Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 3
VISIB Mánudagur 8. desember 1975. 3 Nákvæm mæling Lögregluþjónarnir hafa töflu sem sýnir hraða bifreiðanna miðað við hvað það tekur þær langan tima að fara þessa sex hundruð metra. Taflan fer upp i 150 kilómetra. Þeir hafa enn ekki lent i neinum sem farið hefur upp fyrir hana. — Hins vegar er ekki óal- gengt að við grípum þá i kring- um hundrað, segir Eric. — Þeir eru i minnihluta af þeim sem við stöðvum, sem betur fer, en þeir eru til. Þrjátiu og þrir þann dag- inn Það er rússajeppi viðbúnir.......... — Þaö voru 26,6 sekúndur, segir Eric. — Ég hef 26.8, er svarað. — Þá tökum við 26.8. — Við gefum ökumönnum alltaf lengri timann, útskýrir Friðrik, — Það er ekki oft sem munar sekúndubrotum á klukk- unum hjá okkur, en þegar þaö kemur fyrir, gefum við þeim alltaf lengri timann. — Þessi var á 80,60 kilómetra hraða svo það skiptir kannski ekki á máli á braut sem eru að- eins leyfðir sextiu kilómetrar á. En við gerum þetta nú svona. — Það cr rauður Moskvitsh. Verið þið viðbúnir.. NÚ. Við sitjum aftan i Volvo lögreglubil. Um leið og ,,NC” gellur við i taðstöðinni fara þrjár hárná- kvæmar skeiðklukkur af stað. Það er þögn i talstöðinni nokkra stund en svo heyrist: — Hann er að koma að mörkunum. Verið viðbúnir... NC. Skeiðklukk- urnar klikka aftur. — Það eru 26,4 sekúndur. — Það stemmir hjá okkur. Þaö gerir 81,82 kilómetra hraða. Stoppa þennan. Lögregluþjón- arnir tveir sem sitja fyrir fram- an okkur, snarast út. Þegar Moskvitshinn birtist, veifa þeir honum út i kantinn. Þeir taka niður nafn, númer og fleira þess háttar og athugasemdir öku- mannsins. Flestir viðurkenna Við höfðum frétt að lögreglan væri við hraðamælingar með Steinþór Nyborg (með talstöð- ina) og Gunnlaugur Valtýsson við „rásmarkiö”. skeiðklukkum við Reykjanes- braut, og langaði til að sjá hvernig það færi fram. Við ók- um þvi lúshægt á staðinn. Og nú sátum við aftur i hjá þeim Gunnari Sigurðssyni og Ásgeiri Guðmundssyni. Þeir eru búnir að afgreiða Moskann og setjast upp i aftur. Ein talstöðin er nú búin að fá nóg af þessu og neitar frekári samvinnu. Aðgerðum er þvi hætt og menn halda niður á stöð til að ganga frá skýrslunum. Þær urðu þrjátiu og þrjár þennan daginn. Tveir þeir hrað- skreiðustu voru á hundrað þeg- ar þeir voru stöðvaðir. Þessir mælingamenn lögregl- unnar geta legið i leyni hvar sem er i borginni, svo það er vonlaust að vera öruggur um að forðast þá. Nema með þvi að aka á löglegum hraöa. Kannski væri það ekki svo vitlaust. —ÓT Asgeir skrifar skýrsluna en Gunnar fær uppgefinn tima og hraða hjá hinum bilunum. Gunnar og Asgeir (með hjálm) ganga i veg fyrir einn sem fór of liratt. Friðrik Jónsson (t.v.) og Eric Steinsson, tilbúnir meö skeiðklukkur og töfluna góðu. (Myndir BG) „Hægja þegar þeir sjá okkur" I öðrum lögreglubil nokkru neðar viö Reykjanesbrautina eru þeir Steinþór Nyborg og Gunnlaugur Valtýsson með skeiðklukkurnar tilbúnar. Það er verið að mæla bila sem fara niður eftir og þeir eru þvi við „rásmarkið”. Sex hundruð metrum neðar er næsti bill. — Þeir hægja nú snarlega á sér ef þeir sjá okkur, segir Steinþór og glottir. En við erum ágætlega faldir hérna. Hann hvessir augun á stóran ameriskan bil sem kemur á mikilli ferð: — Hérna kemur einn. Tilbúnir.... NÚ. Og skeið- klukkurnar tifa. — Langflestir viðurkenna strax, segir Gunnar. Menn vita, held ég, að við erum ekki að svekkja þá að ástæöulausu. En athugasemdir þeirra eru alltaf skráðar og fylgja skýrslunni, hvort sem þeir viðurkenna eða ekki. Það er þeirra réttur að tjá sig um málið. — Þetta er nú mikið að skána, segir Ásgeir. Við erum töluvert búnir að herja á ökumenn með þessu eftirliti. Það sést á skýrsl- um að þeim hefur fækkað sem aka of hratt. Það þarf þrjá bila og tvo menn i hvorum við þessar mæl- ingar. Tveimur þeirra er lagt við viðmiðunarstikur, með sex hundruð metra millibili. Þeir taka timann sem það tekur bil- ana að fara þessa sexhundruð metra og ef þeir fara þá á of skömmum tima er kallað i þá Gunnar og Ásgeir og þeim sagt að stöðva viðkomandi. Saklaus Volkswagen Við tifum hins vegar niður að þriðja bilnum. sem er sakleysis- legur Volkswagen, hálffalinn á bak við skurðgröfu. Þar eru fyrir Friðrik Jónsson og Eric Steinsson. Þeir eru að mæla rússajeppa sem er á leiöinni niðureftir: — Viðbúnir. NC! Bodil Forsberg: Ég ann þér einum Iirifandi ástarsaga um heitar ástriður og örlagabaráttu. Francis Clifford Nazisti á flótta Hörkuspennandi bók um æðis genginn flótta. Jóhann Hjálmarsson: Myndin af langafa Bók, sem allir tala um. Bók, sem boðar nýja bókmennta- stefnu. er rituð af færustu sérfræðing- um i barnauppeldi. Bók fyrir mæður, verðandi mæður, ljós- 'inæður og fóstrur. Hörpuútgáfan. Guömundur Böövzu«son Guðmundur Böðvarsson: Ljóðasafn — safnrit V Ný bók i samstæðri útgáfu á verkum skáldsins. Ungbarnabókin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.