Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR Seðlabanka- Miðvikudagur 10. desember 1975. Óku utan í 4 bíla við sömu götu Að aka utan i fjóra bila á einum bil sama kvöldið er fullmikið af þvi góða. Ekki sist' þcgar bilarnir standa allir við sömu götuna. Þetta átti sér stað i nótt. A Bugðulæk var ckið utan i hvorki meira né minna en fjóra bila á sama tima. Klukkan rúmlega hálf tvö var atvikið tilkynnt til lög- reglunnar. Lögreglan hand- tók siðar pilt sem viður- kenndi að hafa ekið bil sem um var að ræða um kvöldið. En annar piltur var með honum, og sá komst undan. Var talið að hann hefði ekið bilnum þegarhann fór utan i hina fjóra. Bflinn fengu þeir ekki einu sinni á löglegan hátt, heldur brugðu þeir sér inn á bila-. sölu, og fengu sér einn. Að sjálfsögðu var ölvun i spil- inu,en pilturinn fékk að gista hjá lögreglunni. — EA. Heita vatnið streymir upp í Eyjafirði ,,l>að renna um tuttugu og þrir sekúndulitrar af 86 gráða heitu vatni úr holunni núna, en hún er orðin um 619 metra djúp, sam- kvæmt upplýsingum frá verk- stjóranum i morgun,” sagði Rögnvaldur Finnbogason hjá Orkustofnun i viðtali við Visi i gær. Stutt er siðan hafin var borun með Jötni að Laugalandi i Eyja- firði fyrir Akureyrarbæ og höfðu menn ekki gert sér vonir um, verulegan árangur svona ofar- lega, en það var aðfaranótt þriðjudags sem rennslið byrjaði. ,,Þetta er mjög góður hiti og miklu betri árangur en hefur náðst i Eyjafirði fram til þessa,” sagöi Rögnvaldur. „Að magni til gæti ég trúað að þetta væri um fimmti eða sjötti partur af þvi sem þarf. Hins vegar er viðbúið að auka mætti magnið kannski allt að helmingi með dælum. Þetta gefur mjög góðar vonir, og ástæðu til að vera bjartsýnn um árangur. Það verður haldið áfram að bora fram i miðjan desember, en siðan verður gert hlé framyfir áramót,” sagði Rögnvaldur Finn- bogason. — ÉB Götur grófust í vatnsveðri í Eyjum í nótt „Ég man ekki eftir öðru eins vatnsveðri og þennan klukkutima I nótt. Það var ekki hægt að segja að það væri eins og hellt væri úr fötu, öllu hcldur sprautað úr slöngu,” varð lögreglu- manni i Eyjum að orði, þegar við höfðum samband þangað I morgun. Mikið vatnsveður var þar i nótt og sérstaklega eina klukkusund. Götur sem lagðar eru vikri grófust margar illa . Ekki voru þær þó ófærar bilum en illfærar sums staðar,sérstaklega svo kallaður Dalvegur. Viðgerðir voru hafnar i morgun, en ekki var vitað til að flætt hefði i kjallara eða önnur óhöpp hlotist af. -EA. stióri vísar ummœlum Guðna ó bug Visir reyndi i morgun að fá umsögn ráða- manna i Seðlabankan- um um fullyrðingar þær, sem fram komu á blaða- mannafundi með Guðna Þórðarsyni, forstjóra Air Viking, i gær um Seðlabankann. Ekki náðist i forráðamenn bankans, en Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, hefur algjör- lega visað á bug ummælum Guðna um ofsóknir. Bankastjór- inn hefur sagt, að þáttur Seðla; bankans i málinu sé aðeins eðli- legur liður i eftirliti bankans með peningastofnunum. Fyrirgefðu góði — ég œtlaði ekki að gera þetta Þessari bifreið Pósts og sima var óiöglega lagt þarna fyrir utan simstöðvarbygginguna við Kirkjustræti. Það afsakar þó ekki að á hana var