Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 04.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 4. desember 1975. 9 cTVLenningarmál Landsföðurraust BJARNI BENEDIKTSSON LAND OG LÝÐVELDI Bjarni Benediktsson: LAND OG LÝÐVELDI III. Hörður Einarssonsá um útgáfuna. tJtg. Almenna bókafélagið. Hér tekur Hörður Einarsson saman úrval úr ræðum og ritgerðum Bjarna frá 1964, 200 sið- ur auk nafnaskrár. Fyrst standa sjö áramóta- og þjóðhátiðarávörp. Bjarni hafði sérstakt og myndarlegt lag á að semja slik ávörp. Þó veldur nokkrum vonbrigðum hve litt þau njóta sin á prenti svo löngu eftirá. Þar er oft vikið með óbeinum hætti að ýmsum þeim málum, sem efst voru i hugum fólks á hverjum tlma, nú eru dægurmálin önnur, og þá fá þessi ávörp tiningslegan blæ sem þau höfðu ekki þegar þau voru flutt. En heimildargildi hafa þau auðvitað fyrir þá sem eru að setja sig inn i stjórnmál þessara liðnu ára. Þá taka aðrir greina- og ræðu- kaflar sem fjalla (að undan- skildu útvarpsrabbi um Ves tur-Islendrnga ) á beinskeyttari hátt um ákveðin stjórnmálaleg deiluefni. Þar er rætt um „undramátt frelsisins” i atvinnurekstrisaman boriö við haftastefnu fyrri stjórna. Mælt er gegn þvi að gera þing- mennsku að aðalstarfi. Otskýrð er stefna viðreisnarstjórnarinn- Stefán tslandi. Bókmenntir Helgi Skúli Kjartansson skrifar ar I ýmsum efnum, landhelgis- samningurinn, EFTA-samning- urinn, álsamningurinn, var- færni hennar I baráttunni gegn verðbólguog þar fram eftir göt- unum. Bjarni er skýr og skorin- orður og fróðlegt að kynnast viðhorfum hans til þessara efna sem öll eru til umræðu enn I dag. Mest er þó varið i að sjá hvernig Bjarni rökstyður við- horf sin til alþjóðamála og vest- rænnar samvinnu, bæði i grein- innium lög og rétt í alþjóðlegum Indriði G. Þorsteinsson: AFRAM VEGINN. SAGAN UM STEFAN íSLANDI.Útg. Prent- verk Odds Björnssonar. Þá eru minningar Stefáns Islandi komnar út og verða án efa mörgum feginsfengur. Myndarleg bók, 24’0 drjúgar sið- ur auk nafnaskrár, hljómplötu- skrár og fjölda ljósmynda. Lengst er dvalið við tólf ára kaflann frá þvi Stefán flutti til Reykjavikur tæplega tvitugur að leita sér frama með söng og þar til hann hóf að syngja við Konunglega leikhúsið i Kaup- mannahöfn eftir námsdvöl á ttaliu og igripastörf við söng viða i Evrópu. Einnig er tals- vert sagt frá uppvaxtarárum hans i Skagafirði og starfsárum i Danmörku, einkum hinum fyrri, en bókinni lýkur er hann flytur heim að lifsstarfi loknu. Bókin gefur greinargott yfirlit yfir feril Stefáns og er um leið auðug aö skemmtilegum sögum og svipmyndum, bæði frá út- löndum og frá söngferðum Stefáns heim til tslands, sér- staklega ferðunum fyrir strið. samskiptum og enda viðar. Aöalhugsun hans er sú að skipt- um þjóða þurfi að skipa á lög- bundinn og friðsamlegan hátt, en það sé aðeins unnt meðal þeirra þjóða sem hver um sig búi við sömu meginreglur laga og réttar, svo sem hin vestrænu lýðræðisriki. Þess háttar sam- búð við önnur riki, svo sem kommúnistarikin, hljóti að vera afar langt undan. Þvi sé um að gera að vestrænu rikin haldi hópinn sem fastast og kosti kapps um að koma á i sinn hóp þeim sambúðarháttum sem á löngum tima geti orðið alþjóð- legir. Þessi vestræna einangrunarstefna má vist heita úrelt nú, en allt um það er merkilegt að vita hvernig Bjarni hugsaði þessi mál, svo miklu sem hann hafði lengi ráð- ið um utanrikisstefnu tslands. Þá er komið að langbezta kafla bókarinnar sem fyllir þriðjung