Vísir - 12.12.1975, Side 15
VISIR Föstudagur 12. desember 1975.
15
Umsjón: Þrúður G. Haraldsdóttir - Sími 86611
Nýtt verk eftir Pál
Pampichler Pálsson
Kammersveit Reykjavikur
heldur 2. tdnleika sina á vetrin-
um i sal Menntaskólans við
Hamrahlið, sunnudaginn 14 des.
kl. 16.
Frumflutt verður nýtt verk,
sem Páll Pampichler Pálsson
hefur samið fyrir Kammer-
sveitina og tileinkað henni. Tón-
verkið nefnist „Helguleikur” og
gefur höfundurinn þá skýringu'á
nafninu, að Helga Ingólfsdóttir,
semballeikari, sem er einn fé-
lagi Kammersveitarinnar, hafi
verið einn helsti hvetjandi þess
að hann samdi verkið. Helga
vildigjarnanleika ný verk á sitt
foma hljóðfæri. En ennfremur
megi lika mislesa nafnið sem
„Helgileik”, þar sem verkið
hafi þegar i upphafi verið hugs-
að til flutnings á aðventu og lýk-
ur verkinu með kórlagi við jóla-
ljóð Þorsteins Valdemarssonar,
„Jólaljós”. „Helsta leiðarljós
mitt við samningu „Helgu-
leiks”, segir Páll, „var að gefa
flytjendum kost á að músisera
af lífi og sál. Þannig hefst t.d.
vérkið á kafla, þar sem hljóð-
færaleikararnir spila eins og
fyrir sjálfa sig”.
Auk Kammersveitar Reykja-
vikur eru flytjendur i „Helgu-
leik” Kór Menntaskölans við
Hamrahlið, en stjórnandi hans
er Þorgerður Ingólfsdóttir og
Karlakór Reykjavikur, sem er
undir stjóm Páls P. Páissonar.
önnur tónverk á efnisskránni
em öll frá barokktimanum og
mun ekkert þeirra hafa verið
flutt hérlendis áður.
Jólasýning Þórdísar Tryggvadóttur ó Mokka
„Faðir minn sagði mér þjóð-
sögur á kvöldin og persónur
sagnanna urðu ljóslifandi i huga
mér.Má vera að þaö sé að koma
fram fyrst núna,” sagði Þórdis
Tryggvadóttir þegar við spjöll-
uðum við hana i tilefni sýningar
hennar á Mokka. Þórdis sýnir 18
oliupastelmyndir og sækir efni-
við sinn að mestu i þjóösögur
Þórdis er alin upp við mynd-
list frá blautu barnsbeini, for-
eldrar hennar voru listmálarar.
Hún stundaði nám við Mynd-
lista- og handiðaskólann og
siöan framhaldsnám i Dan-
mörku og Bandarikjunum. Fyrr
á árum myndskreytti Þórdis
barnabækur og teiknaði jóla-
kort.
Jólasýning Þórdisar er 6.
einkasýning hennar og hefur
hún einnig tekið þátt i samsýn-
ingum.
Listakonan við myndina af Bakkabræðrum.
SÍÐARI BÓKMENNTAKYNNING NORRÆNA HÚSSINS:
Kynna finnskar og sœnskar bœkur
A sunnudaginn kemur veröur
siðari kynning I Norræna húsinu
á atbyglisverðum bókum af
bókamarkaði Norðurianda á ár-
inu 1975.
I þetta sinn verða finnskar og
sænskar bækur á dagskrá, og er
kynningin i umsjá finnska og
sænska sendikennarans, Etelku
Tamminen og Sigrúnar Hall-
bedt. og bókasafns hússins.
Gestur bókakynningarinnar
veröur sænski rithöfundurinn
Per Gunnar Evander, og les
hann úr verkum sinum.
1 fréttatilkynningu segir m.a.
um gest kynningarinnar.
„Per Gunnar Evander er
fæddur 1933. Hann er fil. mag.
frá Uppsölum og kenndi m.a.
eðlisfræði, ensku, stærðfræði og
sænsku. Siðar vann hann sem
leiklistarráðunautur við sænska
útvarpiö, en er nú starfsmaður
sænska sjónvarpsins. Per
Gunnar Evander hefur skrifað
margar bækur, bæði skáldsögur
og leikrit. Leikritin hafa bæði
verið leikin i útvarpi og leik-
sviði, og s.l. ár og i ár hafa leik-
hús i Stokkhólmi og i Malmö og
Gautaborg sýnt leikrit hans.
Still Evanders er sérstæður og
áhrifamikill. Á persónulegan,
hlutlausan hátt greinir hann frá
gerðum söguhetja sinna og
örlögum þeirra lfkt og hann
væri að gefa skýrslu. Þessi frá-
sagnarmáti Evanders er sann-
færandi og kemur lesandanum
til að lita.á söguhetjurnar sem
raunverulegar og lifandi. Auk
þess fær Evander lesandann til
að brosa i barm sér, er hann lýs-
ir skoplegum og jafnvel smá-
vægilegum atvikum á þennan
nákvæma og skýrslugerðarlega
máta.”
