Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 9
9 VISIR Mánudagur 8. desember 1975. og almenns efnis. Hefði hann betur einbeitt sér að þeim ráð- herrum sem hann hefur sjálfur eitthvað verulegt um að segja, og þeir eru vissulega allmargir. En um þá eru dómar hans iðulega litt rökstuddir og erfitt fyrir lesand- ann að átta sig á hverju hann vill vera sammála. En fyrir þá sem sjálfir muna þessa menn eða hafa kynnt sér að einhverju marki sögu þeirra, getur verið dægra- dvöl og ánægjuleg upprifjun að lita yfir umsagnir Magnúsar. Þannig hygg ég að RÁÐHERRAR ÍSLANDS eigi eftir að verða les- endum til talsverðrar ánægju, þótt kannski mætti óska sér bók- arinnar fróðlegri og vandaðri. Decamerone Pecamerone itölsk/frönsk/- vestur-þýsk 1970. Leikstjóri Pier Paolo Pasoiini. Stjörnugjör: Þessi timamótamynd hins nýlátna leikstjóra Pier Paolo Pasolini er orðinn 5 ára gömul, trúi ég, og eflaust er kvikmyndahúsið búið að hafa hana hjá sér nokkuð lengi, rétt eins og aðra mynd hans „Canterbury Tales” sem gerð er árið eftir. Viðfangsefni siðustu mynda Pasolini voru að mestu sótt i þjóðsögur og ævintýri, og hér hefur hann tekið fyrir safarikt efni, sjálfan Boccacio. Það kann að koma á óvart, að Pasolini leikur i myndinni málara, en ekki sagnaþul, og lætur sjálfan sig imynda sér hinar einstöku sögur utan um fólk, sem hann sér á förnum vegi. Hann kemur ágætlega fyrir, ofleikur ekki og treður ekki eigin persónu fram um of. Það væri kjánalegt að imynda sér, að svona mynd, sem sett er saman úr smásögnum, sé jafn góð, þegar á heildina er litið. Stöku brandarar eru góðir, aðr- ir hallærislegir út hófi fram og snerta mann engan veginn. Sögurnar eru of margar, til að hægtsé að dæma þær hverjar út af fyrir sig hér, en aðeins hægt að benda á einstök smáatriði, sem þar koma fram, s.s. dálæti leikstjórans á að sýna upp i munninn á hlæjandi fólki, og þá helst ef tennur þess eru mjög skemmdar. Það verkar þreyt- andi til lengdar. Tilgangurinn með myndinni er einnig mjög á reiki. A þetta að vera saga um nútimann og hina siðferðilegu hnignun hans? Gáskafullur leikur með þakklátt efni? eða þá bara eitt langt unna-unna framan i kvik- myndaeftirlit og yfirvöld? Ég læt aðra um að dæma um það. En ekki þar fyrir, að..De- camerone” sé ekki þess viroi að sjá hana. Hún er það vissulega og jafnvel mjög falleg á köflum. innan um allan hroðann. Óvönduð „dubbun” skemmir talsvert fyrir. KVIKMYNDIR Steinn Bjarki Björnsson skrifar Rabbað við ráðherra Magnús Magnússon: RADHERRAR ISLANPS 1904—1971. SVIPM YNPIR Útv. Skuggsjá. Ný bók eftir Magnús Storm hlýtur að vekja nokkra eftirvænt- ingu, og titill þessa rits mun i ein- hverra huga bera með sér vonir um safamikið safn frásöguþátta með hæfilegum slúðurblæ. Óneit- anlega flytur bókin nokkuð af sliku efni, en ekki mikið, bæði er lesmál hennar stutt (150 f 1 jótlesn- ar siður) og mestur hluti þess annars eðlis. Fyrri bækur Magnúsar munu að mestu hafa tæmt sjóð hans af sönnum smá- sögum um framámenn þjóðar- Bókmenntir innar, fáeinar bætast þó við hér Og lifga bókina til muna. Stundum tekst Magnúsi einnig að kitla slúðurhvatir lesenda á býsna ósvifínn hátt án þess að vitna til neinna sérstakra atburða, samanber vangaveltur hans um það hvort Vilhjálmur Þór hafi verið heiðarlegur eða ekki, eða yfirlitsmynd hans af ferli Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem er dregin af meiri iþrótt en annað i þes'sari bók, en varla með þeim hætti sem sanngjarnt er að skrifa um fólk. Annars er mestur hluti RÁÐ- HERRAR ISLANDS gerður af öðru efni og kurteislegra. Bókinni er skipt i kafla eftir landshöfð- ingjum og ráðherrum fram til 1917, en siðan eftir rikisstjórnum og þá sagt frá hverjum einstökum ráðherra á einum stað aðallega þótt hann hafi oftar setið i stjórn. Með þessum hætti fæst handhægt yfirlit yfir ráðherra og valdatima hverrar stjórnar, og um leið nokkrar upplýsingar um aðdrag- anda stjórnarskipta og helztu deilumál flokkanna á hverjum tima, svo og starfsferil ráðherr- anna i stórum dráttum. Allt þetta efni er einnig að finna i riti Agn- ars Kl. Jonssonar um Stjórnarráð islandsog er þar bæði skipulegra og fyllra, en fyiir þá sem Stjórn- arráðssagan er ekki tiltæk, er RAÐHERRAR ÍSLANDS hand- hæg uppsláttarbók um þessi efni. (Þó ekki alveg nógu nákvæm : t.d. segir hann frá kosningaúrslitum 1937 og gleymir alveg tveimur þingmönnum Kommúnista- flokksins.) Magnús er ótrauður að túlka og dæma flokka, stefnur og stjórnir, og lætur hann jafnan eigin skoð- anir ráða ferðinni án nokkurrar viðleitni til óhlutdrægni. Sú að- ferð er svo augljós að lesendur munu naumast taka órökstudda dóma höfundar fyrir annað en þeir eru, og þá er ekki við hann að sakast þótt hann noti tækifærið og boði skoðanir sinar. Þó hefði hann átt að breyta nokkrum stöðum sem draga um of dám af dæg- urmálum þegar þókin var skrifuð, en siðan eru liðin 4 ár. Auk allra ráðherra fram til loka viðreisnarstjórnar lýsir Magnús sérstaklega landshöfðingjunum og nokkrum stjórnmálamönnum öðrum, alls um 60 manns, og er auðséð að ekki getur hann gefið persónu hvers þeirra mikið rými þegar fyrir er svo mikið um al- menna stjórnmálasögu landsins. Um marga þeirra tekur hann upp tilvitnanir eftir öðrum, stundum alllangar, eða úr minningum sjálfra þeirra, og umsögn Magnúsar sjálfs er oft stuttaraleg BÓKAVERZLUNj SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆT118 REYKJAVÍK SÍMI: 13135 Helgi Skúli Kjartansson skrifar leika ykkur... Málaspilið sameinar tvennt, ánægju af skemmtilegu spili og nám í erlendu tungumáli. Til þess að hafa not af spilinu þarf aðeins undirstöðu- þekkingu í því tungumáli sem við á, hverju sinni. Nú er tækifærið fyrir alla, bæði unga og gamla! Málaspilið fæst í næstu bókaverzlun. Heildsala - Smásala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.