Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 10. desember 1975. VISIR risusm: Horflr þú á sakamála- myndaþætti i sjónvarp- inu? Sigurður Margeirsson sjómaður: Neiekki á neinn þeirra. Ég er sjó- maður og við höfum ekki það góð- ar endurvarpsstöðvar að við get- um náð sjónvarpi sem heitið geti úti á miðunum. Elisabet Einarsdóttir, nemi: Já þaðgeriég.Mérlikarbara vel við þá. Sérstaklega viðMacCloud. Ég horfi lika einstaka sinnum á aðra sakamálamyndaþætti. FriðaDóra Júliusdóttir, nemi: Já ég horfi alltaf á Mac Cloud. Mér finnst hann ofsa spennandi. Svo finnst mér Hka Columbo alveg æðislegur. Ég horfi alltaf á svona myndaflokka. Adolf Emilsson, ncmi: Ég horfi bara á MacCloud og finnst hann ágætur. Reyndar horfi ég alls ekki á breskar sakamálamyndir bara á bandariskar. Mér finnst vanta fleiri sakamálakvikmyndir i sjónvarpið i staðinn fyrir þessa framhaldsmyndaþætti. Jón Ellasson, jólasveinn: Ég hórfi nú bara aldrei á sjónvarp, einfaldlega af þvf að ég á ekkert. Mér sýnist lika frekar litið vera varið í það efni sem sjónvarpið býður upp á. Bára R. Jónasdóttir, i jólafrii: Ég horfi aldrei á sjónvarp svo ég get bara ekkert sagt um þessa saka- málaþætti. r JOIAGETRA UNIN (5) Þá er jólagetraunin hálfnuð. Fimmta máltið þeirra Steina, Gunnu og fjölskyldu er Crostate de Fichi. Þá er spurningin auðvitað: Frá hvaða landi er þessi jóla- réttur? Við minnum á hin glæsilegu verðlaun i getraninni, Nordmende hljómtækið frá Radióbúðinni. Þetta er hið fjölhæfasta tæki, spilar plötur, kassettusegulbönd, er með útvarp og magnara, og þvi fylgja tveir hátalarar, ásamt tveimur mikrófón- um. Rétturinn heitir CROSTATE DE FICHI . (fikjurúllur) Deigið: 250 g hveiti, 75 g smjör, 1 1/2 dl mjólk, 75 g sykur, svolitið salt og 20 g ger. Fylling: 50 g rúsinur, 50 g fikjur, 100 g steinlausar sveskjur, 50 g hnetukjarnar, 3 matsk, hunang, 100 g „glasseraðis ávext- ir”, eða súkat. Allt sem fer i fyllinguna, nema hunangið, er sett i hakkavél, og siðan blandað með hunanginu. Deigið er gert þannig að gerið er leyst upp i mjólkinni, og öðru innihaldi siðan blandað út i. Deig- ið á að lyfta sér i 20 minútur, siðan að fletja út, og skera i ferhyrninga, ca. 5x6 cm. Á hvern ferhyrning eru settar ca. 2 tesk. af fyllingunni, deigið vafið utanum, og látið lyfta sér. Skerið tvær grunnar skárendur á hverja köku, penslíð með mjólk, og bakið i vel heitum ofni 110 til 15 minútur. Já, i hvaða landi eru þau Steini og Gunna og fjölskylda nú? Þau gæða sér á Crostate de Fichi, eða fikjurúllum, eins og þær heita á islensku. Hundurinn Arnaldur lætur sitt til málanna, með tilheyrandi „handapati”, eða ættum við kannski að segja þófapati? En hvar eru þau? LESENDUR HAFA ORÐIÐ Á HVAÐA FORSENDUM? isins, né heldur ákvæði Evrópu- samningsins, sem fyrr voru greind. (leturbr. min.). Þau réttindi sem mönnum eru áskil- in i þessum heimildum fela þvi ekki i sér rétt til að halda húsdýr á heimili. Þá benti Hæstiréttur á, að Evrópusamningurinn hefði ekki öðlast lagagildi á ís- landi....* 1 2’ Þar sem þetta mál hefir verið tekið til meðferðar hjá Mann- réttindanefnd Evrópuráðsins i Strasbourg og mun áreiðanlega vekja mikla athygli um alla Evrópu, þegar niðurstöður nefndarinnar verða kunnar, langar mig sem leikmaður i lög- um að beina tveimur fyrir- spumum til höfundar greinar- innar, Finns Torfa Stefánsson- ar, hdl. 1. A hvaða forsendum hafði Hæstiréttur heimild til að kveða upp úrskurð um ákvæði Evrópusamningsins, þar sem hann taldi, og eflaust með réttu, að samningurinn hefði ekki öðl- ast lagagildi á Islandi? 2. Hvaða „málalok” mundi þetta mál fá á íslandi, ef Mann- réttindanefndin, Mannréttinda- dómstóllinn eða Ráðherra- Jakob Jónasson, læknir skrifar: „Fimmtudaginn 4. des. s.l. birtist I Visi i greinaflokknum „Málalok” stutt og skilmerkileg framsetning á „lagasjónarmið- um I hundamálinu”. Em þar raktar i hnotskurn málsástæður beggja málsaðilja og skýrt frá dómsniðurstöðu Hæstaréttar. I siðustu málsgreininni segir m.a. orðrétt. „Hæstiréttur taldi og að ákvæðin (um bann við hundahaldi, innskot mitt) brytu ekki i bága við reglur stjórnar- skrárinnar um friðhelgi heimil- LIGGUR ÞÉR EITTHVAÐ Á HJARTAV Utanóskriftin er: VÍSIR c/o y/Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík nefndin teldu lögin um hunda- bannið ekki helgast af nauðsyn og brytu þvi i bága við ákvæði Evrópusamningsins um vernd- un mannréttinda og mannfrels- is? PATENT" lausn! ## Lesandi hringdi: „Miklar umræður hafa verið um Landhelgisgæsluna og störf hennar. Meðal annars hefur verið rætt um að það mundi létta störf gæslunnar af fleiri skipum yrði bætt við hana. Ég vil þá benda á að það er ekkert vandamál með skip handa gæslunni. Hún verður bara að byrja á þvi að taka tvo þrjá breska togara og setja á þá byssur og nota þá siðan i gæsl- unni. Þetta gera rússarnir, þeir taka skip og gera þau og veiðar- færin upptæk og gera þau svo Ut næitu tiu, tuttugu árin.” □ GRIKKLAND □ ÍTALÍA □ VENEZÚELA Setjið kross við rétta svarið, og geymið seðilinn. Þegar get- rauninni er lokið safnið seðl- unum saman, og sendið þá alla tiu ásamt nafni til Visis. Dregið verður úr réttum úr- lausnum fyrir jól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.