Vísir - 12.12.1975, Side 24

Vísir - 12.12.1975, Side 24
NATO heyrir aftur frá íslendingum í dag — Einar Ágústsson rœðir á ný ásiglingu dráttarbátanna — VÍSIR Föstudagur 12. desember 1975. ÞÓR út aftur eftir bráða- birgðaviðgerð Varðskipin Þór og Týr voru enn i Loðmundarfirði i morgun og var unnið að bráðabirgðavið- gerð á Þór. Þótt skemmdirnar hafi verið töluverðar urðu þær mest á þyrlupalli skipsins. Á skrokknum urðu ekki teljandi skemmdir og er skipið því sjó- hæft eftir sem áður. Það iná þvi búast við að það fari aftur til gæslustarfa um íeið og bráðabirgðaviðgerð er lokið. Skipið er klárt og Ilelgi llallvarðsson, skipherra, og áhöfn hans áreiðanlega til að ,,ræða” málið frekar við dráttarbátana. —ÓT. Full Air Viking vél til Kanarí — Það fer sneisafull vél frá okkur tí 1 Kanarieyja á morgun, sagði Guðni Þórð- arson, forstjóri Sunnu og Air Viking, við VIsi i morgun. — Aðsóknin var reyndar svo mikil að við urðum að senda 18 farþega með Flugleiðum til London. Við höfðum ekki pláss fyrir þá, en vildum leysa vanda þeirra. Það er lika gott að Flugleiðir njóta góðs af. Sunna á ekki i neinum erfiðleikum. Það standa ekki á henni neinar vanskila- skuldir og viðskiptavinir okkar erlendishafa ekki tek- ið mark á áróðursherferð- inni — enda sumir átt við okkur viðskipti i áratugi. — ÓT. GEKK A VÆNGJA- HURÐ OG SKARST Á FÓTUM Maður skarst á fótum er hann gekk á vængjahurð i nótt. Hann var fluttur á slysadeild. Atburðurinn átti sér stað á Hótel Sögu. Maðurinn var að koma úr fatahengi og ætlaði sér inn á Mimisbar. Vængjahurð liggur að barnum og gekk maðurinn á hurðina með þeim afleiðingum að glerið brotnaði og hann skarst á fót- um. — EA 1 „Ég mun láta i mér heyra nú á eftir, þegar gengið verður frá yfir- lýsingu fundarins”, sagði Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, i viðtali við Visi í morgun. — Ráðherr- ann kvaðst myndu taka upp að nýju ásiglingu bresku dráttarbátanna á Þór. Hann hefði nú undir höndum full- komna skýrslu um málið, og myndi krefj- ast þess, að málsins yrði getið i yfirlýsingu fundarins. Utanrikisráðherra hélt blaða- mannafund i gær, og var hann óvenju-fjölmennur. Um eitt hundrað blaðamenn sátu fund- inn, og báru þeir fram mikinn fjölda spurninga. Utanrikisráð- herra kvað það álit sitt, að þessi fundur hefði haft veruleg áhrif i þá átt að skýra betur málstað islendinga. BUast má við, að Einar Ágústsson verði harðorður i garð breta, þegar hann tekur til máls á fundinum i dag, einkum þegar þess er gætt, að i gær hafði hann takmarkaðar upp- lýsingar undir höndum um átökin i mynni Seyðisfjarðar. Utanri'kisráðherrafundi NATO átti að ljúka nú skömmu eftir hádegi. — AG RAFMAGNSVEITUR RIKISINS FLUTTAR TIL AUSTFJARÐA? Tillögur um flutning ríkisstofnana af höfuðborgarsvœði Heildarflutningur 25 stofnana, deildaflutningur sem snertir 12 stofnanir, stofnun útibúa 36 stofnana og efling.. útibúa 11 stofnana eru tillögur Stofnana- nefndar. Þessi nefnd var sett á laggirnar vorið 1972 og var tilgangur hennar að kanna staðarval rikisstofnana og athuga. hverjar breytingar kæmu helst til greina i þvi efni. Nefndin hefur nú lagt fram álit sitt og skiptist það i þrjá megin- hluta. t fyrsta hluta er fjallað um þróun íslenska stjórnkerfisins. Annar hluti fjallar um stofnana- flutning á almennan hátt. Þriðji