Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 11. desember 197S.
5
Lífeyrissjóðir eru orðn-
ir eitt veigamesta trygg-
ingarformá íslandi. Ekki
aðeins eiga lífeyrissjóðir
verulegan hluta af inn-
lánum bankanna heldur
eru þeir einnig stórir aðil-
ar við lán til einstaklinga.
Á síðustu árum og ára-
tugum hafa margir líf-
eyrissjóðir verið stofnað-
ir, ýmist verðtryggðir eða
óverðtryggðir. Mikið
misrétti hefur viðgengist
milli þeirra sem búa við
verðtryggða lífeyrissjóði
og hinna.
A siðást liðnu ári fluttu þeir
Guðmundur H. Garðarsson,
Eyjólfur K. Jónsson og Pétur
Sigurðsson þingsályktunartil-
lögu um aukna ellilífeyris-
greiðslur til lifeyrissjóðsfélaga
óverðtryggðra lifeyrissjóða.
1 greinargerð með tillögunni
eru raktar ástæður þess að
þingsályktunartillagan er lögö
fram.
Hróplegt misrétti
Segir þar að reikningsgrund-
völlur lifeyrissjóða sé miðaður
við verðbólgulaust þjóðfélag.
Hins vegar hafi á annan áratug
rikt hér á landi verðbólga sem
fari langt fram úr öllum áætlun-
um lifeyrissjóða.
Hafi þessi verðbólguþróun
skapað hróplegt misrétti milli
lifeyrisþega i verðtryggðum
sjóðum og hinna. Orðrétt segir:
„Lifeyrisgreiðsla til lifeyris-
þega i óverðtryggðum sjóði sem
byrjaði að taka eftirlaun sin i
ársbyrjun 1969 er i dag aðeins
1/4 hluti þeirrar upphæðar sem
lifeyrissjóðsfélagi i verðtryggð-
um sjóði i sambærilegri stöðu og
launaflokki nú tekur.”
En hvað myndi verðtrygging
á lifeyrissjóðum þýða? Um
ýmsa möguleika er að velja
þegar ráðist er i verðtryggingu
lifeyrissjóða.
Það mætti t.d. hugsa sér að
sjóðirnir lánuðu út og væri út-
lánaféð fullkomlega verðtryggt.
Einnig kæmi til greina svo-
nefnt gegnumstreymiskerfi. 1
stað þess að safna i sjóði yrði
tekjum sjóðsins varið til þess að
greiða ellilifeyri. Með þvi móti
myndu lifeyrissjóðir hætta að
gegna hlutverki lánastofnana
eins og þeir hafa gert til þessa.
Þess má geta að verslunar-
menn hafa mælt með siðast-
töldu hugmyndinni.
Þá er sá möguleiki að tengja
saman almannatryggingai*nar
og lifeyrissjóðakerfið. Þannig
að almannatryggingarnar
greiddu ákveðinn lágmarkslif-
eyri en úr lifeyrissjóðunum
fengju menn siðan greitt i
ofanálag.
r
Ahrif verðtryggingar
á húsbyggingar
Eins og að framan sögðu er
ljóst eru lifeyrissjóðirnir
máttugir lánadrottnar hús-
byggjenda. Það er þvi auðséð
mál að verðtrygging lána lif-
eyrissjóða myndi hafa mikil
áhríf á húsbyggingar.
Ef t.d. gegnumstreymiskerfið
yrði tekið upp þýddi það að al-
farið yrði tekið fyrir útlán úr lif-
eyrissjóðum. Og óliklegt er að
húsbyggjendur myndu fúsir
taka lán i lifeyrissjóðum ef þau
væru verðtryggð. Að minnsta
kosti á meðan það ástand varir
á almennum lánamörkuðum að
vextir séu það lágir að skuldir
jafnt sem sparifé rýrist i verð*
bólgunni.
