Vísir - 04.12.1975, Side 8

Vísir - 04.12.1975, Side 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétt'a: Arni Gunnarsson Fréttastjóri efl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. sími 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasöl;u 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Ábyrg afstaða Óhætt er að fullyrða, að niðurstöður kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambands íslands marki að ýmsu leyti þáttaskil i baráttunni við verðbólguna. Ljóst virðist, að forystumenn launþegasamtakanna hafa rikari skilning á þvi nú en oftast áður, að viðtæk samstaða er forsenda þess að takast megi að draga úr dýrtiðarvextinum. Frá þvi i ársbyrjun 1974 hefur kaupmáttur út- flutningstekna rýrnað um 32%. Þessi hrikalega staðreynd hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á þjóðarbúskapinn i heild. Hverjum manni á að vera ljost, að við slikar aðstæður er ekki unnt að halda óbreyttum kaupmætti launa. Þegar þannig stendur á getur krónutöluhækkun kaups ekki orðið annað en blekking. í ályktun kjaramálaráðstefnu Alþýðusam- bandsins segir skýrt og skorinort, að reynslan hafi enn sannað, að hefðbundin barátta fyrir kauphækkunum til að jafna metin gegn óða- verðbólgu, hvað þá til að bæta lifskjörin, sé ekki einhlit aðferð, hversu nauðsynleg sem hún þó sé. Afstaðan sem þarna kemur fram, sýnir svo að ekki verður um villst, að nú er fyrir hendi vilji til þess að mæta aðsteðjandi erfiðleikum með viðtækri samstöðu. Kjaramálaráðstefnan ályktaði ennfremur, að jafnhliða kaupgjaldsbaráttunni verði að ráðast með öllu afli gegn orsökum verðbólgunnar. Rætur verðbólgunnar eru margþættar. Það er út i bláinn að einblina á eitt atriði öðrum fremur i þeim efnum. Við náum ekki tökum á þessum vanda, nema með þvi móti að taka tillit til allra þeirra þátta, sem stuðlað hafa að verðbólguþróuninni. Eitt af þessum atriðum er að halda launahækkun- um innan hóflegra marka að óbreyttu ástandi. Meginmáli skiptir nú að treysta stöðu þeirra, sem við erfiðust kjör búa. Ef samhliða hófsömum kjara samningum tekst að koma við viðtækum aðhaldsað- gerðum á öðrum sviðum, er ástæða til að ætla að við náum tökum á þeim vandamálum, sem við höfum verið að glima við. Við stöndum nú frammi fyrir svo hrikalegum vanda, að ljóst er, að enginn má skerast úr leik, ef við ætlum og viljum i raun og veru feta okkur fram úr erfiðleikunum. Rikisstjórnin hefur hert á verðstöðvunaraðgerðum að þessu sinni með samþykki atvinnurekenda, og Alþýðusambandið virðist haf mótað skynsamlega stefnu i kjaramál- um. Alþingi á næsta leik. Spurningin er sú, hvort þvi tekst að fylgja fram þeirri aðhaldsstefnu i rikisfjár- málum, sem lagður hefur verið grundvöllur að. Það verður prófsteinn á Alþingi. Öllu gamni fylgir nokkur alvara Sá háttur hefur viðgengist i mörg undanfarin ár, að útvarpað hefur verið frá fullveldissamkomu stúdenta. Þetta er góður og gamall siður, sem ekki má leggja niður, þótt ekki væri nema til þess eins að viðhalda gömlum hefðum. Þessi samkoma hefur verið með nokkuð sérstök- •m blæ undanfarin ár. í eyrum flestra hefur redduboðskapur stúdenta hljómað sem góðlátlegt :rin. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Af þeim ökum var þess krafist i fyrra, að dagskráin yrði ndurflutt i þvi skyni að sem flestir mættu heyra rkibiskups boðskap. Nú hefur þessi krafa verið trekuð á Alþingi og er full ástæða til þess a’ð taka undir hana. útvarpsráð má ekki skella skollaeyrum við slikum óskum. Fimmtudagur 4. desember 1975. VISIR Umsjón: GP Efnahagsörðug leikarnir koma einnig niður austantjalds Versnandi efnahagsástand i heiminum hefur hægt mjög hag- vöxt i kommúnistarikjunum, og lifskjör almennings munu batna mun hægar fram til 1980 en þau hafa gert á siðastliðnum fimm árum. Samdrátturinn á Vesturlönd- um hefur leitt til þess, að Ut- flutningur kommUnistarikjanna hefur minnkað mjög. Efnahagskreppan á Vestur- löndum gæti orðið vatn á myllu hugmyndafræðinga kommUn- ismans, en þeir sem fara með yfirstjórn efnahagsmála i Aust- ur-Evrópu lita málið öðrum augum. Nýjustu fimm ára áætlanir hafa aðeins lofað „hægfara” breytingum i stað stökk- breytinga á lifskjörum almenn- ings, eins og venjan hefur verið hingað tii. Rikisstjórnir kommUnista- rikjanna hafa hvatt almenning til að lita neysluvonir sinar „raunsæjum” augum. Flest austantjaldsrikjanna hafa tekið mikil lán til