Vísir - 12.12.1975, Page 11

Vísir - 12.12.1975, Page 11
VISIR Föstudagur 12. desember 1975. Vilmundur Gylfason skrifar: Á FÖSTUDEGI Alþýðubankinn Þá hefur fyrsta höggið að ofan fallið á islenzkt bankakerfi. Það er kominn alvarlegur þver- brestur i spilaborg islenzkrar fjármálastarfsemi — ef þá svo alvöruþrungið orð á við um þessa vitfirringu. Um siðustu helgi gerðust atburðir sem ekki hafa gerzt hérlendis i áratugi. Bankastjórar voru leystir frá störfum ( um stundarsakir — meðan úttekt og dómsrannsókn fer fram varðandi banka þeirra. Og á hverjum degi kemur sitt- hvað i ljós. Alþýðubankinn — stofnun nátengd islenzkri verkalýðshreyfingu — hefur, að mati Seðlabanka, brotið lands- lög um tryggingar fyrir skuldum. Og i kjölfar þessa hafa smám saman verið að leka út upplýsingar um þennan banka, en sem kunnugt er eru bankar leynistofnanir þar sem jafn erf- itt reynist að fá upplýsingar og af fundum hjá Frimúrararegl- unni. Vegna þessa óvenjulega máls eru þó að koma upp á yfir- borð jarðar úr undirheimum fjármálanna heldur ófögur mynd af gangi mála. Af blaðamanna- fundi Mál Alþýðubankans hafa i blaðafregnum mjög verið tengd málum eins manns og fyrir- tækja hans. Þetta er Guðni Þórðarson og fyrirtækin eru Air Viking og Ferðaskrifstofán Sunna. Astæða til þessa virðist sú að mati Seðlabankans er það vegna lána til Guðna, þar sem tryggingar fyrir skuldum eru ó- nógar. Auðvitað er Guðni Þórð- arson einn af þessum peninga- mönnum nýja íslands, sem virðist á undanförnum árum hafa getað vaðið að þvi er virð- ist stjórn- og eftirlitlaust inn i bankakerfið til að fá stórlán og láta þannig verðbólguna fjár- magna stóran hluta af sinum viðskiptum. En hann er aðeins einn af mörgum — og vist er hann þekkilegúr maður. Hitt er svo annað mál, að séu trygging- ar ónógar, þá er ekki siður við bankann — bankastjóra eða bankaráð — að sakast. Guðni Þórðarson hefur á undanförnum árum háð all óvenjulegt við- skiptastrið i landinu, bæði við aðrar ferðaskrifstofur — og er skemmst að minnast viðureign- ar hans við Ingólf Guðbrands- son i Útsýn — og eins við risa- fyrirtækið i landinu, Flaugleið- ir. Auðvitað er jafnljóst að þess- um aðilum ervarla ýkja hlýtt til hans — og harma það sennilega ekki, sé hann að viðskiptalegu falli kominn, En það er alltaf að verða deginum ljósara að bankarnir eru snar þáttur i gengi slikra viðskipta. Bankar eru stofnanir sem eiga að örva heilbrigðan atvinnurekstur, en geta, ef þeir svo kjósa, haldið hvaða skitafyrirtæki sem er gangandi árum saman. í óða- verðbólgu eru völd bankastjóra orðin óhugnanleg. Fyrir það virðast gjalda fyrstir manna Jón Hallsson og Öskar Hall- grimsson. Víða má vélta við ýldusteinum A blaðamannafundi Guðna Þórðarsonar var það vitaskuld ekki ýkja trúverðugt að hann fékkst ekki til að nefna neinar tölur um stöðu fyrirtækja sinna. Hins vegar fullyrðir hann að ef þessir bankastjórar fjúka fyrir það sem þeir hafa gert, þá mættu áreiðanlega fleiri fjúka. Það skyldi ekki vera rétt hjá manninum? Hann fullyrðir að fyrirtæki hans hafi ekki notið annarrar fyrirgreiðslu en þeirr- ar sem mörg önnur fyrirtæki njóta. Það skyldi ekki lika vera rétt? Guðni Þórðarson er ekki gjaldþrota nú, hvað sem seinna verður. Hans fyrirtæki er eitt a'- mörgurn sem veldur Alþýðu- bankasúpunni. Dr. Jóhannes Nordal,' Seðlabankastjóri, segir i viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag að vist séu vanskil hjá Guðna — innstæðulausar á- visanir. Auðvitað hlýtur þetta að vera rétt hjá Seðlabanka- stjóranum, og að auki virðing- arvert fordæmi að skýra blaða- manni Morgunblaðsins frá þessu — en i minu minni hefur Seðlabankastjóri aldrei áður sagt frá þvi hvaða stórbokkar viðskiptalifsins stunduðu yfir- drátt i milljónavis. Og Guðna Þórðarsyni er hægt að segja til huggunar að ef þeir ætla að stinga honum inn fyrir yfir- drátt, þá segir hann bara Ólafi Jóhannessyni að hann þjáLst af króniskri