Vísir


Vísir - 12.12.1975, Qupperneq 7

Vísir - 12.12.1975, Qupperneq 7
Umsjón: Guðmundur Pétursson VISIR Föstudagur 12. desember 1975 IRGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í 7 Patti Hearst fylgt dr fangelsinu i réttarsalinn. Segist hofa verið þving- uð til rónsins Patricia Hearst mun bera það fyrir rétti að henni hafi verið ógnað með byssu til þess að taka þátt í bankaráninu sem hún er sökuð um. — Svo segir að minnsta kosti lögmaður hennar, Lee Bailey. „Málsvörnin er einföld,” sagöi verjandinn viö fréttamenn. „Ein- hver otaöi byssu aö höföi mér, og ég geröi eins og mér var sagt,” haföi hann eftir skjólstæöingi sin- um. Hann aftók með öllu aö vörnin mundi bera viö geöveilu. „Það veröur ekki af þvi i þessu máli,” sagöi Bailey.----En hann bætti þvi þó við að reyndi saksóknari að sanna aö Patty hefði af sjálfsdáö- um tekiö þátt i bankaráninu mundi vömin reyna að sýna fram á að hiin heföi verið heilaþvegin af félögum symbiónesiska frelsis- hersins. Þegar réttur var settur i máli milljóneradótturinnar i' gær i San Francisco var hún sjálf viðstödd ogbrœti, þar sem hún sat á saka- bekknum, til fjölskyldu sinnar i áheyrendastúkunni. Munnlegur málflutningur á aö hefjast 26. janúar. Þingið felldi gólga- frumvarpið með miklum meirihluta Eftir miklar umræður og heitar i neðri mál- stofu breska þingsins i gær var tillagan um endurvakningu dauða- refsingarinnar felld með 361 atkvæði gegn 232. t fyrra þegar málið kom til umræöu var þaö fellt meö 369 at- kvæöum gegn 217, svo aö sjá má aö þeim þingmönnum f jölgar sem fylgjandi eru dauöarefsingunni. En skoðanakannanir hafa leitt i ljós aö þorri fólks á Bretlandseyj- um er eindregiö fylgjandi þvi aö dauöarefsing verði viöurlög við manndrápum hryöjuverkamanna irska lýöveldishersins (88%) Aö vonum hefur fólk harðnað i skapi viö blóösúthellingarnar, þvi á Englandi hafa 50 látiö lifiö i 150 sprengingum hryöjuverkamanna á siðustu þrem árum. Þaðeru þósmámunir miðað við . þær þúsundir, sem myrtar hafa verið á Irlandi undanfarin ár. Segir að morðingi Martin Luther King hafi verið sektar- lamb FBI... Bandarískur rithöfund- ur heldur því fram að hann hafi komisf yfir skjöl þess opinbera sem sýni, að alríkislögreglan hafi hylmað yfir sönnunargögn og falsað önnur við rannsókn morðsins á dr. Martin Luther King. Harold Weisberg rithöfundur segir að FBI hafi gripið til þess- ara ráða til þess aö flýta fyrir dómsniðurstöðu i málinu. Fullyröir hann að James Earl Ray sem játaði á sig morðið á þessum leiðtoga blökkumanna örlagadaginn 4. april 1968 i Memphis i Tennessea hafi ómögulega getað hleypt af banaskotinu. „Ray var ekki einu sinni á staðnum”, sagði Weisberg á fundi með blaðamönnum i gær. Þar upplýsti Weisberg að hann ætlaði að leggja þessi „nýju gögn” sem hann hafði komist yfir siðan hann gaf út íyrir tveim árum bókina „Framup”. 1 henni hélt hann þvi fram að Ray hefði verið haföur fyrir rangri sök. Weisberg heldur þvi fram að skjölin sýni að ógjörningur hefði verið að skjóta Martin Luther King þaðan sem lögregla og FBI hélt að skotið hefði komið frá. Hann segir að bretum nefðu verið veittar rangar upplýsing- ar til þess að þeir framseldu Ray, en hann hafði flúið til Bret- lands eftir morðið. Hann telur að stjórnmála- ástæður hafi ráðið þvi að allt kapp var lagt á snögga dóms- niðurstöðu til þess að stuðnings- menn blökkumannaleiðtogans gengju ekki berserksgang. NOBELSLAUNIN Þessi siöbúna fréttamynd hefur borist frá afhendingu Nóbels- verðlaunanna I Osló á miðvikudaginn. Yelena Sakharov, eiginkona dr. Andrei Sakharovs, sést taka við friöarverðlaununum úr hendi formanns Nóbelsnefndar Stórþingsins norska, frú Asu Lionæs. Heyrnar- laus orð- inn af skot- hvellum Hæstiréttur i London dæmdi einum helsta byssusér- fræðingi bresku lögreglunnar 10.000 sterlingspunda skaða- bætur. Hann er nær heyrnar- laus orðinn af rannsóknum sinum á meintum morðvopn- um .Svo oft hafa skothvellirnir glumið i' eyrum honum þegar hann hefur orðið að kanna hlaup-merkin á kúlunum. Var komist svo að orði að munaði ..einu skoti" að John McCafferty vfirlögregluþjónn yrði vitaheyrnarlaus. Yfirlögregluþjónninn lýsti fyrir réttinum hvernig hann hefði i starfi sinu skotið þúsundum skota af skamm- byssum, rifflum, vélbvssum og haglabvssum við rann- sóknir sinar. — Rétturinn leit svo á aö vinnuveitandinn hefði ekki veitt sérfræðingnum nóga vörn fyrir eyrun. Auðvelda hjónaskiln- aði þýskra Vestur-þýska þingið hefur samþykkt ný lög sem leyfa hjónaskilnaö eftir eins árs að- skilnað ef samþykki beggja liggur fyrir. Eftir stendur þó óbreytt i eldri lögum að hjónaband er því aöeins álitið misheppnað þegar einungis annar aðilinn krefst skilnaðar að um sambúð hafi ekki verið að ræða I þrjú ár. Afnumin er i nýju lögunum sú leit að „sök” sem hingað til hefur veriö forsenda hjóna- skilnaða i Þýskalandi. Sjónar- mið Rauðsokka marka einnig nýju lögin hvað þvi viðkemur að felld er niður fyrri skilgreining laganna á hlut- verki eiginkonunnar sem var fyrst og fremst umönnum heimilis. Þiggja matinn Sprengjuvargar IRA, sem innikróaöir eru I Ibúðinni I London, hafa nú látiö af þrjósku sinni og þiggja aftur næringu af lögreglunni. A myndinni hér sést lög- reglumaöur láta matinn siga I körfu niður að glugga Ibúðar- innar, þar sem hryöjuverka- mennirnir hafa eldri hjón á valdi slnu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.