hennar: ævisögu Ólafs Thorssem um leið er yfirlit yfir sögu Sjálfstæðisflokksins og is- lenzk stjórnmál i 40 ár. Bjami ritar hlutlægt og skipulega, glöggur á aðalatriði og kryddar þó frásögn sina hóflega með skýrum svipmyndum og bein- um tilvitnunum. Vitaskuld móta samúð og andúð Bjarna frá- sögnina á augljósan hátt, en svo ærlega er á haldið að lesandinn á furðu hægt með að greina sundur skoðanir og staðreyndir. Mat Bjarna á einstaka atriðum kann aö orka tvimælis, en um greinina I heild er það tvimæla- laust að hún dregur upp geös- (Þar er t.d. að finna hin réttu tildrög þjóðsagnanna um ferða- lög hans með Páli Isólfssyni og Davið Stefánssyni). Fjöldi persóna kemur við sögu. Indriði G. Þorsteinsson hefur færtbókina i letur eftir frásögn Stefáns sjálfs, og sýnilega lika stuðzt við gott úrklippusafn þvi mikið er vitnað i blöð, innlend sem erlend. Bókin er yfirleitt prýðilega stiluð og hressilega. Sérstaka athygli vekja sögurnar sem Stefán segir i fyrstu persónu, þær eru i góðlátlegum rabbtón, mjög vel heppnuðum sem ber vitni bóðu samstarfi sögumanns og skrásetjara. Efnisval er lika með ágætum, sagan streymir greitt fram með hæfilegum skiptum milli nákvæmrar lýsingar og ágrips- kenndari frásagnar, og lesand- inn finnur hvergi að hlaupið sé yfir eöa hann snuðaður um sam- hengi. Þótt Indriði G. Þoorsteinsson hafi þannig skilað góðu verki og um sumt ágætu, er á þvi nokk ur smiðalýti sem verða að telj- ast óþörf, þegar slíkur kunnáttumaður á i hlut. A stöku lega og trúverðuga mynd ólafs og er náma af fróðleik um stjórnmálasögu 20. aldar. Fróðleg er einnig siðasta grein bókarinnar. Þættir úr fjörutiu ára stjórnmálasögu, bæklingur ritaður fyrir S.U.S. eftir 40 ára afmæli Sjálfstæðis- flokksins. Hér er þó frásögnin á köflum einsýn til lýta og með nokkrum eldhúsdagsblæ, bund- in flokkarig eða dægurmálum. A milli ris Bjarni hærra og dregur frábærlega skýra mynd stað er texti hans ekki laus við mærð og hann gerir nokkuð mikið að þvi' að margtaka sömu hugleiðingarnar (t.d. um það hvers vegna Stefán fór ekki til Ameriku eða hvernig dönsku blöðin hvöttu Konunglega til að ráða hann) sem betur færi á að afgreiða á einum stað aðallega. Einnig bregður fyrir klaufa- legum texta sem virðist þannig til kominn að Indriöiséað skjóta orðalagi Stefáns inn i sinn eigin stil þar sem þá á ekki heima. Þetta eru engin stórfelld lýti, en þó hefði svona góð bók átt skilið fulla alúð höfundar sins. Indriði kveðst hafa skrifað bókina á rúmum mánuði,,,, með sérstök- um aðferðum” (diktafóni?), ekki veit ég hvort það er grobb eða afsökun, en i rauninni eru slik vinnubrögð hvorki til að stæra sig af né heldur afsakan- leg, bara furða að ekki fór verr. Aðalatriðið er þó það, að saga Stefáns tslandi á eftir að verða mörgum til ánægju, hún er fróð- leg sem ævisaga, fjölbreytt og skemmtileg, minningabók, og skilur eftir minnisstæða mynd af glöðum dreng og góðum lista- mannai. einstakra mála (þótt hann sé sem fyrr lítið fyrir að hylja eigin skoðanir), ekki sizt sambands- málsins við Dani 1918-44, en styttra er það þó en fróðleiksfús lesandi myndi kjósa. I heild er bókin fróðleg og athyglisverð. Lesandanum dylst ekki hæfi- leiki Bjarna til að rekja við- fangsefni á skýran og upplýs- andi hátt, en aö visu er mikið af bókinni samið fyrir tækifæri sem leyfa þessum hæfileika ekki að njóta sin til fulls. Indriði G. Þorsteinsson. Saga söngvara

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.