Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 10
10 MALALOK Miövikudagur 10. desember 1975. vís LLi L'.MSJÓN: JÓN STEINAR GUNN'LAJJGSSON FINNL’R TORFI STEFÁNSSON Yfir 6000 mól þingfest í Reykjavík 6 þessu óri fjölda dómsmála hjá sama embætti sl. ár. Ekki skal fullyrt um að hve miklu leyti versn- andi efnahagur manna endurspeglast i neðan- greindum tölum, þótt hitt megi vera ljóst, að nokkur áhrif til fjölg- unar dómsmálanna hefur hann haft. En fleira kann þar til að koma. Auk þess að skoða fjölda dómsmála hjá borgardómi Reykja- vikur mun ég i þessum dálki ræða litillega þýðingu þess, að menn mæti á dómþingum þeim, sem þeim er stefnt til að mæta á. Þingfestingar A bæjarþingi Reykjavikur höfðu um sl. mánaðarmót verið þingfest 5780 mál frá ársbyrjun. Á öllu árinu 1974 voru á hinn bóginn þingfest 5137 mál alls. Rétt er að gera stuttlega grein fyrir,hvað það merkir að mál er „þingfest”. Vilji maður (stefn- andi) höfða mál á hendur öðriím manni skrifar hann svokallaða stefnu, þar sem hann lýsir i meginatriðum kröfum sinum og tekur fram, að hann stefni að gagnaðilanum (stefnda) til að mæta á dómþingi á fyrirfram á- kveðnum stað og tima. Stefnuna færhann stefnuvottumi hendur. Þeir birta siðan stefnda stefn- una með þvi að fara á heimili hans eða vinnustað, afhenda honum afrit af henni og árita frumritiðum að birting hafi far- ið fram. Stefnuvottarnir fá sið- an stefnanda frumritið i hendur á ný, sem leggur það fram á þvi dómþingi, sem áður hafði verið ákveðið. Viö framlagningu stefnu i dóm telst mál þingfest. Venjulega leggur stefnandi þá einnig fram þau skjöl önnur, sem hann byggir kröfur sinar á. Fjöldi þingfestinga á ári hverju segir þvi til um hve mörg dómsmál hefja göngu sina hjá viðkomandi dómstól. Að ofan- greindum fjölda þingfestinga má ráða, að heildarfjöldi þeirra á bæjarþingi Reykjavikur muni fara vel upp fyrir 6000 mál á þessu ári. Það verður þvi um verulega aukningu að ræða frá árinu 1974, en þá voru þingfest 5137 mál, eins og áður sagði. Örlög mólanna Framhald einkamála, eftir að þau hafa verið þingfest, getur verið með ýmsum hætti. 1 fyrsta lagi greinum við á milli munn- lega fluttra mála annars vegar og skriflega fluttra hins vegar. Skriflega eru öll þau mál flutt, þar sem ekki er sótt dómþing af hálfu stefnda, en munnlega eru þau mál flutt, þar sem stefndi lætur sækja dómþing og heldur uppi vörnum við dómkröfum stefnanda. Fram til siðustu mánaðarmóta hafði verið tekin ákvörðun um munnlegan flutn- ing 362 mála hjá bæjarþingi Rvikur á þessu ári. 1 annan stað má greina á milli mála eftir þvi, hvort dómur er lagður á kröfur, sem er langalgengast, hvort málum lýkur með sátt milli aðilanna eða hvort málin eru hafin, en i þvi felst, að mál er fellt niður af hálfu stefnanda. Fram til 1. des. sl. höfðu sam- tals 3812 skriflega flutt mál ver- ið dæmd á bæjarþingi Reykja- vikur á þessu ári. Munnlega flutt mál voru 364 á sama tima. Samsvarandi tölur fyrir allt ár- ið i fyrra voru 3694 skriflega flutt mál og 355 munnlega flutt. Það er þvi fyrirsjáanlegt, að um töluverða fjölgun mála verður að ræða á milli ára, þar sem fjöldinn er þegar orðinn meiri en allt árið i fyrra. Ljóst er á hinn bóginn, að málafjöldinn mun ekki verða sá sami og hann var á „erfiðleikaárunum ” 1967—1969, en þá var fjöldi af- greiddra mála á bæjarþingi Reykjavikur aíls um eða yfir 6000 mál á ári. Þýðing þess að mœta ó dómþingi Við athugun á ofangreindum tölum vekur þegar athygli, að skriflega flutt mál eru márgfalt fleiri en munnlega flutt. Þetta segir okkur, að mun sjaldgæf- ara er að menn mæti, sé þeim stefnt, en að þeir mæti ekki. Oft er ástæðan fyrir þvi, að menn mæta ekki, sú, að þeir hafa ekki neitt við réttmæti kröfu að at- huga. Ástæðan