Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 11. desember 1975. — 281. tbl. 13 DAGAR TIL JÓLA Vilja stöðva innflutn- ing ó brugghráefnum — sjá baksíðufrétt Hitamismunur 17 stig á einum sólarhring — sjá baksíðufrétt hálfnuð Jólagetraun VIsis er nú hálfnuö. 1 dag heimsækja hjónin Steini og Gunna og fjölskylda þeirra sjötta landiö á heimsreisu sinni. Eins og venjulega er það svo lesenda aö geta upp á þvi I hvaöa landi þau eru stödd. Verölaunin í jólagetrauninni er glæsilegt Nordmendehljómtæki frá Kadióbúöinni, aö verömæti kr. 133 þús- und. Það er vissulega þess vert aö taka þátt I jólagetrauninni. — Sjá bls. 2 Hver er ábyrgð banka- ráðs Alþýðubankans? Bankaráö Alþýðubankans hefur leyst bankastjórana frá störf- um meðan sakadómsrannsókn á lánastarfsemi bankans stendur yfir. 1 reglugerð fyrir Alþýðubankann segir að stjórn bankans annist bankaráð og bankastjórar. Bankaráðið á að hafa fullkomið eftirlit með starfsemi bankans og formaður bankaráðsins hefur fyrir hönd þess stöðugt eftirlit með starfsemi hans, en hinir bankaráðsmennirnir skulu skiptast á um eftirlit ásamt honum. Þetta eru reglugerðarákvæði um stjórn Alþýðubankans. Sjá nánar forystugrein á bls. 8. Bœta sinnuleysið upp með dýrum leikföngum ,,0f mörg börn fá ekki svör við spurningum sinum” segir Arnór Hannibalsson i fyrstu grein sinni um skólamál i blaðinu i dag. Þar fjallar hann um forskólakennslu. Hann segir að sumir foreldrar finni svo til þess að þeir sinni ekki börnum sinum nóg og bæti það upp með þvi að kaupa handa þeim dýr leikföng og ýmiskonar dót. — Arnór mun á næstunni skrifa i Visi nokkrar greinar um skóla- mál. Sú fyrsta er á blaðsiðu 4. LIKLEGA GOMUL KAFBÁTAGHHHNG - segir Gœslan um duflin í Seyðisfirði — Við teljum liklegast að þessi þrjú dufl sem þeir sáu i Seyðisfirði séu leifar af gamalli kaf- bátagirðingu, sagði Hálfdán Henrysson stýrimaður hjá Land- helgisgæslunni við Visi i morgun. Duflin eru á stærð við bobbinga og eitt varðskipið er nú að kanna þau. — Það var vont veöur þarna i gær svo várðskipið treysti sér ekki til að fara of nálægt. Það er möguleiki að þetta hafi verið tundurduflagirðing. Þær voru sumar þannig að það var hægt að hleypa rafstraum á þær frá landi til að gera duflin virk. Við viljum þvi ekki taka neina áhættu og varðskipið biður góðra skilyrða. — Bretarnir voru nú reyndar að slæða eftir gömlum kafbáta- girðingum i Seyðisfirði árið 1962 eða ’63. Þar var á ferðinni sjálfur Anderson, fiotaforingi úr fyrsta þorskastriðinu. Sá sem skiptist á bibliutilvitnunum við Eirik Kristófersson. Við slæðinguna hafði hann sér til fulltingis skip- herra frá Landhelgisgæslunni. Enda voru þá „friðartimar’- ÓT. Brosandi jólasveinar og ennþá brosmildari stúlkur minna okkur á nálægö jólanna. Þennan broshýra hóp fann Ijósmyndari Visis, Jim, i Blómavaii i Sigtúni. Þar voru jólavörurnar komnar I hillur og á borð fyrir meira en hálfum mánuöi og aö sögn afgreiðslustúlknanna, tók salan strax vel viö sér. Fyrst var salan mest I aöventukrönsunum, en siöan hefur salan I öörum jólavarningi vaxiö dag frá degi. Þaö er lika rétt að hafa þaö Ihuga, aö nú eru ekki nema þrettán dagar til jóla. — Já, vel að merkja: fyrsti jóla- sveinninn ætti aö koma til byggöa i dag..... HVAÐ GERA HUS- BYGGJENDUR EF LÍFEYRISSJÓÐ- IRNIR HÆTTA AÐ LÁNA ÞEIM? Hefur nokkur velt þvi fyrir sér hvað gerast myndi ef lifeyris- sjóðir landsins hættu að lána til húsbygginga. —Lifeyrissjóðirnir eiga nú i miklum erfiðleikum. Fjármagn þeirra hefur rýrnað verulega,og menn óttast að þeir eigi erfitt með að gegna hluíverki sinu. — Á 5. siðu er varpað fram þeirri spurningu, hvað gerast myndi, ef lifeyrissjóðir hættu að lána til húsbygginga. Jólagetraunin Tuttugu milljónir fyrir gamlan VW — sjá „Bílarnir og við" bls. 19

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.