Vísir - 04.12.1975, Síða 24

Vísir - 04.12.1975, Síða 24
VÍSIR Fimmtudagur 4. desember 1975J •• Olvaður með stolna peninga Lögreglan hitti gamlan kunningja ölvaðan fyrir utan Hótel Borg á sjötta timanum i gær. Þetta er svo sem ekk- ert tiltökumál, en i þetta sinn var hann með veski annars manns á sér með 17 þúsund krónum i. Ekki er vitað um eiganda ennþá. ~,vs Niðurskurð- orfrumvörpin eftir helgi Niðurskurðarfrumvörp rikisst jórnarinnar, sem boðuð voru í fjárlagafrum- varpinu i byrjun október verða væntaníega lögð fram á Aiþingi eftir helgi. Matthias A. Mathiesen fjár- málaráðherra sagði i sam- tali við Vísi i inorgun að vcrið væri að vinna að frá- gangi frumvarpanna og þau væru til umræðu á fundi rikisstjórnarinnar f dag. Hér er um að ræða al- mennan niðurskurð á lög- boðnum útgjöldum rikis- sjóðs, breytingar á almanna- tryggingakerfinu og breyt- ingar á verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Auk þess er i ráði að lækka út- gjöld til skólamála. — 1>P. Fíat í óskilum Litil, rauð Fiat-bifreið stóð fyrir framan eitt biðskýla SVR I Arbæ i morgun. Hvort hana hefur vantað far-< eða bara gcfist upp þarna — er ekki vitað, þvi að eigandinn finnst enginn. Bifreiðin er óskráð, númerslaus og engin skilríki af nokkru tagi fund- ust i henni. Lögreglan tók hana f sina vörslu. Bifreiðin er sennilega af árgerðinni 1966. — VS HOMLUR A SKIPA- OG FLUGVÉLA- KAUP Framvegis mega | erlend lán vegna kaupa 1 á skipum og flugvélum, _ nýjum sem notuðum, | ekki vera hærri en sem | nemur 2/3 hlutum samnings- eða kostnað-1 arverðs. Þetta er helsta breytingin sem gerð hefur verið á leyfum ■ til erlendrar lántöku til lengri | tima en eins árs. 1 frétt frá viðskiptaráðuneyt- | inu segir að rikisstjórnin hygg- ist með þessu draga úr frekari I skuldasöfnun erlendis og koma f | veg fyrir frekari aukningu I greiðslubyrða vegna vaxta og ■ afborgana af erlendum skuld- um. —EB | Grafið fyrir Flua- leiðum Byrjað er að grafa fyrir grunni nýrrar skrifstofubygg- ingar Flugleiða á Reykjavikur- velli. Að sögn Finnbjörns Þorvalds- sonar, skrifstofustjóra, er fyrir- hugað að a.m.k. ein hæð af þremur verði tilbúin til notk- unar 1. október næsta haust og hinar um áramót þar á eftir. Byrjað verður á þvi að flytja allar skrifstofur Flugleiða — sem nú eru til húsa i Bændahöll- inni — i hið nýja húsnæði, en i framtiðinni verður þarna að finna allar aðalskrifstofur fé- lagsins. Stærð hverrar hæðar er um 700 fermetrar. — EB/Ljósm. Bragi. GEYMT EN EKKI Breski fréttamaðurinn I iVl ■ enn n Neskaupstað Breski fréttamaðurinn McPhee sem laumaðist i land af eftirlits- skipinu Miröndu er enn á Nes- kaupstað. Böðvar Bragason, bæjarfótgeti þar, sagði í viðtali við Visi i morg- un að hann biði nú fyrirmæla frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig málið skyldi endanlega til lykta leitt. McPhee hefur skýrt frá þvi aö skipstjóri Miröndu hafi tjáð sér að búið væri að ganga frá öllum málum við islensk yfirvöld, og ekkert væri þvi til fyrirstöðu að hann færi i land. Eftirlitsskipinu Miranda hefur verið gert að snúa aftur til Nes- kaupstaðar og sækja manninn. Að sögn Böðvars Bragasonar hefur skipið veriö á leiö til lands frá þvi um miðnætti, en hefur ekki viljað gefa upp væntanlegan komutima sinn til