Vísir - 05.12.1975, Side 2
ifentSFR:
Hvað ætlar þú að gefa
margar jólagjafir?
Anna Ilarðardóttir.nemi: —Á ég
að telja þær saman, — ætli þær
verði ekki niu. Þetta er alltaf
svipaður fjöldi, en veröið hækkar
stöðugt, svo það getur vel verið að
ég fari á hausinn.
Einar Þórhallsson, nemi: — Ég
gefsvona fjórar til fimm, allt inn-
an fjölskyldunnar. Ætli ég reyni
ekki að kaupa ódýrari gjafir
núna, til að draga úr kostnaðin-
um.
llarald Kristófersson, gleraugna-
smiður: —Minnsta kostifimm, til
ættingjanna. Þær verða ekkert
dýrari fyrir mig i ár en áður.
Stclla Arnórsson, vinnur á skrif-
stofu: — Ég gef bara barnabörn-
unum, þau eru þrjú og svo börn-
unum og þau eru fjögur. Ég gef
aldrei stórar gjafir, reyni að
prjóna þær og sauma mest sjálf.
Hólmsveinn Jóhannsson,
verslunarmaður: — Það er nú
ekki alveg afráðið, ætli ég gefi
ekki svona 10 til 11 gjafir, allt til
ættingja. Ég reikna með að þær
séu dýrari núna, en ég reyni að
stylla þeim i hóf.
Gunnar Grettisson, vinnur hjá
Sambandinu: — Þetta er óaf-
greitt mál ennþá, ég er ekki búinn
aö gera dæmið upp. Ætli ég skjóti
ekki á að ég gefi jólagjafir fyrir
svona fjörutiu þúsund.
Föstudagur 5. desember 1975. vxsm
JÓlAGtTRAUNIN (1)
Hvar fá Steini og Gunna nú
þennan rétt framreiddan?
Við veitum þrjá valmögu-
leika, en aðeins einn þeirra
er réttur. Litið á klæönað og
umhverfi, það ætti að hjálpa
til við aö finna réttu lausn-
ina.
□ ÍSLAND
□ TYRKLAND
□ ÍSRAEL
Geymiðseðilinn. Safnið
seðlunum saman, og þeg-
ar getrauninni er lokið,
þá á að senda þá alla
saman til Vísis.
Þau hjónin Steini og
Gunna, dóttir þeirra og
heim ilishundurinn
leggja i dag upp i heljar-
mikla ferð um heiminn
með lesendum Visis.
Þau ætla að koma við i tiu lönd-
um á heimsreisunni, og smakka
þar á ýmsum þjóðarréttum.
Þessir réttir eru allir sagðir
hreinasta sælgæti, og ráðleggjum
við lesendum að prófa upp-
skriftirnar eftir þvi sem efni og
ástæöur leyfa.
Jólagetraunin birtist hér eftir á
hverjum degi, tiu daga i röð. Þá
verður gefinn stuttur frestur til að
senda inn úrlausnir, og siðan
verður dregið úr réttum úrlausn-
um. Allar úrlausnirnar skal
senda saman til Visis, eftir að
getrauninni er lokið.
Til að taka þátt i heimsreisunni
meö Steina og Gunnu og fjöl-
skyldu þarf hvorki vegabréf né
farseðla. Það -nægir að hafa
penna eða blýant, og kannski lfka
i munnþurrku, ef vatn skyldi koma
I munninn á fólki við lestur upp-
skriftanna.
— ÓH
Rétturinn sem þau Steini og
Gunna fá heitir:
RAHATLOKUM
(konfekt)
1 1/2 kg sykur, 1/2 kg maizen-
mjöl, 1 sitróna, 6-8 dropar rósa-
olia, 1/2 desiliter möndluolia, 125
g möndlur, 50 g flórsykur, 50 g
hrismjöl.
Sy kurinn er soðinn með 3/4 li'tr-
um af vatni, þar til úr verður
þykk sykurleðja. Maizenmjölinu
er hellt hægt og hrært stöðugt i, út
i annan pott, með einum litra af
vatni i. Maizenmjölið og sykur-
leöjan eru siðan sett i sama pott
og soðið, og hrært vandlega i', þar
til deigið festist ekki lengur vit
skeiðina. Möndlurnar eru skornar
niður, og hellt i, ásamt safa úr
einni sitrónu. Þegar deigið byrjar
að losna frá pottinum, er rósaoli-
an sett út i.
