallin niður fyrir notkunarleysi. Hæstiréttur taldi og að ákvæðin brytuekki i bágavið reglurstjórn- stjórnarskrárinnar um friðhelgi heimilsins, né heldur ákvæði Evrópuráðssamningsins, sem fyrr voru greind. Þau réttindi, sem mönnum eru áskilin i þess- um heimildum fela þvi ekki i sér rétt til að halda húsdýr á heimili. Þá benti Hæstiréttur á, að Evrópuráðssamningurinn hefði ekki öðlast lagagildi á tslandi, og virðist þar vera visað til þess að samningurinn hefur ekki hlotið samþykki Alþingis, heldur einungis verið undirritaður af forseta. Finnur Torfi Stefánsson, hdl. Ingmar Bergman krafinn um 80 milljónir í skatt Kvikmyndaframleiðandinn sænski, Ingmar Bergman getur búist við þvl, að vera krafinn um á næstunni að greiða tæpar 80 millj. isl. kr. I sænska rikis- kassann. Skattay f irvöld i Sviþjóð hafa undanfarið rann- sakað tekjur hans erlendis frá fyrri árum, og komist að raun um, að hann hefur ekki greitt eins háan skatt og honum ber samkvæmt lögum. Er hér um að ræða tekjur, sem Bergman hafði af fyrirtæki er hann setti á fót 19681 skattaparadisinni Zug i Sviss. Fyrsta krafan, sem sett hefur verið fram, er að Bergman beri að greiða tæpar 20 millj. isl. kr. meira i skatt af tekjum 1969, en hann hefur þegar gert. En þetta er aðeins byrjunin. Taliö er, að þegar öll kúrl verði komin til grafar, hljóði reikningurinn Ingmar Bergman — ráðgerði að framleiða kvikmyndir með Fellini sem Bergman fái frá skattinum upp á 2 millj. sænskar kr. eða tæpar 80 millj. isl. kr. Bergman stofnaði I april 1968 fyrirtækið Persona Film AG i Zug i Sviss. Sænski rikisbankinn veitti honum leyfi til þess. Fyrirtækið átti að framleiða kvikmyndir fyrir hinn alþjóö- lega markað. Fyrirtækið fram- leiddi aldrei kvikmyndir, en starfaðihins vegar viðað velta peningum. Rikisbankinn kannaði starf- semi fyrirtækisins, og komst að þeirri niðurstöðu, að það upp- fyllti ekki þær kröfur sem bank- inngerði, þegar hann veitti leyf- ið. Alltof mikið af peningum voru I fyrirtækinu. 1974 þvingaði bankinn Bergman til að leggja fyrirtækið niður. Astæðan fyrir þvi, að Berg- man setti þetta fyrirtæki á fót, var m.a. sú, að i lok síðasta ára- tugs gekk honum illa heima fyrir, en naut þess meiri vinsælda erlendis. Hann fór þvl að leita fyrir sér á erlendri grund, hafði m.a. samband við italska starfsbróður sinn Fellini, og ráðgerðu þeir að framleiða kvikmyndir saman á italiu. — Þess vegna stofnaði ég fyrirtækið i Sviss, segir Bergman. Að hafa fyrirtækið þar i landi þýddi t.d. auðvelt greiðslufyrirkomulag, þegar um alþjóðlega kvikmyndaleik- ara var að ræða. Viö töku myndarinnar Hvísl og hróp, sem sýnd var i Iláskóla- biói i fyrra. En sem sagt, Persona Film AG framleiddi aldrei kvik- myndir. Sjálfur segir Bergman, að vinsældir kvikmyndarinnar „Hvisl oghróp” sem hann gerði á þessum tima, hafi valdið þvi, að hann hélt áfram að vinna i Sviþjóð. ebé-Malmö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.