Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 2
iisDtsm:
Lestu iþróttafréttir í blöð-
unum?
Guðrún Bjarnadóttir, afgreiOslu-
stúlka: — Það hefur nærri þvi
aldrei gerst. Ég hef bara einstöku
sinnum lesið þær. Mér list ágæt-
lega á þessar iþróttasiður, nema
stundum þykir mér vera full
mikið af iþróttafréttum.
Björn Karlsson, nemi: — Ákaf-
lega sjaldan. Ég fylgist ekkert
með iþróttum. bó finnst mér ekki
of mikið um iþróttafréttir alla
vega ekki fyrir þá sem lesa þær.
Gústaf B. ólafsson, nemi: — Ég
renni yfir iþróttasiðurnar. Að
minnsta kosti þegar ég kaupí
Visi. Ég les ekkert sérstakt á i-
þróttasiðunum og les allt efnið
svona hvað með öðru.
Hiimar Ilarðarson, námsmaður:
— Ég les iþróttafréttirnar aldrei
nokkurn tima. Þvi mér er ná-
kvæmlega sama hvað á þeim er.
Pétur Jónsson, nemi:— Já, ég les
þær alltaf. Mér finnst þær ágætar
eins og þær eru núna. Ég les
eiginlega allt sem er á iþróttasið-
unum. Að minnsta kosti um þær
iþróttir sem ég hef áhuga á. Það
mættiþó vera meira um fimleika.
Sigrún Siguröardóttir, nemi: —
Já, ég les iþróttafréttirnar. Mér
finnst alveg nægilega mikið af
þeim. Iþróttafréttaritarar eiga
bara að skrifa um allar tegundir
iþrótta.
Er þetta löglegt?
Sigrlður Haraldsdóttir skrifar:
„Mig langar til að koma á
framfæri nokkrum spurningum,
ef Visir eða einhverjir hlutað-
eigendur vilja gefa mér svör við
þeim.
1. Er það lögleg aðgerð að
leggja niöur vinnu eins og Björn
Jónsson formaður A.S.Í. hvatti
til i nafni A.S.Í., án samráðs við
vinnuveitanda og ef svo er,
hvers vegna þarf fólk þá að
leggja fram læknisvottorð
vegna fjarveru i veikindum?
2. Hvernig getur formaður A.S.I
haft 2/3 hluta þjóðarinnar að
baki sér i pólitisku máli, sem
samþykkt var á Alþingi með 42
atkvæðum gegn 18 og þó eru
alþingismenn kjörnir af þessari
sömu þjóð ilögmætum kosning-
um? Getur verið, að Björn Jóns-
son hafi ruglast á hlutverkum
sinum, annars vegar sem for-
maöur stærstu launþegasam-
taka landsins og hins vegar sem
þingmaður i næstminnsta
stjórnmálaflokki landsins,
þegar hann hvatti fólk til að
leggja niður vinnu þ. 27. nóv. s.l.
og mæta á mótmælafundi?
3. Hver á að taka ákvarðanir um
millirikjasamninga, Alþingi og
rikisstjórn eða A.S.I. og Björn
Jónsson?
ÁÆTLAÐIR
HITAREIKNINGAR
AgUst Hróbjartsson skrifar:
„Hefir Hitaveita Reykjavikur
lagalega heimild til þess að
áætla hitareikninga á fólk,
þegar þeim finnst heitavatns-
rennslið óeölilega litið, t.d.
þegar fólk sparar hita eða býr
ekki i Ibúðum sinum um nokk-
urn tima.
Ég veit um meira en eitt dæmi
um slikt.
Sonur minn býr I 2ja herb.
ibúö, sem er með sérhita. Hann
sparaði heita varnsrennsliö og
haföi engan hita á i 2 mánuði,
siðari hluta sumars, þar sem
hlýtt var i veðri. Samkvæmt
mæli átti hann að greiða fyrir 16
tonn af heitu vatni. en þegar
honum barst reikningur var
hann áætlaður og honum gert aö
greiða fyrir 220 tonn.