fýrir þvi að þeir hafa ekki greitt kröfu kann t.d. að hafa verið féleysi þeirra. Þegar svo er, að menn viður- kenna fyrirvaralaust greiðslu- skyldu sfna, má segja að litil á- stæða sé fyrir þá að ómaka sig við að mæta á dómþingi þvi, sem þeim er stefnt til. Hafi menn á hinn bóginn eitthvað við réttmæti kröfu að athuga, er þeim nauðsynlegt að mæta, eða fá starfandi lögmann til að mæta fyrir sig, til að koma sjón- armiðum sinum að. Meginregl- an er sem sagt sú, að málatil- búnaður stefnanda er lagður til grundvallar dómi, þegar stéfn- andi mætir ekki. í þessu sam- bandi er rétt að leggja áherslu á, að með uppkvaðningu dóms hafa verið lagðar endanlegar lyktir á það sakarefni sem um er dæmt. Láti menn þvi farast fyrir að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins, hafa þeir glatað möguleikanum á, að koma sjónarmiðum sinum um réttmæti krafna á framfæri. Þá skal einnig bent á, að við meðferð dómsmála rikir algjört jafnræði meðaðilum. Þar nýtur stefnandi máls engra forrétt- inda. Af framangreindum á- stæðum ber þvi að brýna menn á þvi að mæta og taka til varna, þegar þeir hafa við réttmæti kröfugerðar að athuga. Allir starfandi lögmenn þekkja þá aðstöðu vel, að skúldari dóms- kröfu sem ekki sinnti stefnu, setur fram mótmæli við rétt- mæti kröfu, þegar komið er til hans til áð ganga að eignum hans tíl fullnustu kröfunnar (fjárnám). Slik mótmæli eru haldlaus. Viðkomandi hefur verið gefinn kostur á að setja fram sjónarmið sin um kröfu fyrir dómi, þar sem slik mót- mæli fá hlutlæga meðferð. Hafi hann ekki gert það, hefur hann orðið fyrir réttarspjöllum, þ.e. hans viðhorf komast ekki lengur að i málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. Mörgum kann að leika forvitni á að vita, hvaða áhrif versnandi efnahagsástand þjóð- arinnar og einstakling- anna hefur á fjölda dómsmála. í dálkinum i dag skulum við lita á fjölda mála, sem til meðferðar hafa verið hjá borgardómi Reykjavikur á þessu ári fram til siðustu mánaðarmóta og bera þessar tölur saman við cTVLenningarmál Samviskusamur stjórnandi Sinfóniuhljómsveit íslands 6. tónleikar 4. descmber. Efnisskrá: Beethoven: Egmontforleikur Bcethoven: Pianókonsert nr. 4 i G-dúr Brahms: Sinfónia nr. 1 Einleikari: Kadu Lupu Stjórnandi: Vlaciimir Ashkc- nazy Ashkenazy er mjög reyndur og flinkur tónlistarmaður. Hann er sérstaklega samviskusamur stjórnandi, og það er gaman að sjá og heyra hann stjórna. Sin- fóniuhljómsveitinni fellur lika auðsjáanlega vel að vinna með honum. Ashkenazy veit hvað hann vill, en ég er ekki alltaf viss um að honum takist að fá það fram sem hann óskar sér. Það er mjög virðingarvert af Ashkenazy að fást dálitið við hljómsveitarstjórn, það getur aðeins vikkað sjóndeildarhring hans, og komið honum að góðu liði sem pianóleikara. En þó Ashkenazy sleppi oft prýðilega frá hlutunum sem hljómsveitar- stjóri er samt ólikt meira upplifelsi að hlýða á pianóleik hans. Það væri synd að segja að efnisskráin væri frumleg. Ég held að enginn forleikur hafi verið leikinn jafnoft og Egmont- forleikurinn enginn einleiks- konsert heyrst hér jafnoft og 4. pianókonsert Beethovens. Og það má mikið vera ef 1. sinfonia Brahms eriekki nálægt metinu lika. Hljómsveitin flutti þessi verk vel, enda ætti hún að gjÖB- þekkja þau. Ashkenazy gerði sitt til að fá fra'm spennu og fjör. Einleikarinn i pianókonsert Beethovens var ungur snillingur Radu Lupu. Hann lék af ein- stakri snilld tækni hans var full- komin, leikur hans blæbrigða- rikur með afbrigðum og einkar músikkalskur. Ashkenazy fylgdi eftir ef mikilli prýði og dró fram hina kammermúsikk- ölsku drætti konsertsins. Þetta var eftirminnileg uppfærsla. Atli Heimir Sveinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.