Kynningin hefst kl. 4.
ÁGÚST
PETERSEN
HELDUR
ENN
SÝNINGU -
NÚÁTRÖÐ
A Tröö stendur yfir sýning á
verkum Agústs Petersen, þar
sýnir hann 15 olfu, pastel- og
vatnsiitamyndir. Agúst var
nteð einkasýningu i Norræna
húsinu í haust og tók einnig
þátt i haustsýningu FIM.
Hefur hann hlotið mjög góða
dóma gagnrýnenda.
Eyjólfur Einarsson sýnir
Eyjólfur Einarsson heldur sýningu á 20 vatnsiitamyndum f Inn-
römmun Guðmundar aö Bergstaöastræti 15 Hefur sýningu Eyjólfs
verið tekið vel og fjöldi mynda selst.
Eitthvað fyrir þig?
Þessi mynd hlaut 1. verðlaun i
gerð veggspjalda til að nota i
herferð gegn ölvun við akstur.
Ætlar þú að njóta hclgarinnar
heima við? Ef svo er höfum við
verkefni sent öll fjölskyldan
getur spreytt sig á og um leið
stuðlað að eigin öryggi f um-
ferðinni.
Umferðarráð efnir til sam-
keppni i gerð veggspjalda, sem
nota á i alþjóðaherferð fyrir
auknu öryggi barna i umferð-
inni. Veggspjaldið skal skir-
skota til ökumanna i þéttbýli og
vera ábending til þeirra að gæta
Itrustu varkárni gagnvart börn-
um innan 10 ára aldurs.
öllum er heimil þátttaka i
keppninni og til þess að hug-
mynd veggspjaldsins hafi al-
þjóðlegt gildi þarf hún að vera
vel skiljanleg af teikningunni
einni saman, og á veggspjaldinu
má ekki vera texti.
Af myndunum sem fylgja sjá-
ið þið að hver sem er getur tekiö
þátt i keppninni og leyft sköpun-
argáfunni að njóta sin. Þetta er
lika gott tækifæri til að leyfa
börnunum að eiga sinn þátt i þvi
að auka eigið öryggi. Einnig er
til veglegra verðlauna að vinna,
þvi að fyrstu verðlaun eru u.þ.b.
555 þúsund kr.
1 keppninni hér verða veitt ein
verðlaun kr. 140.000, auk þess fá
þrjár tillögur viðurkenningu.
Ef sá og hinn sami fengi 1.
verðlaun hér og jafnframt 1.
verðlaun i alþjóðlegu keppninni
fengi hann sem svarar
700.000.00 kr. alls.
Tillögum ber að skiia til skrif-
stofu Umferðarráðs fyrir 15.
des. 1975. Sérhver tillaga verður
að vera nafnlaus. Á bakhlið til-
lögunnar limist venjulegt lokað
hvitt umslag sem i eru full-
komnar upplýsingar um nafn,
heimilisfang og fæðingardag.
Samkeppnin er opin áhuga-
mönnum og atvinnumönnum.
Dómnefndin lýkur störfum fyrir
31. desember 1975 og verða úr-
slit birt við opnun sýningar á
öllum tillögum i byrjun janúar
1976.
önnur sainkeppnin var uni
gerð veggspjalda til að nota i
baráttunni fyrir aukinni notkun
bilbelta.
Þar varð þessi inynd hlut-
skörpust.
HÆ kraUkar
Sporaðu ekki spurningarnar þínar
spurðu ALVIS svaranna við þeim.
Honn kann svar við tvisvar sinnum tveim
og tölum llóknum - mínusum og plúsum.
Við margföldun og deilingu hann drjúgur er.
vertu duglegur að spyrja..
ALVIS svaror þér.
ALVIS SVARAR EKKI í TÖLUM, HELDUR JÁ EÐA NEI
r-Avr
GRÆNTAUGA
þó er
svarið rétl
SPURNAR-
HNAPPUR
TÖLUSTAFIR'
HREINSI- ___
HNAPPUR
RAUTT AUGA
þó er
svarið rangl
KVEIKT/SLÖKKT
SAMASEM
-«f DEILING
MARGFÖLDUN
FRÁDRÁTTUR
- - SAMLAGNING
KOMMA
ALVÍS er ítallegum giafakossa og með ALVIS í kassanum er HlIfÐARPOKI,
LÍM-MERKI og MYNDSKREYTT DÆMABÓK
UGLAN ALVIS - ALLRA BARNA VINUR
UOVIIC SKRIFSTOFUTAKNI hf.
■ ^V/T Wl Tryggvagölu - Bok 454 - Sími 28511