Þetta er ósköp svipað þvl ef ég
hefði mann i vinnu i 16 klst. og
hann kæmi sfðan með ’reikning
fyrir 220 klst. vinnu. Ætli Hita-
veita Rvk samþykkti að borga
slikan reikning?
I þvi tilfelli, sem ég nefndi var
mælirinn athugaður og reyndist
I fullkomnu lagi, enda fékk son-
ur minr. leiðréttingu á þessu
máli.
Ég veit um fleiri aðila, sem
fengiö hafa svona reikninga, og
sumir hafa af vanþekkingu
greitt þá. Hins vegar býst ég
ekki við að Hitaveita Rvk.
myndi senda fólki lægri reikn-
ing en sýnd eyðsla skv. mæli,
þótt þeim þætti eyðslan m'ikil,
og þætti mér gaman að heyra
frá fólki, ef það hefði einhvem-
tima gerst.
Ég tel þetta algjörlega ólög-
lega innheimtuaðferð og hrein-
lega er Hitaveita Rvk. að hafa
af fólki stórar upphæðir. Sama
gildir einnig um reikninga frá
Rafmagnsveitu Reykjavikur,"
sem einnig áætlar reikninga
sina — og vonast ég eftir hrein-
um og óloðnum svörum frá
viökomandi aðilum.
Fólk ætti að hugsa sig um
áður en það greiðir svona reikn-
inga.”
6)
JÓlAGíTMUNIN
JÓLA-GUACAMOLE
(fylltur avocado-ávöxtur).
Hefur nokkur reynt að matbúa eftir
uppskriftunum sem þau Steini og Gunna
hafa fengið á heimsreisunni? Það væri
gaman ef lesendur sem hafa reynt upp-
skriftirnar hefðu samband við blaðið, og
segðu hvernig rétturinn smakkaðist.
Þá er nákvæmlega helmingur keppn-
innar eftir. Vonandi hefur enginn misst
blaðúr, enef svoer, má hafa samband við
afgreiöslu Visis. Þar má nálgast blöð sið-
ustu daga.
Jólaréttur dagsins er:
2 þroskaðir avacado-ávextir, 2 tómat-
ar, 2 litlir laukar, 1 græn eða rauð
paprika. 1 dós krabbakjöt, svolitil
steinselja og/eða blaðlaukur, 1
sitróna.
Ristið ávextina langsum, takið
steinana úr, og skafið innmatinn úr
með skeið, án þess þó.að skemma hýð-
ið. Hellið sitrónusafa i ávöxtinn, dýfið
tómötunum i sjóðandi vatn og fletjið
hýðið af þeim. Hakkið tómatana, lauk-
ana ávextina og paprikuna. Skerið
krabbakjötið i sneiðar.
Sósa: 3 msk olifuolia, svolitið
sinnepduft leða sterkt sinnep), salt,
pipar og 1 matsk. sitrónusafi.
Blandið sósunni i hakkið, og fyllið
avacado-hýðið með blöndunni
Hakkaður blaðlaukur eða steinselja
dreifist yfir.
Ath. Þennan rétt á helst að tilreiða
rétt áður en sest er til borðs, þvi hann
vorður hálf,,leiðinlegur” á að sjá eftir
nokkurn tima.
o
Litla fjölskyldan er nú komin
til... ja, það er nú það/ lesendur
góðir, það verðið þið sjálfir að
finna ut. Lítið á teikninguna/ og
lesið uppskriftina, og þá komist
þið líklega að þeirri niðurstöðu að
fjölskyldan sé stödd í
□ ALBANIU
□ ÍTALÍU
□ MEXÍCO
Setjið kross við rétta svarið,
og geymið seðilinn. Þegar get-
rauninni er lokið safnið seðl-
unum saman, og sendið þá
alla tiu ásamt nafni til Visis.
Dregið verður úr,réttum úr-
lausnum fyrir jól.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