hluti inniheldur svo áðurnefndar tillögur. Auk þessara aðal- tillagna leggur nefndin fram ýmsar aðrar tillögur. Dæmi um tillögur nefndarinnar má nefna að hún leggur til að átta lándbúnaðarstofnanir verði flutt- ar til Borgarfjarðarsvæðisins, m.a. Búnaðarfélag Islands, Raf- magnseitur rikisins hafi framtiðaraðsetur á Austfjarða- •svæði og Kennaraháskóli verði i Eyjafirði. -VS. Fleiri fyrirtœki en Air Viking mega búast við aðgerðum Air Viking er alls ekki eina fyrirtækið sein er undir smá- sjánni vegna skulda við Alþýðu- bankann. Ýmsir aðrir stórir lánþiggjendur eru nú í mjög ná- kvæmri rannsókn —og svo kann að fara að gripið verði til ein- hvers konar aðgerða gegn þeim fljótlega. — Það er verið að kanna mjög nákvæmlega hag og stöðu nokk- urra fyrirtækja, sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, i við- tali við Visi. — Það er könnuð tryggingaleg staða þeirra gagnvart Alþýðu- bankanum og heildarhagur þeirra. Þar er að finna vanda- mál sem kunna að leiða til inn- heimtuaðgerða eða annarra aö- gerða af hálfu bankans fijót- lega. — Þetta er mikið og flókið mál, en þvi verður hraðað eins og unnt er. Það er ekki verið að fara neina herferð gegn Air Vik- ing. Þareru stærstar fjárhæðir i hættu að mati bankans, en önn- ur fyrirtæki eru lika i rannsókn. — ÓT. „Flugmenn geta ekki enda- laust gert kraftaverk..." segir flugmálastjóri sem hyggst loka flugvöllum úti á landi ef ekki fœst fé fyrir öryggisbúnaði Farþegar i innanlandsflugi á tslandi eru I llfshættu vegna al- gers skorts á hverskonar öryggisútbúnaði við flugvelli úti á landsbyggðinni. Rikisvaldið veitir ekki eyri til flugmála innanlands og ef ekki verður bót á þvf hyggst flugmálastjóri loka flugvöllum úti á landi. — Við höfum verið mjög lán- samir að ekki skuli hafa orðið slys á reglubundnu áætlunar- flugi, sagði Agnar Kofoed-Han- sen, flugmlastjóri, á fundi með fréttamönnum i gær. — Það þýðir ekkert að benda á að hingað til hafi verið flogið slysalaust. Þar er eingöngu fyrir að þakka islenskum flug- mönnum sem eru frábærlega hæfir. En það er ekki hægt að ætlast til að þeir geri endalaust kraftaverk. — Það er mikil ábyrgð að leyfa flug á velli úti á landi, og ég er sekur i þvi efni. Hættan eykst lika með tiðni flugferða og þvi að farið er að fljúga á fleiri staði. Einhverntima gefst maður hreinlega upp og nú má segja að mælirinn sé fullur. Ekkert fé til flugmála A fjárlögum árið 1975 voru veittar 202 millj. króna til fram- kvæmda i flugmálum. Þar að auki fékkst heimild til að taka tuttugu milljón króna lán til að malbika hluta af vellinum á Isafirði. Þetta var siðan skorið niður i 182 milljónir og voru mal- bikunarpeningarnir felldir inn i þá upphæð. Fyrir árið 1976 bað Flugmálastjórnin um 979 milljónir til brýnustu fram- kvæmda en fékk 252. Fé það sem rikið græðir á ýmsum lið- um flugmála nemur svipaðri upphæð. þannig að i rauninni veitir það ekkert fé til þessara mála. Vonlaust að halda svona áfram — Það er alveg þýðingarlaust að balda svona áfram, sagði flugmálastjóri. Þetta er að bjóða hættunni heim. Ef ekki fæst fé til að gera einhverjar öryggisráðstafanir er ekki um annað að ræða en loka flugvöll- um úti á landi. -ÓT Agnar Koefod Hansen, flugmálastjóri, á fundi með blaðamönnum i gær.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.