innilokunarkennd — þá er það búið mál, og hann get- ur hafizt handa þar sem frá var horfið. Nei, Guðni Þórðarson er saklaus maður þangað til annað er sannað. Vist hefur hann efa- litið leikiö ógeðfellda leiki — en hann er einn af mörgum. Vísthefur hann fengið óeðlilega fyrirgreiðslu — efalitið af óvenjulegri stærðargráðu — en hann er einn, af mörgum. Bankaráð Alþýðubankans hefur krafizt rannsóknar á itarfsemí Guðna, Guðni hefur krafizt rannsóknar á starfsemi Seðla- bankans og sakað þá um ljóta hluti. Allt er þetta hið skringi- legasta mál. Ég veit litið um ferðamál, en svolitið um banka. Ég hef leitað upplýsinga i rikis- bönkum um starfshætti — t.d. yfirfærslur fyrir bifreiðum á dögum fyrir gengisfellingu og ekki fengið. Það þótti mér tor- tryggilegt og þykir enn. Ég hef spurt um bifreiðakaup banka- stjóra rikisbanka — smámál en prinsipmál — og ekki fengið svör. Guðni Þórðarson má vera gjaldþrota businessmaður. en hittheld ég að hann segi satt, að það má viða velta við ýldustein- unum, að bankakerfið allt þarfnist alvarlegrar hreinsun- ar. Málið — enn sem komið er Af einhverjum ástæðum hefur athygli manna um of beinzt að Guðna Þórðarsyni, ævintýra- manni, sem kannski er á hausn- um, enof litið að þvi sem óhugn- anlegra er, málum Alþýðubank- ans. Manni skilst að það sem hafi gerzt hafi verið að Banka- eftirlit Seðlabankans hafi kom- izt að þvi að einn viðskiptaaðili Alþýðubankans, tittnefndur Guðni Þórðars. hafi ekki haft nægilegar tryggingar fyrir miklum skuldum sinum, þannig að gjaldþrot hans myndi setja bankann á höfuðið. Þetta verður til þess að mikil opinber um- ræða byrjar — reyndar var það Visir einn sem hóf þessa um- ræðu. „Verkalýðsblöðin” þögðu lengi vel þunnu hljóði — en aldrei þessu vant hafði Morgun- blaðið áhuga á hneykslismáli. En hvað gerist? Opinber um- ræða byrjar um banka. Það er auðvitað stórhryggilegt út af fyrirsig að einhverjir hafa eðli- lega haldið fram að þessu, að þetta væri einmitt banki manns- ins á götunni, þetta væri bank- inn sem lánaði mönnum sem væru að klára húsin sin. Nei, al- deilis ekki. Bankinn er á kafi i ó- geðfelldustu og vafasömustu viðskiptum. Guðnamál hafa þegar verið nokkuð rædd. Þar munu auk þess vera gifurleg brögð að viðfeðmari ávisana- yfirdrætti. Stórt byggingafyrir- tæki virðist vera þarna i full- komlega óeðlilegri skuld — al- þýðuverðbólgan er látin byggja blokkin Enn annað stórlán til náfrænda annars bankastjór- ans. Happdrætti Háskólans er sagt tengjast þessu máli á held- ur óþrifalegan viðskiptamáta. Og kunnur ævintýramaður i veitingahúsarekstri — svo ekki sé meira sagt — situr með þess- um heiðursmönnum I súpunni. Og er þá areiðanlega fátt eitt talið. Og allt þetta af þvi að Bankaeftirlit Seðlabankans — sem ég held vera trúverðuga stofnun innan stofnunar — telur tryggingu vanta fyrir útlánum og lætur þvi bankann litlar 125 milljónir i té. Margar spurningar vakna. Hver er þáttur bankaráðs — i þessu máli og almennt og yfir- leitt? Á maður að trúa að allt þetta hafi verið að gerast án þeirrar vitundar? Hvað er eiginlega á seyði? í víðara samhengi Og ennfremur: Þetta mál hefur verið gert opinbert með allóvenjulegum hætti. Það eru einhverjar breytingar að eiga sér stað. Það er tekið að hrikta i apparatinu. En skyldu svona hlutir aldrei hafa gerzt fyrr? Kannske ekki nákvæmlega svona en eitthvað i þessa áttina. Einhverja rekur kannski minni til að fyrir nokkrum árum gengu sögur um Samvinnu- bankann. En það hefur senni- lega verið sakleysislegt! Og Akureyringa þarf varla að minna á sögur sem gengu um Landsbankann þar og gos- drykkjaverksmiðju fyrir nokkr- um árum. Þetta eru dæmi af handahófí. Borgarar i þessu landi geta ekkifengið svona mál upplýst nema til komi vilji að ofan, eins og nú hefur gerzt. Það er önnur óhugnanleg staðreynd málsins. Hin er ógnvekjandi völd hinna verðbólgnu banka- stjóra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.