Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 10. desember 1975. VISIR Fullkomin þjón- usta - í bílum / Japanskt fyrirtæki hefur framleitt fullkomnasta sigarettu- kveikjara i bil, sem hingað til hefur veriö gerður. Ýtt er á hnapp, og út kemur sigarettan — logandi. „Sjálfkveikjari” þessi hefur einnig að geyma sigarettuöskju, þar sem allt að þvi 30 sigarettur geta rúmast. Askjan er tengd við kveikjarann i mælaborðinu, og logandi sigaretta birtist, þegar ýtt er á hnapp. Framleiðandinn selur þessa nýju uppfinningu á 12,000 yen (tæp- ar 10,000 kr.) Prófessor rekinn úr embœtti vegna siðlauss lífernis! Stúdentar og kennarar við iæknaháskólann i Róm fóru i setuverkfaii til stuðnings við prófessor, sem var rekinn úr embætti, vegna þess að hann bjó með konu, sem hann var ekki giftur. Giovanni Gandiglio, sem er 42 ára að aldri, var visað úr emb- ætti af stjórn skólans, sem cr kaþólskur, vegna þess hve hneykslanlegt einkalif hans væri. Gandiglio prófessor sagði blaðamönnum, að hann hefði húið i fjögur ár með þritugum mannfræðingi, sem biði eftír skilnað frá manni sinum. A italiu verða hjón að hafa verið skilin að borði og sæng i fimm ár, áður en þau geta öðlast lög- skilnað. Prófessorinn kvaðst vera vinstrisinnaður, og hefði það ráðið mestu um gerðir hans. Petta mái varpar ljósi á hina slæmu sambúð rikis og kirkju á ttaliu. Samkvæmt samkomu- lagi sem gert var við Vatikanið, hefur kirkjan rétt til að ráða og reka starfsiið við kaþólska há- skóla af siðgæðilegum eða trú- arlegum ástæðum. SKIÐAFATNAÐUR Finnski skíðafotnað- urinn er kominn nú sem fyrr er hann á mjög góðu verði, lita- úrvalið er mikið og fallegt, og allar stærðir eru til. Einnig mikið úrval af: skíðum, skíðahönskum, skíðahjúlmum, skíðagleraugum, skíðahúfum og CABER skíðaskóm POSTSENDUM yzmmm míSEMMTOm Það er orðið langt síðan við hér á íslandi sáum eða heyrðum í Pat Boone, sem eitt sinn var stór- stjarna. En þessi trúaði, hreinlífi heiðursmaður er við bestu heilsu og ham- Pat Boone ánœgður með lífið ingjusamur ásamt konu sinni og fjórum dætrum. Nýlega eignaðist hann fyrsta soninn. Það var reyndar tengdasonur. Dan O'Neill gekk að eiga Cherry Boone. Columbo var áður skattasérfrœðingur Peter Falk, sem við þekkjum sem sjónvarpslögguna Columbo fær góð laun fyrir hlutverk sitt eins og lög Hollywood gera ráð fyrir. En hann hafði töluvert með miklar fjárupphæðir að gera áður en hann varð vinsæil leikari. Þá voru það milijónir dollara sem hann hugsaði i og græddi. Hann græddi þær þó ekki fyrir sjálfan sig heldur fyrir fylkið Connecticut i Bandarikjunum. Falk var rekstrarráðgjafi hjá fjármáladeild fylkisins frá 1953 tii 1955. Það yrði þó ekki til að auka vinsældir Columbos i Connecti- cutef það spyrðist hvernig hann hefði aflað fylkinu þessara tekna. Hann var nefnilega sér- fræðingur i skattamálum og það tókst að skrapa saman aðskilj- anlegar milljónir með þvi að fara að ráðum hans um ýmsar endurbætur á reglum um inn- heimtu skatta. Einn skattur sem lagður er á menn i Connecticut er svonefnd- ur notkunarskattúr. Það er gjald sem menn skulu greiða fyrir lúxusvöru sem þeir kaupa utan fylkisins en nota samt þar. Þetta gekk ákaflega illa að inn- heimta, þar til Peter Falk datt I hug að innheimta skattinn úm leið og menn skráðu ýmsar lúx- usvörur, svo sem hráðbáta og einkaflugvélar. John Nachly, var með Peter Falk á þessum árum og það fór ágætlega á með þeim. — Pete virtist oft vera annarshugar, en hann var mjög fljótur að ná tök- um á torskildum og flójtnum lagaflækjum. Hann hafði samt alltaf meiriáhuga á leiklistinni. Hann var bráðfyndinn og hnytt- inn i tilsvörum. — Stundum urðum við þó dálitið vandræðalegir yfir út- ganginum á honum þegar hann kom i vinnuna. Fötin voru oft ópressuð og skyrtan kryppluð. Jafnvel þá var hann eins klædd- ur og Columbo. John Wayne sleginn niður Kúrekahetjan John Wayne var keyrður i ofboði á sjúkrahús fyrir skömmu. Hann var með höfuðmeiðsl effir að hafa verið laminn niður og þurfti læknirinn að sauma saman Ijótt sár yfir vinstra auga. Það var níu ára dótfir kappans, Marisa sem lagði hann af velli með golfkylfu. Það var óvart. Svefnherberg- ið eins og í hóruhúsi.... Elvis Presley seldi nýlega stórhýsi ‘sitt i Holmby hæðum, en það gekk ekki alltof vel. — Hann hafði nær eyðilagt húsið, segir fasteignasalinn. Hann hafði látið mála allt, loft, veggi og gólf i hræðilegum grænum lit. Og svefn- herbergið var eins og í hóruhúsi: Hrikalegt pall-rúm, umkringt mar- mara og speglum. Ósköp er hann valtur á fótun- um, þessi litli giraffi, eins og von er, þar eð hann leit fyrst dagsins ljós þrem mlnút- um áður en myndin var tekin. Móöir hans styður hann á fætur, en nýfæddur giraffi verður að fá fyrstu móðurm jólk- ina i siðasta lagi 90 minút- um cftir fæð- i n g u , e 11 a sveltur hann i hel. Mæðginin eiga heima i dýragarðin- um I Basel i Sviss.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.