Vísir - 04.12.1975, Síða 10

Vísir - 04.12.1975, Síða 10
10 Fimmtudagur 4. desember 1975. VISIR FLUGMAL UMSJON Flugstöðin, sem bæði er leigu- flugfélag og svo flugskóli, hefur marga nemendur. Það vakti at- hygli okkar hversu margir læknar virðast hafa áhuga á þvi að fljúga. Læknastéttin á marga full- trúa I flugnámi. Við spjölluðum þvi við fjóra lækna sem annað hvort hafa lokið prófum eða eru að læra. Allir eru þeir i fullu starfi, en af hverju völdu þeir llugiö í frístundum? Lœknastéttin ó marga fulltrúa í flugnómi Við spjölluðum við fjóra sem allir lœra hjá Flugstöðinni ,,Ég er fyrst og fremst leikmað- ur, og verð aldrei annað en leik- maður” — Frosti Sigurjónsson skurðiæknir. voru öllum stundum á Sandskeiði. Einu sinni tóku þeir mig með, og eftir það var ég þar!” bað er Frosti Sigurjónsson skurðlæknir á Borgarspitalan- um sem þetta segir. Frosti hef- ur lokið sólóprófi og situr nú á námskeiði fyrir einkaflug- mannspróf.” „Eftir að hafa verið i svifflug- inu vildi ég fá mótor i vélina. Ég fór þvi til Eliesers Jónssonar á Flugstöðinni til þess að læra þar. Áður hafði ég kynnst flug- inu i litlu vélunum, enda höfum við þurft mikið á þeim að halda.” Frosti hefur rúmlega 50 tima- Ekkert hœttulegra en að keyra bíla ## .## — segir Frosti Sigurjcmsson skurðlœknir ,,Ég byrjaði i svif- flugi. Þvi kynntist ég fyrst i Þýskalandi, en það datt siðan niður hjá mér. Seinna kynntist ég þvi aftur i gegnum tvo kollega mina, sem að baki. „En ég er fyrst og fremst leikmaður”, segir hann, ,,og ég verð aldrei annað en leikmaður.” „Ég held að flugið sé ekkert hættulegra en það að keyra bila,” heldur Frosti áfram og bætir við: ,,Ég ætla að notfæra mér flugið til þess að skoða landið.” „Ég hef mik- inn óhuga fyrir flugi, en atvinnuflug- maður verð ég ekki!" — segir Ólafur Ingi- björnsson lœknir Ólafur Ingibjörnsson er læknir og er með læknastofu i Domus Medica. Ólafur er með sóló-próf, sem veitir honum rétt til þess að fljúga einliðaður innan svokallaðs vallarsviðs. ,,Ég var i Dublin árið 1963 þegar ég fór i mina fyrstu kennslustund,” sagði Ólafur. ,,Ég var á háskólaspitala og það var stúdent hjá mér sem var uppgjafaher- „Tók niinar fyrstu kennslu- stundir i Dublin” — ólafur Ingi- björnsson iæknir. maður hjá Royal Ari- force. Hann tók mig með sér i nokkrar ferð- ir.” „Síðan lagðist þetta nú niður en þegar ég var á Stykkishólmi 1967, ákvað ég að taka þetta upp aftur. ég hafði talsvert af sjúkraflugi að segja og fór þá fyrir alvöru að taka kennslu- stundir hjá Flugstöðinni. Sóló- prófið tók ég svo 1968.” „Eftir það fór ég ekki mikið lengra en ætli ég sé.ekki með 70- 80 tima að baki. Ég hef lika ver- ið með i sjúkraflugi og það má segja að ég sé alltaf með annan fótinn i þessu.” „Ég hef mikinn áhuga fyrir flugi og hef mjög gaman af þvi aö vera i loftinu, en atvinnuflug- maður ætla ég mér ekki að verða!” Og það má geta þess að þegar Ólafur byrjaði að læra að fljúga, kostaði timinn á Sky-hawk, sem er 4ra sæta vél og eins hreyfils, 250-300 krónur. Nú er hann kom- inn i nokkur þúsund. ANDRESDOTTIR „Ég flýg mér tii ánægju og fróðleiks” — Óiafur Þ. Jónsson svæfingaiæknir. „Ætli það kosti meira en 4 góðar laxveiði- ferðir/7 w Olafur Þ. Jónsson svœfingarlœknir á stutt eftir í einka- flugmannsprófið ,,Ég held að það sé tilviljun að svona margir læknar læri að fljúga. Ég hef ekki trú á þvi að þetta sé nein sérstök bakteria,” sagðiÓlafurÞ. Jónsson svæfingalæknir á Borgarspitalanum, þegar við spjölluðum við hann. Hann tók sina fyrstu tima fyrir 12 árum siðan. Eftir það fór hann i sérnám og þá varð hann að leggja fliigið á hilluna. Fyrir nokkru siðan tók hann svo upp þráðinn aðnýju. Hann hefur nú lokið bæði sólóprófi og einka- flugmannsprófi, og á eftir nokkra tima i það verklega. „Ég hef haft áhugann fyrir fluginu i mörg ár, alveg frá þvi ég var krakki, en ég held ég hafi aldrei ætlað mér að verða at- vinnuflugmaður.” „Ég ætla að láta mér einka- flugmannsprófið nægja. Ég geri þetta mér til ánægju :ogr fróðleiks. Flugnámið er kannski dýrt á meðan á þvi stendur, en ætli það kosti meira en fjórar góðar laxveiðiferðir! ” Ólafur hefur haft nokkuð af sjúkraflugi að segja, og á með- an hann var i læknadeild kom hann nálægt fluginu þvi þá starfaði hann sem hlaðmaður hjá Flugfélagi Islands i tvö sumur. „Eg ókvað að taka þetta alvarlega og lauk einkaflug- mannsprófi!" — segir Ólafur Jónsson lœknir sem ó flugvél ósamt 6 öðrum ,,Fyrir 10-20 árum siðan greip ég fyrst i flugvél,” sagði Ólafur Jónsson læknir, þegar við ræddum við hann. Ólafur hefur lækna- stofu sina i Domus Medica, en hann er sér- fræðingur i lyflækning- um og meltingar- sjúkdómum. ,,Ég hef alltaf haft verulegan áhuga fyrir flugi,” segir ólafur, semhefur lokið einkaflugmanns- prófi, og á ásamt 6 öðr- um flugvél. „Fyrir um það bil tveimur og hálfu ári siðan byrjaði ég fyrir alvöru að læra að fljúga. Ég ákvað að taka þetta alvarlega og lauk sóló-prófinu. Ég settist siðan á skólabekk i sambandi við einkaflugmannsprófið og lauk þvi skömmu siðar.” Núna hef ég um 170 tima að baki.” „Jú, ég á i flugvél ásamt 6 öðrum. Henni flýg ég mikið fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Enda er vélin ekki at- vinnutæki, öllu heldur leikfang. Nei, við höfum ekki fundið fyrir þvi að það væri slæmt að vera þetta margir um eina vél.” — Ætlarðu þér að taka at- vinnuflugpróf? „Ég veit það ekki. Það gæti þó verið, en ekki til þess að vinna við flug.” — Hver er skýringin á áhuga lækna fyrir flugi? „Áhuginn fyrir flugi er almennur, og það getur verið að við höfum fyrst ráð á þvi að læra að fljúga eftir að námi er lokið og við erum komnir i fullt starf. Þó veit ég' ekki hvort þetta er rétta skýringin”. Ég hef alltaf haft verulegan áhuga fyrir flugi,” — Ólafur Jónsson iæknir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.