Við leituðum til nokkurra
manna og spurðum þá hver
áhrif þeir teldu að það myndi
hafa ef byrjað væri að visitölu-
binda lifeyrissjóðina. Sérstak-
Hvað gerist ef
lífeyrissjóðir
hœtta að lána
til húsbygginga?
lega voru menn inntir eftir þvi
hvað gerast myndi ef gegnum-
streymiskerfið yrði tekið upp.
Rœkileg athugun
þarf að fara fram
„Þá hugmynd að lán úr lif-
eyrissjóðum verði verðtryggð
þarf að skoða mjög rækilega.
Þess þarf að gæta að ekki verði
flanað að neinu.”
Þetta hafði Ólafur Jensson að
segja þegar við snerum okkur
til hans og spurðum hann hver
áhrif hann teldi það myndi hafa
á húsbyggingar i landinu ef
fariðyrði að visitölubinda lán úr
lifeyrissjóðum. Ólafur er for-
maður nefndar sem vinnur nú
að endurskoðun á húsnæðis-
málalöggjöfinni.
„Þetta er ekki jafn einfalt mál
og það kann að virðast i fljótu
bragði. Það litur að visu vel út
að menn greiði til baka fullt
verðgildi fjár þess sem þeir
hafa fengið að láni, en þar með
er ekki öll sagan sögð.
Finnar hafa reynslu af verð-
tryggingu útlána og hún er slik
að þeir ætla að hætta við hana.
Hjá okkur kunna að visu að
gilda nokkur önnur lögmál. Við
þurfum er við athugum verð-
bindingu lána ekki aðeins að
skoða reynslu annarra þjóða,
heldur einnig að lita á dæmið
með tilliti til islenskra að-
stæðna.”
Efling á byggingar-
sjóði ríkisins
„Ef tekið verður upp hið svo-
kallaða gegnumstreymiskerfi
hlýtur það að kalla á að bygg-
ingarsjóður rikisins verði stór-
efldur.”
Þannig komst Viglundur Þor-
steinsson hjá B.M. Vallá að orði
er Visir kom að máli við han«.
Viglundur minnti á að bygg-
ingarsjóður rikisins hefði fyrr-
um verið mun öflugri en nú
væri. Arið 1964 hefðu lán úr
þeim sjóði numið allt að helm-
ingi kostnaðar við ibúðir komn-
ar undir tréverk. Eftir að lán úr
lifeyrissjóðum hefðu orðið jafn
almenn og raun bæri vitni hefði
þýðing hans minnkað stórlega.
„Breyting á lifeyrissjóðunum
kallar á breytingu á byggingar-
sjóðnum.”
Varðandi verðtryggingu á lif-
eyrissjóðunum sagði Viglundur
að hann teldi ekki að það þyrfti
að verka neikvætt fyrir bygg-
ingariðnaðinn. Með þvi móti
væri tekið fyrir hin svokölluðu
eyðslulán.
„Ef lenging lánstima og lækk-
un vaxta fylgdi verðtryggingu á
lifeyrissjóðslánum yröi það
byggingariðnaðinum til fram-
dráttar”.
Lífeyrissjóðirnir
gegni Hlutverki sínu
„Auðvitað litum við svo á að
lifeyrissjóðirnir eigi að gegna
sinu upprunalegu hlutverki. Að
vera lifeyrir fyrir aldrað fólk.”
Þetta var svar Benedikts
Daviðssonar, formanns Sam-
bands byggingarmanna, er Vis-
ir spurði hann um framtiðar-
skipan iifeyrissjóðanna.
„A meðan uppbygging lif-
eyrissjóðanna stóð yfir hlupu
þeir i skarðið og lánuðu til hluta
sem þeim bar alls ekki skylda til
að lána. Ef sjóðirnir eiga að
gegna sinu upprunalega hlut-
verki verður rikið að hlaupa i
skarðið t.d. með eflingu bygg-
ingasjóðs rikisins.
Samband byggingamanna
hefur ekki tekið neina afstöðu
til þess hvað beri að gera og
engar fundarsamþykktir liggja
fyrir.”
— EKG