Neskaupstaðar. Böðvar sagðist hins vegar hafa hug- myndir um að Miranda væri nú skammt undan landi. Ólafur Stefánsson hjá dóms- málaráðuneytinu sagði að hugsanlegt væri að tekin yrði skýrsla af McPhee vegna þessa máls, en ef Miranda kæmi fljót- lega inn og sækti manninn yrði málinu liklega þar með lokið að öðru leyti en þvi að það yrði geymt og munað gagnvart skip- stjóra Miröndu. Ef einhver dráttur yrði hins vegar á komu skipsins þyrfti e.t.v. að gera einhverjar ráð- stafanir vegna þess. — EB Jolagetraun Vísis hefst á morgun: Glœsilegri en nokkru Iiin áriega jólagetraun Visis hefst i blaðinu á morgun. Eins og venjulega er getraunin hæfi- lega þung, og ættu allir að geta spreytt sig á henni. Getraunin veröur i næstu tíu blöðum. Að þvi ioknu ber að senda úrlausnir til Visis, og verður dregið úr réttum úr- lausnum fyrir jól. Jólagetraunir Visis hafa löng- um verið þekktar fyrir glæsileg vcrölaun. Aö þessu sinni eru þau glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Verðlaunin cru Nordmende verðlaun sinni fyrr samstæða frá Radió-búðinni. t samstæðunni, sem kostar 133 þúsund krónur, er plötuspilari, kassettu-scgulband, magnari og útvarp, alit i stereo. Þar að auki fylgja með tveir hátaiarar og tveir hijóðnemar. En semsagt, getraunin hefst á morgun. Þá leggja hjónin Steini og Gunna upp i mikla heims- reisu, og bragða á ýmsum þjóðarréttum. Uppskrift fylgir með á þeim réttum sem hjúin bragða á. — ÓH Finnar eru klókir menn og góðir hönnuðir. Fyrir nokkru héldu finnsku Nokia-skóverk- smiðjurnar sýningu á skófatn- aði hér á landi. — Þar voru meðal annars sýnd þessi vað- stigvél. Með stigvélunum fylgja naglar f plastpoka, sem eigend- ur geta stungið I göt á sóia stíg- vélanna, ef mikil hálka er. A myndinni sést hvcrnig þetta er gert. Nokia-verksmiðjurnar hafa um áraraðir selt framleiðslu sina hér á landi. Islendingar hafakeyptum lOOþúsundpör af hverskonar skófatnaði frá fyrir- tækinu á ári sem er um einn áttundi af heildarframleiðsl- unni. Til dæmis hafa verksmiðj- urnar framleitt ofanálimd stfg- vél fyrir islenska sjómenn, sam- kvæmt þeirra eigin ósk. Mynd: Bragi. KONA LÉST EFTIR ÁTÖK Ung kona, 21 árs, lést í sjúkrahúsinu í Keflavík í gærdag. Dánarorsök er enn ókunn, en skömmu áöur hafði hún lent í átök- um við 16 ára pilt. Engir áverkar voru á líkinu. Tildrög þessa voru þau að inn i verslunina Brautarnesti við Hringbraut i Keflavik komu nokkrir piltar út gagnfræða- skólanum og höfðu uppi nokkur ærsl. Konan vann þar við af- greiðslu. Hún visaði einum pilt- anna á dyr, en hann hlýddi ekki. Fór hún þá fram fyrir borðið og hugðist ýta honum út fyrir. Kom þá til stympinga með þeim. Fóru piltarnir að svo búnu. Skömmu seinna kom inn i verslunina 14 ára piltur og sá engan við afgreiðslu, en heyrði stunur úr bakherbergi. Hann gerði viðvart nærstöddu fólki, sem kom konunni til hjálpar. Konan lést skömmu siðar á sjúkrahúsinu. Sjónarvottum og piltinum ber saman um að einungis hafi verið um pústra að ræða, engin högg eða vopni beitt, enda voru engir áverkar á likinu. Krufn- ing á svo eftir að leiða i ljós hver dánarorsökin var. Ekki er talið óliklegt að hjartað hafi gefið sig. Pilturinn er i haldi hjá lög- reglunni i Keflavik. — VS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.