Annar pottur er smurður með
möndluoliunni (mataroliu má
nota, ef möndluolia fæst ekki) og
heitu deiginu hellt i hann, upp i 2
til 3 sm þykkt. Siðan verður deigið
að standa i einn sólarhring, þá
verður það að þykku hlaupi. Það
er skorið Ilitil tigullaga stykki, og
stykkjunum dýft i blöndu af
sigtuðum flórsykri og hrismjöli.
Konfektið er borið fram i opinni
skál með tannstönglum.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Lögboðinn stuldur frá sparimerkjaeigendum
fr ykkur alveg sama?
Bálvondur sparimerkjaeigandi
skrifar:
,,Ég get ekki orða bundist,
eftir að hafa lesið það sem
skrifað var um sparimerki og
verðtryggingu þeirra i blaðinu
hér fyrir skömmu.
Þessi ráðstöfun að leggja ekki
vistölubætur inn á höfustól er
eitthvert það almesta svindl og
svinari sem ég hef heyrt um.
Þetta er afsakað með þvi að
ekki skuli reikna visitölubætur
ofan á visitölurbætur.
En mér er spurn, til hvers
eru visitölubæturnar? Ég veit
ekki beturen þærséu til þess að
bæta okkur sparimerkjaeigend-
um þá rýrnun sem verður á
peningum okkar frá ári til árs,
meðan við getum ekki og meg-
um ekki nota þá i eigin þágu.
Siðast þegar visitölubætur
voru reiknaðar út, þ.e. 1. febr.
s.l. voru þær 43%. Með öðrum
orðum peningarnir okkar höfðu
rýrnað að verðgildi um 43%.
Það sér þvi hver heilvita maður
að jafnvel þótt eitthvað vanti á
það, að ekki er búið að bæta
okkur þetta tjón fyrr en þessar
visitölubætur hafa verið lagðar
við höfuðstólinn, þá fyrst erum
við búin að fá þá upphæð sem að
verðgildi er hin sama og við
vorum skylduð til að leggja til
hliðar.
Og þó raunar ekki, þar sem
bæturnar koma ekki fyrr en
heilu ári eftir á, þar sem ekki
eru reiknaðar bætur, nema af
þeirri upphæð sem komin var
inn 1. febr. árinu á undan.
Hærri upphæð — hærra
tjón
Fyrir þá sem eiga lágar
upphæðir i sparimerkjum er
tjónið minna. Eftir þvi sem
mennhafa veriðskyldaðir til að
leggja meira fyrir, þvi meira
tjóni verða þeir fyrir.
Ef við tökum sem dæmi ein-
hvern sem hefði átt 600 þúsund i
sparimerkjum 1. febr. 1974.
Visitölubæturnár sem
reiknaðar voru af þessari
upphæð 1. febr ’75 voru sem
fyrr segir 43%. Það þýðir að
upphæðin, sem hann fær i bætur
er 258 þúsund.
Ef við gerum ráð fyrir að
þessi sami einstaklingur hefði
að meðaltali 80.000 krónur i
mánaðarlaun, þýðir það að af
honum er tekið mánaðarlega
12.000 i sparimerki. A tima-
bilinu frá 1. febr. ’74 til 1. febr.
'75 leggur hann þvi fyrir 144.000
krónur i sparimerki.
Ef nokkurt vit eða sanngirni
væri i málum ætti hann þvi nú 1.
febr. 1976 þegar næst verða
reiknaðar út visitölubætur að fá
reiknaðar á 1.002.000.- rúmlega
eina milljón — plús vexti. En
það fær hann ekki, heldur aðeins
744.000. — þar sem 258 þúsundin
sem hann fékk i visitölubætur
árið á undan voru ekki lögð við
höfuðstólinn.
Hvaö verður þá um visi-
tölubæturnar! Jú, þær eru
lagðar inn á einhvern hliðar-
reikning og rýrna þar og
verðfalla óáreittar.
Það væri hægt að halda þess-
um reikningi áfram og giska á
hverjar visitölubæturnar verða
1. febr. ’76 i prósentum og
reikna þannig út hvernig
svindlað verður á hverjum
einstaklingi við næsta út-
reikning. Það segir sig auðvitað
sjálft að tjónið vex ár frá ári eða
i hvert sinn sem visb
tölubæturnar eru reiknaðar út.
Aðrir nýta peningana
okkar á meðan.
Ef vikið er frá þessu atriði má
benda á annað óréttlætið enn. Ef
ég tek út sparimerkin min núna
i desember, þá verð ég algjör-
lega að standa sjálfur undir
þeirri rýrnun, sem orðið hefur á
þeim sparimerkjum, sem ég hef
lagt inn frá þvi 1. febrúar 1974.