ekið, en býður fremur þeirri hættu heim. ökumaður jeppabifreiðar, sem var að bakka út úr stæöi við Austurvöll, sá ekki bifreiðina með þeim afleiðingum, sem við sjá- um á myndinni hér að ofan. Atburðurinn átti sér stað kl. 16.30 i gærdag. TIL FÆREYJA MEÐ SJÚKAN SKIPVERJA Reykjafoss var í morgun á leiðtil Færeyja meðskip- verja sem hafði fengið hjartaáfall. Danskt eftir- Ilitsskip með lækni og þyrlu um borð# fylgdist með Reykjafossi en vegna óveðurs var ekki hægt að oma lækninum um borð. Enn verður borað í Mos- fellssveit Nú er verið að flytja einn af borum Orkustofnunar, sem verið hefur norður i Mývatns- sveit i sumar, til Mosfclls- sveitar þar scm haldið verður áfram borunum fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Að sögn Jóhannesar Zoega, hitaveitustjóra, er þó ekki skortur á heitu vatni til Hita- Jón H. Magnússon hjá Eimskipafélagi Islands sagði Visi i morgun að Reykjafoss yrði kominn til Færeyja um hálf ellefu leytið, og yrði þá maðurinn flutt- ur i sjúkrahús þar. Reykjaíoss var á leið til Islands frá Antwerpen þegar skipverjinn veiktist. — ÓT. veitunnar eins og er, heldur er hér um að ræða áframhald á fyrirligjandi verkaskrá og standa vonir til að unnt verði að ljúka þessari áætlun um boranir i Mosfellssveit á næsta ári. Að sögn hitaveitustjóra liggja einnig fyrir áætlanir um stækkun varastöðva og geyma Hitaveitunnar. Aðalframtiðarsvæði Hita- veitunnar verður á Nesjavöll- um i Grafningi og af tilrauna- borunum þar má ráða að þar muni nægilegt heitt vatn um ófyrirsjáanlega framtið. -EB Selir og sœljón fró Hafnarfirði til Vínarborgar 1 morgun flutti Iscargo-flugvél sjö seli og sæljón úr Sædýrasafn- inu i Hafnarfirði til Rotterdam. Þaðan verða fimm dýranna flutt til Amsterdam, en tvö með flugvél frá KLM til Vlnarborgar I nótt. Þessi dýr hefur Sædýrasafnið selt til dýragarða i þessum borg- um. Flutningarnir i morgun hófust heldur brösulega. Iscargovélin átti að taka dýrin á Reykjavlkurflugvelli, en vegna misskilnings var byrjað að aka þeim til Keflavikurflugvallar. Iscargo-vélin beið á meðan málið var að skýrast, og selirnir og sæljónin voru flutt til Reykjavikur. — Iscargo-vélin var komin i timaþröng þar eð hún þurfti að vera komin til Bretlands fyrir ákveðinn tima til að taka kálfa til flutnings til ítaliu. Kálfarnir verða fluttir i sex ferð- um. Selirnir og sæljónin voru i sérstökum búrum og virtist fara vel um þau. Eitt dýr var i hverju búri og búrin rúmgóð. — Bragi tók þessa mynd i morgun, þegar verið var að flytja selina og sæljónin um borð i flugvélina á Reykjavikurflugvolli. Tvö vinnuslys í gœr Tvö vinnuslys urðu á svipuðum tima í gær, og var í báðum tilvikum um meiðsli á fæti að ræða. 1 Stálvikvarð vinnuslys. Ungur starfsmaður þar fótbrotnaði, en ekki var fyllilega vitað hvernig slysið bar að. Komið var að hon- um liggjandi á gólfinu um það leyti, sem hann var að leggja af stað heim úr vinnunni. I hinu tilvikinu varð slys i Brekkugötu i Hafnarfirði. Þar vann maður við hitaveitulagn- ingu og var að grafa skurð. Mun hann hafa fallið i skurðinn og slasast á fæti. Var jafnvel talið að hann hefði fótbrotnað. — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.