Vísir - 12.12.1975, Side 9

Vísir - 12.12.1975, Side 9
VISIR Föstudagur 12. desember 1975. cTVIenningannál Lesandinn verður að koma til Ijóðsins Náttfiörildi Gylfi Gröndal Setberg, 48 s. Litil ljóðabók með smekklega hllfðarkápu, á kápunni snyrtileg abstraktsjón. Fyrsta ljóðið i bókinni visar veg: það lýsir i einfaldri mynd stöðnun i náttúrunni og stöðnun I huganum, en stöðnunin varir ekki lengi, eitthvað hefur gerst og kyrrt vatnið gárast, lifið stansar ekki þó svo virðist um stund en kyrrstaðan veldur stöðnun í huganum sem gerir hann næmari fyrir hreyfingunni þegarhún fer af stab. Þetta litla kvæði, óstuðlað en með sér- stæðu rímmynstri lætur litið yfir sér en það má lesa sig inn i það þegar hugur okkar er staðn- aður og við spyrjum einskis, opnum aðeins hug okkar og lif- um myndmál kvæðisins: Baldursbrá I læk eins og lótusblóm stafalogn sólskin staðanaður hugur einskis spurt þar til vatnið gárast og hugurinn fylgir blóminu burt. Slik eru kvæði þessarar bók- ar, þau hrópa ekki framan i les- andann einstaklingsbundna kveinstafi höfundarins, þau sýna lesandanum mynd sem hann verður að ganga inn I, hann verður að koma til ljóðsins og þá mun ljóðið koma á móti honum, komast nær honum en margt það er hrópað er. Gylfi Gröndal er gæddur þeim góða eiginleika að geta dregið persónu sina nægjanlega mikið i hlé til þess að við hin eigum auð- velt með að samlagast ljóðum hans. Ein skýring enn mun vera að það sem verður honum gjarnan ljdðkveikja er skynjun hugans i ró, sá sem skynjar er þá aukaatriði, það sem skynjað er er aðalatriðið: Læðstu á tánum i lyngmó hlustaðu dveldu hljóða næturstund. Löngu er hafinn ljóðasöngur. Myndmál skáldsins er oft gáta sem hollt er að velta fyrir sér. Til dæmis um það langar mig til að tilfæra hér kvæði sem heitir Kónguló og engan skaðaði að gefa sig að dagana sem nú fara I hönd: Allt veiðir hinn gullni vefur allt nema sólris morgundagsins á meðan þú sefur. Það mætti tina til margt fleira til ágætis þessari bók en ég aetla ekki að spilla ánægju lesenda meira en ég hef þegar gert — en hljóða stund má auðga enn ef til hennar er gripið. Hér með hefur hún sýnt þeim sem það vilja að þetta getur hún lika. Stefið er gamalkunnugt og það er tekið á þvi með þekktum gripum. t öðru kvæði sem heitir Morgunn er annars konar náttúrulýsing sem mér virðist meir sérkennandi fyrir skáld- konuna: í ljúfri þögn birtast fjöllin sem leituðu friðar bak við þokuslæðuna meðan nóttin rikti tær formar lindin mynd þeirra á fleti sinum.... Hérerá mjög nærfærnislegan hátt lýst kyrrð i náttúrunni — kyrrð sem á i sér fólginn daginn — og eftir kemur aftur kyrrð. en það er einmitt stund kyrrð- arinnar sem er skáldkonunni kær og henni lýsir hún að min- um smekk með góöum árangri. f nokkrum kvæðum lýsir skáldkonan lifsviðhorfum sin- um heiðarlega, i fógnuði hennar yfir fegurð barnsins i vöggunni blandast sársaukinn yfir skuggahliöum lifsins. kennarinn gerir sér grein fyrir að hann kemst ekki undan áorkan við- horfa fjöldans i starfi sinu: sál min efast og hjarta mitt skelfist þó rétti ég þeim klær kerfisins.... Úr fjarska þess sem slævt hefur vopn sin af þroska og innri ró litur skáldkonan lifsbarátt- una og ýmist undrast eða lýsir án beinnar þátttöku. t siðasta hluta bókarinnar, þeim hluta hennar sem hefst með kvæðinu Sýn, eru nokkur kvæði, liklega nýleg þar sem skáldkonan lýsir áhrifamiklum myndum á einfaldan hátt og ber þar hátt kvæðið um verkalýðs- foringjann sem á engar hlýjar tilfinningar til lýðsins þegar hann hefur lyft honum eins hátt og komist verður. Kvæðin sem bera borgarheiti, Hamborg, Kiel, eru einnig áhrifamikil. Ég er þeirrar skoðunar að hér sé meir en efnileg bók á ferð. Jenna Jensdóttir búi yfir mörg- um þeim eiginleikum sem prýði gott skáld, hún hefur þegar náð valdi á mörgum tjáningarþátt- um ljóðsins og ef hún haldi þannig áfram að lesa texta veraldarinnar og lýsa þvi sem hún les fyrir okkur hinum á skyran og óbrotinn hátt muni henni vel farnast. Engispretturnar hafa engan konung Jenna Jensdóttir Bókaforlag Odds Björnssonar, 80 S. BOKMENNTIR Þorvaldur Helgason skrifar vonglatt biður fólkið eftir vordögunum birtu vonanna nið lækjanna söng fuglanna brumi trjánna dropum dagganna fingerðri snertingu fingurgómanna við vorið Þegar skáldkonan vill tjá óhugnaðinn sem sest að okkur viö haustkomuna gripur hún til hins hefðbundna ljóðforms: Loft er þrungið þoku þögult er um kring bliknuð eru blómin blánað hnigur lyng Eftir langan feril sem barna- bókahöfundur i samstarfi við Hreiðar Stefánsson sendir Jenna Jensdóttir nú frá sér sina fyrstu ljóðabók. Skáldkonan veigrar sér ekki við aö gripa til beinnar og berrar tjáningar án stuðnings hins hefðbundna forms sem hún getur lika beitt ef henni þykir við þurfa. Tónn ljóðanna sem tala til okkar af siðum bókarinnar er hreinn og stöðugur og skirskotunin til lesandans er án umbúnaðar: BEIN OG BER TJÁNING

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.