að fjár- magna innflutning á vestrænum vörum, i von um að geta bætt það upp með Utflutningi á seinna helmingi áratugsins. En stöðnun vestrænna markaða hafa látið þessar vonir þeirra verka mjög tvímælis. A fyrstu fimm mánuðum þessa árs, jókst innflutningur frá Vesturlöndum til austantjalds- landanna um 48% frá sama tima i fyrra, en Utflutningur að- eins um 16%. Vöruskiptahallinn nam þvi um 3,000 milljónum dollara á þessum fimirrmánuðum, sem er meira en allt áriö á undan. Vandamálið er þvi iskyggi- legra, sem sum lönd innan sovétblokkarinnar versla ein- göngu við Vesturlönd. Þótt Sovétrikin séu nægilega sterk til að geta verið óháð efna- hagsbreytingum I heiminum, þá hafa minni Austur-Evrópurikin — BUlgaria, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakia, Pólland, Ung- verjaland og RUmenia orðið illa Uti eftir breytingar á heims- markaöi. Ungverjaland, sem er þeirra fátækast af hráefnum, hefur mátt horfa upp á viöskipti sin, ekki aðeins við Vesturlönd, heldur einnig hin Austurevrópu- löndin, fara hraöminnkandi. Það eru aðeins Sovétrikin og hið kolaauöuga Pólland, sem kynnu að hagnast á hækkunum á hráefnum og orku. Endurskoðun verðlags kemur þvi niður á framleiðslurikjum eins og Ungverjalandi, A,- Þýskalandi og Tékkóslóvakiu, en endurskoðun myndi leiða til, að verðlag væri miðað við al- mennt heimsmarkaðsverð sl. fimm ár. Til þess að geta fengið hráefni og orku frá Sovétrikjunum með sem hagstæðustum kjörum, hafa Austur-Evrópurikin slegið sér saman i risastórar fram- kvæmdir, og eytt i þær óhemju fjármagni og mannafla. En önnur efnahagssamvinna gengur treglega. Skipuleggj- endur renna fremur augum til Vesturlanda en til nágranna sinna i austri i von um þau full- komnu tæki og tækni, sem kynnu að láta drauma ibUanna um bætt lifskjör rætast. En hvort ibUar austantjalds- rikjanna öðiist fleiri bila, þvottavélar og önnur lifsþæg- indi, veltur alveg á viðskipta- sambandi viðkomandi rikja við Vestur-Evrópu. Það væru þvi leiðtogar Austantjaldsrikjanna, sem yrðu þvi fegnastir, ef minnkun spennu milli austurs og vesturs heföi nokkur áhrif á stefnu þeirra stóru i Kreml, Washing- ton og Bonn. Ungverjar hafa verið hrein- skilnastir um efnahagskrepp- una. Leiðarar blaða segja að ekkert rUm sé fyrir óskhyggju sem þessa. Jafnvel háir rikisstyrkir sem stjórnin veitti til að mýkja eitt- hvað hið háa innflutningsverð, hafa nu verið stöðvaðir, og verð til neytenda mun hækka um 4,5% á næsta ári. Vinnandi fólki verða settar skorður um að skipta um vinnu að vild, sem eru settar I þvi skyni að auka vinnuaga. Þegai- vinnumarkaðurinn hef- ur dregist saman, og engir bændur eöa kvenfólk til að fylia upp i skarðið, hefur stefnan ver- ið sU, að sækja vinnuafl frá verksmiðjum, sem ekki skila hagnaði, þangað sem meira liggur við. Flokksleiðtogar eins og Janos Kadar i Ungverjalandi og Ed- ward Gierek i Póllandi, Iáta sér nU mjög annt um aukna velferð almennings og það ekki aðeins einhvern tima i framtiðinni. „Þaðerekkihægt að ætlast til þess af neinni þjóð, að hUn hugsi einungis um framtiöina, færi stöðugt fórnir, en fái ekki að njóta ávaxtanna af starfi sinu um leið,” sagði Kadar i október. En i RUmeniu hafa bætt lifs- kjör almennings verið látin sitja á hakanum og yfirvöld einbeitt sér að eflingu iðnaðarins. Það hefur verið meginmark- miö Ceauscescu forseta, að gera RUmeniu að iðnveldi fyrir árið 1990, svo bætt lifskjör verða að biða. En það gengur ekki hljóða- laust fyrir sig. Sparnaðarstefna forsetans varð fyrir miklu áfalli, þegar fæðuskortur leiddi til uppþota i sveitabæjum. Skuldinni var skellt á lægra setta embættismenn, og fram- kvæmdastjórn kommUnista- flokksins ákvað að auka mat- væladrifingu til verslana, að þvi er virðist á kostnað Utflutnings- ins. Þetta var eitt gleggsta dæmið um skuldasöfnun RUmeniu. Vegna þess, hve markaður vill bresta á vesturlöndum fyrir Utflutningsvörur rUmena, hafa landbUnaðarvörur fremur verið seldar Ut en iðnvörur. Þörfin fyrir gjaldeyri er brýn. OIl Austur-Evrópurikin velta þvi nU mjög fyrir sér, hvernig hægt verði að auka land- bUnaðarframleiðsluna, en það er ekki auðvelt að vera sjálfum sér nógur og eiga samt vörur af- gangs til Utflutnings. Slæmt veðurfar, hefur leitt til uppskerubrests á flestum stöð- um, og gjaldeyrinn varð fremur að nota til korninnflutnings en til tæknikunnáttu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.